Tíminn - 29.11.1983, Blaðsíða 4

Tíminn - 29.11.1983, Blaðsíða 4
■ Við háborðið Verkalýdsfélagiö Skjöldur50 ára: Fjölmenn af mæl- ishátíd á ■ Verkalýðsfélagið Skjöldur á Flateyri var stofnað 21. desember 1933 og á haustmánuðum héldu Flateyringar há- tíðlegt 50 ára afmæli þess. Yfir 200 samkomugestir voru viðstaddir hátíðar- höldin sem fóru fram í húsakynnum Hjálms h.f. á Flateyri og er það mál manna að sjaldan eða aldrei hafi jafn fjölmenn samkoma verið haldin þar. Formaður Skjaldar.Björn Ingi Bjarna- son setti samkunduna og rakti sögu félagsins. Þrír af stofnendum Skjaldar eru á lífi og voru þeir heiðraðir. Þeir eru Flateyri Sturla Þórðarson, Þórður Magnússon og Þorlákur Bernharðsson, en tveir þeir síðastnefndu voru viðstaddir hátíða- höldin og ávörpuðu samkomugesti. Stjórn Skjaldar hefur reynt að minnast afmælisins með ýmsum hætti. Afmælisrit vcrður gefið út í byrjun næsta árs, en Hjörtur Hjálmarsson hefur tckið saman ágrip af sögu félagsins. Þess má svo geta að á þessum tímamótum er verkalýðsfél- agið að flytjast í sitt eigið húsnæði að Hafnarstræti 4 á Flateyri. -BK ■ Kaffikonur úr Slysavarnadeildinni Sæljós báru fram veitingar ■ Stjóm og varastjórn Verkalýðsfélagsins Skjaldar ■ Séð yfir hluta af samkomugestum Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri uppfyllir ekki lengur heilbrigðisreglugerð: RÚMLEGA 200 GLUGG- AR ERII HRIPLEKIR! — Fjárveitingar undanfarinna ára um fjórðungur þess sem talið hefur verið nauðsynlegt til viðhalds ■ „Sjúkrahúsarekstri, ekki bara hér á Akureyri, heldur á landinu öllu hefur verið haldið í svelti í mörg undanfarin ár hvað viðhald snertir. Hjá okkur hefur þetta komið mjög alvarlega niður á þeim húsum og tækjabúnaði sem við höfum haft til rekstrarins,“ sagði Ásgeir Höskuldsson framkvæmdastjóri Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri í samtali við blaðið, en í blaðinu íslendingi á Akureyri var fyrir skömmu greint frá því að sjúkrahúsið uppfyllti ekki lengur kröfur heilbrigðisreglugerðar. Höfuðástæðan er sú að af 240 gluggum í gömlu álmunni eru 212 hriplekir og það Afmælisrit ■ í laugardagsblaði Tímans, þar sem fjallað var um bók þá sem gefin er út í tilefni sjötíu ára afmælis dr: Ólafs Jó- hannessonar fyrrverandi ráðherra og formanns Framsóknarflokksins misrit- aðist í myndatexta, þar sem um bókina var rætt og var hún nefnd embættisrit, en það átti að sjálfsögðu að vera afmælisrit. Eru hlutaðeigendur beðnir velvirðingar á. Flatbaka með majónsósu! ■ í nýju Fréttabréfi frá fslenskri mál- nefnd eru lagðar fram tillögur um ný orð yfir fyrirbrigðin majones og pizza. Majónes sé að öllum líkindum komið úr frönsku gegnum ensku, en leitt af sænska nafninu Mahon, en svo heitir hafnarbær á Menorca, sem er ein af Beleareyjum í Miðjarðarhafi. Leggur málnefndin til að orðið.majones verði. aflagt í málinu en þess í stað tekið upp orðið majónsósa. Þetta orð hafi fyrst komið fram í Velvakandadálki í Morgunblaðinu á útmánuðum 1956 og hafi verið notað í einni matreiðslubók. Eftir að útskýrt hefur verið fyrir lesendum fréttabréfs hvernig pizza er búin til er lagt til að tekið verði upp nýtt og íslenskt orð um þessa matvöru og hún nefnd flatbaka. -JGK Leiðrétting: Tónleikar Bleg- en eru í kvöld ■ Missagt var í Tímanum á laugar- daginn að tónleikar Judith Blegen í Háskólabíói yrðu á mánudagskvöld. Tónleikar hennar eru í kvöld, þriðju- dagskvöld kl. 20.30. Biðjumst við velvirðingar á þcssari missögn. Aðgöngumiðar eru enn fáanlegir á skrifstofu Happdrættis Háskólans, Tjarnargötu 4. veldur miklum erfiðleikum í slagviðrum. Að auki eru lamir orðnar ryðgaðar og ekki hægt að stilla suma þessara glugga. Þessir eru sænskir, svokallaðir hverfi- gluggar og eru frá því um 1950 og hafa raunar verið lekir alla tíð. En fjárveiting- um til okkar hefur verið háttað þannig undanfarin ár að við höfum fengið til rekstrarins um fjórðung þess sem við höfum talið nauðsynlegt.“ Hvað með búnað sjúkrahússins að öðru leyti? „Það er sömu sögu að segja þar, við höfum ekki getað endurnýjað tæki og búnað eins og nauðsynlegt hefði verið. ■ Slysavarnafélagið hefur fest kaup á afþrýstiklefa fyrir kafara sem fengið hafa kafaraveiki. Klefinn er fyrir einn mann og er hlutverk hans fyrst og fremst að koma sjúklingi frá slysstað til viðeig- andi meðferðar. Ætlunin er að klefinn verði í Reykjavík, en unnt er að flytja hann hvert á land sem er t.d. í flugvél. Köfunarveiki er í því fólgin að köfn- unarefni hefur bundist vökva og blóði líkamans vegna aukins hlutaþrýstings þess við köfun niður fyrir ákveðið dýpi. Við erum að hluta með mjög gömul og úr sér gengin sjúkrarúm, sem við verðum að bjóða sjúklingum okkar upp á. Varðandi tækjabúnað er það að segja að hann hefur ekki verið endurnýjaður sem skyldi. Að hluta til stafar það af því að beðið er eftir að ný röntgendeild taki til starfa og nýr tækjabúnaður myndi leysa mikið af vandamálum sjúkrahúss- ins í heild. Hitt er svo annað að uppbygg- ingu sjúkrahússins hefur seinkað mikið frá þeirri áætlun sem gerð var árið 1973, henni hefði átt að. vera lokið hefði áætluninni verið fylgt. -JGK Ef kafari finnur fyrir einkennum þessar- ar veiki verður að koma honum í afþrýstiklefa sem fyrst og er maðurinn þá hafður í klefanum undir sama þrýst- ingi og hann var þegar veikinnar varð fyrst vart en síðan er þrýstingurinn minnkaður smám saman eftir vissum reglum. Kvennadeild Slysavarnafélagsins í Reykjavík færði SVFÍ gjöf að upphæð kr. 100.000 til styrktar kaupa á þessum afþrýstiklefa. -GSH ■ Hinn nýi afþrýstiklefi SVFI sést fremst á myndinni en fyrir aftan standa, talið frá vinstri: Haraldur Henrýsson, forseti SVFÍ, Gunnar Karl Guðjónsson þýðandi bókarinnar Lærið að kafa, Guðrún S. Guðmundsdóttir, formaður kvennadeildar SVFÍ í Reykjavík sem gaf 100.000 krónur til styrktar kaupa á afþrýstiklefanum, Hannes Hafstein framkvæmdastjóri SVFÍ og Örlygur Hálfdánarson bókaútgefandi. Tímamynd Róbert Slysavarnafélag íslands: Hefur fest kaup á afþrýstiklefa — fyrir kafara sem fengid hafa kafaraveiki Rýmkaðar reglur um notkun greiðslukorta ■ Reglur um notkun greiðslukorta fyr- ir íslendinga erlendis verða rýmkaðar verulega með nýrri reglugerð sem gengur í gildi um mánaðamótin næstu. Verður heimilt að gefa út greiðslukort til einstaklinga til notkunar á ferðalögum, en til þessa hafa menn orðið að gera grein fyrir þörfum sínum fyrir greiðslu- kort, oftast vegna viðskiptaerinda. Reglurnar gera ráð fyrir að úttektir með greiðslukorti megi á hverjum tíma nema fjárhæð sem svarar til 1.350 banda- ríkjadala. Þeir sem vegna starfa sinna erlendis, viðskiptaerinda eða fundar- halda geta sýnt fram á þörf fyrir hærri upphæð geta þó fengið úttektarheimild sem nemur allt að 3.000 bandaríkja- dölum eftir reglum sem gilda um gjald- eyri til viðskiptaferða. -Sjó

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.