Tíminn - 09.09.1983, Qupperneq 12

Tíminn - 09.09.1983, Qupperneq 12
Við Fred rekumst hvort á annað á ganginum, ennþá hálfsofandi. Við rétt aðeins tölumst við á meðan við gleypum í okkur ristað brauð með kaffisopanum. Ég gýt augunum yfir aðalfréttirnar í Washington Post, og þar sé ég að Shultz utanríkiráðherra er í ferðalagi í lönd- unum fyrir botni Miöjarðarhafs, en Bush varaforseti er á ferð heima á Islandi (þetta er skrifað í júlí). Von- andi hefur Bush fengið gott veður heima, hugsa ég með mér. ísland er yndislegt á þessum tíma árs, og þá ekki síst í góðu veðri. Við leggjum af stað í vinnuna um hálfsjö-leytið. Bílamergðin er þcgar orðin gífurleg. Akbrautin er stór og breið, þegar út úr hverfinu okkar er komið, 6 einstefnu-akreinar norður og suður, en þar stendur samt allt fast eins og venjulega. Mér tckst þó loksins að mjaka mér inn á akrein og koma síðan Fred á vinnustað. Við kveðjumst og ákveðum að reyna að koma snemma heim í kvöld eftir vinnu. Þegar ég hef skilað Fred á sinn stað ek ég 25 mílur (ca 45 km) í norðurátt með bökkum Potomac-fljótsins. Útsýn- ið er alveg sérstaklega fallegt á þessari leið. Stundum glampar á ána milli trjánna, en stundum hverfur hún alveg fyrir skógivöxnu landinu. Það tekur mig venjulega um klukkutíma að aka þessa leið í vinnuna - þcgar allt gengur vel, en stundum miklu lengur. Talkennsla og endurhæfing er aðaiverkefni T.C. Stofnunin sem ég vinn hjá er kölluð á ensku Rehabilitation Clinic (Endur- hæfingarstöð) fyrir fatlaða og lamaða á öllum aldri. í sjúkraþjálfunar-deild- inni eru alls konar æfingar, þjálfun og aðrar aðferðir notaðar til þess að reyna að koma lífi í limi, sem hafa orðið fyrir einhverjum slysum eða áföllum. í heyrnarhjálpar-deildinni er heyrnin ■ Talkennsla fyrir framan spegil ■ Aðstoðað við fyrstu skrefin í átt til bata mæld og eyrun athuguð. Þar fær fólk heyrnartæki og lærir að nota þau, og fær ráð og aðstoð eftir þörfum. En aðalverksvið félagsins (sem heitir „The Treatment Centers of theM.ont- gomery Society for Crippled Children and Adults, Inc.“ - eða í daglegri styttingu T.C.) er í sambandi við talkennslu og talendurhæfingu. Þessi stofnun er vel þekkt hér um slóðir fyrir skóla, sem rekinn er fyrir börn frá 3ja til 6 ára aldurs, scm einhverra hluta vegna eiga erfitt með að tala, eða læra þetta margslungna kerfi, sem við fullorðna fólkið köllum tungumál. Fáir nemendur eru í hverjum bekk og mikil áhersla er lögð á að kenna hverjti barni fyrir sig. Fyrir utan þennan barnaskóla er þarna deild fyrir talþjálfun fullorð- inna, sem geta komið hér í tíma eftir þörf. Maryland-fylki borgar að mestu leyti rekstur skólans, en hinar deildirnar eru reknar með það fyrir augum, að þeir, sem hafa ráð á, borgi fyrir sig, en þeim er hjálpað, sem hafa ekki næg peningaráð. Sem sagt, hér er engum vísað á dyr vegna peningaleysis. Starf mitt er að útvega peninga Og þá kem ég loks að mínu starfi hér við The Treatment Centers. Ég er ábyrg fyrir því, að það sé nóg rekstrar- fé fyrir hendi til þess að hægt sé að hjálpa þeim, sem á þurfa að halda. Fjársöfnun fyrir svona stofnun er rekin á margvíslegan hátt. Fyrst og fremst er miklu fé safnað með bréfaskriftum til einstaklinga, verslunarfyrirtækja, góð- gerðastofnana og hjálparsjóða (private foundations) til þess að hvetja viðkom- andi til að styðja starfsemi T.C. Einnig er peninganna aflað með alls konar aðferðum öðrum, svo sem happdrætti, íþróttamótum, dansleikjum, útvarps- og sjónvarpsþáttum, spilakvöldum, konsertum o.fl. o.fl. Fjáröflunardeildin er ekki margmenn,-þar er ég, aðstoðarstúlka mín og tvær skrifstofustúlkur, en svo styður okkur fjöldinn allur af sjálfboðaliðum, sem halda flestum álíka góðgerðastofnunum uppi hér í Bandaríkjunum. Dagurinn í dag byrjar með fundi með sjálfboðaliðum kl. 8. Sem betur fer er aðstoðarstúlka mín mætt, búin að laga kaffi fyrir hópinn og einnig hefur hún þegar komið öllu vel fyrir í fundarherberginu. Allir mæta stund- víslega - um 20 manns -. Fyrst tölum við aðeins um daginn og veginn, um- ferðaröngþveitið, hitann og rakann, og okkur kemur saman um, að Was- hington borg sé óþolandi á sumrin. Ég legg til að við höldum næsta fund á íslandi! Við snúum okkur fljótlega að mál- forstjóra Flugleiða, um hæl til þess að þakka honum. Ég hafði hringt til Islands nokkrum dögum áður og orð- aði þá við Sigurð, að hann leyfði Flugleiðum að taka þátt í sérstakri útvarps-dagskrá, þar sem ein aðal-út- varpsstöðin í Washington verður með uppboð á alls konar ferðalögum fyrir hlustendur, sem hringja til útvarps- stöðvarinn&r og bjóða svo og svo mikið í hverja ferð. Sá sem býður hæst borgar svo fyrir ferðalagið, en allur ágóðinn rennur til The Treatment Centers. Þetta er líka ágætis auglýsing fyrir þá sem taka þátt í þessu. Þulurinn lýsir ferðunum mjög gaumgæfilega og talar mikið um félögin sem gefa svo rausnarlega. Það er mín reynsla nú sem fyrr að gott er að treysta á góða landa! Þegar lokið er bréfaskriftum og símtölum, sem komu inn meðan á morgunfundinum stóð, er kominn tími til að fara til hádegisverðar. I hádeginu hitti ég tvo hljómsveitarstjóra, sem ætla að taka þátt í Jazz-Festival fyrir stofnunina um næstu helgi. Hátíðin verður haldin á nýju hóteli, sem verið er að opna og bauð hótelstjórinn mér að halda þar samkomu til þess að afla peninga fyrirT.C. - og þá jafnframt til þess að kynna þennan nýja stað. Hljómsveitarstjórarnir eru báðir í sjö- unda himni þegar þeir hafa séð salar- kynnin, sem við fáum til afnota. I anddyri þessa nýja hótels er, eitt mjög merkilegt að sjá, en þar hefur verið búinn til 6 hæða foss. Slíkt hef ég aldrei séð fyrr. Þetta á áreiðanlega eftir að vekja mikla athygli. Auður ætlar að taka greinina með til íslands Um tvöleytið er ég komin aftur á skrifstofuna og þar liggja fyrir nokkur verkefni og skilaboð frá þeim sem hafa hringt og reynt að ná í mig. Ein skilaboðin voru frá Auði Colot (Auði Loksins komst ég heim, en þá er klukkan orðin sex. Fred er nýkominn og er að skipta um föt. Ég hringi til Dúllu systur í Reykjavík á meðan til þess að heyra hvernig fjölskyldunni líður. Hún segir mér að þau Haukur séu að grilla lambalæri, - það væri unaðslegt að vera komin heim! I sumarhitanum í Washington leitar hugurinn oft heim til íslands. Síðan slæ ég á þráðinn til Söndru dóttur minnar, en systkinin hafa ákveðið að hafa „picnic“ á sunnudaginn. Þá' er „pabbadagur" hér í Ameríku. Ég segi Söndru að ég komi þá með pappírs- diska, dúka og allt slíkt og Sandra segir að allt gangi vel og er farin að hlakka til þess að fá alla fjölskylduna til sín. Ánægjulegt kvöld Þá er að skipta um föt í hvelli og við leggjum af stað til vina okkar, um kl 7. Sem betur fer búa þau mjög nálægt. Á leiðinni segir Fred mér að hann hafi talað við Nick, sem er 3ja ára barna- barn okkar og að Nick hafi verið uppfullur af sögum um öll dýrin sem hann hafi séð í dýragarðinum í dag - yndislegur drengur hann Nick litli. Við höfðum ekki hitt Bill og Carolyn Merritt í lengri tíma. Fred og Bill voru saman í hernum og þau hafa boðið tveimur hjónum í viðbót í mat og bridge á eftir.Þetta er mjög skemmti- legt kvöld. Við borðum, drekkum og spilum á'milli þess að rifja upp gamlar og góðar minningar. Fáum fréttir af gömlum vinum, en spilin eru alveg fyrir neðan allar hellur! Við ákveðum að láta ekki langan tíma líða þangað til við hittumst aftur - kannski að fara öll saman í Kennedy Center næst. Klukkan er um hálf tvö, þegar við erum loksins komin í rúmið, og rétt þegar ég er að sofna lofa ég sjálfri mér því, - að nú skuli ég klára frásögnina - af einum degi í lífi mínu - strax í fyrramálið! Dagur í lífi Svölu Benediktsson Daly í Washington FÖSTLDAGUR 9. SEPTEMBER 1983 heimilistíminri ■ Svala Benediktsson Daly er fædd og uppalin í Reykjavík, dóttir Más Benediktsson og Sigríðar Oddsdóttur. Hún útskrifaðist úr Kvennaskóla ís- lands 1951 og fluttist til Bandaríkjanna 1953. Svala vann þá við skrifstofustörf í Albany, New York og bjó hjá föðurbróður sínum. Erni Benedikts- son, þar til hún giftist, en eiginmaður hennar er Frederick Daly. Skömmu eftir að þau Svala og Frederick giftu sig var hann kallaður í landher Bandaríkj- anna og gegndi hann síðan herþjón- ustu í 20 ár. Þau hjónin eiga þrjú börn og eitt barnabarn. Börnin eru öll gift og búsett í Washington og nágrenni. Á herþjónustuárum Fredericks ferð- aðist fjölskyldan víða um heiminn, og voru til dæmis búsett í Þýskalandi, Indlandi, Filippseyjum og á mörgum stöðum í Bandaríkjunum. Síðan Fred hætti í hernum vinnur hann hjá import/ export (innflutnings/útflutnings) -fyrir- tæki, en kennir af og til félagsfræði við einn af háskólum Virginiufylkis. Síðastliðin 8 ár hefur Svala unnið að fjáröflun og að „public relation" (al- mannatengsl) fyrir góðgerðarstofnanir í Washington. Svala Benediktsson Daly segir okk- ur frá einum degi í lífi sínu í Washing- ton: Daly -hjonin taka daginn snemma Vekjaraklukkan lætur til sín heyra klukkan hálfsex, - tími til að koma sér á fætur. Ég set kaffikönnuna í samband og fer í sturtu og klæði mig. r umsjón B.St. og K.L. ■ Svala hefur víða farið, en þessi mynd er tekin af henni í Key West syðst á Florida-skaga efninu, sem er íþróttamót, sem halda á eftir tvær vikur. Mótið verður rekið með tvennt í huga. Fyrst og fremst fáum við góðan pening upp úr mót- inu, og eins getur það vakið athygli á starfi stofnunarinnar og vakið til um- hugsunar fólk, sem hefði annars hvorki ástæðu né áhuga á að hugsa um slík störf. Við erum öll á fundinum ánægð yfir að heyra að þegar hafa 4.800 dollarar borist inn í skráningargjöld fyrir þátt- takendur í mótinu, svo þátttakan virð- ist óvenjulega góð.Við giskum á að það sé vegna þess, að búið er að skrifa um mótið í dagblöðin og svo hafa komið sjónvarpsauglýsingar í tveimur eða þrem sjónvarpsstöðvum, þar sem fólk er hvatt til að taka þátt í þessu móti. Verkefnum er skipt á milli manna og það kemur í ljós, að við erum heldur fámenn. Fundarslit eru kl. 9.15, og ákveðið að mætast aftur eftir viku og fá þá fleiri í lið með okkur. T.C. fær stuðning frá íslandi — gott er að treysta á góða landa. Nú fær ég mér auka - kaffibolla og les nokkur bréf, sem mér hafa borist í morgunpóstinum, og athuga skilaboð og hverjir hafi hringt meðan á fundar- haldinu stóð. Eitt bréfið er frá Ice- landair í New York, og tilkynnir það, að Icelandair (Flugleiðir) gefi The Treatment Centers tvo flugmiða fram og tilbaka frá Baltimore til Luxem- bourg. Þetta eru nú aðdeilis fínar fréttir! Ég skrifa Sigurði Helgasyni, Jónsdóttur frá Stykkishólmi). Ég næ í hana og hún mihnir mig á, að hun se a förum heim til íslands innan skamms, og segist skúlu taka þessa grein, sem ég er að baksa við að skrifa fyrir Tímann, og koma henni til skila. Ég þakka henni boðið. Skilaboð fékk ég líka frá prentsmiðjunni, en þar þurfti ég að líta á prófarkir á fréttabréfi félagsins, en þeir lofuðu að senda prófarkirnar til mín. Fred hafði líka hringt til þess að minna mig á að hætta á skrifstofunni fyrr en vanalega, því að við hjónin ætluðum að fara út að borða og spila bridge með góðu vinafólki í kvöld. Ég hespa nú verkefnin af eins og ég get, og um fjögurleytið treð ég því sem ég þarf að hafa með mér í skjalamöpp- una mína og skelli henni í skottið á bílnum, og ek svo heim á íeið. Vörubílstjórinn sofnaði við stýrið Nú er orðið geysilega heitt úti, um 95 gráður á Fahrenheit (um 35 gráðu hiti á Celsíusjog loftrakinn eftir því. Þegar komið er út á aðalbrautina til Virginíu þá situr allt fast og bílalestin mjakast varla áfram. Ég hlusta á útvarpsþulinn. sem gefur þær upplýs- ingar, að tveir smábílar og stór vörubíll hafi lent í árekstri og og einn bílinn hafi brunnið til kaldra kola. Tvær manneskjur eru mjög slasaðar og langan tíma muni taka að draga skemmdu bílana í burtu, svo umferðin komist í samt lag. Vörubílstjórinn hafi sofnað við stýrið - ekki nema von í þessum hita, hugsa ég. „I sumarhitanum í Wash- ington leitar hugurinn oft heim til íslands"

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.