Tíminn - 29.11.1983, Síða 20

Tíminn - 29.11.1983, Síða 20
Opið virka daga 9-19 Laugardaga 10-16 H HEDD Skemmuvegi ?C Kopavogi Simar 191)7 75 51 & 7 80 30 Varahlutir Mikiö úrval Sendum um land allt Ábyrgö á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs 5AMVINNU TRYGGINGAR & ANDVAKA ARMULA3 SIMI 81411 abriel HÖGGDEYFAR ___ ..„„„li i • rtamarshöfða 1 QJvarahlutir simi365io. g/TOfflm Ritstjorn 86300-Augtýsingar 18300- Afgreidsla og askrift 86300 - Kvöldsímar 86387 og 86306 Snjóflód á Siglufirði um helgina: EYDILAGfil 200 METRA AF HITAVEITULEIÐSLUM Þriðjudagur 29. nóvember 1983 ■ Á laugardagskvöld féll snjó- skriöa inni í Skútudal viö Siglu- fjörö og eyðilagði um 200 metra af leiöslum hitaveitunnar og reif auk þess niður rafmagns- og símalínur. Snjóflóöið var um 400 metra breitt. Ekkert heitt vatn var því á Sigluflrði um helgina, en í fyrrinótt tókst að koma veitunni í lag og um miðjan dag í gær var þrýstingur kominn á kerfið og menn hættir að berja sér tii hita. Að sögn Óttars Proppe bæjar- stjóra vann fjöldi manns að lag- færingum á hitavatnsæðinni. Engin byggð er á þessum slóðum. í vorféllsnjóflóðframar í dalnum og eyðilagði dæluskúr, en fyrir um það bil sex árum varð gífurlega mikið snjóflóð á þess- um slóðum og reif upp dæluskúra og önnur mannvirki hitaveitunn- ar. Svo vel vildi til á Siglufirði nú að efni' var til á staðnum í leiðslurnar. -BK íbúðarhús brann á Kleppjárnsreykjum: ÍBdAMIIR BJORGUDU s£r ót GLUGGA! ■ Lbúðarhúsið Sólbyrgi á Kleppjárnsreykjum í Borgar- firði hrann til kaldra kola á sunnudagsmorguninn. Hjón voru í húsinu þegar eldurinn kom upp en þeim tókst að komast út um glugga á húsinu, Sólbyrgi var timburhús með timburklæðningu undir járn- byrði og fo'rskalað að hluta. Að sögn Þórðar Stefánsson- ar slökkviliðsstjóra Slökkviliðs Borgarfjarðardaia urðu hjónin vör við eldinn um kl. 7.00 á sunnudagsmorguninn. Þeim ■ Veturinn cr genginn í garð fyrir alvöru um allt land og hinn áriegi snjómokstur hafinn. Myndin er tekin á Reykjavíkurflugvelii í gær, þar sem verið er að hreinsa áður en lendingar og flugtök geta hafist.TímamyndÁmi Sæberg. Lík skipstjóra Sandeyjar fundid ■ Lík Guðmundar Geirs Jónssonar skipstjóra á Sandey II fannst á hafsbotni á Viðeyj- arsundi seint á föstudagskvöld með aðstoð neðansjávarsjón- varpsmyndavélar. Kafarar náðu líkinu síðan upp á laugar- dag. Áð sögn Magnúsar Einars- sonar aðstoðaryfirlögreglu- þjóns fór Stefán Einarsson skipstjóri á Aðalbjörgu RE 5 út að slysstaðnum mcð mynda- vélar í eigu Stefáns Hjartarson- ar. Leitað var á fimmtudag og föstudag mcð þeim árangri að lík Guðmundar fannst, á svip- uðum slóðum og Sandcy II hvolfdi fyrir mánuði. -GSH íslenska stóriðjunefndin og Elkem: REYNA AÐ NÁ SAMKOMUIAGIFYR- IR NÆSTA FUND MEÐ SUMITOMO ■ Ekki hefur náðst samkomu- lag á milli samninganefndar um stóriðju og fulltrúa Elkem, um það hvernig skuli staðið að endurskoðun á orkusamningi járnblendiverksmiðjunnar og var af þeim sökum fundi með japönsku fulltrúunum frá Sunii- tomo sem vera átti í New York í síðustu viku frestað. Nú hefur hins vegar verið ákveðinn stjórn- arfundur í Járnblendiverksmiðj- unni á Grundartanga á morgun, og í framhaldi þess fundar verða viðræður Elkem og samninga- nefndar um stóriðju á fimmtudag og föstudag. Samkvæmt heimildum Tímans þá er ágreiningur á milli íslend- inganna og Norðmannanna um endurskoðun á orkusamningi, því Norðmennirnir vilja sem minnstu breyta í þeim samningi sem nú er í gildi, en íslending- arnir vilja fá inn ákvæði um að raforkuverð skuli hækka þegar afkoma fyrirtækisins leyfir það. Heimildir Tímans herma að ís- lendingar og Norðmenn greini á um það hve staða fyrirtækisins þurfi að vera góð, til þess að það geti greitt hærra orkuverð en það gerir núna. Gera aðilar sér vonir um að á þeim fundum sem verða nú á fimmtudag og föstudag verði hægt að komast að sameiginlegri niðurstöðu um markmið í þessu sambandi, svo Norðmenn og ís- lendingar geti komið fram sem einn hagsmunaaðili í komandi samningaviðræðum við Sumi- tomo. Ekki eru þó allir jafn bjartsýnir á að það takist. -AB tókst að komast út um glugga og maðurinn reyndi aðslökkva eldinn með handslökkvitækj- um og tókst að drepa hann nokkuð. Slökkviliðið var síðan kallað út um kl. 7.30 og var komið á staðinn um 20 mínút- um seinna. Þá var eldurinn orðinn mjög magnaður og varð ekki við neitt ráðið. Þórður sagði að ekkert hefði bjargast úr eldinum og standa hjónin því uppi allslaus. Þeim hcfur verið boðin íbúð sern er í eigu Reykholtsskóla til bráða- birgða. -GSH Næsti álviðræðu- fundur 12. og 13. desember: Upplýsingar um raforkuverð bornar saman ■ Næsti fundur Alusuisse og samninganefndar um stóriðju fer fram hér í Reykjavík þann 12. og 13. desember nk. Á þeim fundi er meiningin að bera sam- an ýmsar upplýsingar um orku- verð til álvera í heiminum, sem aðilar hafa aflað sér að undan- förnu. Verður þessi samanburð- ur gerður með það fyrir augum, að komast að sameiginlegri niðurstöðu um staðreyndir málsins, eða með öðrum orðum, að komast að raun um hvort Alusuisse og samninganefnd um stóriðju geta verið sammála um hvaða raforkuverð til álvera er og við hvað skuli miðað. Það er því Ijóst af þessu, að langt er enn í land, að samningar um raforku- verð til ÍSAL verði endur- skoðanir, því hér er einungis um undirbúningsvinnu fyrir slíkt að ræða. -AB dropar Kópavogur úr banni! ■ Kópavogsbúar geta nú andað léttar þar sem kaupstað- urinn er ekki lengur í banni hjá verkfræðingum. I fréttabréfí verkfræðinga- félagsins segir að nú fyrir skömmu hafl Kópavogskaup- stað verið ritað bréf, þar sem segi m.a.: „Stjórn Verkfræðingafélags Islands hefur fjallað að nýju um nokkurra ára gamlt starfs- bann félagsins gagnvart Kópa- vogskaupstað. Að athuguðu máli þóttu kringumstæður hafa breyst svo mikið á umliðnum árum, að rétt væri að aflétta starfsbanninu, og var það samþykkt.“ Það er sem sagt ekki bara kaþólska kirkjan sem setur menn í bann! Tannlæknar vilja líka kíkja á berar stelpur Nú á dögunum ætlaði allt um koll að keyra þegar það fréttist að myndir af dönsku stelpunum beru, sem iðkuðu „list“ sina í Glæsibæ, ættu að fléttast sem upplyftingaratriði inn í fræðslumyndir fyrir ís- lenska sjómenn. Voru flestir á einu máii um að þetta væri hreint hneyksli og fregna Dropar nú að Sjómanna- sambandið og Jói Briem munu hcykjast á því að klippa inn í fræðsluna upplífgun með dönsku píunum. Norrænir tannlæknar eru ekki sömu pem- píurnar og íslenskir forráða- menn sjómanna, því Dropar hafa það fyrir satt að þegar tannlæknarnir hittust á ráð- stefnu nú fyrir skðmmu, þá sýndu þeir fræðslukvikmyndir, þar sem var reglulega klippt inn eitthvað berbossaatriði lögulegrar danskrar Ijósku, og heyra Dropar að þetta hafi verið algjör nauðsyn, til þess að halda tannlxknunum á bíó- inu til enda. Skyldu þeir hafa gert að því skóna að það væri nú ábyggilega fínt að bora hana þessa? Krummi . . . ... þær ku hafa berað fleira en tennurnar...!

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.