Tíminn - 29.11.1983, Page 10
ÍO_______
menningarmál
ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1983
Skemmtilegar endurminningar
■ Jóhannes R. Snorrason flugstjóri:
Skrifað í skýin. Minningar II.
Snæljós sf. Garðabæ 1983.
342 bls.
Haustið 1981 sendi Jóhannes R.
Snorrason flugstjóri frá sér fyrsta bindi
endurminninga sinna, Skrifað í skýin. Sú
bók hlaut afbragðsgóðar viðtökur, enda
bæði fróðleg og skemmtileg. Nú hefur
Jóhannes skrifað og gefið út annað bindi
endurminninganna og verður ekki séð
að það gefi hinu fyrra neitt eftir sem
skemmtileg og fróðleg bók.
Annað bindið hefst þar í starfssögu
höfundarins sem hinu fyrra lauk og nær
allt framundir það að Flugfélag íslands
keypti sína fyrstu þotu, eða nánar tiltek-
ið fram á síðari hluta sjöunda áratugar-
ins. Hér er þó ekki um samfellda sögu
að ræða, það væri efni í miklu stærri bók,
heldur minningar úr löngu starfi, þar
sem stiklað er á stóru, án þess þó að
nokkrum verulegum þætti flugsögu
tímabilsins sé sleppt, að því er best
verður séð.
Höfundur fjallar fyrst um sjóflugið.
Það heyrir nú sögunni til og þeir íslend-
ingar, sem nú eru um tvítugt og yngri
munu fæstir hafa séð fjóflugvélar á
íslandi, svo undarlegt sem það kann að
virðast frá sjónarhóli hinna, sem eru
aðeins litlu eldri. í bókinni kemur vel
fram, hve erfitt og áhættusamt sjóflugið
var oft á tíðum, en jafnframt hve
gagnlegt það var og hve mjög það orkaði
tvímælis er það var lagt niður.
Þessu næst segir frá vexti flugflota
Flugfélagsins á árunum fyrir 1950, sagt
er frá Eyjafluginu, frá flugi í sambandi
við Heklugosið 1947 og frá millilanda-
fluginu á skrúfuvélum, allt frá stríðslok-
um og fram um og yfir miðjan sjöunda
áratuginn. 1 bókarlok er svo ýtarlegur
kafli um Grænlandsflugið.
Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru
í efni bókarinnar, en þó getið helstu
efnisþátta. í upphafi þessa pistils sagði,
■ Jóhannes R. Snorrason.
að bókin væri bæði skemmtileg og
fróðleg. Það skal nú skýrt nánar.
Bókin er skemmtileg af tveim or-
sökum: Hún fjallar um skemmtilegt efni
og höfundurinn segir frá því á skemmti-
legan hátt. Jóhannes R. Snorrason er
ágætlega ritfær maður og sögumaður í
besta skilningi þess orðs. Hann kann
mikið af sögum og frásögnum, hefur
greinilega gaman af að rifja þær upp og
segja frá og gerir það með þeim hætti að
menn, atburðir og aðstæður standa les-
andanum Ijóslifandi fyrir hugskotssjón-
um. Hann segir frá fjölmörgum eftir-
minnilegum flugferðum og lýsir þeim
svo að jafnvel þeir, sem ekki hafa
hundsvit á flugvélum og flugi megi vel
skilja hvað um var að vera. Hann hefur
næmt skopskyn og gerir skemmtilegt en
græskulaust grín að bæði sjálfum sér og
samferðamönnum. Margir sérkennilegir
og fyndnir karakterar eru nefndir til
sögu, sumir þjóðkunnir, en aðrir lítt
þekktir og jafnvel gleymdir öðrum en
örfáum mönnum. Þar má nefna t.d.
Höyer flugvallarstjóra á Melgerðismel-
um, sem næsta fáir munu nú minnast, en
var óborganlegur karakter. Lýsingin af
honum og starfi hanser ein hin skemmti-
legasta í allri bókinni. Loks ber þess að
geta, að tilfinning höfundar fyrir nátturu
og dýralífi er einkar næm eins og gleggst
kemur fram í þáttunum um Grænlands-
flugið.
Fróðleg er þessi bók vegna þess, að
hér er rifjaður upp mikilvægur þáttur
íslenskrar atvinnu- og samgöngusögu,
Togarasaga Magnús Runólfssonar
skipstjóra. Guðjón Friðríksson skráði.
Öm og Örlygur 1983
186 bls.
Magnús Runólfsson skipstjóri er einn
þeirra fjölmörgu samferðamanna, sem
lifað hafa viðburðaríku lífi og kunna frá
mörgu að segja.Hann fæddist í vestur-
bænum í Reykjavík árið 1905 og ólst þar
upp, varð togarasjómaður 15 ára gamall
og var á togurum í um þrjá áratugi og
síðan lengi hafnsögumaður í Reykjavík.
f þessari bók segir Magnús sögu sína,
en Guðjón Friðriksson blaðamaðurfærir
í letur. Hér segir fyrst gjörla frá vestasta
hluta vesturbæjarins á uppvaxtarárum
höfundar og síðan frá langri sjómanns-
ævi, lengst af á gömlu gufutogurunum,
en Magnús var skipstjóri hjá allmörgum
félögum og þó einna lengst hjá Kveld-
úlfi. Um skeið var hann einnig skipstjóri
á breskum togurum, fór með ítölum til
veiða við Grænland o.fl. Þá segir einnig
þáttur sem oftast er fjallað um í hálfgerð-
um kúrekastíl. Vitaskuld hefur löngum
hvílt ævintýrablær yfir frásögnum af
fyrstu árum og áratugum flugs á íslandi
og kemur sjálfsagt til með að gera lengi
enn. Sá blær hverfur ekki í frásögninni í
þessari bók, en hann ber frásögnina af
staðreyndum aldrei ofurliði og verður
þess vegna skemmtilegt krydd fremur en
ríkjandi máti.
í þessari og fyrri bók Jóhannesar er að
finna mikinn fróðleik um sögu flugsins á
íslandi. Sú saga er nú óðum að gleymast
og senn mun þeim, sem muna hana fara
fækkandi. Hvernig háttað er varðveislu
skjallegra gagna um flugsöguna veit ég
gjörla af siglingum til Bretlands á stríðs-
árunum og í bókarlok rifjar höfundur
upp nokkrar minningar frá hafnsöguár-
unum.
Öll er frásögn Magnúsar fróðleg og
skemmtileg, en helsti gallinn þykir mér
vera sá, að skrásetjarinn lætur hann of
oft komast upp með að hlaupa frá
sögunni nánast í miðjum klíðum. Ég er
þess fullviss, að Magnús hefði kunnað að
segja meira og ýtarlegar frá ýmsu því
sem nánast er tæpt á í bókinni. Ég hefði
til að mynda kosið að fá mun ýtarlegri
frásögn af veiðum Magnúsar með Bret-
um hér við land.
Hinu er þó atls ekki að leyna, að frá
mörgu er sagt vel og ýtarlega og hefur
bókin þar mikið heimildagildi. Þar ber
fyrst og fremst að nefna frásögnina af
vesturbænum og fólkinu sem höfundur
kynntist þar á uppvaxtarárum sínum og
ekki síður ýtarlega umfjöllun um vinnu-
brögð, aðbúnað, veiðar og mið togar-
anna um það bil sem Magnús hóf
sjómennskuferil sinn. Þá kemur einnig
eitt og annað athyglisvert fram í bókinni,
sem ýmsir munu hafa kosið að ekki færi
hátt á sínum tíma. Athyglisverðust er
þó frásögnin af veiðum í landhelgi og
hvernig bæði breskir og íslenskir skip-
stjórar stunduðu þær veiðar kerfisbund-
ið og höfðu samvinnu um það sín á milli
að varast íslensku varðskipin.
Af þessum málum er mikil saga og því
ber að fagna öllum heimildum, sem
framkoma um hana. Miklar deilur stóðu
á sínum tíma um þessi mál og þeir voru
tii, sem völdu þeim íslenskum ráða-
mönnum, sem reyndu að koma fram
lögum, ýmis viðurnefni og ekki öll
falleg. Af frásögn Magnúsar og ýmissa
annarra, sem nýlega hafa sent frá sér
endurminningar, er ekki annað að sjá,
en að menn á borð við Jónas Jónsson
hafi haft fullkomlega rétt fyrir sér er þeir
reyndu að koma lögum yfir landhelgis:
brjótana á sínum tíma.
ekki, en það væri þá undarleg tilviljun
og óíslensk ef þau væru öll geymd á
vísum stað. Þess vegna ættu þessar
bækur að hvetja til þess, að nú yrði sem
bráðast safnað saman öllum heimildum
um sögu flugsins, munnlegum og rituð-
um. Þær munu reynast mikilvægar þegar
sú saga verður skráð á fræðilegan hátt og
þess getur ekki orðið langt að bíða.
Allur frágangur og útlit bókarinnar er
með ágætum og hún er prýdd mörgum
skemmtilegum myndum, sem sumar
hafa mikið heimildagildi. Ber þar ekki
síst að nefna litmyndirnar frá Grænlandi.
Jón Þ. Þór.
Eins og oft vill verða þegar skrásetjari
og sögumaður vinna vel saman verður
erfitt að greina, hvað er frá hvorum. Það
skiptir þó ekki meginmáli, bókin er
fróðleg og skemmtileg þótt undirritaður
hefði óneitanlega kosið að fá meira að
heyra.
Frá hendi útgáfunnar er bókin vel
unnin að öllu leyti og frágangur smekk-
legur.
Jón Þ. Þór
PlilSl.ON lll*
BÍLAPERUR
ÓDÝR GÆÐAVARA FRÁ
MIKiÐ ÚRVAL
ALLAR STÆRÐIR
VIÐ HÖNNUM, TÖLVUSETJUM OG PRENTUM
SKYRSLU- OG REIKNINGSEYÐUBLOÐ FYRIR TOLVUR. •
TOLVUPAPPIR A LAGER.
NÝ, FULLKOMIN LEISER-LJOSSETNINGARVEL
OG PRENTVELASAMSTÆÐA.
REYNIÐ VIÐSKIPTIN.
•
e
e
PRENTSMIDJAN
Smidjuvegi 3, 200 Kópavogur, simi 45000
Vönduð teppi í úrvali
100%
ullarteppi
Lengi má
prýöa
fallegt heimili
100% gerviefni
Blanda af
ull og acril
KOMID
OG SKODIÐ
SÍÐUMÚLA 31 - REYKJAVÍK - SÍMI 84850
SJÓN ER
SÖGU RÍKARI
Hressileg sjóarasaga