Tíminn - 29.11.1983, Qupperneq 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1983
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason.
Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiöslustjóri: Sigurður Brynjólfsson.
Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V.
Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrimsson.
Umsjónarmaður Heigar-Timans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir,
Bjarghildur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv .
Hermannsson, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson,
Jón Óiafsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson.
Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson.
Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn:'
Eygló Stefánsdóttir.
Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, Flosi Kristjánsson, Guðný Jónsdóttir
Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavík. Simi: 86300. Auglýsingasími
18300. Kvöldsimar: 86387 og 86306.
Verð i lausasöiu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 250.00.
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf.
Verður að fækka í
fiskiskipaflotanum?
■ Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, fjallaði á
Fiskiþingi, sem hófst í gær, um viðbrögð gegn minnkandi
þorskafla, og sagði þá m.a.:
„Ég hef áður sagt sem mína skoðun, að það væri æskilegt
að gera tilraun með kvótafyrirkomulag fyrir togarana á næsta
ári. Mér er það ljóst að það er ýmsum annmörkum háð. Hins
vegar myndi slíkt fyrirkomulag verða líklegt til að auka gæði
afurðanna. Það er mikilvægt að skipting aflans verði ekki til
þess að auka togstreitu á milli einstakra landshluta. Við
þurfum að koma okkur saman í landinu í heild. Kvótar á
sérhvern landshluta gælu t.d. orðið til þess að auka togstreitu
milli landshluta. Líklegt er að atvinnuuppbyggingin í iðnaði
verði misjöfn eftir landshlutum í framtíðinni og er þá eðlilegt
að þeir landshlutar, sem telja sig verða útundan í því
sambandi, myndu vilja fá aukna hlutdeild í fiskimiðunum.
Það er hætt við að slíkar deilur gætu orðið erfiðar viðfangs.
Ég er ekki trúaður á að það sé auðveldara að koma sér saman
innan einstakra landshluta en í landinu í heild.
Að undanförnu hefur mikið verið rætt um að nauðsynlegt
væri að fækka skipum á miðunum til þess að önnur hefðu
betri rekstrargrundvöll. Þetta er vissulega rétt, en erfiðlega
gengur að benda á þau skip, sem helst ættu að stöðvast.
Að sjálfsögðu hafa skip stöðvast vegna óhagjcvæms
reksturs og lélegrar fjárhagslegrar afkomu. Sú hugmynd
hefur komið upp að rétt væri að aðstoða aðila við að leggja
skipum a.m.k. um stundarsakir og því er eðlilegt að spurt sé,
hverja á að aðstoða til þess.
Við búum dreift í landinu og hin dreifða byggð er tilkomin
vegna þess að forfeður okkar byrjuðu snemma að nýta allt
landið og miðin. Þá var aðalatriðið að vera sem næst
miðunum, því ekki var róið eða siglt með seglum langar
leiðir. Vaxandi tækni hefur gert það kleift að sækja mun
lengra, en þrátt fyrir allt er lögmálið það sama, að ódýrast er
að sækja sem styst á miðin. Þetta gerir það að verkum, að
rétt er að búa dreift í landinu. Þegar á að fækka skipum með
skipulegum hætti getur reynst erfitt að gera það, vegna þess
hvað hvert byggðarlag er háð fáum skipum. Mörg dæmi eru
fyrir því að aðeins eitt togveiðiskip stendur í reynd undir allri
verðmætasköpun í viðkomandi byggðarlagi. Ef þessu skipi er
lagt er grundvöllurinn í reynd hruninn. Þar sem þéttbýli er
meira er þessu öðruvísi farið enda þótt fiskiskipin þar séu
ekki síður mikilvæg því fólki, sem hefur atvinnu í sjávarút-
vegi. Þar eru hins vegar möguleikarnir meiri til uppbyggingar
nýrra atvinnuvega og stækkunar fyrirtækja, sem fyrir eru.
Svo dæmi sé nefnt er t.d. rætt um það að stækka álverið í
Straumsvík um helming, en ekki eru neinar hugmyndir uppi
um að byggja upp orkufrekan iðnað á Vestfjörðum.
Þar sem þéttbýli er meira eru almennt fleiri möguleikar
fyrir hendi að byggja upp aðrarog nýjar atvinnugreinar. Það
sem í reynd er mikilvægast þegar sjávaraflinn minnkar er að
finna nýja atvinnumöguleika.
Þetta vil ég segja vegna þeirrar umræðu, sem hefur orðið
um að fækka fiskiskipum. Ég segi það ekki vegna þess, að ég
hafi áhuga fyrir því að einu skipi sé lagt fremur en öðru,
heldur vegna þess að ég tel mikilvægara en flest annað, að
ekki komi til atvinnuleysis í landinu. Það að koma í veg fyrir
atvinnuleysi krefst skipulegra vinnubragða.
Það er einnig sjálfsagt að það sé gengið úr skugga um, hvort
mögulegt sé að koma fiskiskipum okkar til veiða innan
landhelgi annarra þjóða. Það virðast vera vissir möguleikar
í bandarískri lögsögu. Það tekur hins vegar langan tíma að
koma §líkum samningum á og skipum til veiða og þess er ekki
að vænta að veiðar gætu hafist þar nema með löngum
undirbúningi“, sagði Halldór Ásgrímsson.
Þessi mál og mótun fiskveiðistefnusnnar fyrir næsta ár eru
mikilvægasta viðfangsefni stjórnvalda um þessar mundir. Það
skiptir öllu máli fyrir þjóðina í heild að gott samkomulag náist
um skynsamlegaogsanngjarna stefnu íþessum efnum. -ESJ
skrifað og skrafað
■ Skriður er nú kominn í
húsnæðissamvinnufélagið,
sem mikið hefur verið rætt
um undanfarið og það form-
lega stofnað. Það er ekki
vonum seinna að reynt verði
fyrir sér með þesskonar lausn
á húsnæðismálum, sem hið
nýstofnaða féiag beitir sér
fyrir. Þrátt fyrir alla þá ný-
ungagirni sem hrjáir íslend-
inga og hefur að mörgu leyti
gert þeim lífið erfitt, hefur
ríkt furðu mikil íhaldssemi
hvað varðar eignarform á
íbúðarhúsnæði.
Með stofnun Búseta er
ekki verið að troða neinar
nýjar slóðir. Byggingasam-
vinnufélög af þessu tagi eru
löngu þekkt í nágrannalönd-
unum og víðar og er byggt á
reynslu annarra í þessum efn-
um og því algjör óþarfi að
fara að reyna hér einhvers
konar tilraunastarfsemi, sem
enginn veit til hvers leiðir.
Enda mun slíkt ekki meining-
in hjá þeim aðilum sem for-
ystu hafa að félagsstofnun-
inni.
Þess er að vænta að opin-
berir aðilar taki vel undir það
framtak sem hér er á ferðinni
og greiði fyrir að fram-
kvæmdir megi hefjast.
Dagur á Akureyri fjallar
um húsnæðissamvinnufélög
í leiðara í síðustu viku og
segir“:
„Samvinnustarf hefur
löngum reynst vel sem eins
konar millistig milli ríkis-
reksturs og einkaframtaks,
þegar takast þarf á við meiri-
háttar verkefni, sem gjarnan
eru ofviða einstaklingum.
Oft og tíðum hefur einstak-
lingum tekist að leysa slík
verkefni með samvinnu sín á
mili og þekkt eru ýmis form
samvinnureksturs.
Byggingasamvinnufélög
hafa sannað gildi sitt svo um
munar á undangengnum
árum og haft mikil áhrif til
lækkunar íbúðaverðs. Nú er
nýtt samvinnuform í íbúða-
málum að ryðja sér til rúms
hér á landi, en það eru hús-
næðissamvinnufélög. Leigj-
endasamtökin beittu sér fyrir
stofnun eins slíks félags,
komin er fram þingsályktun-
artillaga á Alþingi um þetta
félagsform og nefna má að á
kjördæmisþingi framsókn-
armanna í Norðurlandskjör-
dæmi eystra fyrir skömmu
var rætt um húsnæðissam-
vinufélög sem lausn á ák-
veðnum vanda í húsnæðis-
málum landsmanna.
Svo virðist af þessu að ná
megi víðtækri pólitískri sam-
stöðu um framgang hús-
næðissamvinnufélaga, sem
þriðja kostsins í húsnæðis-
málum, auk séreigna- og
leiguhúsnæðis.
í greinargerð með þingsá-
lyktunartillögunnisegirm.a.:
„Húsnæðissamvinnufélög
eru almannasamtök sem hafa
forgöngu um byggingu eða
öflun íbúða sem félagsmenn
húsnæðissamvinnufélagsins
eiga að reka í sameiningu.
Húsnæðissamvinnufélög eru
öllum opin gegn greiðslu fé-
lagsgjalds og er þátttaka í
hverjum byggingaráfanga
háð stofnframlagi sem veitir
svonefndan búseturétt. Fjár-
hæð fyrir búseturéttinnn
ákveður stjórn félagsins
hverju sinni. Búseturéttur er
ótímabundinn. Hver bygg-
ingarhópur stofnar með sér
búseturéttarfélag sem sér um
rekstur íbúða félagsins.
Húsnæðissamvinnufélög
hafa það að markmiði að
gefa fólki kost á góðu og
öruggu húsnæði á viðráðan-
legum kjörum. Jafnframt er
hér um að ræða frjálst fram-
tak einstaklinga sem ekki
hlíta algjörlega forsjá einka-
fjármagns eða ríkisvalds. Að
vísu krefst þetta framtak
ákveðinnar fyrirgreiðslu á
lánamarkaði og þá að hluta
til frá hinu opinber. En fram-
takið hefur þó þann augljósa
kost að fjármagn til bygginga
á vegum húsnæðissamvinnu-
félags helst til frambúðar inn-
an félagslegs húsnæðiskerf-
is.“
í þingsályktunartillögunni
er rætt um að tryggður verði
lagalegur réttur húsnæðis-
samvinnufélaga, búseturétt-
ur verði lögbundinn og að
tryggð verði eðlileg fjár-
mögnun til húsnæðissam-
vinnufélaga. Þarna er gott
mál á ferðinni sem vonandi
verður hafið yfir pólitíska
þrætulist."
tandri skrifar .r■ - ■.■ . ggm
Dýrmæt ár og mikið
fé fara forgörðum
■ Sífellt fjölgar þeim sem stunda nám við Háskóla íslands,
enda hafa stjórnvöld opnað hverja leiðina á fætur annarri í
skólann. Nú' til dags þykir enginn maður með mönnum
nema sá hinn sami hafi lokið stúdentsprófí og að sjálfsögðu
vill þetta unga fólk fá að sprcyta sig i Háskólanum eða í
sambærilegum stofnunum. Hinsvegar virðist mikið skorta á
að undirbúningurinn í framhaldsskólum landsins sé nægur
enda gerist það æ algengara að þetta unga fólk valdi því ekki
að stunda Háskólanám - það hættir af þessum sökum í
Háskólanum og fer vonsvikið út í atvinnulífíð án nokurra
sérstakra réttinda. Þarna fara forgörðum nokkur dýrmæt ár
og mikið fé úr vösum skattborgaranna.
Það má með sanni segja að þetta unga fólk hafi verið biekkt,
af þeim sem stóðu fyrir því að opna skólakerfið og léfta það
um leið. Einhverjir gáfumenn, nýkomnirfrá námi í Skandinavíu,
fundu það út að gamla fyrirkomulagið sem dugað hafði í áravís
(og gefíst vel að mati Tandra) væri hvorttveggja: Óalandi og
óferjandi. Kerfinu var kollvarpað og sigti á borð við gamla
landsprófið var afnumið. Nú skyldi leiðin gerð létt og lipur
með ótal valkostum eins og það heitir á sérfræðingamáli. Þessi
kollhnís og þeir timburmenn sem eftir fylgdu hafa eyðilagt
framtíð margra annars ágætra ungmenna sem án efa hefðu
farið í iðngrein við hæfi svo dæmi sé tekið. En iðnnám og
skyldar greinar eiga ekki upp á pallborðið hjá þeim sem öllu
ráða í menntunarmálum þjóðarinnar - þeir sjá ekkert annað
nema nám í félagsvísindum og þvílíkum fræðum.
Er ekki tími til kominn að menn staldri við áður en
skólakerfið ungar út fleiri stúdentum - og Tandra liggur við
að segja: Fólki sem hefur ekki hæfileika eða getu til
háskólanáms? Væri ekki ráð að líta á það kerfi sem kastað var
út á hauga og íhuga hvort ætti að taka upp landsprófíð eða
ígildi þess? Um leiö ætti að hlúa enn betur aðiðnnámi
ýmisskonar. Islendingar - og líka þeir sem sitja í Menntamála-
ráðuneytinu og kennaraskólanum - verða t.d. að skilja það
í eitt skipti fyrír öll að landsmenn lifa á fiski og að það er
engum greiði gerður með því að senda sem flesta í
háskólanám. Menn ættu að minnast þess að atvinnuleysi er
farið að gera vart við sig meðal háskólafólks á sama tíma og
það bráðvantar hæft fólk til að starfa í fiskiönaði. Tækni-
menntun hefur verið látin sitja á hakanum en þar og í
fiskiönaði liggur framtíð landsmanna. Af félagsfræðingum og
lögfræðingum höfum við kappnóg.
Auðvitað á framhaldsskólinn að vera erfiður, og þess ber
að gæta að aðeins bestu nemendurnir nái stúdentsprófi.
Háskólanám er cnginn leikur og því fyrr sem fólki er gerð
grein fyrir þeirri staðreynd því betra. Við megum ekki gera
framhaldsskólana þannig úr garði að t.d. Háskóli íslands sjái
sig tilneyddan til að setja ströng inntökuskilyrði eða lágmarks-
einkunn til að sporna við fólki með litla eða enga hæfileika til
náms í þeim fræðum sem kennd eru við háskóla.