Tíminn - 16.10.1983, Qupperneq 2

Tíminn - 16.10.1983, Qupperneq 2
SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1983 2 eldhúskrókurinn umsjón: Agnes Bragadóttir ■ „Það má segja að reynsla mín af því að matreiða austurlenska rétti, svo til daglega í 9 ár, geri það'að verkum að ég er hingað kominn og stend fyrir elda- mennskunni á Filippseyskum dögum," segir Filippseyingurinn Ning De Jesus, þegar ég hitti hann að máli í eldhúsi Hótel Loftleiða, þar sem hann stendur og matbýr ljúffenga þjóðarrétti heima- lands síns. Ning er Reykvíkingum að góðu kunnur, því hann hefur um árarað- ir rekið verslunipa Manila, sem hann hefur reyndar selt núna, og snúið sér að því að selja baunaspírur og kínverskar vorrúllur um land allt. Ning hefur einnig staðið fyrir matreiðslunámskeiðum á filippseyskum mat. Ég spyr Ning hvar hann hafi lært að matreiða þjóðarrétti heimalands síns: „Ég hef aldrei lært matreiðslu, a.m.k. ekki í skóla, en reynslan hefur verið minn skóli. Á meðan ég bjó ennþá á Filippseyjum í Manila, þá vann ég við hótelbransann, og á hóteli sem ég vann mikið á, Hótel Sheraton lærði ég talsvért um austurlenska matargerðarlist, auk þe’ss sem ég kynnti mér alla bestu veitingastaðina í Manila. Pað má víst segja um mig að ég elski mat og ég hef víst alltaf verið mikill sælkeri, þó að ég beri það nú ekki beint utan á mér. Nú, fyrir níu árum flutti ég hingað til lands, og það má segja að það hafi verið reiðarslag fyrir mig að uppgötva að hérna væri ekki einn einasti austurlensk- ur veitingastaður, og þcgar ég fór í verslanir að kynna mér úrvalið, komst Ning De Jesus hrærir i Súpu að hætti guðanna, Timamynd—Arni Sæberg Adobong Manok At Baboy Sa Gata Hvað er nú það? Auðvitað þjóðarréttur Filippseyja ég að raun um að úrvalið af austurlensku kryddi, væri mjög svo takmarkað. Ég settist því niður og skrifaði mömmu minni og ég sagði: „Mamma, ég er hræddur um að ég eigi eftir að verða hungraður hér á þessu landi. Viltu vera svo væn að senda mér eitthvað af uppskrifum og eitthvað af kryddi.“ Þar með hóf móðir mín að senda mér uppskriftir, krydd og þess háttar, sem gerði mér mögulegt að matreiða filipp- eyskan mat." - Það má því segja að þú, sem stendur hér og stjórnar matreiðslunni í eldhúsi Hótel Loftleiða, sért að mestu leyti sjálflærður kokkur! „Já, það má segja það, en á það er líka að horfa, að við Austurlandabúarhöfum tilfinninguna fyrir rétta bragðinu í tungu- broddinum, ef svo má segja. Við getum úrskurðað hvort rétta bragðið er af matnum, eða hvort maturinn er yfir höfuð góður, með því einu að lykta af honum. Þetta er okkur einfaldlega í blóð borið. Þegar við t.d. erum að elda og lyktum af réttinum, þá geta flestir okkar ákveðið hvað vantar með því einu, við þurfum ekki einu sinni að smakka.“ - Ef þú þyrftir í örfáum orðum að lýsa því hvað er einkennandi fyrir matargerð heimalands þíns, hvað myndir þú segja? „Filippseyskur matur er blanda af kínverskum mat, spænskum mat og arabískum mat. Við notum svo til sömu krydd og þessar þjóðir, og ástæða þess að ég nefni spænskan mat er sú, að við vorum undir yfirráðum Spánverja í fjögur hundruð ár, Kínverjar hafa verið á meðal okkar frá ómunatíð, og þess- vegna gætir kínverskra áhrifa mikið í matreiðslu okkar, nú og við rekjum okkar eigin uppruna að meira eða minna leyti til Ai;aba. Það er því óhætt að fullyrða að persónuleiki filipseyskrar matargerðarlistar er margbrotinn." Matseðillinn sem Ning De Jesus töfr- aði fram á Filippseyjadögum var sam- settur af fjórum réttum, Sabaw Ng Bathala, sem útleggst á íslensku Súpa að hætti guðanna, Ginisang Togue, sem hiaut íslenska nafnið Steiktur grænmet- isréttur Manila og Adobong Manok At Baboy Sa Gata er nefnist á íslensku Þjóðarréttur Filippseyja (grís og kjúk- lingur) og Gulaman, sem er sjávarrétt- arhlaup í kókósmjólk. Eftir að hafa snætt þennan fjölbreytta og Ijúffenga matseðil, fór ég fram á það við Ning að hann gæfi lesendum Tímans uppskriftir að þeim tveimur réttum sem mér féllu best, en það var grænmetisrétt- urinn Ginisang Togue og þjóðarréttur Filippseyja, Adobong Manok At Baboy Sa Gata. Ning varð fúslega við beiðni minni og hér fara uppskriftirnar á eftir: Ginisang Togue (Steiktur grænmetis- réttur Manila) 1 msk. matarolía 1 stk. laukur, skorinn í sneiðar 1 stk. hvítlaukur, pressaður 200 grömm hvítkál, skorið í sneiðar 1 msk. soyja sósa 174 bolli kjúklingasoð eða kraftur af tening 2 stk. nýir tómatar, skornir í sneiðar 1/2 agúrka, skorin í 4 centimetra teninga, langsum 1 rauð paprika skorin í sneiðar og þær svo hlutaðar 500 grömm nýjar baunaspírur 200 grömm rækjur Salt og pipar eftir smekk. Steikið hvítlauk og lauk, bætið tó- mötum á pönnuna, og steikið þar til mjúkir. Setjið kálið á pönnuna og soyja- sósuna yfir. Bætið -þessu næst agúrku- bifum og papriku á pönnuna og steikið í eina mínútu. Hellið kjúklingasoðinu yfir og hrærið í grænmetisblöndunni. Setjið þessu næst rækjurnar út í og blandið þeim vel saman við grænmetið. Setjið að lokum baunaspírurnar, salt og pipar á pönnuna og steikið í aðrar tvær mínútur. Athugið að steikja þennan rétt alls ekki of lengi, og hann verður að berast fram eins fljótt og hægt er að eldamennsku lokinni. Uppskriftin passar handa 4 til 6 sem forréttur. (Ning benti á að í þennan rétt mætti einnig nota grænmeti eins og blómkál, gulrætur, brokkáli og sellerí, en þessar grænmetistegundir þyrftu allar lengri steikingartíma en þær sem nefndar eru í réttinum.) Adobong Manok At Baboy Sa Gata (Þjóðar- réttur Filippseyja grís og kjúklingur) 1 meðalstór kjúklingur, hlutaður niður 500 grömm svínakjöt, skorið í 5 senti- metra langa teninga 6 hvítlauksrif 1/2 bolli edik (best að nota hrísgrjóna- edik) 1/4 bolli soyasósa 1/2 bolli nautakjöts- eða kjúklingakraft- ur 1 lárv iðarlauf 1 teskeið svört piparkorn, möluð 50 grömm kókoshneturjómi Salt eftir smekk Marinerið kjötið í hvítlauk, ediki, soyasósu, pipar og larviðarlaufi í eina klukkustund, eða svo og snúið kjötinu öðru hvoru. Látið þessu næst koma upp suðu á réttinum, látið sjóða við meðal- hita, þar til lítið er eftir af vökva. Hellið kjötkrafti út í réttinn, í smáskömmtum. Setjið kókoshneturjómann út í og látið sjóða, þar til svínakjötið er meyrt og soðið. Berið fram soðin hrísgrjón með þess- um rétti, en uppskriftin hér að ofan er hæfileg fyrir 4 til 6. (Ning bendir á að þessi réttur bragðast enn betur ef hann er útbúinn deginum áður og hann geym- ist ágætlega í ísskáp.) Eigum dréttarbeisli fyrir margar gerðir bifreiða, t.d.: Subaru árg. '81 — '83 Volvo árg. '81 — '83 Saab 99 árg. 78-'83 Suzuki Fox árg. '80—'83 Galant árg. 79—'83 Dráttarkúlur 50 mm. Verð kr. 370,-. íslensk framleiðsla. Vönduð vara. Verð frá kr. 3.400. G.S. varahlutir Hamarshöfða 1. Sími 36510. PRENTUM PLASTPOKA PLASTPOKA OG PRENTUN FÆRÐU HJÁ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.