Tíminn - 30.09.1983, Blaðsíða 1

Tíminn - 30.09.1983, Blaðsíða 1
Dagskrá rlkisf jölmiðlanna — Sjá bls. 13 FJOLBREYTTARA OG BETRA BLAÐ! Föstudagur 30. september 1983 226. tölublað - 67. árgangur Sidumúla 15-Postholf 370 Reykjavík-Ritstjorn86300-Augtysingar 18300— Afgreiðsla og askrift 86300 - Kvöldsimar 86387 og 86306 Hugmyndir um að reisa verksmiðju í Hveragerði til framleiðslu á áveiturörum úr gúmmí: HEFIIR EINKALEYFI A SÖLU VÖR- UNNAR TIL ÞRIGGJA HEIMSAlFA — stendur á bankaábyrgð vegna erlendrar lántöku ■ í nokkrar vikur, og síðast í gær, hafa forsvarsmenn væntan- legs félags, ENTEK h/f á íslandi reynt að fá Útvegsbankann til þess að ganga í ábyrgð, og taka fyrir sig erlent lán, en fyrirtækið hyggst reisa verksmiðju í Hvera- gerði, á 2,5 hekturum lands og hefur fengið einkaleyfi til fram- leiðslu áveituröra úr gúmmí, til sölu í Afríku, Asíu og stærstum hluta Evrópu. Fyrirtækið hefur tryggt sér sölusamning að verðmæti þriggja milljóna bandaríkjadala, sem svarar til 84 milljóna íslenskra króna. t>á hefur félagið tryggt sér heimild frá langlánanefnd og viðskiptaráðherra, til erlendrar lántöku að upphæð 8-11 mill- jóna íslenskra króna, og nú stendur aðeins á því að Útvegs- bankinn, eða einhver annar við- skiptabanki vilji ábyrgjast lánið. Forsvarsmenn hins væntan- lega hlutafélags eru þeir Jón Gunnar Zöega lögfræðingur, Haukur Hjaltason veitingamað- ur og Ingvar Karlsson læknir. Auk þeirra hefur Þorsteinn Páls- son alþingismaður unnið að undirbúningi fyrirtækisins, en ekki tókst að ná í Þorstein í gær til þess að kanna hvort hann verði einn af hluthöfum. í sam- tali við Tímann í gær sagði einn af aðstandendum fyrirtækisins. „Ef við fáum ekki þessa fyrir- greiðslu hér þá förum við bara til útlanda með þetta fyrirtæki, sem er mjög arðsamt.“ -BK Sjá nánar bls. 2 Nýtt sfldarverð ákveðið: BITUM I SURT EPU EINS OG OFT ÁÐUR’’ — segir Óskar Vigfússon ■ „Við verðum að taka þessu af raunsæi. En að við séum ánægðir með það sem fæst fyrir sQdina er fráleitt að ætla,“ sagði Óskar Vigfússon, forseti Sjó- mannasambands íslands, þegar hann var spurður hvort sjómenn væru sáttir við nýákveðið stQdar- verð. Samkomulag náðist í yfir- nefnd Verðlagsráðs sjávarút- vegsins, sem fjallaði um verð á síld til frystingar. Hækkar verð á henni um 45,6% frá síldarvertíð- inni í fyrra. Hins vegar var verð á síld til frystingar ákveðið af fulltrúum kaupenda og odda- manna, en seljendur, sjómenn og útvegsmenn, voru á móti. Verð á síld til frystingar hækkar um 24% milli ára. „Þrátt fyrir allt á ég ekki von á öðru en sjómenn sætti sig við þessar ákvarðanir. Þeir gera sér grein fyrir þeim staðreyndum sem fyrir hendi eru á mörkuðum erlendis. Menn bara bíta í súrt epli eins og svo oft áður,“ sagði Óskar. Hann sagði ennfremur að verðhækkun á síld til söltunar héldist nokkuð í hendur við almennar launahækkanir í land- inu. Hins vegar vantaði mikið upp á það á verði til frystingar. -Sjó Sjá nánar bls. 2 Mjólkurfrædingar hjá Mjólkursamsölunni í verkfalli: VERÐUR LAHD REYNA A LÖGMÆTI AÐGERDANNA ■ „Vtð munum láta reyna á það hvort þessar aðgerðir séu ekki lögleysa og reynist það vera, verða þeir sem að þeim standa að sjálfsögðu látnir sæta ábyrgð", sagði Guðlaugur Björgvinsson forstjóri Mjólkursamsölunnar í samtali við blaðið í gærkvöldi, en mjólkurfræðingar við Mjólk- ursamsöluna boðuðu vinnu- stöðvun í gær með dags fyrir- vara. ■ Vinna þeirra liggur því niðri í dag. „Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að neytendur verði fyrir sem minnstum óþægindum," sagði Guðlaugur. „Deilan stendur um það hvort mjólkurfræðingur eigi að leysa af annan mjólkurfræðing á rann- sóknarstofu hjá fyrirtækinu. Við höfum félagsdómssátt fyrir því að svo eigi að vera,“ sagði Guðmundur Sigurgeirsson for- maður Mjólkurfræðingafélags- ins í gærkvöldi. Hann sagði að vinnustöðvunin myndi standa þar til samkomulag hefði tekist í málinu. STAKKAF EFTIR ÁKEYRSLU ■ I gærkvöldi var ekið á fvo kyrrstæða bQa á gatnamótum Njálsgötu og Frakkastígs. Báð- ir hilarnir svo og sá sem á þá ók skemmdust ntikið og varð að flytja þá burtu með krana- bíl, en ekki vildi liigreglan fullyrða að þeir væru ónýtir. Ökumaðurinn stakk af og var ekki fundinn þegar síðast frétt- ist í gærkvöldi. Talið var hugs- anlcgt að hann væri slasaður, brotin framrúða og beygt stýri bentu til að hann hcfði l'cngið mikið högg við árcksturinn. Tímamynd Sverrir -JGK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.