Tíminn - 02.12.1983, Blaðsíða 38

Tíminn - 02.12.1983, Blaðsíða 38
FÓSTUDAGUR 2. DESEMBER 1983 í Gjafahúsinu við Skólavörðustíg Handavinnu- körfur Og handavinnan er alltaf í fullum gangi og það þarf líka að vera til góður samastaður fyrir hana. í Gjafahúsinu færöu úrval af handavinnukörfum frá 395 kr. Allt er ótrúlega ódýrt. Þaö er eins og verðbólgan hafi ekki ennþá fundið heimilisfangið okkar, enda myndum við henda henni á dyr hið bráöasta, þótt við séum annars ósköp Ijúf heim að sækja. Gleðileg jól! Körfustólarnir fyrir börnin Krakkarnir verða alltaf jafnspenntir þegar þeir koma í Gjafahúsið og sjá litlu fallegu körfustólana sem eru svo passlega stórir fyrir þá sjálfa. Nú hefur Gjafahúsið fengið enn eina sendingu af þessum vinsælu stólum í tveimur stærðum frá 695 krónum. Brauðkörfur í úrvali Þaö er ótrúlegt úrval af brauðkörfum í Gjafa- húsinu í öllum stærðum og gerðum. Brauö- körfur hafa rutt sér mjög til rúms hér á landi og þykja orðiö ómissandi á matboröiö. Þær eru einnig heppilegar fyrir smákökur, kex, sælgæti og annað. Verðið er allt frá innan við hundrað krónum. Könnur með slagorðum Hér kemur enn ein sniðug jólagjöfin handa vin- konunni eða vininum: kanna meðslagorði eins og t.d. „Kiss me, l'm sexy" eða „I Love You" eða „I Need You" eða hvað það nú allt er. Úrvaliö er mjög fjölbreytt og slagorðin eftir því. Þú verður að koma og velja heppilegt slag- orð handa vinkonunni eða vininum. Kanna með loki kostar aðeins 149 kr. Skálar fyrir ídýfur Þær hafa orðið alveg svakalega vinsælar þess- ar skálar sem koma frá Kína. Að vísu nota Kínverjar þær undir hrísgrjónin sfn en við á Vesturlöndum undir ýmsar „partfídýfur" eða hvað sem er. Þetta eru fallegar skálar í mörg- um stærðum og kosta frá aðeins 89 krónum. Amerískir jólasokkar Jólin eru komin í Gjafahúsið og jólahúfurnar vinsælu aftur fáanlegar á aðeins 79 krónur. Einnig býður Gjafahúsið nú í fyrsta skipti ameriska jólasokka á 265 krónur. Þá má alveg eins setja í gluggann eins og skóinn. Einnig eru þeir heppilegir til að fylla með sælgæti eða öðru góðmeti fyrir jólaveisluna. Litlar körfur með lokum Þessar fallegu, litlu bastkörfur eru til ýmissa hluta nytsamlegar. Ungar stúlkur eru mjög hrifnar af þessum körfum og má þá geyma skartgripi eða hárspennur í þeim. Þetta er sniöug jólagjöf fyrir lítinn pening, einnig sem viðbótargjöf með öðru. Verðið er frá 125 krón- um. Saumakistur Nú eru allar húsmæður farnar aö sauma og þá þarf einhvers staöar að vera hægt aö leggja saumadótið á vísan stað. Gjafahúsið sér fyrir þessu eins og svo mörgu öðru og hefur nú fjöl- breytt úrval af fallegum saumakistum frá 495 krónum. Tágahjörtu Erlendis er mjög vinsælt að hengja slíkt tága- hjarta á hurð eða í glugga fyrir jólin. Þessi sið- ur hefur verið að færast hingað og vilja nú mjög margir hafa slíkt hjarta í glugga hjá sér eða á hurð um jólin. Þessi hjörtu eru nú aftur komin f Gjafahúsið og kosta frá 69 krónum. Þvottakörfur Húsmæðurnar þekkja það þegar óhreina tauinu er fleygt um allt baöher- bergiö þegar fjölskyldu- meðlimir fara í baö. Lausnin á því eru bast- körfurnar f Gjafahúsinu. Þær eru fallegar og sóma sér vel til að punta upp baðherbergiö, auk þess sem þær geyma óhreinu flíkurnar áður en þær fara í þvottavélina. Nú, og svo má fá litlar ruslafötur i stfl. Þvottakörfurnar kosta frá 695 kr. Bastkistur í þremur stærðum Bastkisturnar í Gjafahúsinu eru til margra hluta nytsamlegar. Sumir vilja hafa þær fyrir símaborð og geyma húfur, vettlinga og sokka í þeim. Aðrir hafa bastkistuna í herberginu þar sem hún getur komiö sér vel fyrir ýmislegt sem geyma þarf. Aðrir hafa hana sem stofu- stáss, og svona mætti lengi telja. Bastkistan sómir sér nefnilega alls staöar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.