Tíminn - 30.09.1983, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1983
Bimhm
á vettvangi dagsins
Kristján Jónsson, Snorrastöðum:
Spyr sá sem ekki veit
■ Ég sá nýlega og heyrði lýst í sjón-
varpi fisksölufyrirtæki íslendinga í
Bandaríkjunum, og svo sannarlega varð ég
hrifinn af þeirri hugkvæmniog verksnilld
sem þar var beitt til að koma út vörunni.
Fjölbreytnin var svo mikil í framleiðsl-
unni að mig sundlaði. Þar var um tugi,
og ég held jafnvel hundruð, fiskréttateg-
undir að ræða. Ekki heyrði ég þess getið
að ein tegundin væri örugglega annarri
betri, heldur var þetta gert til að hafa
úrvalið sem mest, svo meiri væru líkur
til að keypt væri. Vitanlega jók þetta
söluverðið stórkostlega, og því sífellt
ntinnkandi líkur fyrir því, að þeir sem
mest þyrftu soðningsins við gætu keypt.
Já, ég varð hrifinn, en um leið læddist
að mér spurningin: Er þetta nauðsyn-
legt? Eru nokkrar líkur til að þetta leiði
einhverja menningu, eða einhver mann-
gæði í tilveruna? Er ekki kominn tími til
að skapist eitthvert hóf í húsagerð,
klæðatísku og matartekju er jafn niður-
lægjandi væri að fara fram úr sem að ná
ekki í. og væri þá eygjanlegur möguleiki
að láta alla njóta þess? Eða á maður að
trúa því, að mannkynið ráði ekkert við
framvindu mannlífsins, hvort hún stefnir
í hel eða hamingjuátt? Ef svo er eru
engin undur þó fólk óttist kjarnorkuna,
eða hvern þann eyðingarmátt, sem kann
að uppgötvast í framtíðinni.
Ég spyr og spyr, en svörin eru ekki í
mínum fórum.
Annað atriði berst mér líka í augu og
eyru í fjölmiðlum sem vekur áleitnar
spurningar. Það er ákvörðun fjármála-
ráðherra Alberts Guðmundssonar að
selja þau ríkisfyrirtæki sem hann fær
kaupanda að, og komið getur til mála að
ríkið láti af hendi.
Ég verð nú að lýsa óvisku minni um
þau áhrif, sem þetta hefir á þjóðarhag.
Samt langar mig til að beina þeirri
spurningu til Alberts, hvort þetta er ekki
eins konar uppgjöf á því að bæta mann-
lífið, sem, sé - að slá því alveg föstu að
enginn vinni vel nema hann fái að hirða
ágóðann af vinnunni. Ég vil minna hann
á orðatiltæki sem hljóðar svo: „Sér
eignar smalamaður féð þó enga eigi
hann kindina."
Og það var trú fólks, byggð á marg-
endurtekinni reynslusönnun, að þessi
íntyndaða eign leiddi af sér 100% um-
hirðu miðað við raunverulegt eignar-
hald. Er þessi vinnudyggð alveg þurrkuð
út úr íslendingum? Sé svo getur það
talist réttlætanlegt að nýta þessar kennd-
ir eigingirni og sjálfselsku -sem voru nú
taldar löstur - til að stjórna þörfum
framkvæmdum? - En á maður samt ekki
að trúa svolítið á fórnarlundina?
Veit ég vel. að enn er hæpið að festa
alla trú á nokkuð mannlegt. En horfa
ekki allir til batnandi mannlífs? Er
eiginlega ekki tilgangslaust að lifa
annars?
Þriðja málið, sem ekki er hægt að
komast hjá að heyra og sjá umrætt, er sú
tillaga sem nú er mikið uppi höfð - að
fækka hrossum um þriðjung til helming.
Jú, vissulega eru þau of mörg og ekki
skal ég efa orð gróðurnýtingarmanna,
þó ég hafi scð nteira af gróðurauka en
gróðureyðingu hér í allra næsta ná-
grenni, þegar undan er skilið landbrot
sjávarins.
En það verður ekki hrist frant úr
erminni átaka- eða armæðulaust að
fækka hrossum verulega í einu vetfangi
úr því þau voru látin fjölga sér svona
gífurlega.
Albert í Skógum mótmælir þessari
tillögu hófsamlega og hefir að inntaki
orðatiltækið: „Hrossabeit er hagabót".
Víst kannast ég við það, en ekki vissi ég
hvernig það er tilkomið, sein Ólafur
Dýrntundsson hefir nú upplýst.
En annað máltæki hefi ég líka heyrt er
svo hljóðar: „Kalsöm er kapaltönnin”.
og skilst rnér að það sé í andstöðu við
hitt. Þetta ólíka orðafar hrýtur skiljan-
lega af vörum manna eftir viðhorfum
þcirra til efnis þess sem um er rætt, og
er hvorugt neinn Salómonsdómur. En
um það þarf ekki að deila, að blessuð
hrossin þurfa næringu bæði vctur og
suntar og hörmung til þess aö vita hve
hún er oft illa af hendi látin.
Albert minnist líka á snöggbitna
hrossaheitarbletti, sem ná sér alveg cf
þeir fái frið. Séð hefi ég þessa bletti og
datt mér ekki Iandeyðing í hug. og má
kalla það óvitahátt. - En ntér sýnast
þessir blettir oft svo þrautnagaðir, að
skepnurnar hljóti að þjást af vannær-
ingu, að ég segi ekki hungri. Finnst mér
þá illa farið að fjölga hrossum af ein-
hverjum tískuspenningi svo að ekki er
hægt að hafa þau ;í þokkalcgum liaga.
Hagsmunafélg hrossabænda hefir líka
andmælt þessari fækkunartillögu, - en
það verð ég að játa, að ég ber afar
takmarkaða virðingu fyrir þeim félags-
skap. Mér er lífsómögulegt að hylla
félagsskap sem reiknar gildi hestins í
söluhæfum ketkílóum og glingurntark-
aði. „Milli manns og hests og hunds
hangir leyniþráður". Þetta er ekki efnið
í þeim þræði. - Og nú á að fækka
hrossunum.
Ég á nú ekkert hrossið, svo mér ætti
að vera létt um, en það skal ég viður-
kenna. að ég fími ekki að sjá af neinu
því hrossi, sem ég þekki. Hvað skvldi þá
vera um hina, sem ólu hrossin upp og
umgangast þau. þó of lítið sé nú orðið
víðast? Ég hermi því sök á hendur þeirri
óviturlegu hcstamennsku sem vann að
fjölguninni með ginningum og glingur-
mennsku..
Ég het alltaf haft ógeð á hinni tiltölu-
lega nýju venju í sveitum, að sum heimili
ala miklu meiri fjölda af hrossum cn
fólkið hcfir möguleika til að glcðja sig
við, og enn síður til að láta líða vcrulega
vel, en önnur eiga ekkert hross. Hest-
laust heimili er eins og barnlaus bær.
Ef til vill rætist betur úr en á horfðist
um tíma meö fóðrið í þetta sinn. En
gætið þess, hrossaeigendur, að láta ekki
löngunina svæfa varkárnina, né glingur-
mennskuna kæfa mannúðina.
21. sept. '83
Kristján Jónsson
Snorrastöðuni
gródur og gardar
„Hinsegin“
gróður á
Hafnarslóð
■ Mér varð reikað um fornar slóðir í
júní sl., leitaði á stöðvar háskólaáranna
í Kaupmannahöfn. Hafði rölt endilangt
Strikið frá Ráðhúsplássi til Kóngsins
Nýjatorgs. Mannlífið var furðu fjöl-
breytt að sjá; þarna voru Norðurlanda-
búar, Þjóðverjar, Englendingaro.s.frv.,
en einnig Indverjar í slæðum sínum,
Tyrkir með vefjarhött (túrban), kol-
svartir negrar, brúngljáandi Indlands-
eyjabúar, gulir, skakkeygðir Mongólar,
langhöfðar. stutthöfðar, flatnefir, hánef-
ir, þyrilhausar, sléttkollar, skallagrímar
o.fl., o.fl. Margir Evrópumenn æði
kviðmiklir, bæði ungir menn og aldraðir.
Þetta gerir bjórinn, sagði leiðsögumað-
ur, já, þær prýða ekki bjórvambirnar.
I hafnarhverfum mátti segja:
Ölremma stæk úr knæpu og kjafti.
karlugla þrútin dreggjar lapti.
kvapholda búkur kvidarstór.
Á ballgarði yfir bjórkrús dreymdi,
bókum og námi sat og gleymdi
- eilífðarstúdent auðnusljór.
A Islandi rak hann ær í haga.
ótemjur hamdi forðum daga.
Á nú varla aur fyrir bjór!
Frá misjöfnum „manngróðri" á Strik-
inu brá ég mér í Kongens Have. Hann
er bæði víður og fagur. enda notar fólkið
sér það. Reika jafnan margir undir
stórum. gömlum, skuggasælum trjánum,
eða setjast á bekk í sólskininu, já eða
flatmaga í grasinu. Þar eru jafnan mörg
börn að leik með fóstrum sínum eða
mæðrum. Margur karlmaður ekureinnig
barnavagni, slíkt sást varla á námsárum
mínum fyrir nær hálfri öld.
Tvö rauð, risavaxin tré í jaðri
garðsrns, nálægt Rósinborgarhöll, vöktu
forvitni mína.
Rauðir trjárisar
Þetta reyndust vera beykitré þó að
blóðrauð væru, afbrigðið kallað blóð-
beyki. Þetta eru tignarleg tré, hæðin á að
giska 20 m og hvílíkt umfang. Krónurnar
náðu nærri niður að jörð og mynda
miklar hvelfingar. Ég gekk kringum
annað tréð til að áætla stærðina, og mér
dugðu ekki minna en 160 skref. Þúsund
manns ættu að geta staðið undir krón-
unni, án þess að troða hver á öðrum.
Þetta eru engar ýkjur; og miklu fleiri
geta staðið undir hinni frægu Hooker eik
í Kaliforníu. Hve margir geta staðið
undir vænum íslenskum reynivið? Þið
getið gáð að og metist úr úrslitin.
Alkunnugt er danska ljóðið og lagið
„Erindrer du. det var í Kongens Have?"
Undir því lagi rnun hið alkunna kvæði
Jónasar Hallgrímssonar „Hvað er svo
glatt sem góðra vina fundur" hafa verið
sungið í fyrsta sinn í Hjartakershúsum
utan við Höfn á fríðum vordegi 1835.
Síðar tók við annað fagurt lag en þung-
lyndislegra. Nú heyrast þau ýmist.
íslenskir námsmenn tíðkuðu jafnan
skógarferðir á vorin. „Lærdómssetrið
var kaldur kofi hjá skógarins síkvika
súlnahofi."
■ Risavaxiö blóðbeyki í Kongens Have
Grasgaröurinn mikli
Frá Kongens Have er stutt í grasgarð-
inn (Botanisk Have). Þar átti ég leið
daglega á námsárunum og þótti gott til
fróðleiks:
Heill þeir Hafnar grasagarður.
góðum vættum byggður. varður,
laufhvelfinga lystihöll.
Unaðsreitur yndisfríður.
■ Súlnaspir (poplar) við Gyldenlövesgade
í Kaupmannahöfn rétt við vötnin
örvar fuglakliður þýður;
áhrif djúp og kenning snjöll.
Blómálfarnir brostu í laumi,
birtust oft f vöku og draumi,
héldu mér frá harki og glaumi;
hasla nýjan iðavöll.
Sporin hér ég ótal átti,
eiga leik við Flóru mátti,
lærdómsbikar kneyfa knátti,
með kyndilberum í fræðahöll.
Já, margserað minnast. I grasagarðin-
um eru tré og jurtir frá flestum löndum
heinis. Frá steinhæðinni miklu er útsýn
góð og urmull fjallajurta. Skammt frá cr
merkilegt pálmahús, sannarlega vcrt
skoðunar, eins og raunar fjöldamargt
annað; enda koma hingað oft fcrðahóp-
ar. Furðu margt þrífst hér víða að úr
veröldinni, en sumt á erfitt uppdráttar,
t.d. jurtir frá norðanveröu Grænlandi,
þó að skrýtið virðist í fljótu bragði. Þær
grænlcnsku lifnastrax ívetrarhlákunum,
þó að suðlægari jurtir liggi áfram í dvala,
og kala síðan oft, er þær liafa kastað
vetrarhlífunum.
í Höfn ber mikið á eirskrcyttum
turnum oggrænum hvolfþökum. Og upp
úr görðunum teygja sig súlnaspir 20-30
m háar. Þær cru pýramidlaga mcð aðlæg-
ar, uppréttar greinar. Þessi háu, spengi-
legu tré setja svip á borgina. Alaskaöspjn
okkar gefur smækkaöa mynd af þessu.
Varla þrífst súlnösp hér.
Það fer ekki mikið fyrir bílunum við
hlið súlnaspanna á myndinni. Þó cru
sumar hærri en þetta. Á hinni myndinni
sést í jaðar annars stóra blóðbcykisins,
sem ég þurfti 160 skref að ganga um-
hverfis. Sagt er að blóðbeyki hafi fyrst
fundist í Þýringarskógi (Thúringerwald)
í Þýskalandi fyrir um tveimur öldum.
Nú er það allvíða ræktað til skrauts.
Talsvert ber á því að tré vanþrífist í
Kaupmannahöfn, einkum í miðborg-
inni, og ber margt til. Gasleiðslur o.fl,-
leiðslur liggja víða í jarðvegi og malbik
og gangstéttarhellur torvelda öndun rót-
anna. Loftmengun er og orðin mikil,
útblástur geysilegs fjölda bíla og spúandi
verksmiðjustrompar. Menn svíður
stundum í kokið, t.d. á Ráöhúsplássinu
þcgar vcöur er kyrrt. Gömul tré verða
oft mjög hnútótt, t.d. álmur. En gróður-
sett eru þolin tré í stað þeirra sem l'alla,
fólkið vill hafa tré - og þau hreinsa
talsvert loftið. Á vorin blómgast þau
mörg hver fagurlega, t.d. hin stórvöxnu
hestakastaníutré við vötnin. Þá er eins
og þau séu alsett hvítum jólakcrtum.
Undirritaður fékk sér oft kvöldgöngu
undir þessum trjám alblómguðum náms-
áravorin. Gaman var að heilsa þeim
aftur.
Orðið Hafnarstúdentar bar sérstakan
hljóm í gamla daga; Höfn var sigldra
námsmanna háskólabær, því nær hinn
eini öldum saman.
„Enginn betur byrði axlar.
blautir nokkuð, það er memið.
Þessir herjans húðarjaxlar
hörkukarlar inni' við bcinið“
Margir náðu langt á framabrautinni
síðar mcir. Unt einn var kveðið í Höfn:
„Sigurð dreymir eld og ösku,
aldir bcr í sinni tösku. “
Þótti sú spá rætast.
Undirritaður þótti „grasaglaður" fyrr
og síðar.