Tíminn - 29.11.1983, Qupperneq 13

Tíminn - 29.11.1983, Qupperneq 13
ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1983 17 r Nýja stjórnin / stjóm kjördœmissambandsins voru kjörin: Formaður Guðni Ágústsson Selfossi Varaform. Böðvar Bragason Hvolsvelli Aðrir ístjórn: HjörturPórarinss. Selfossi GuðmundurElíass. Pétursey, V.Skaft. Jóhann Björnsson Vestmannaeyjum Snorri Þorvaldsson Akurey, Rang. María Hauksdóttir Geirakoti, Árn. í miðstjórn Framsóknarflokksins voru kjörin: Andrés Sigmundss. Vestmannaeyjum Sólrún Ólafsdóttir Kirkjub.klausri Böðvar Bragason Hvolsvelli Oddný Garðarsd. Vestmannaeyjum Einar Þorsteinsson, Sólheimahjál. V-Skaft. Guðm. Kr. Jónss. Selfossi Hrafnkell Karlsson, Hrauni, Ölfusi, Árnessýslu Ásdís Ágústsdóttir Selfossi J Fyrst og f remst verd- ur að hugsa um hina tekjulægstu ■ Kjördæmisþing framsóknarmanna í Sudurlandskjördæmi 1983 styður þá ákvörðun Framsóknarflokksins að hafa forystu um myndun núverandi ríkisstjórnar, eftir að viðræður stjórn- málaflokkanna höfðu leitt í Ijós, að ekki var unnt á annan hátt að mynda ríkisstjórn til að ráða við þann vanda sem við var að glíma. Fráfarandi rikisstjórn hafði ekki tekist að ná samstöðu um nauðsynlegar ráðstafanir vegna minnkandi þjóðartekna, enda hafði hún ekki nægan stuðning á Alþingi til að koma málum þar fram. Ríkisstjórninni hefur tekist að halda fuilri atvinnu og draga mjög úr við- skiptahalla. Markmiðið að koma verð- bólgunni niður fyrri 30% hefur nú náðst og vextir fara ört lækkandi. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að auka ekki við erlendar lántökur, sem hlytu að leiða til versnandi lífskjara, jafnframt miklum samdrætti þjóðar- ■ Inga Þyrí Kjartansdóttir. tekna, krefjast mikils aðhalds í þjóðar- búskapnum. Brýnt er þó að það bitni ekki á þeirri félagslegu þjónustu, sem Framsóknarflokkurinn hefur haft for- ystu um að byggja upp á liðnum áratugum. Leggja verður höfuð áherslu á, að í kjarasamningum aðila vinnumarkaðarins verði fyrst og fremst hugsað um hagsmuni hinna tekju- lægstu. Skattalagabreytingar þurfa að miðast við að skattlagning valdi ekki misrétti í þjóðfélaginu. Til þess að varanlegar kjarabætur fáist á næstu árum, verður að halda áfram að styrkja stöðu atvinnuveganna, en atvinnulífið hlýtur að byggjast á atorku og framtaki einstaklinganna, sem beita samtaka- mætti samvinnufélaganna á þeim sviðum, þar sem það er unnt. Samdrætti í sjávarafla verður að mæta með betri nýtingu og verðmætari framleiðslu. Markaðserfiðleikar Iandbúnaðarins kalla á aukna fjölbreytni og eflingu þeirra búgreina sem geta keppt á erlendum markaði, en aðrar miðist við innanlands þarfir. Mikilvægt er að tekist hefur að fá hækkun á raforkuverði til íslenska álfélagsins og verður að leggja^herslu á, að áframhaldandi viðræður leiði til hagstæðari samninga, þannig að það leiði til lækkunar á almennu raforku- verði. Áfram verður að vinna að jöfnun orkukostnaðar í landinu. Kjördæmisþingið hvetur þjóðina til að styðja framsóknarflokkinn í því forystuhlutverki, sem á honum hvílir nú, að leiða þjóðina á farsælan hátt fram úr þeim erfiðleikum sem aðstæð- ur hafa skapað og sækja á ný fram til batnandi lífskjara og betra mannlífs. (Stjómmálaályktun) < Nýir vinir ' C ~jgí]2S- *> táiwFgcfaay £ Heillagleraugun < * í „Allt í lagi“ bækurnar í þýðingu Andrésar Indrlðasonar Bókaútgáfan Örn og Örlygur hefur gefið út fjórar nýjar „Allt í lagi“ bækur en fyrir þremur árum gaf útgáfan út nokkrar slíkar sem seldust samstundis upp. „Allt í lagi“ bækurnar eru skrifaðar af hlýju og prýddar gullfallegum litmyndum. Þær eru samdar með það í huga að gefa börnum á fyrstu aldursárunum einfaldar, uppörvandi skýring- ar á ýmsu sem þau kunna að óttast eða sætta sig ekki við. Hver bók endar vel enda er tilgangurinn að sýna fram á að það sé ekki allt sem sýnist, það sé í rauninni allt í lagi. Þetta eru sem sé bækúr til þess að kveða niður kvíða og ótta og hafa höfundarnir, Jane Carruth, sem samdi textann, og Tony Hutchings sem teiknaði myndirnar leyst verk sitt vel af hendi. Andrés Indriðason þýddi textann. Bækurnar sem nú koma út heita: Á spítala, Heillagleraugun, Nýir vinir, Tann- læknirinn er góður. Filmusetning og umbrot var unnið hjá Svansprent en prentun og band á Ítalíu.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.