Tíminn - 29.11.1983, Side 6
6______________
í spegli tímans
ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1983
p
Carlos Sotto
duga til að gera hana aö filmstjörnu.
þá eiginleika, sem ættu að
Carlos leiddist svo
aðþaðvarðað gera
hana að filmstjörnu!
Carlos Sotto Mayor, heitir
þessi fiingulega 23 ára gamla
mær og hefur til þessa verið
þekktust fyrir að vera þolinmöð
vinkona franska leikarans Jean
Paul Belmondo til langs tíma.
En hver veit nema það sé að
kreytast og hún fari að liasla sér
völl á öðrum vcttvangi. Kannski
á hún meira að segja eltir að
veita vini sínum harða samkcppni-
á hvíta tjaldinu.
Þannig er mál mcð vexti, að
Carlos hefur til þessa helst eytt
tíma síuuni í að lianga í kvik-
myndaverinu, þarscm Jean Paul
Belmondo er við vinnu sína,
daginn inn og daginn út og lítiö
annað haft fyrir stafni en að láta
sér leiðast. Að því kom, að
leikstjóri nýjustu myndar Belm-
ondos rann svo til rifja iðjuleysi
stúlkunnar, að hann bauð henni
smáhlutvcrk í myndinni.
Þetta hlutverk fór Carlos létt
mcð, enda átti hún að leika eina
af ástmeyjum Bclmondos og það
veit hún alveg út í æsar, hvernig
á að gera. Annað mál er það, að
hún fékk þarna lítið tækifæri til
að sýna, hvort hún hefur snefil af
leikhæfileikum. En þarna komst
hún á bragöiö og nú vcröur bara
framtíðin að leiða í Ijós fram-
haldið.
„ A ég að segja þér nokkuð...?“
■ Hún Susan litla eigendum Roberts eitthvað skemmtilegt líkara en hann brosi
Roberts er vön að Circus, þar sem þessi sem Susan er að kankvíslega.
umgangast dýr, enda stæðilegi fíllsýnirlistir hvísla í hið stóra eyra
er hún dóttir eins af sínar. Það virðist vera fílsins, því engu er
...
viðtal dagsins
■ Einar Geir Þorsteinsson framkvæmdastjóri
IWwKMB FEUG9NS AB
SAWEMA BnEBASröBVJIR
■ Samvinnufélagið Hrcyfill
varð fjörutíu ára á þessu hausti.
Þetta er félag 220 leigubifreiða-
stjóra. Þarfyrirutan rekurfélag-
ið bensínstöð og smávöruverslun
í tengslum við hana, innláns-
deild, rekur félagsheimili og leig-
ir út 3500 fermetra húsnæði.
Félagið vckur oft athygii fyrir
öfluga félagsstarfsemi, bridgefé-
lag, taflfélag, íþróttafélag og
kvenfélag. Við tókum fram-
kvæmdastjóra þess Einar Geir
Þorstcinsson tali og yfirheyrðum
hann um starfsemi félagsins og
framtiðarmarkmið.
„Þetta ersamvinnufélag", seg-
ir Einar Geir, „stofnað 11. nóv-
ember 1943. Markmiðið með
stofnun félagsiris var og er fyrst
og fremst það að allir leigubif-
reiðastjbrar í Reykjavík aki frá
einni ogsömu stöð. Þegar félagið
var stofnað höfðu verið starf-
ræktar einar átta leigubifreiða-
stöðvar í Reykjavík og voru
allar í einkaeign. Ökumenn voru
því launþegar hjá eigendum
þessara bifreiðastöðva. Um
þessar mundir voru bifreiða-
stjórarnir farnir að eiga bifreiðar
sínar sjálfir, en höfðu afgreiðslu
hjá áðurnefndum einkaaðilum.
Þá vaknaði áhugi þeirra á að
stofna leigubifreiðastöð sjálfs-
eignarbifreiðarstjóra. Sam-
vinnufélagsformið má rekja til
þess að áratuga góð reynsla var
orðin af samvinnufélögum hér á
landi og þau höfðu reynst hinum
efnaminni þjóðfélagsþegniim
farsæl og því töldum við formið
skapa líkur á samstöðu um rekst-
ur fyrirtækisins, og sú hefur
reyndin verið."
- Nú eru fimm leigubifreiðar-
stöðvar í Reykjavík. Er félagið
þá langt frá markmiði sínu enn?
„Já, það er rétt. 1980 var gerð
úttekt á leigubifreiðaakstri í
Reykjavík og þá kom það m.a. í
ljós 'að 30% af keyrslu leigubif-
reiðastjóra var dauð keyrsla eins
og það er kallað, og það var talið
að með því að setja allar stöðv-
arnar undir einn hatt þá mætti
ná þessari dauðu keyrslu niður í
það að verða ekki nein. Að mínu
mati er þetta mesta hagsmuna-
mál stéttarinnar. Á meðan
vinnutími allra stétta hefur verið
að styttast þá hefur vinnutími
atvinnubifreiðastjóra verið að
lengjast. Þetta er óheillaþróun.
í könnuninni var talið að í
rekstri og akstri mætti spara 12
milljónir nýkróna með samein-
ingunni.
- En einhver mótrök hljóta
nú að vera gegn sameiningu!