Tíminn - 02.12.1983, Síða 39

Tíminn - 02.12.1983, Síða 39
FÖSTUÐAGUR 2. DESEMBER 1983 l£mmra JÓLIN KOSTA ÞIG MINNA OG ENDAST LENGUR kreppa >ar ríkir engin pg ^ ,e;aT" ■rnA sækiö okkur og vi '»,að horni á næstu siöu) jóia- alveg heim- viö get- þ-,ö verö- úrval- bara neösta Glös í gjafakössum í Gjafahúsinu faeröu ódýr glös í kössum meö átján stykkjum og af þremur gerðum. Þær í Gjafahúsinu segja aö þetta sé gjöf en ekki sala. Verðið er aöeins 925 kr. Hvítir tískukertastjakar Þaö eru engin jól nema logi á fallegum kert- um. Ennþá betra er að þau sitji í fallegum stjökum og það eru þeir svo sannarlega, kerta- stjakarnir í Gjafahúsinu. Þeir eru fáanlegir í ótal geröum og verðiö er frá 75 krónum fyrir eitt kerti, tvö eöa þrjú. Komdu í Gjafahúsiö og Ifttu á öll herlegheitin. Rakatæki eins og postulfnsvasi Nei, þetta er ekki postulínsvasi heldur rakatæki sem þú hengir á ofninn þinn. Allt sem þarf aö gera er að setja vatn í og rakinn verður í lagi. Er ekki kominn tími til að taka klakaílátin af ofninum? Veröiö er aðeins frá 189 kr. Allt til jólaskreytinga Þaö er komin hin árlega jólastemmning í Gjafahúsiö, þegar búðin fyllist af óteljandi hlut- um til að gera heimilin jóialeg. Þarna eru fallegir, litlir sem stórir jólahlutir i þúsunda- tali, hvort sem þig vantar bakkann undir skreytinguna eöa allt f skreytinguna. Sjón er sögu ríkari f G jafahúsinu. Fiðrildi f eldhúsið Það má alltaf gera eldhúsið svolftið vistlegt, til dæmis meö þessum fallegu fiðrildum sem hægt er að hengja á ýmsar ausur og sleifar f eldhúsinu. Einnig er hægt að fá fleiri gerðir, svo sem sól og uglu. Gamaldags pennastokkar Nú vilja allir krakkar vera með pennastokk eins og hún amma notaði í „den tfð". Þess vegna hefur Gjafahúsið nú á boðstólum mikið úrval af fallegum pennastokkum f jólapakka unglinganna. Hvort sem þú vilt pennastokk úr basti eða málaðan þá færðu slfkan grip f Gjafa- húsinu og veröið er aðeins frá 149 kr. Speglar og spjöld með málsháttum Vantar þig litla gjöf til að gefa skólasystkinum fyrir Iftinn pening? Gjafahúsið er troðfullt af alls kyns ódýrri og sniðugri gjafavöru, einmitt fyrir skólajólagjöfina. Til dæmis kosta þessir litlu speglar með myndum aðeins 65 krónur. Svo fást spjöld með skemmtilegum málshátt- um sem koma skólafélaganum f opna skjöldu á aöeins 39 krónur. Kústar til skrauts Þó að þeir séu fallegir til skrauts, kústarnir í Gjafahúsinu, þá eru þeir einnig vel nothæfir. Margar húsmæður nota þá til að þurrka af ryk- ið hjá sér. Svo mikið er úrvalið af kústum í Gjafahúsinu að sennilega þyrfti allt blaðið til að telja þá upp. En verðið er frá aðeins 65 krón- um. Einnig fást þar hinir vinsælu ömmu- bankarar. IMytsamir tappar Það er ekki öllum töppum hent eftir notkun, að minnsta kosti ekki þessum sem fást f Gjafahús- inu. Þeir eru nefnilega bæði upptakarar og bréfaklemmur. Tappinn getur legiðá borði eða hangið á vegg og þá er óþarfi að vera að leita að upptakaranum um alla fbúð. Þetta er tilval- ið með öðru f jólapakkann eða Iftil gjöf á milli vina, aðeinsá 149 kr. Sparibaukar Nú er sá tími þegar allir eru að spara og þá er ekki ráö nema f tfma sé tekið að gefa fallegan og góðan sparibauk. Þú getur til dæmis gefið bankastjóranum sparigrfs og iönaðarmannin- um sparibaukapokann og þannig mætti lengi telja. Gjafahúsið hefur nefnilega sparibauka við allra hæfi, líka sæta bangsabauka fyrir þau langyngstu. Og verðið er alveg ótrúlegt, aðeins frá 95 kr. Arizona glasasett í Gjafahúsinu eru ósköpin öll af glösum f öllum mögulegum stærðum og gerðum. Þú kemur bara og velur eða lætur hinar lipru af- greiðslustúlkur senda þér í pósti, til dæmis Arizona glasasett í gjafakassa. Sex glös eru f kassa og einnig má fá þau stök. Hvert glas kostar45 kr.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.