Tíminn - 29.11.1983, Síða 18

Tíminn - 29.11.1983, Síða 18
22 ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1983 bækur ANDRÉS INDRIDASON Á Fjórtán...bráðum fimmtán unglingasaga eftir Andrés Indriðason. Fjórtán... bráðurh fimmtán heitir unglinga- saga eftir Andrés Indriðason sem komin er út hjá Máli og menningu. Hún er sjálfstætt framhald sögunnar Viltu byrja meö mér sem kom út í fyrra. Söguhetjan er Elías sem býr í Breiðholtinu, fjórtán ára - bráðum fimmtán, og sagan gcrist sumarið áður en hann byrjar Í9. bekk. Pað verður viðburðaríkt sumar og skiplasl a skúrn ng *! in. Paö besta sem gerist er að hann kynmsi Evu, aðal hlaupaspírunni á landinu. eins og Lási bróðir hans segir, fallegri stelpu af Akranesi. Hún er líka góður félagi þegar reynir á. Fjórtán... bráðum fimmtán er 177 bls., prýdd mörgum myndum eftir Önnu Cynthiu Leplar. Hún er að öllu leyti unnin í Prentsmiðjunni Hólum hf. Bói og Bína á töfrateppinu Bói og Bína á töfrateppinu barnabok með nýju sniði Sumar bækur sameina leik og lestur. Ein slík bók: BÓI OG BÍNA Á TOFRATEPP- INU eftir Richard Fowler í þýðingu Fríðu Björnsdóttur. Framan á bókinni er plastvasi og í honum sitja þau Bói og Bíona á töfrateppoinu tilbúin til að fljúga á teppinu fram og aftur um bókina með aðstoð lesand- ans. Bókin Bói og Bína á töfrateppinu er í stóru broti og öll litprentuð. Á hverri síðu er rifa fyrir töfrateppið og þegar barnið stingur teppinu gegnum rifuna birtast því nýir og nýir ævintýraheimar. Setning og filmuvinna var unnin hjá Prent- stofu G. Benediktssonar. Þorkell Sigurðsson sá um stafateikningu, en prentuun og band var gert í Singapore. Sunnlendingar Fólksbílahjólbarðar ★ Vörubílahjólbarðar ★ Dráttarvélahjólbarðar ★ Heyvagnahjólbarðar ★ Heyvinnuélahjólbarðar ★ Jeppahjólbarðar og felgur Greiðslukjör Gerið verðsamanburð HJOLBARDACXVERKSTÆDI Björns Jóhannssonar Lyngási 5 — Sími 5960 Breiðfirðinga- heimilið h.f. Hér með boðar skilanefnd Breiðfirðingaheim- ilisins h.f. til hluthafafundar fimmtudaginn 8. desember n.k. kl. 20.30 að Hótel Esju, 2. hæð, þar sem skýrsla skilanefndar og frumvarp um úthlutunarskrá verður lagt fram til samþykktar. Skilanefnd Breiðfirðingaheimilisins h.f Vilborgarsjóður Þeir sóknarfélagar sem eiga rétt á styrk úr Vilborgarsjóði eru beðnir að hafa samband við skrifstofuna fyrir 20. des. n.k. Starfsmannafélagið Sókn. Vík milli vina eftir Ólaf Hauk Út er komin hjá Máli og menningu skáldsag- an Vík milli vina eftir Ólaf Hauk Símonar- son. Ólafur hefur áöur sent frá sér þrjár skáldsögur, smásögur og Ijóð. Sagan segir frá hópi fólks sem komið er á fertugsaldur en hefur haldið saman síðan í menntaskóla og sumir lengur. Flest voru þau líka við nám í Kaupmannahöfn á baráttuárunum eftir 1968 þegar átti að breyta hciminum. Nú eru þau ár liðin og hvað er orðið um allt sem þau tníðu á og ætluöu að gera'.’ Vinirnir gömlu leita ekki svaranna saman lengur heldur leitar hver fyrir sig í örvæntingu. Einhverjir eru dæmdir til að verða undir í þeim leik. Sögumaðurinn er einn úr hópnum og verður ekki einhlítt hvað eru veruleiki og hvað skáldskapur hans. Bókin er 210 bls. Kápu- mynd gerði Hilmar Þ. Hclgason. Bókin er að öllu leyti unnin í Prentsmiðjunni Hólum hf. JAKOBÍNA . NIG U RÐ A R DOTTIR Kvæði Jakobínu í annarri út- gáfu Út er komin hjá Máli og menningu í annarri útgáfu .ljóðabók Jakobínu Sigurðardóttur, Kvæði. Hún kom áður út árið 1960 en hefur lengi verið ófáanleg. Jakobína er þekktari sem skáldsagnahöfundur er Ijóðskáld, en mörg kvæða hennar hafa orðið vel kunn, einkum baráttukvæðin. Þessi nýja útgáfa er aukin ljóðum sem Jakobína hefur ort síðan Kvæði komu út, sum hafa birst á prenti, önnur ekki. Meðal þeirra eru bæði baráttu- kvæði og mörgpersónuleg ljóö. Bókin er 154 bls. að stærð, unnin í Prentsmiðjunni Hólum hf. Jón Reykdal hannaði útlit og gerði kápu. JOHANNES R. SNORRASON >. FLUGSTJÓRI Skrifað í skýin önnur minningabok Jóhannesar R. Snorrasonar Bókin skrifað í skýin, önnur minningabók Jóhannesar R. Snorrasonar fyrrv. yfirflug- sjóra, er komin út og hefir verið dreift í bókaverslanir. Fyrri bókin, sem Jóhannes ritaði einnig sjálfur, kom út árið 1981 og var með söluhæstu bókum það ár. Þessi nýja bók ber sama heiti og fyrri bókin, Skrifað í skýin og tekur efni hennar við þar sem frá var horfið í fyrri bókinni árið 1946, en lýkur í upphafi sjöunda áratugarins. Það gætir margra grasa í þessari bók. Hún hefst með stuttu ágripi úr flugsögunni. Síðan eru rifjuð upp frumbýlingsár millilandaflugs íslendinga og ævintýralegar flugferðir í Skymasterflugvélum á fyrsta áratug. milli- landaflugsins með innflytjendur frá Miðjarð- arhafslöndum til Suður-Ameríku. Þá er greint frá upphafi Heklugossins árið 1947 og fyrsta fluginu til gosstöðvanna, samferð með eftirminnilegum mönnum, þ.á.m. störsöngv- aranum Jussa Björling og Jóhannesi Kjarval listmálara. Sagðar eru spaugilegar sögur af flutningi ýmissa dýrategunda í farþegaflugvélunum fyrr á árum og atviki þegar farþegi tók völdin í annarri Viscountflugvél Flugfélagsins. Að lokum er greint frá lendingu á hafísn- um, næstum miðja vegu milli íslands og Grænlands, fyrstu kynnum ■ af Austur- Grænlandi og flugi Katalinaflugbátanna á þær slóðir, svo nokkuð sé nefnt. Bókin er 342 blaðsíður, kaflaheiti 36 og prýdd 119 myndum, þ.á.m. mörgum fögrum litmyndum frá Grænlandi. Prentsmiðjan Oddi h.f. annaðist setningu, prentun og bókband. Auglýsingastofa Gísla B. Björnssonar gerði bókarkápu og Snæljós s.f., Garðabæ gefur bókina út. 40. Morgan Kane - bókin ■ Út er komin íO. bókin í bókaflokknum um Morgan Kane og heitir hún „HARÐARI EN STÁL". Fréttin flaug um allan heim eins hratt og unnt var að senda hana: Stærsta demants- náma í heimi hafði fundist í USA. Demantar lækkuðu í verði, það hrikti í stoðum fjár- málaheimsins og evrópskir bankastjórar flýttu sér til Kaliforníu. Svo fannst US Marshal myrtur í húsasundi í San Framcisco - hann var með dcmant í jakkafóðrinu. Hvers vegna var hann dreþinn? Hafði hann fundið sannanir fyrir því, að demantsnáman væri svindlbrask eitt? Nýjum lögregluforingja var falið verkið: Morgan Kane. Hann varð að sanna að hannværi eins og demantarnir, sem hann leitaði að - harðari en stál - eða láta lífið ella. Félagsfréttir Bókaklúbbs Arnar og Örlygs, 14. blað 3. árg., eru komnar út. Þar er kynnt sögulega skáldsagan Eldvígslan, fyrsta skáld- saga Jónasar Kristjánssonar forstöðumanns Handritastofnunar lslands og birtir kaflar úr henni, ásamt umsögnum Þórs Magnússonar þjóðminjavarðarog AndrésarKristjánssonar um bókina. Þá eru kynnlar valbækur á vegum klúbbsins og hagstæð plötutilboð. Fréttabréf Bókaklúbbs AB hefur nú verið sent út til félagsmanna. Sú nýbreytni hefur verið tekin up í þessu bréfi, að bækurnar eru nú flokkaðar í deildir eftir efni, en það gerir viðskiptavinum mun auð- veldara fyrir t.d. í sambandi við pöntun bóka til jólagjafa. En með þessu fréttabréfi er einmitt haft í huga að auðvelda mönnum jólagjafainnkaupin. Þar má fínna ýmsar eldri bækur á góðu verði, auk nýrra bóka. Pantanir þurfa að hafa borist fyrir 10. desemberogeigi síðar en 20. desember eiga bækurnar að hafa borist kaupendum í hendur. Kvikmyndir SALUR 1 Frumsýnir Grinmyndina Zorro og hýrasverðið (Zorro, the gay blade) Eftir að hafa slegið svo sannarlega i gegn i myndinni Love at first bite, ákvað George Hamilton að nú væri timabærl að gera stólpagrin að hetjunni Zorro. En afhverju Zorro? Hann segir: Búið var að kvikmynda Superman og Zorro kemur næst honum. Aðalhlutverk: Geroge Hamilton, Brenda Vaccaro, Ron Leibman, Lauren Hutton Leikstjóri: Peter Medak Sýnd kl. 5,7,9 og 11 SALUR2 Skógarlíf og jólasyrpa af Mikka mús Einhver sú alfrægasta grinmynd sem gerð hefur verið. Jungle Book hefur allstaðar slegið aðsóknar- met, enda mynd fyrir alla aldurs- hópa. Saga eftir Rudyard Kipling um hið óvenjulega líl Mowglis. Aðalhlutverk: King Louie, Mowgli, Baloo, Bagheera, Shere-Khan, Col-Hathi Kaa. Sýnd kl. 5,7,9 og 11 SALUR3 Herra mamma (Mr. Mom) < 011 it b n r •■vvi X.kw k K~( mxnilk.-l>»i:<K»urv Splunkuný og jalnframt frábær grínmynd sem er ein aðsóknar- mesta myndin i Bandaríkjunum þetta árið. Mr. Mom er talin vera grinmynd ársins 1983. Jack missir vinnuna og verður að taka að sér heimilisstörfin, sem er ekki beint við hans hæfi, en á skoplegan hátt kraflar hann sig fram úr þvi. Aðalhlutverk: Michael Keaton, Teri Garr, Martln Hull, Ann Jillian Leikstjóri: Stan Dragoti Sýnd kl. 5,7,9 og 11 SALUR4 Porkys Sýnd kl. 5 Ungu læknanemarnir Sýnd kl. 7,9 og 11

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.