Tíminn - 06.10.1983, Blaðsíða 7

Tíminn - 06.10.1983, Blaðsíða 7
Litli, feimni bróðirinn skaut kvennagull- inu ref fyrir rass ■ Andrew Bretaprins hefur hcldur betur fengið plássið sitt í fjölmiðlum upp á síðkastið. Ber þar hæst kvennamál hans, sem þykja hin skrautlegustu, þó að ýmislegt annað fái að fljóta með. Hefur þessi um- fjöllun öll leitt til þess, að Andrew hefur fengið orð fyrir að vera kvennagull hið mesta og ganga ótæpilega í augun á veikara kyninu. En nú hefur komið í Ijós, að Andrew á sér skæðan keppinaut innan sinnar eigin fjölskyldu. Skoðanakönnun liefur leitt í Ijós, að hvað varðar vinsældir meðal kvenfólks í Bretlandi, ■ Edward prins er vinsælli Andrew bróðir hans kemst Andrew ekki með tærnar, þar sem bróðir hans Edward hefur hælana. Ekki er það vegna þess, að hann geti skreytt sig með því að vera ' stríðshetja, eins og stóri bróðir, þvert á móti. Alit meirihluta kvennanna, sem spurðar voru, var á þessa leið:- Hann er svo yndislega feiminn. Það eru ekki þessi læti í honum, eins og í Andrew, sem alltaf vill gína yfir öllu og aldrei missa af neinu. Kannski eru það ekki stríðs- hetjurnar eftir allt saman, sem ganga mest í augun á kvenfólk- inu. meðal breskra kvenna...en Sophia og Carlo saman á ný ■ Ekki er lagt síðan þær frctt- ir gengu fjöllunum hærra, að nú væri hjónaband þeirra Sop- hiu Loren og Carlos Ponti endanlega farið í hundana, því væri ekki viðbjargandi. Þau höfðu m.a.s. ráðið sér hvort sinn lögfræðinginn til að ganga frá málunum. En nú hafa veður skipast í lofti og virðist sam- komulag þeirra hjóna nú vera aftur orðið hið besta. Það, sem breytti andrúms- loftinu, var sú hugmynd, sem fæddist innan fjölskyldunnar, að gera saman kvikmynd. Carlo Ponti ætlar að framleiða myndina, en með aðalhlutverk fara kona hans og eldri sonur þeirra, Carlo Ponti yngri, sem orðinn er 15 ára. Leika þau mæðgin í myndinni, sem þau ættu að fara létt með. Að öðru ieyti þykir hlutverk Carlos ekki sérlega auðvelt. Hann á að leika blindan dreng í leit að sínum raunverulega föður. ■ Ekki fölnar enn fegurð Sophiu Loren, þó að hún sé skriðin yfir á sextugsaldurinn. Nú ætlar hún að leika í kvik- mynd undir stjórn manns sins, en mótleikari hennar er sonur þeirra hjóna. „Við höfum nú reyndar unnið að því í allt sumar að annast eða láta framkvæma eðlilegt viðhald á þeim húsum sem við höfum til umráða. Því viðhaldi er ekki alveg lokið ennþá, en sér þó fyrir endann á því. Auk þess höfum við vegna nýs þings, verið að undir- búa aðstó’ðu fyrir nýju flokkana. Bandalag jafnaðarmanna verður með þingflokksherbergi í Vonar- stræti 8 og Samtök um kvenna- lista verða í Þórshamri. Annað verður óbreytt. - Eru þá allir þingmennirnir komnir með skrifstofu? „Já, áður en iýkur verða allir komnir með skrifstofu. Það er ekki alveg lokið við að standsetja öll herbergin, en það er stutt í það. Við höfum látið athuga með glugga og endurnýja glugga í sumum húsanna, eins og Þórs- hamri, Vonarstræti 8 og Kirkju- stræti 8.Þá urðum við aðskipta um teppi hér í Alþingishúsinu í aðalanddyriog upp stigann. Tepp- ið var orðið það slitið, að það stafaði slysahætta af því.“ - Eru einhverjar breytingar í þingsölum hjá ykkur núna? „Nei , það eru engar slíkar breytingar. Viðhaldið er. í eins miklu lágmarki og við komumst af með.“ - Er mikið sem þið þurfið að láta prenta, áður en þing hefst? „Nei, ekki er það nú, vegna þess að það sem lagt er fram fyrst eru stjórnarfrumvörp, sem hafa verið undirbúin af viðkomandi ráðuneytum. Þingmannafrum- vörp koma ekki til fyrr en eftir þingsetningu, því við tökum ekki við handritum að þingmanna- frumvörpum, fyrr en þing hefur verið sett.“ - Heldur þú að þið verðið þá í miklum önnum fram að þing- setningu? „Já, það eru auðvitað fyrst og fremst þessr venjulegu þingsetn- ingarstörf sem taka tíma okkar þessa dagana, auk þess sem undirbúningur vegna þess að skipa verður þinginu í deildir talsverður. Þar sem kosið var í ■sumar, þá verður að kjósa til efri deildar. Ég geri ráð fyrir að það verði gert mjög fljótlega eftir þingsetningu.“ - AB ■ Vopnaframleiðsla og vopna- sala stendur undir umtalsverðum hluta efnahagslífs margra landa, en það eru ríku iðnaðarþjóðirnar sem mest framleiða af vopnum og selja. Með útflutningi vopna minnka þessi ríki mjög kostnað við eigin landvarnir og vopna- búnað. En aftur á móti eru mörg þeirra ríkja sem kaupa vopn lítt eða ekki iðnvædd og eyða dýr- mætum gjaldeyri í vígvélarnar og miklum kostnaði í heri sína, og sýnist mörgum að því fjár- magni væri betur varið til skynsamlegri verkefna. í ræðu sem Mitterrand Frakk- landsforseti flutti á allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna for- dæmdi hann vígbúnaðarkapp- hlaupið og taldi vopnasölu til ríkja þriðja heimsins fara illa með fjárhag fátæku landanna og standa í vegi fyrir efnahagslegri þróun. I ræðunni,semvarfallega orðuð og heimspekilega samin, eins og Mitterrands er von og vísa, sagði hann að sú stjórn- málalega og efnahagslega kreppa sem nú ríkir í veröldinni stafaði af öryggisleysi í stjórn- málum sem og í hernaðarmálum. ■ Vopnabirgðir sínar nota ríki þriðja heimsins til að standa í innbyrðis illdeilum. Vopnakaup ganga fyrir nauðsynlegum efnahagsumbótum ■ Selur vopn til að afla fjár og vinsælda. Miterrand bauð fulltrúum frá stærstu vopnaframleiðslu- löndum til ráðstefnu í París til að ræða þar nánar sambandið á milli afvopnunar og efnahags- legra framfara og reyna að koma sér saman um leiðir til að létta því fargi af þróunarlöndunum, að rústa efnahagslífið með óraunsæjum og óeðlilega mikl- um útgjöldum til hernaðarmála. En það. sem Mitterrand gleymdi alveg í sinni velmeintu ræðu, er að Frakkland er þriðji stærsti vopnaútflytjandi heims og er rekinn mikill áróður til að auka vopnasöluna og franskir vígvélaframleiðendur auglýsa vöru sína með öllum tiltækum ráðum. Árið 1981 voru Sovétrík- in stærsti vopnaútflytjandinn og var hlutdeild þeirra 36.5 af hundraði vopnaverslunarinnar. Næst á eftir komu Bandaríkin með 33.6 af hundraði útflutn- ingsverslunarinnar og í þriðja sæti Frakkland sem seldi það ár 9.7 af hundraði af þeim vopnum sem ganga kaupum og sölum á heimsmarkaði. Sósíalistar komust til valda í Frakklandi 1981 og mun hlut- deild landsins í vopnaútflutningi síður en svo hafa minnkað síðan. Hvorki vopnaframleiðendur né ríkisstjórnin hafa afneitað góðu boði þegar hin og þessi þróunar- ríki hafa farið fram á að kaupa vopn og haft auraráð til að borga fyrir þau. Stundum hafa þessi fátæku lönd átt í útistöðum hvort við annað þegar þörfin á full- komnum og dýrum vopnum er hvað mest. Margar franskar vopnateg- undir eru eftirsóttar, svo sem Mirage og Super-Etendard flug- vélar og þetta kaupa fátækling- arnir sér til trausts og halds. Yfirleitt fer ékki mikið fyrir vopnasölusamningum í fréttum, en þó er full vitneskja um hinar miklu vopnasölur frá Frakklandi til íraks, sem átt hefur í langvar- andi styrjöld við írani. Minna má á frönsku eldflaugarnar sem Argentínumenn beittu með miklum árangri í stríðinu um Falklandseyjar. Þaðvargóðaug- lýsing fyrir þá vopnategund, og þótti Bretum skrýtið að sjá slík skeyti á flugvéla- og hersýningu í heimalandi sínu, sem hafði skömmu áður verið beitt gegn þeim með góðum eða hörmu- legum afleiðingum, eftir því hvernig á það er litið. Sósíalistastjórnin í Frakklandi hefur aðeins haft uppi sýndartil- burði við takmörkun á útflutn- ingi vopna. Hefur hún til dæmis barínað allan vopnaútflutning til Chile, en útflutningsmagnið minnkar lítið við það. Ekki gera efnahagsörðug- leikarnir í Frakklandi auðveld- ara um vik að draga úr vopnaút- flutningi. Það veitir ekki af öllum tiltækum ráðum til að vega upp á móti viðskiptahalla landsins, en vopnasalan nemur nú um 5 af hundraði alls útflutnings. Mitter- rand hefur lagt á það áherslu, að Frakkar verði að selja vopn úr landi tif að geta framleitt öll þau vöpn sem þeir þurfa á að halda til eigin varna og vera áfram óháðir hernaðarsamvinnu At- iantshafsbandalagsins. Meðal fylgismanna Mitterrands eru uppi raddir, að vísu ekki hávær- ar, að endurskoða beri landvarnir og stefnu í málefnum er varða vopnaframleiðslu og útflutning. En Mitterrand hefur ekki farið dult með þá skoðun sína, að sjálfsagt sé að halda áfram að framleiða góð vopn og selja úr landi. Rökin eru vel þekkt og notuð af fleirum, til dæmis Svíum, sem framleiða vopn bæði til að efla eigin varnir og til útflutnings, - ef við seljum ekki þurfandi ríkjum vopn gcra ein- hverjir aðrir það. Önnur rök, sent Frakkar beita þegar þeir réttlæta vopnasölur sínar, er að ríki sem kaupa af þcim vígbúnað haldi sjálfstæði sínu og sjálfsákvörðunarrétti en verði ekki háð seljandanum, eins og þegar risaveldin eiga í hlut. Vopnasölur Frakka til þriðja heimsins aukast ár frá ári. Á sama tíma minnkar hlutdeild Breta og ítala í vopnasölu til þróunarríkja. En Vestur-Þjóð- verjar hafa aftur á móti aukið hlutdeild sína hin síðari ár. Mitterrand hefur ávallt lagt mikla áherslu á að það væri skylda hinna efnaðri þjóða að aðstoða fátæku löndin og hjálpa þeim til að koma efnahagslífi sínu á réttan kjöl og síðan hann varð forseti hefur það verið mik- ill liður í utanríkisstefnu Frakka, að létta þróunarlöndunum róðurinn til að öðlast efnahags- Tegt sjálfstæði. En þcir eru marg- ir sem ekki koma heim og saman þessari umhyggju fyrir fátækum þjóðum og því; að selja þeim vopn dýrum dórnum til að berja hver á annarri, eða sem tæki einráðra þjóðhöfðingja til að halda eigin þegnum í skefjum. Pví er heldur ekki að leyna að margir leiðtogar þróunarríkja álíta þá sína bestu vini, sem láta þeint vígvélar í té og telja sér meiri akk í því að fá vopn til að birgja heri sína upp en efnahags- aðstoð til að koma landbúnaðin- um heima hjá sér í það horf að hann geti brauðfætt landsfólkið. Það er því miður svo, að alltof margir leiðtogar þriðja heimsins leggja miklu meira upp úr því að hafa yfir að ráða öflugum og velbúnum her heldur en að efla efnahagslífið og veita þegnum sínum viðunandi Itfskjör. Þeir skammast- á alþjóðaráðstefnum og hvar sem því verður við komið, um að þjóðunt þeirra sé haldið á hungurmörkum með því að ríku löndin vilji ekki greiða nógu hátt verð fyrir út- flutningsafurðir og undir þennan söng er ávallt tekið af bláeygum veiunnurum þriðja heimsins, en bestu vini sína erlendis telja þeir þá sem birgja þá upp af vígbún- aði. Oddur Olafsson skrifar i«t>/ j

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.