Tíminn - 29.11.1983, Blaðsíða 2
ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1983
Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, á Fiskiþingi í gær:
SKIPHNG AFLflNS LEIÐI EKKI
TIL LflNDSNLUTA-TOGSTREITU
■ „Afturkippurinn í sjávarútvcginum
scm liófst 1982 hcfur haft víðtæk áhrif á
cfnahagslífíð í landinu. Þær upplýsingar
sem nú berast frá fiskifræðingum um
ástand þorskstofnsins cru ógnvckjandi“
Þannig hóf Halldór Ásgrímsson sjávar-
útvegsráðherra ávarp sitt við setningu
42. Fiskiþings í húsnæði Fiskifélags
Islands þar sem þingið er haldið.
Síðan sagði Halldór: „1 þjóðhagsáætl-
un fyrir árið 1984 var gert ráð fyrir sömu
aflabrögðum og á þcssu ári. Við þær
aðstæður var áætlað að sjávarafurðir
yrðu 77% af útflutningstekjum þjóðar-
innar. Ef farið verður eftir tillögum
fiskifræðinga um 100 þúsund tonna
minni þorskafla á næsta ári þá þýðir það
15% samdrátt í sjávarafurðaframleiðsl-
unni eða 2.300 milljónir kr. sem er um
10-11% samdráttur í hcildarútflutnings-
framleiðslu þjóðarinnar.
Þær ákvarðanir sem nú þarf að taka
unt mótun fiskveiðistefnu fyrir næsta ár
eru því viðkvæmar og erfiðar. Sérhver
einstaklingur í þjóðfélaginu á hagsmuna
að gæta. A þessu ári hafa kjörin rýrnað
vegna minnkandi þjóðartekna, þannig
að nú þykja þau nánast óbærileg. Ef við
þurfum á næsta ári að búa við enn
skertan hlut vegna minnkandi afla og
minni þjóðartekna crum við komin í
alvarlega stöðu. Því ber ekki að leyna að
100 þúsund tonna samdráttur í þorskafla
scm ekki cr bættur upp með öðrum
veiðum og annarri framleiðslu hlýtur að
leiða til nokkurs atvinnuleysis .“
Síðan fjallaði ráðherra í máli sínu
ýtarlcga um markaðsmál okkar á er-
lcndum mörkuðunt og þá einkum á
Bandaríkjamarkaði þar scm við eigum í
harðri samkeppni við Kanadamenn og
höfunt larið ntjög halloka.
„Árið 1982 seldu Island og Kanada
84,4% af innflutningsmagni, en hlutur
að það væri æskilegt að gera tilraun með
kvótafyrirkomulag fyrir togarana á
næsta ári. Mér er það ljóst að það er
ýmsum annmörkum háð. Hins vegar
myndi slíkt fyrirkomulag vera líklegt til
að auka gæði afurðanna. Það er mikil-
vægt að skipting aflans verði ekki til þess
að auka togstreitu á milli einstakra
landshluta. Við þurfum að koma okkur
saman í landinu í heild. Kvótar á
sérhvern landshluta gætu t.d. orðið til
þess að auka togstreitu milli landshluta.
Líklegt er, að atvinnuuppbyggingin í
iðnaði verði misjöfn eftir landshlutum í
framtíðinni og er þá eðlilegt að þeir
landshlutar sem telja sig verða útundan
í því sambandi myndu vilja fá aukna
hlutdeild á fiskimiðunum. Það er hætt
við, að slíkar deilur gætu orðið erfiðar
viðfangs. Ég er ekki trúaður á að það sé
auðveldara að koma sér saman innan
einstakra landshluta en landinu í heild.
Að undanfömu hefur mikið verið rætt
um, að nauðsynlegt væri að fækka
skipum á miðunum til þess að önnur
hefðu betri rekstrargrundvöll. Þetta er
vissulega rétt, er erfiðlega gengur að
benda á þau skip sem helst ættu að
stöðvast.
Að sjálfsögðu hafa skip stöðvast vegna
óhagkvæms reksturs og lélegrar fjár-
hagslegrar afkomu. Sú hugmynd hefur
komið upp að rétt væri að aðstoða aðila
við að leggja skipum a.m.k. um stundar-
sakir og því er eðlilegt að spurt sé hverja
á að aðstoða til þess.
Það er einnig sjálfsagt að það verði
gengið úr skugga um hvort mögulegt sé
að koma fiskiskipum okkar til veiða
innan landhelgi annarra þjóða. Það
virðast vera vissir möguleikar í banda-
rískri lögsögu. Það tekur hins vegar
langan tíma að koma slíkum samningum
á og skipum til veiða og þess er ekki að
vænta að veiðar gætu hafist þar nema
með löngum undirbúningi.
- FRI
■ Frá 42. Fiskiþingi. í ræðustól er Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra. Timamynd GF
íslands hafði þá hrapað úr 50,7% 1979 í
26,1% af innflutningi 1982. Hlutur Kan-
ada jókst frá 35,0% í 58,3% innflutnings
á sama tíma. Magnhlutfall þessara
tveggja ríkja hafði algerlega snúist við á
3 árum.
Áætlað er að hlutdeild okkar verði
23,0% 1983 en Kanadamenn komnir í
63,0%. Þannig hefur ísland tapað magn-
forystu sinni á Bandaríkjamarkaði og
fær hana vart aftur .“
Ráðherra fjallaði nokkuð um orsakir
þessarar þróunar og sagði m.a. að á
þessu tímabili sem hér um ræðir hefði
þorskafli íslendinga minnkað um 100
þúsund tonn á sama tíma og afli Kan-
adamanna hefði aukist úr 430 þúsund
tonnum í rúmlega 6(K) þúsund tonn á
þessu ári.
Ekki rétt að hef ja
netaveiði fyrr en
15. feb.
í máli ráðherrans kom fram að erfið-
asta verkefnið sem nú lægi fyrir væri án
efa að marka fiskveiðistefnu sem tryggir
hámarks gæði afla og bærilega afkomu
útgerðar og sjómanna. Fiskveiðistefnan
þyrfti að taka mið af því að tryggja sem
best heildarhagsmuni landsmanna.
„Margvíslegir hagsmunaárekstrar
koma fram þegar stjórn veiðanna er
rædd. Milli landshluta, tegunda veiði-
skipa, tegunda veiðafæra ots.frv. Ef við
höfum það hinsvegar að leiðarljósi að
auka gæðin eins mikið og kostur er og
tryggja atvinnu sem flestra, gefur það
margar vísbendihgar. Við vitum það t.d.
að dragnót og lína skila betra hráefni en
net. Þess vegna er sjálfsagt að draga úr
netaveiðinni en auka línu- og dragnótar-
veiðarnar þar sem því verður við komið.
Þess vegna hef ég sagt að ekki væri rétt
að hefja netaveiði fyrr en í fyrsta lagi 15.
febrúar. Fiskveiðistefnan verður hins-
vegar vart ákveðin fyrr en í lok ársins og
mikilvægt að sem bestur fyrirvari sé um
slíkt og að flestra dómi er skynsamlegt
að stytta netavertíðina m.a. vegna þess
að mikil óvissa ríkir um sölu á ufsa, bæði
frystum og söltuðum."
Kvótafyrirkomulag
fyrir togara
Undir lok ávarps síns sagði Halldór
Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra svo:
„Ég hef áður sagt sem mína skoðun.
Sjávarútvegsráöherra svarar fyrirspurnum
á Fiskiþingi um fækkun togara:
„Það eru möguleikar á að
leggja einhverjum skipanna”
■ „Samkvæmt áætlun Fiskifélagsins
gæti hcildarafli landsmanna á þcssu árí
orðið nánast sá sami og í fyrra, cða á
hilinu 785-790 þúsund lestir, en Var
1982, 785.603 lestir. í áætluninni verður
að sjálfsögðu að setja spurningarmerki
við loðnuna. Viö áætlum hana 100
þúsund lestir, en var 13 þúsund lestir s.l.
ár. Þorskaflinn mun trúlega minnka um
liðlega 90 þúsund lestir, úr 382 í uni 290
þúsund lestir og ufsaaflinn nálægt 10
þúsund, úr 65 í um 55 þúsund lestir. Á
öðrum tcgundum botnfíska munar
litlu“, sagði Þorsteinn Gíslason físki-
málastjóri m.a. í ávarpi sínu scm hann
flutti við sctningu 42. Fiskiþings.
í máli sínu fjallaði Þorsteinn almennt
um stöðu útgerðarinnaren hún ervægast
sagt dökk um þessar mundir.
„Frá því við vorum saman fyrir ári
„Heildarafli lands-
manna gæti orðið
sá sami í ár og ’82“
— sagði Þorsteinn Gíslason fiskimálastjóri
■ Þorsteinn Gíslason fískimálastjóri
flytur ávarp sitt. Tímamynd GE.
síðan hefur syrt hastarlega í álinn hjá
íslenskri fiskiskipaútgerð og cnn erum
við minnt á hve háð við erum svipulum
sjávarafla og að vandi útgerðarinnar er
vandi þjóðarinnar allrar.
Rætur vanda sjávarútvegs eru marg-
þættar, sumar óviðráðanlegar, aðrar
heimatilbúnar. Þyngst vegur að sjálf-
sögðu hin geigvænlega olíuverðshækkun
undanfarinna ára, en þungt vegur að
sjálfsögðu mesti bölvaldur aldarinnar,
okkar heimatilbúna verðbólga og hcnnar
fylgikvillar og kolvitlaust vísitölukerfi.
Eignarstaða fyrirtækja hefur stór-
versnað. Þetta er bein afleiðing af geng-
isþróun og vaxtastefnu. Gengisfellingar
og gengissig hafa verið framkvæmd til að
fá fleiri krónur fyrir afurðirnar og aukið
hraða vitleysunnar ógnvekjandi.
Lánsfé er orðið dýrara og vandfengn-
ara til fjárfestinga í sjávarútvegi hefur
erlent lánsfé stóraukist. Þeir baggar sem
við höfum bundið alltof mörgum fyrir-
tækjum með þessum aðgerðum eru nú
svo þungir að ekki verður risið undir
nema með sameiginlegu átaki, eigi sjá-
varútvegurinn að halda áfram að afla
þjóðinni milli 75 og 80% gjaldeyristekj-
anna.“
-FRI
■ Að loknu ávarpi Halldórs Ágríms-
sonar sjávarútvcgsráðherra á Fiskiþingi
var mönnum frjálst að beina fyrirspum-
um til ráðherra og gerðu nokkrír það.
Ingólfur Arnarson fulltrúi Fiskideidlar
Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og nágrenn-
is spurði ráðhcrra hvort alvara væri á
bak við það að stöðva ætti 30 togara og
hvort ráðhcrra teldi að sú stöðvun ætti
að vera á þéttbýlissvæðum. Sagði hann
að á því svæði sem hann værí fulltrúi
fyrir væru geröir út 31 togari, sem veitti
570 sjómönnum atvinnu og sköpuðu
störf fyrir 1200 manns í fiskverkunar-
stöðvum.
Ingólfur vildi vita hvort ríkisstjórnin
og alþingi hefðu fjallað um þetta mál og
hvort ráðherrann teldi að þar væri víð-
tæk samstaða um það annarsvegar og
hinsvegar vildi hann spyrja um, að ef
þessi togarafloti yrði stöðvaður, hvaða
stuðningur kæmi þá á móti frá hinu
opinbera.
Halldór sagði að hann hefði hvergi
látið hafa það eftir sér, að leggja ætti 30
togurum. Hann vildi hinsvegar að menn
hugleiddu hvernig ætti að standa að því.
„Ég er orðinn leiður á tali um að leggja
skipum án þess að sagt sé hvar og
hvernig. Hjá þessu verður ekki komist
og þetta eru spurningar sem verður að
svara. Mörgutn skipum verður ekki lagt
en það eru möguleikar á að leggja
einhverjum þeirra,“ sagði ráðherrann.
■ Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráð-
herra svarar fyrirspurnum á Fiskiþingi.
Tímamynd GE
Marteinn Friðriksson, fulltrúi Fjórð-
ungssambands fiskideilda á Norður-
landi, beindi fyrirspurn til ráðherrá um
það hver væri þeirra vilji í að hækka
þorskmagnið fyrir árið 1984 frá þeirri
tillögu sem Hafrannsóknarstofnun hefur
sett fram. Einnig spurði hann ráðherra
um hvaða veiðiskipulag hann hefði hugs-
að sér til að ná settum markmiðum.
Hvað varðaði fyrri spurninguna sagði
Halldór, að ekki væri tímabært að svara
henni nú, en stjórnin gerði sér grein fyrir
mikilvægi málsins.
Hvað seinni spuminguna varðaði,
sagði ráðherann að hann hefði engan
áhuga á að taka einn ákvörðun um það
og mundi ekki gera slíkt. Ráðuneytið
hefur í sjálfur sér ekki heimild til að setja
kvóta, þannig væri t.d. vafasamt að það
hefði heimild til að banna veiðar með
flotvörpu eins og fram hefði komið í
þessu sambandi. Það væri alþingis að
fjalla um þetta mál og taka afstöðu.
Aðrar fyrirspurnir voru t.d. um hvort
ríkisstjórnin myndi aðstoða menn til að
breyta skipum sínum til annarra veiða
en á þorski og sagði ráðherann að erigar
ákvarðanir hefðu verið teknar um það,
eti hann teldi það koma til greina.
Þá kom fyrirspurn um hvernig stjórn-
völd hygðust leysa rekstrarvanda tog-
ara. Halldór sagði í svari við þeirri
fyrirspurn, að það væri spurning um að
hve miklu Ieyti það væri hlutverk ríkis-
valdsins að leysa vanda einstakra skipa.
„Eina leiðin til að minnka vandann er að
minnka kostnaðinn við sóknina og auka