Tíminn - 06.10.1983, Side 1
Frumsýning á ,,Litla sviðinu” í kvöld - Sjá bls. 13
FJ( OG
ILBREYTTARA BETRA BLAÐ!
Fii 23 rimtudagur 6. október 1983 1. tölublað - 67. árgangur
Sídumúla 15 — Postholf 370Reykjavik-Ritstiorn86300- Auglysingar 18300— Afgreiðsla og askrift 86300 - Kvoldsimar 86387 og 86306
Starfsfólk samþykkti nýju vinnutilhögunina:
HAGKAUP TEKUR UPP NÝJAN
OPNUNARTfMA A LAUGARDAG
— „Hér er verið að brjóta bæði kjarasamninga og reglugerð Reykja-
víkurborgar”, segir framkvæmdastjóri Kaupmannasamtakanna
■ Nýr opnunartími hjá Hag-
kaup tekur gildi frá og með n.k.
laugardegi. Fyrirtækið hefur náð
samkomulagi við starfsfólk sitt
um breytingar á opnunartíma,
sem víkur áð vísu nokkuð frá því
sem upphaflega var áformað. I
stað þess að opna kl. 10.00 á
morgnana verður opnað kl. 9.00,
en hins vegar verður opið til kl.
19.00 mánudaga til fimmtudaga,
kl. 21.00 á föstudagskvöldum og
á laugardögum verður opið kl.
9.00-16.00.
f könnun sem gerð var meðal
starfsfólksins var þessi tilhögun í
aðalatriðum samþykkt, nema
hvað nokkur meirihluti var and-
vígur því að vinna til 19.00
mánudaga til fimmtudaga. Fyrst
í stað verður því að bæta við
aukafólki til að taka síðdeg-
isvaktirnar þessa daga að sögn
Gísla Blöndal framkvæmda-
stjóra fyrirtækisins.
„Ég get ekki sagt hvaða áhrif
þetta kann að hafa á opnunar-
tíma annarra verslana," sagði
Magnús E. Finnsson fram-
kvæmdastjóri Kaupmannasam-
takanna í gærkvöldi þegar hann
var spurður hvort hann teldi að
aðrir stórmarkaðir og verslanir
myndu nú feta í fótspor Hag-
kaup varðandi opnunartíma.
„Það er ljóst að hér er verið að
brjóta bæði kjarasamninga og
reglugerð Reykjavíkurborgar.
Það er auðvitað mjög alvarlegt
ef menn taka slíkt ekki hátíðleg-
ar en svo að þeir lýsa því yfir
einn góðan veðurdag í fjölmiðl-
um að þeir muni brjóta hvort
tveggja. Þá verður mér hugsað
til ýmissa annarra ákvæða og
annarra reglna sem eru í kjara-
samningum. Þetta er það eina
sem ég hef um þetta mál að
segja,“ sagði Magnús E.
Finnsson. -JGK.
LechWalesa
hlautfriðar-
verdlaun
Nóbels:
„ÁNÆGIUIEG
ÚTHLUTUN”
— segir
Ásmundur
Stefánsson
forseti ASÍ
■ Lech VValesa hlaut í gær
friðarverdlaun Nóbels fyrir
framlag sitt til mannréttindar-
mála, en hann hefur sem kunn-
ugt er leitt baráttu pólskrar
alþýðu fyrir stofnun frjáísra og
óhádra verkalýðssamtaka. I
greinargerð Nóbelsnefndar-
innar segir m.a. að rétturinn til
stofnunar slíkra samtaka sé
meðal þeirra mannréttinda
sem Sameinuðu þjóðimar
grundvalli sinn sáttmála á. Þá
er vikið að starfsaðferðum
Walesa, sem hafl einkennst af
viðræðum og samningum en
ekki ofbeldi.
„Mér finnst þelta ánægjuleg
úthlutun'1, sagði Ásmundur
Stefánsson forseti ASÍ. „Það
er Ijóst að verið er að vcita
Walesa og þeim verkalýðs-
samtökum sem hann hefur
staðið í forsvari fyrir, viður-
kenningu. Walesa hefur verið
þrautseigur baráttumaður fyrir
frjálsum verkalýðssamtökum í
sínu heimalandi. Veriðatorku-
samur, haft raunhæft mat og
unnið af skynscmi, þannig að
mér finnst úthlutunin mjög
jákvæð. Frjáls verkaiýðsfélög
eru forsenda þess að það takist
að leysa þau vandamál sem
Pólland á við aö stríða'1, sagði
Ásmundur ennfremur. _BK
■ Fjöldi heiðursmanna samfagnaði Albert Guðmundssyni fjármálaráðhcrra á sextugsafmxli hans sem
haldið var upp á í Átthagasal Hótel Sögu í gærdag. Meðal gjafa sem honum voru færðar er þetta málverk
sem Davíð Oddsson færði honum af afmælisbarninu frá borgarstjóm og Reykjavíkurborg.
Tímamynd: Árni Sæberg
Mjög hvasst víða um land í gærkveldi:
FUÚGANDI ÞAKPLÖTUR í
KÓPAVOGI SKÖPUÐU HÆTTU
■ Þakplötur tóku aöTjiika á járnið sett á þakið í gær, en Mjög hvasst var orðið víða í hafði spurnir af miklu hvass-
Skemmuveginum í Kópavogi i ekki var haft fyrir því að festa gærkvöldi. í Hafnarfirði fuku viðri í Þorlákshöfn. Veðurstof-
gærkvöldi. líppruni þeirra var það. Á eilefta tímanum í gær merkingarvegagerðamannaog an bjóst við að vindhraði inótt
rakimi til nýbyggingar. Var hafði tekist að hefta fokið. aðrir lausir hlutir og Tíminn yrði víða 10-11 vindstig. -BK
Kostnaður vegna
trjákvodurannsóknanna
Itklega 8.5 milljónir kr.:
FÉKKVERK-
FRÆMSFOFA
EDGARS 2.5
MILUÖNIR?
■ Búast má við að kostnaður vegna rannsókna og undir-
buningsvinnu vegna hugsanlegrar trjákvoðuverksmiðju á
Húsavík verði 8.5 milljónir þegar upp er staðið, og kemur það
í hlut iðnaðarráðuneytisins að greiða allan þann kostnað. í
hlut innlendra rannsóknaaðila koma um 2.8 milljónir og
herma heimildir Tímans að meginpartur þeirrar upphæðar
renni til Verkf ræðistofu Edgars Guðmundssonar, en erlendur
kostnaður verður að líkindum í kringum 5.7 milljónir króna.
Tíminn sneri sér til Hermanns
Sveinbjörnssonar í iðnaðarráðu-
neytinu í gær, og bað um sund-
urliðun á þessum kostnaði, en
eins og kom fram í Tímanum á
þriðjudag, þá kostaði ráðgjöf
kanadiska ráðgjafans Ewing sem
komst að þeirri niðurstöðu að
óráðlegt væri að ráðast í verk-
smiðjubygginguna, aðeins 45
þúsund krónur.
Hermann sagði að kostnaður-
inn hefði dreifst á árin 1981,
1982 og 1983 og að hann hefði
fært kostnaðinn upp á kostnað
miðað við byggingarvísitölu í
júlí 1983.
„Erlendur kostnaður er 4.12
milljónir króna og innlendur
kostnaður er 2.8 milljónir króna.
Samtals gera þetta 6.92 milljónir
króna eins og staðan er í dag, en
eins og fram hefur komið,“ sagði
Hermann, „ef hætt verður við
framkvæmdir, þá var gert sam-
komulag við finnskt fyrirtæki
sem unnið hefur talsvert í mál-
inu, og staðið undir kostnaði
sem þeir hafa lagt í. Það eru því
allar líkur á því að þeir geri
kröfuáokkuruppá 1.6milljón.“
Hermann sagðist ekki geta
upplýst hversu mikið af 2.8 mill-
jónunum kæmi í hlut Verkfræði-
stofu Edgars Guðmundssonar,
en Edgar hefur einkum annast
rannsóknir af hálfu innlendra
aðila. Tíminn hefur það hins
vegar eftir áreioðanlegum heim-
ildum að megnið af þessari
upphæð, eða allt að 2.5 milljón-
um komi í hlut þessarar stofu.
-AB