Tíminn - 09.09.1983, Page 18
FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1983
18
kvikmyndir
Svarthvítur
lífsins dans
ANNAR DANS. Leikstjóri: Lárus Ýmir Óskarsson. Aðalhlutverk:
Kim Anderson, Lísa Hugoson. Handrit: Lars Lundholm. Myndataka:
Göran Nilsson. Sýnd í Regnboganum.
Sumarleyfi og húsbyggingar eiga
það gjarnan til að umbylta hrynjandi
hversdagsins. Þess hafa til dæmis sést
merki í umfjöllun okkar Tímamanna
um kvikmyndir í sumar, en hún hefur
verið af mjög skornum skammti og
ekki seinna vænna að fara að bæta þar
eitthvað úr.
Eitt af því, sem undirritaður þurfti
að fórna fyrir átök við kúbein, hamar
og önnur smíðaverkfæri, var frumsýn-
ingin á sænsku kvikmyndinni „Annar
dans“, sem Lárus Ýmir Öskarsson
leikstýrði, en hún er nú til sýnis í
Regnboganum. Nú hef ég hins vegar
bætt úr þessu og fylgst af athygli og
áhuga með þessum svartíslenska dansi
tveggja sænskra kvenna í leit að sjálf-
um sér, uppruna sínum og lífstilgangi
á ferð um sænskt þjóðfélag.
Aðalpersóna myndarinnar er, eigum
við að segja, miðaldra kona, sem Anna
heitir og leikin er af innlifun og
sannfæringu af Kim Anderson. Hún er
eignalaus, þjófótt og sjúskuð eftir of
margar brennivínsflöskur og of mörg
skyndikynni á lélegum hótelum. En
samt er í henni manneskjuleg lífs-
hvika, sem gerðir það að verkum, að
áhorfandinn fylgist með henni af sam-
úðarkenndum áhuga allt frá fyrstu
senunni í fátæklegu og hálfsubbulegu
hótelherbergi í hálfmyrkri dagrenning-
ar með tómu flöskun a Borðinu og allar
veraldlegar eigur sínar í lítilli ferða-
tösku.
Þessi aðalpersóna myndarinnar seg-
ist vera a Feið norður í land til að hitta
föður sinn, sem þar á að vera bóndi og
fiðrildasafnari og fá hjá honum pen-
inga. Hún nær sér í far með kornungri
stúlku, Jo að nafni (leikin af Lisa
Hugoson), sem er á norðurleið í leit að
lífinu og skráir lkífsreynslu sína á polar-
oidmyndavél og segulbandsspólur. Á
ferðinni norður kynnast þær báðar
hvor annarri og ýmsum öðrum, þar á
meðal forkostulegum sölumanni og
brengluðum fulltrúa úrkynjaðrar yfir-
stéttar.
En það er ekki fyrst og fremst
sögurþráðurinn, sem heldur huganum
við myndina, heldur frásagnarblærinn
og sú Ijóðræna veröld, sem birtist á
■ Lisa Hugoson og Kim Anderson í „Annar dans“ eftir Lárus Ými
Óskarsson
Stjörnugjöf
Tímans
★★★★ Gandhi
★★★★ Rauðliðar
★★★ Annar dans
★★★ Poltergeist
★★★★ E.T
★★★ Tootsie
hvíta tjaldinu og sem nýtur sín mjög
vel í svarthvítu. Hér hefur samvinnan
á milli leikstjórans og myndatöku-
mannsins tekist með miklum ágætum,
svo að efni, sem í annarra höndum
hefði getað orðið að flatneskjulegum
hversdagsleika, lyftist í æðra veldi
myndrænnar tjáningar skáldlegs hug-
arflugs.
Lárus Ýmir hefur fengið verðskuld-
að hrós fyrir þessa fyrstu þolraun sína
sem kvikmyndaleikstjóri. Vonandi
verður ekki langt þangað til hann fær
að spreyta sig á að gera íslenska
kvikmynd og bæta þar með enn einu
litbrigðinu í sífellt fjölskrúðugra litróf
íslenskrar kvikmyndagerðar.
- ESJ
6 cyl. Diesel, aflstýri, sjálfskiptur, rafmagnsupphalarar á rúðum,
stereosegulband, útvarp rafmagnslæsingar á hurðum, álfelgur
ofl. ofl. Mjög hljóðlátur og kraftmikill.
Afsláttur:
Verð til einstaklinga Kr. 555.000.-
Verð til atvinnubílstjóra Kr. 398.000.- ’
INGVAR HELGASON HF. s.^ísssso
SÝNINGARSALURINN / RAUÐAGERÐI
VERKANNA
VEGNA
Simi 22123 Postholf 1444 Tryggvagotu Reykjavik
BÍLAPERUR
ÓDÝR GÆÐAVARA FRÁ
MIKIÐ ÚRVAL
ALLAR STÆRÐIR
Kvikmyndir
Sími 78900
SALUR 1
Evrópu-Frumsýning
GET CRAZY
Lact ChancaTb
PartyThis Swmmarl
Splunkuný söngva gleði og grin-
mynd sem skeður á gamlárskvöld
1983. Ýmsir Irægir skemmtikraftar
koma til að skemmta þetta kvöld á
diskotekinu Satum. Það er mikill
glaumur, superstjarnan Malcolm
McDowell fer á kostum, og Anna
Biöms lumar á einhverju sem
kemur á óvart.
Aðalhlutverk: Malcolm
McDowell, Anna Björnsdóttir,
Allen Goorwitz, Daniel Stern.
Sýnd kl. 5,7, 9 og 11
Hækkað verð
Myndin er tekin í Dolby sterio og
sýnd i 4ra rása starscope sterio
SALUR2
National Lampoon’s
Bekkjar-Klíkan
. Splunkuný mynd um þá frægu
Delta-klíku sem kemur saman til
gleðskapar til að fagna tíu ára
afmæli, en ekki fer allt eins og
áætlað var. Matty Simons fram-
leiðandi segir: Kómedían er best
þegar hægt er að fara undir sklnnið
áfólki.
jAðalhlutverk: Gerrit Graham,
‘Stephen Furst, Fred McCarren,
Mlriam Flynn
Leikstjórl, Michael Miller.Myndin
er tekin I Dolby-Sterio og sýnd I
4ra rása Starscope sterio.
Hækkað verð
Sýnd kl. 5,7,9 og 11
Sú göldrótta
Frábær Watt Disney mynd bæði
leikin og teiknuð. I þessari mynd er
sá albesti kappleikur sem sést
hefur á hvita tjaktinu.
Sýnd kl. 5
SALUR3
Utangarðsdrengir'
(The Outsiders)
Bönnuð innan f 4 ára.
Hækkað verð.
Myndin er tekin upp i Dolby
sterio og sýnd i 4 rása Star-
scope sterio.
Sýnd kl. 5,7,9og 11
SALUR4
Allt á floti
Aðalhlutverk: Robert Hays,
Barbara Hershey, David Keith,
Art Carnev. Eddle Albert.
Sýnd kl. 5
Snákurinn
(Venom)
Ein spenna frá upphafi til enda.
Mynd fyrir þá sem una góðum
spennumyndum.
Aðalhlutverk: Oliveer Reed,
Klaus Kinski, Susan George.
Sýnd kl. 7,9 og 11
Myndin er tekin í Dolby stereo
Bönnuð innan 14 ára