Tíminn - 06.10.1983, Side 5

Tíminn - 06.10.1983, Side 5
FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1983 Itnmra 5 fréttir Nígería — með stærstu viðskiptalöndum Islendinga: „ÍSLENSKUR RAÐHERRA ALDREI KOMIÐ ÞANGAD” — sagði Ólafur Björnsson, útgerðarmaður, á skreiðarráðstefnu SÍF ■ „Nígería hefur verið eitt af mikilvæg- ustu viðskiptalöndum okkar allar götur síðan 1953. Að vísu mjög sveiflukennt, allt frá litlu upp í þriðja sæti. Seinni ár hafa okkar ágætu sendiherrar komið til Nígeríu stöku sinnum, ekki síst vegna flugmála. Islenskur ráðherra hefur þar aldrei komið. Einn lasburða konsúU hefur verið í þessu stóra og fjölmenna landi. Hann lést snemma í sumar og þar við situr.“ Svo fórust Ólafi Jörnssyni, útgerðar- manni, orð í erindi sem hann flutti á skreiðarráðstefnu Sambands íslenskra fiskframleiðenda í gær. Á ráðstefnunni kom fram hörð gagnrýni á stjórnvöld. Voru þau átalin fyrir að hafa sinnt Nígeríu, sem um árabil hefur verið eitt af okkar stærstu viðskiptalöndum, lítið. „Bankar hér hafa engin tengsl við banka í Nígeríu þrátt fyrir öll þessi viðskipti og þangað hefur aldrei komið íslenskur bankastjóri. Ég held að svona geti þessi mál ekki gengið lengur. ísland verður að taka upp öll þau samskipti við Nígeríu sem tíðkast hafa við mikilvæg viðskiptalönd. Þeir hafa sitt stolt í Nígeríu og sendum við aðeins peð, leika þeir peðum á móti,“ sagði Ólafur. Matthías Á. Mathiesen, viðskiptaráð- herra, upplýsti á ráðstefnunni, að hann hefði ákveðið, í samráði við Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, að óska eftir viðræðum við fulltrúa Seðla- banka Nígeríu. í þeim viðræðum yrði fjallað um þann vanda sem skapast hefði vegna kaupa á skreið frá íslandi að undanförnu, jafnframt því að reynt yrði að tryggja aukin viðskipti landanna. Seðlabanki íslands mun hafa forystu í þessum viðræðum við Seðlabanka Níg- eríu, en auk þess verða þar fulltrúar sendiráðs íslands í London, Landsbanka íslands og Útvegsbanka íslands, að höfðu samráði við viðskiptaráðuneytið. -Sjó. Sjávarútvegs ráðherra ætlar að fara ofanf gögn skreiðar framleiðenda um hallarekstur: r7Afurdalán hrökkva hvergi nærri til” , — segir Halldór Ásgrímsson ■ „Hér er um að ræða miklar birgðir og ógreiddar afurðir, sem framleiðend- um er gersamlega ókleifl að liggja með í svo langpn tima án þess að fá greiðslur fyrir. Þeir hafa að sjálfsögðu fengið afurðalán og nokkra fyrirgreiðslu i bönkum, en það hrekkur hvergi nærri til,“ sagði Halldór Ásgrimsson, sjávar- útvegsráðherra, þegar Tíminn talaði við hann eftir skreiðarfundinn á Hótel Sögu í gær. „Við höfum verið að leita leiða til að iétta þarna undir. 1 fyrsta lagi hefur Landsbankanum og Útvegsbankanum tekist að scmja ásamt fleiri bönkum um fjármögnun á hluta af lausa- skuldum Nígerfumanna. lnn í það dæmi kemurvæntanlcga það sem failið var í gjalddaga 31. júní. Þar fyrir utan eru útistandandi milli 20 og 25 milljónir dollara, 550 til 650 milljónir króna, sem óvissa er um hvernig muni greið- ast. Þessar skuldir verða fallnar aö miklum hluta á gjalddaga um næstu áramót og við munum einskis láta ófreistað til að ná þessum peningum," sagði Halldór. Hann sagði að nauðsynlegt væri að fara mun betur ofan í gögn skreiðar- framleiðenda um hallarekstur og það yrði gert nú á næstunni. —Sjó ■ Mikill fjöldi sótti skreiðarráðstefnuna. Hér er Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra í ræðustól. Tímamynd: Ámi Sæberg. „Birgðahaldið nær tveim árum en einu” — segir Björgvin Jónsson, framkvæmdastjóri ■ Verðmæti veðsettrar skreiðar sem til er í landinu og skreiðar sem seld hefur verið til Nígeríu og ekki fengist greitt fyrir nemur rúmlega 1,7 milljörðum króna, samkvæmt upplýsingum, sem fram komu í erindi Björgvins Jónssonar, framkvæmdastjóra, á fjölsóttri skreiðar- ráðstefnu Sambands íslenskra fiskfram- leiðenda, sem haldin var á Hótel Sögu í gær. Björgvin sagði, að í byrjun september hefðu 453.307 pakkar af skreið og haus- um verið veðsettir í Seðalbankanum fyrir um 533 milljónir. Útlán viðskipta- banka á þetta magn væri 40% eða um 213,2 milljónir króna, samtals væru því bankalán 746,1 milljónir króna. Varlega áætlað væru vestir vegna þessa birgða- halds 270 milljónir á 12 mánaða tímabili, eða nálægt 3% á mánuði. „Ef við skoðum svo mat stjórnvalda á verðmæti þessara skreiðarbirgða hljót- um við að notast við áætlun um tekjur í gengismunasjóð. í þeirri tekjuáætlun er gert ráð fyrir að tekjursjóðsins af útflutn- ingsgjaldi af skreið séu 155 milljónir króna, eða 31% af tekjum sjóðsins. Til þess að ná þessum tekjum sýnist mér að opinbert matsverð birgðanna miðað við fob-verð sé 1,73 milljarður króna,“ sagði Björgvin. Þá sagði hann að opinber gjöld, út- flutningsgjald 5,5% og gengismunagjald 9,5% væru um 250 milljónir króna af fob-andvirði, og nettó skilaverð til fram- leiðenda því um 1,48 milljarðar. Rétt útlán bankakerfisins væri því nálægt 50,5%, en oftast er miðað við milli 65 og 70% afurðalán. „Sé hins vegar tekið tillit til þess að verðjöfnunarsjóður skreiðar er nálægt 218 milljónir króna og að líta verður svo á, að hann fjármagni að hluta Seðla- bankann í skreiðarútlánum, þá, þá eru útlánin um 528,1 milljón eða nálægt 35,7% af því skilaverði sem opinberir aðilar reikna með,“ sagði Björgvin. Þá sagði hann að samkvæmt þessum tölum hefði óveðsettur hluti skreiðar- birgðanna verið 733,5 milljónir króna í byrjun september. „Þegar er séð, hvernig sem til tekst, að birgðahaldið verður sennilega nær tveim árum en einu, og að tjón framleið- enda er þegar orðið svo stórkostlegt, að það er á einskis færi að bæta það,“ sagði Björgvin. -Sjó. Skreiðarframleiðsla síðustu 2ja ára Tapið nemur um þriðjungi ■ „Fram hefur komið að í stað þess að 1981 var talið að hagnaður yrði á skreið er nú ljóst að tap skreiðarframleiðenda vegna framleiðslu skreiðar árin 1981 og 1982 nemur nú 31%. Því er lagt til að athugað verði á hvern hátt inneign skreiðarframleiðenda í verðjöfnunar- sjóði, um 218 milljónir króna, geti leyst hluta af rekstrar- og greiðsluvanda skreiðarframleiðenda", segir meðal ann- ars í tillögum, sem samþykktar voru á skreiðarráðstefnu SÍF. Ennfremur segir, að í Ijós hafi komið, að gengismunur af skreið, um 155 millj- ónir króna, hafi verið tekinn á röngum forsendum og skorar ráðstefnan á stjórn- völd að leita leiða til að bæta framleið- endum þennan tekjumissi. Þá leggur ráðstefnan til, að endur- kaupalán Seðlabankans út á skreið verði hækkuð um 20%, 106 milljónir króna, og fari sú upphæð til að greiða opinber gjöld skreiðarframleiðenda. Að útflutn- ingsgjöld á skreið lækki úr 5,5% í 2,75%. Og að farið verði að lána aftur út á skreið, að minnsta kosti keilu. 'löngu, ufsa og hausa. - Sjó. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur almennan félagsfund að Hótel Sögu, laugardaginn 8. október n.k. kl. 14.00. Fundarefni: 1. Tekin ákvörðun um byggingu söluíbúða fyrir eldri félagsmenn V.R. 2. Kynntur samningur milli V.R. og Reykjavíkur- borgar um byggingu og rekstur íbúða fyrir aldraða ásamt samkomulagi um rekstur, og þjónustu fyrir aldraða félagsmenn V.R. 3. Kynntar verða niðurstöður könnunar um hagi aldraðra félagsmanna V.R. Félagsmenn Verslunarmannafélags Reykjavíkur eru hvattir til að fjölmenna á fundinn og taka þátt í ákvörðunartöku um þetta þýðingarmikla mál. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.