Tíminn - 06.10.1983, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 6. OKTOBER 1983
15
krossgáia j
pggg
—
W~Wr-
bridge
■ Svíar stóðu sig þokkalega vel í
undankeppni Heimsmeistaramótsins í
sveitakeppi, þó þeir næðu ekki undan-
úrslitasæti. Það kom nokkuð á óvart því
Svíarnir eru nú að endurnýja lið sitt og
aðeins einn spilari, Hans Göthe, er eftir
af Evrópumeisturunum frá 1977. Göthe
spilar nú við Tommy Gullberg sem
spilaði hér í Reykjavík á Norðurlanda-
mótinu í Bridge árið 1978, og þeir
félagar vöktu nokkra athygli á Heims-
meistaramótinu fyrir að spila góða vörn.
Þetta spil kom fyrir í fyrri leik Svía við
Pakistani:
Norður S.G42 H. G5432 N/Allir
Vestur T. 4 L. D876 Austur
S.109876 S. AKD5
H. 87 H.KD10
T. D8 T. K73
L.10932 L.K54
Suður S. 3 H.A96 T. AG 109652 L. AG
í opna salnum sátu Göthe og Guliberg NS og Munir óg Fazli AV:
Vestur Norður Austur Suður
2T 3T
pass pass dobl pass
3 S pass 4 S dobl
2 tíglar var fjöltíglaopnunin. sem í þessu
tilfelli sýndi sterka grandhendi. Gullberg
í suður fann þef af sögnum og lagði því
rauða miðann á borðið.
Göthe spilaði út tígulfjarkanum sem
Gullberg tók á ás og spilaði tígultvistin-
um til baka til að benda á laufið. Norður
trompaði og spilaði hlýðinn laufadrottn-
ingunni til baka, kóngur og ás. Nú tók
Gullberg á hjartaás og laufagosa áður en
hann spilaði þriðja tíglinum og norður
gat yfirtrompað borðið með spaðagosan-
um. Göthe spilaði nú laufi sem Gullberg
trompaði. Fjórir niður og 1100 til Sví-
anna í, að því er virtist, saklausu spili.
Við hitt borðið enduðu Svíarnir einnig
í 4 spöðum en nú fann suður ekki doblið
og til viðbótar fór spilið aðeins 3 niður
þannig að Svíþjóð græddi 13 impa á
spilinu. Pakistan vann samt sem áður
leikinn 19-11.
myndasögur
ö /» W
4179.
Lárétt
1) Skip. 6) Sjúkdóminn. 10) Eyja. 11)
Bar. 12) Spilinu. 15) Seint.
Lóðrétt
2) Hvíldi. 3) Keyri. 4) Smábarn. 5) Fugl.
7) Rengja. 8) Grænmeti. 9) Miðdegi. 13)
Leyfi. 14) Vond.
Ráðning á gátu no. 4178
Lárétt
1) Sátan. 6) Bólstur. 10) Ei. 11) Næ 12)
Indland. 15) Staka.
Lóðrétt
2) Áli. 3) Alt. 4) Óbeit. 5) Hrædd. 7)
Óin. 8) Sól. 9) Unn. 13) Dót. 14) Ask.
Með morgunkaffinu
---—
- Hvaða á ég að segja þér það oft, að ég
vil ekki að þú sért að krota á veggina...?