Tíminn - 02.12.1983, Page 6

Tíminn - 02.12.1983, Page 6
Pelahitari — fyrir mömmuna „Þetta er nú það allra sniðugasta," sagði ein ung mamma er hún leit aug- um þennan sniðuga pela- hitara. Pelahitarinn hitar að vísu ekki bara pelann heldur einnig barna- matinn. Nú er óþarfi að tipla á fsköldu gólfinu fram í eldhús á nóttunni, pelahitarinn sér um að halda pelanum heitum — inni í herbergi — gjöf sem allar mömmur ættu að eiga. Veröið er 1.153 kr. og þetta sniðuga apparat fæst auðvitað hjá Rafbúö Sam- bandsins í Ármúla 3. Allir verða að eiga brauðrist Ný heimili verða að eignast brauðrist og ef sú gamla er úr sér gengin er ekki eftir neinu að bíða að kaupa nýja. Brauðrist er nefnilega nauðsyn á hverju heimili og það vita þeir hjá’ Rafbúð Sambandsins í Ármúla 3 og eru alltaf með nokkrar gerðir og gæðamerki í hillunum hjá sér frá aðeins 1.070 kr. Rafmagns- kjöthnífur Hjá Rafbúö Sambandsins fæst þessi sniðugi kjöthnffur. Þær segja að það sé frábært aö úrbeina kjötiö með hnífnum, auk þess sem hann er nauðsynlegur þegar verið er aö skera niður sunnudagssteikina og kemur sér eflaust vel þeg- ar hátíðarmaturinn verður borinn á borö. Slíkt apparat kostar aöeins 1.896 kr. Útvarpsvekjaraklukka frá Luma Þær eru frábærar, útvarpsvekjaraklukkurnar sem boðiö er upp á í Rafbúð Sambandsins. Gerðirnar eru ótal margar, bara aö velja — slóra eöa litla — eða með þessu eða hinu. Þú getur fengið LUMA útvarpsvekjaraklukku frá 1.229 krónum. Þetta er gjöf sem lætur í sér heyra. Stereo og meira stereo Þegar rás tvö er komin á fullt er engin ástæöa fyrir heimilin að eiga ekki góð útvarps- og kassettutæki. Rafbúö Sambandsins býður þetta glæsilega, tvöfalda kassettu- og útvarpstæki af geröinni Teleton sem kostar 10.727 kr. í Raf- búðinni eru auðvitað margar fleiri tegundir, eins og þetta útvarpskassettutæki sem einnig er á myndinni. Útvarpskassettutækin er hægt að fá frá 3.835 kr. Teleton litsjónvarpstæki Ef heimiliö er ekki ennþá komið meó lit- sjónvarpstæki er kjörið tækifæri fyrir fjöl- skylduna að gefa sjálfri sér eitt slíkt. Rafbúð Sambandsins býður upp á þetta glæsilega tæki frá Teleton með fjarstýringu og kostar það 26.380 krónur. Einnig eru önnur tæki í Raf- búöinni — og veröið er einnig mismunandi. Viltu læra tungumál? Það er löngu viðurkennt að Linguaphone tungumálanámskeiðin á plötum og kassettum hafa kennt ótal manns erlend tungumál enda Linguaphone viðurkennd aðferö til að læra tungumál. Hjá Hljóðfærahúsi Reykjavíkur færðu námskeið í 35 tungumálum. Námskeiðin eru til á kassettum og kosta 3.160 kr. og á plötum sem kosta 3.600 kr. Bækur fylgja. í Hljóðfærahúsinu færðu auðvitað líka kassettutækið, t.d. þetta vasadiskó á myndinni sem kostar frá 3.800 kr. Blásturshljóðfæri Hjá Hljóöfærahúsi Reykjavíkur er mjög mikið og gott úrval af blásturshljóðfærum. Má þar nefna þverflautur sem kosta frá 6.810 krónum, trompeta frá 6.715 krónum og saxófóna frá 16.665 krónum, svo eitthvaö sé nefnt. Hér er um gæðamerki að ræða. Þar er einnig gott úrval af blokkflautum sem kosta frá 285 krónum. Munnhörpur Munnhörpurnar eru alltaf vinsæl jólagjöf, bæði handa tónlistarfólki og einnig litlu strákunum. I Hljóðfærahúsi Reykjavíkur er mikið úrval af munnhörpum og verðiö er sannarlega viðráðanlegt eða frá 150 krónum. Hljómplötur og kassettur Það er ekki ofsöguni sagt af úrvalinu hjá Hljóðfærahúsi Reykjavíkur. Þar færöu alla þá tegund tónlistar sem þér dettur í hug að spyrja um. Líttu á úrvalið hjá Hljóðfærahúsinu, það kynni að koma þér á óvart. I takt við tímann Ert þú alltaf í takt? Ef ekki er taktmælir nauösynlegur. Taktmælar eru góð gjöf handa tónlistarfólki. Hjá Hljóöfærahúsi Reykjavíkur færðu hina viðurkenndu Wittner taktmæla í úr- vali frá 560 kr. 1 ’Hljóófæföhús ___Rey kjavíkur __________ ____Simi 13656 ^ Hagström gítar Það er löngu vitað að Hljóðfærahús Reykja- víkur hefur á boðstólum hina viðurkenndu sænsku HAGSTRÖM gítara. Hér er um mjög vandaöa vöru aö ræða á sanngjörnu verði eða frá 1.990 krónum. í Hljóðfærahúsinu fæst einnig statíf fyrir nóturnar frá 390 kr. og nótnabækur f miklu úrvali fráSOkr.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.