Tíminn - 03.11.1983, Síða 13

Tíminn - 03.11.1983, Síða 13
FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1983 ■ Á tali. Elli í bókarformi frá Vöku fyrir jólin ■ Sú landsfræga persóna, Elli, mun fyrir jólin birtast þjóðinni óvænt í bók frá bókaút- gáfunni Vöku. Hingað til hefur hann einungis verið til umræðu opinberlega í Útvarpinu, nánar tiltekið í þættinum „Á tali“, sem þær Edda Björgvinsdóttir og Helga Thorberg hafa annast við fádæma vinsældir. Þessi jólabók mun einfaldlega heita EUi í höfuðið á aðalpersónu bókarinnar, en að sjálfsögðu koma flest skyldmenni Ella og vinir við sögu eins og í útvarpsþáttunum. Þess má geta, að þátturinn „Á tali“ varð hæstur að því er snertir hlustun í nýlegri ■ hlustendakönnun Ríkisútvarpsins og vin- sældir hans, Ella og annarra, sem þar hafa verið til umræðu, með eindæmum, enda telja margir sig kannast við þær mannlífsmyndir og persónur, sem þær Edda og Helga hafa dregið upp. Svipað mun eflaust verða uppi á teningnum í bók Vöku um Ella, en auk efnis þeirra Helgu og Eddu, sem búið hefur verið í nýstárlegt form til þess að henta þessum nýja miðli, verða í bókinni teikningar eftir Ragnheiði Kristjánsdóttur, sem samkvæmt upplýsingum forlagsins gefa bókinni aukið gildi. Bók Vöku um Ella hefur verið í vinnslu frá því snemma sumars, þótt hljótt hafi tarið, en stefnt mun að því að hún komi á markað um miðjan nóvember. Afmælisrit Matthíasar Jónassonar ■ Hinn kunni uppeldisfræðingur dr. Matt- hías Jónasson, prófessor, varð áttræður fyrir rösku ári og af því tilefni er nú komið út ritið Athöfn og orð til heiðurs honum. Að útgáf- unni standa: Háskóli íslands, Kennarahá- skóli íslands, Kennarasamband íslands, Hið íslenska kennarafélag, Sálfræðingafélag. ís- lands og Skólarannsóknadeild menntamála- ráðuneytisins, en þessi samtök og stofnanir hafa lengi notið starfskrafta dr. Matthíasar. Var afmælisbarninu afhent ritið í húsakynn- um Háskólans hinn 13. okt. sfðastliðinn við hátíðlega athöfn. Athöfn og orð er 287 síður í stóru broti, gefið út hjá Máli og mcnningu sem gefið hefur út flestar bækur dr. Matthíasar. í ritinu eru alls sautján greinar af fræða- og áhuga- sviði Matthíasar eftir kunna fræðimenn, auk skrár um rit hans eftir Einar Sigurðsson háskólabókavörð. Um uppeldis-og skólamál skrifa Andri ísaksson, Edvard Befring, Gerður G. Óskarsdóttir, Hrólfur Kjartans- son, Jónas Pálsson, Margrét Margeirsdóttir, Ólafur J. Proppé, Sigmar Ólafsson, Sigríður Þ. Valgeirsdóttir, Sigurjón Björnsson, Þór- ólfur Þórlindsson og Þuríður J. Kristjánsdótt- ir. Um sálarfræði skrifa Grétar Marinósson, Kristinn Björnsson og Magnús Kristjánsson. Sagnfræðilegar greinar skrifa Loftur Gutt- ormsson og Lýður Björnsson. Grein um málþroska barna eiga saman Indriði Gísla- son, Randa Mulford og Ásgeir S. Björnsson. Fremst í ritinu er greinin Athöfn og orð eftir Brodda Jóhannesson um ævi og störf Matthí- asar Jónassonar. Ritstjóri verksins var Sigurjón Björnsson, prófessor. Það er unnið að öllu leyti í Prentsmiðjunni Odda hf. BÍLAPERUR ÓDYR GÆÐAVARA FRÁ MIKIÐ ÚRVAL ALLAR STÆRÐIR HEILDSALA - SMÁSALA [hIheklahf L.HKEIV. 170 17? Sm ii 2 12 40

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.