Tíminn - 29.11.1983, Síða 17

Tíminn - 29.11.1983, Síða 17
andlát Elín Þórðardóttir, Sandvík, Eyrar- bakka, andaðist að morgni 25. nóvember á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, Kópa- vogi. Gunnar Gunnarsson, Skipasundi 11, lést þann 23. nóvember sl. Sigmundur Jónsson, Furugerði 1, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum 15. nóvember sl. jarðarförin hefur farið fram. Kristján B. Kristófersson, bifvélavirki, Grundartanga 28, Mosfellssveit, áður til heimilis að Bakkaseli v/Vatnsenda, andaðist 20. nóvember sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. 70 ára afmæli. Sjötugur er í dag, 29. nóvem- ber, Gunnar Friðriksson, framkvæmdastjóri, Hjarðarhaga 31. Gunnar Friðriksson er löngu þjóðkunnur maður fyrir störf sín að félagsmálum. Hann var meðal annars forseti Slysavarnafélags íslands í tuttugu og tvö ár, frá 1960 - 1982. Eiginkona Gunnars er Unnur Halldórsdóttir. Þau eru stödd erlendis á Hotel Reichshof, Kirchenallee 34, Hamborg. sundstadir Reykjavík: Sundhöllin, Laugardalslaugin og Sundlaug Vesturbæjar eru opnar frá kl. 7.20-20.30. (Sundhöllin þó lokuð á milli kl.13-15.45). Laugardaga kl. 7.20-17.30. Sunnudaga kl. 8-17.30. Kvennatímar í Sundhöllinni á fimmtudagskvöldum kl. ,21-22. Gufuböð i Vestubæjarlaug og Laugar- dalslaug. Opnunarlíma skipt milli kvenna og karla. Uppl. í Vesturbæjarlaug i síma 15004, í Laugardalslaug í síma 34039. Kópavogur: Sundlaugin er opin virka daga kl. 7-9 og 14.30 til 20, á laugardögum kl. 8-19 og á sunnudögum kl. 9-13. Miðasölu lýkur klst. fyrir lokun. Kvennatímar þriðjudaga og miðvikudaga. Hafnarfjörður: Sundhöllin er opin á virkum dögum kl. 7-8.30 og kl. 17.15-19.15 á laugardögum 9-16.15 og á sunnudögum kl. 9-12. Varmárlaug I Mosfellssveit er opin mánud. til föstud. kl. 7-8 og kl. 17-18.30. Kvennatími á þriðjud. og fimmtud. kl. 19-21.30. Karlatím- ar á miðvikud. kl. 19-21.30. Laugardaga opið kl. 14-18, sunnudaga kl. 10-12.30. Sauna, kvennatímar á þriðjud. og fimmtud. kl.' 17-21.30, karlatímar miðvd. kl. 17-21.30 og laugard. ki. 14.30-18. Almennir saunatímar í baðfötum sunnud. kl. 10.30-12.30. Sundlaug Breiðholts er opin alla virka daga frá kl. 7.20-9 og 17-20.30. Sunnudaga kl.8-13.30. áætlun akraborgar Frá Akranesi Kl. 8.30 kl. 11.30 kl. 14.30 kl. 17.30 I april og sunnudögum. Frá Reykjavík Kl. 10.00 kl. 13.00 kl. 16.00 kl. 19.00 kvöldferðir á október verða — I maí, júní og september verða kvöldferðir á föstudögum og sunnu- dögum. - I júlí og ágúst verða kvöldferðir alla daga nema laugardaga. Kvöldferðir eru frá Akranesi kl. 20.30 og frá Reykjavik kl. 22.00. Afgreiðsla Akranesi simi 2275. Skrifstof- an Akranesi sími 1095. Afgreiðsla Reykajvík, simi 16050. Sim- svari í Rvik, sími 16420. FÍKNIEFNI - Lögreglan í Reykjavík, mót- taka upplýsinga, sími 14377 tímarit NÁMSKEIÐ 17.NÓV. N.K.-TÆKNIOBflABÖK- SÁK-BLflÐINU OREIFT UÁI LANö ftLLT! ■ KVIKMYNDIN ÁFALLifl Í NÆRMYNO- « BLAO UM KViKMYNDACERO v A FiLYIUR OC MVMDBÖND V SAK-blað 4. tbl. 6. árg., er komið út, en það eru Samtök áhugamanna um kvikmyndagerð, sem gefa það út. Þar er að finna nýjan þátt, sem hlotið hefur heitið í nærmynd. Þar verður fjallað um kvikmyndagerð áhuga- manna og afrakstur þeirra. I þetta skiptið er það myndin Áfallið, sem tekin er til um- fjöllunar, en hún hlaut gullverðlaun í flokki 16 ára og eldri á norrænu hátíðinni síðastliðið sumar. Þá er greint frá vetrardagskrá samtak- anna og afmælishátíð, en þau urðu 5 ára í haust. Sagt er frá Sonykynningu, sem haldin var í okt. sl. Vídóhornið er á sínum stað. Fleira efni er í blaðinu, en ritstjóri þess er Brynjar Ragnarsson. Sjómannablaðið Víkingur Áttunda tölubl..,’83 af Sjómannablaðinu Víkingi hefur borist Tímanum. Blaðið er rúml. 70. bls. og fjölbreytt að efni. Ingólfur Stefánsson skrifar forustugrein: Hverjum er ofaukið? Sagt er frá afmæli Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Öldunnar, sem varð 90 ára 7.okt sl. og er elsta stéttarfélagið hér á landi. Barður Jakobsson skrifar minningar- grein um Guðmund H. Oddsson, og rifjar aðallega upp þátt Guðmundar að stofnun Víkings. Einnig er viðtal við Laufeyju Hall- dórsdóttur, ekkju Guðmundar H. Oddsson- ar, en viðtalið nefnist „Þeir vildu stofna sterkt samband félaganna". Viðtal er í blað- inu við gamlan Öldufélaga, Guðjón Péturs- son, sem nú er 81 árs, og viðtal við Gunnar Gunnarsson í Ólafsvík, Skólastjórafundur nefnist frásögn Guðjóns Á. Eyjólfssonar, skólastjóra Stýrimannaskólans, en hann segir frá fundi forsvarsmanna stýrimannaskóla á Norðurlöndum, sem haldinn var hér á landi í haust. Guðjón skrifar líka grein umTölvuratsjána ARPA. Margar fleiri greinar eru í blaðinu, smásaga. matarupp- skriftir „Við kabyssu", félagsfréttir og létt efni. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Elísabet Þorgeirsdóttir, auglýsingastjóri Kristín Ein- arsdóttir og útbreiöslustjóri G. Margrét Ósk- arsdóttir. Forsíðumyndina tók Valur R. Jóhannsson um borð í togaranum Svalbak EA 302. Freyr — Búnaðarblað Nýr Freyr nr. 22, nóv. 1983 og 79. árg. er komið út. Á forsíðu er mynd frá byggða- hverfinu á Lágafelli, og ritstjórnargrein er um stofnun byggðahverfa á vegum Landnáms ríkisins í tilefni af forsíðumyndinni. Er Island grasræktarland? segir í grein eftir Bjarna E. Guðleifsson Eiðgskóli hundrað ára. Guðmundui Jónsson, fyrrv. skólástjóri rekur sögu búnaðarskólans á Eiðum, en Eiðaskóli varð alþýðuskóli 1919 og fyrsti skólastjóri hins nýja skóla var Ásmundur Guðmundsson, síðar biskup. Margar greinar eru um búnaðarmál, svo sem: Eyjafjörður verði skógræktarhérað, nokkur atriði um vanhöld lamba, Loftslagið og hagfræði áburðarins, Fundur kartöflubænda á Hellu, o.fl. Ýmsar fréttir eru líka frá Framleiðslu- ráði landbúnaðarins og sagt frá fundi þess 28. október sl. Útgefendur Freys er Búnaðarfé- lag íslands og Stéttarsamband bænda. Tímarits Máls og menningar Út er komið 5. hefti Tímarits Máls og menningar með fjölbreyttu bókmenntaefni. í tilefni af sjötugafmæli Líneyjar Jóhannes- dóttur, er birt smásagan „Olaánsmerki" eftir hana og einnig bréf til hennar frá Þorgeiri Þorgeirssyni. Önnur smá- saga er i heltinu eftir íranska rithöfundinn Samad Behrangi, myndskreytt af óþekktum listamanni sem einnig skreytir forsíðu ritsins. Guðbergur Bergsson skrifar grein um þýð- ingar og á líka tvö Ijóð í heftinu. Njörður P. Njarðvík fjallar um sænska rithöfundinn P C Jersild í greininni „Þegar framtíðin er liðin hjá“. Ástráður Eysteinsson á greinina „Að gefa í boðhætti" og athugar módernismá og kvennapólitík i nýjustu bók Svövu Jakobsdóttur. Hermann Pálsson skrifar um „Draumvísu í Sturlungu" og Keld Jörgensen fjallar um einstakling og sögu í Fótbolta- englinum eftir Hans-Jörgen Nielsen sem er komin út á íslensku. Birtur er formáli Vladimirs Nabokov að ritgerðasafni hans, „Góðir lesendur og góðir höfundar. „Er húmanisni femínismi?“ Fjöldi Ijóða er í heftinu að venju, eftir Þórarin Eldjárn, Ingibjörgu Haraídsdóttur, Guðna Má Henn- igsson, Magnús Skúlason, Gyrði Elíasson og Guðberg Bergsson eins og áður gat. Ritdóm- ar eru í heftinu eftir Eyjólf Kjalar Emilsson, Helga Grímsson, Halldór Bjöm Runólfsson og Véstein Ólason. Tímarit Máls og menningar er 112 bls. og því fylgir efnisyfirlit árgangsins. Það er unnið í Prentsmiðjunni Odda hf. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð og hlýhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar og tengdafööur Aifreðs G. Sæmundssonar Þóra Stefánsdóttir, Sæmundur Alfreðsson, Erna J. Arnþórsdóttir Unnur St. Alfreösdóttir, Þorgeir Jónsson, Helga Alfreðsdóttir, Björk Alfreðsdóttir, Stefán Alfreðsson. Maðurinn mi'nn, Jón Albertsson, Háholti 27, Akranesi, lést sunnudaginn 20. nóvember. Jaröaförin hefur fariö fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þakka sýnda samúö. Elínborg Sigurdórsdóttir. 21 flokksstarf Akranes Fulltrúar í skólanefnd grunn- skóla Ingibjörg Pálmadóttir og Halldór Jóhannsson veröa til viðtals og taka viö ábendingum um skólamál í Framsóknar húsinuSunnubraut21, þriöjudaginn 29. nóv. kl. 20.30-22t Kjördæmisþing Framsóknarmanna í Vesturlandskjördæmi verður haldið í Hótel Borgarnesi laugardaginn 3. des. og hefst þingið kl. 10 fh. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. 3. Steingrímur Hermannsson forsætisráöherra flytur ávarp. 4. Haukur Ingibergsson ræöir flokksstarfið. 5. Inga Þyri Kjartansdóttir flytur ávarp. Stjórnin. Húnvetningar - Skagfirðingar FUF A.-Hún. heldur framsóknarvist í Húnaveri fimmtudaginn 1 des kl. 21. Stjórnandi: Sigmar Jónsson Blönduósi Góð verðlaun. Gerum okkur dagamun 1. des. og fjölmennum í Húnaver. Stjórnin. Basar - Flóamarkaður - Hlutavelta Félag framsóknarkvenna í Reykjavík heldur sinn árlega basar laugardaginn 3. des. kl. 14 að Rauðarárstíg 18 kjallara. Við minnum á hiö víöfræga laufabrauð framsóknarkvenna og gómsætar jólakökur. Þá seljum viö rúmföt, jóladúka, prjónavörur og margt margt fleira. Einnig verður hlutavelta og flóamarkaður. Heitt kaffi á könnunni. Eitthvaö fyrir alla smáa sem stóra. Verið velkomin. Stjórnin Framsoknarkonur - Framsóknarmenn Eigið þið ekki fatnað eða muni sem þið gefið okkur á flóamarkað? Einnig eru allar kökur vel þegnar svo og annað sem þið getið látið af hendi rakna. Tekið á móti munum alla daga fram að basar í félagsherberginu að Rauðarárstíg 18 Félag framsóknarkvenna i Reykjavík Borgarnes Félagsvist verður spiluð föstudaginn 2. des. í samkomuhúsi Borgar- ness. Þetta verður 2. kvöldið í þriggja kvöldakeppni. Framsóknarfélagið. Auglýsing frá Launasjóði rithöfunda Hér með eru auglýst til umsóknar starfslaun fyrir árið 1984 úr Launasjóði rithöfunda samkvæmt lögum nr. 29/1975 og reglugerð gefinni út af menntamálaráðuneytinu 19. október 1979. Rétt til greiðslu úr sjóðnum hafa íslenskir rithöfundar og höfundar fræðirita. Heimilt er og að greiða laun úr sjóðnum fyrir þýðingar á íslensku. Starfslaun eru veitt í samræmi við byrjunarlaun mennta- skólakennara skemmst til tveggja og lengst til níu mánaða í senn. Höfundur sem sækir um og hlýtur starfslaun í þrjá mánuði eða lengur skuldbindur sig til að gegna ekki fastlaunuðu starfi meðan hann nýtur starfslauna. Slík kvöð fylgir ekki tveggja mánaða startsiaunum, enaa skulu þau einvörðungu veitt vegna verka sem birst hafa næsta almanaksár á undan. Skrá um birt ritverk höfundar og verk sem hann vinnur nú að skal fylgja umsókninni. Umsóknum ber að skila á sérstökum eyöublöðum sem fást í menntamálaráðuneytinu. Mikilvægt er að spurningum á eyðublaðinu sé svarað og verður farið með svörin sem trúnaöarmál. Umsóknirskulu sendar fyrir31. desember 1983 til menntaamálaráðu- neytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavík. Reykjavík, 25. nóvember 1983 Stjórn Launasjóðs rithöfunda

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.