Tíminn - 09.12.1983, Síða 1

Tíminn - 09.12.1983, Síða 1
Dagskrá ríkisfjölmiðlanna næstu viku - Sjá bls. 17 FJÖLBREYTTARA OG BETRA BLAÐ! Föstudagur 9. desember 1983 286. tölublað - 67. árgangur Siðumula 15 — Postholf 370 Reykjavík—Ritstjorn 86300—Augtýsingar 18300— Afgreiðsta og askrift 86300 — Kvöldsímar 86387 og 86306 615 nefndir störfuðu á vegum ríkisins í fyrra: NEFNDARSTÖRFIN KOSTUÐII UM 22 MIUJÓNIR KRÓNA! — af 171 nefnd menntamálaráduneytis luku aðeins 18 störfum á árinu ■ Samtals störfuðu 615 nefndir á vegum ríkisins á síðastliðnu ári, og kostaði reksturinn á þeim rúmar 22 milljónir króna, og í þeim sátu 3152 menn. Lang- stærstur hluti kostnaðar var nefndarþóknun, en hún nam 18.2 miUjónum króna, en annar kostnaður 4.13 milljónum króna. Flestar nefndir störfuðu á vegum menntamálaráðuneytis- ins eða 171 talsins, en aðeins 18 þeirra luku starfi á árinu 1982. Alls starfaði 891 maður í nefnd- um á vegum menntamálaráðu- neytisins, og var heildarkostnað- ur af ncfndum þess ráðuneytis rámar 2.5 milljónir króna. Athvgli vekur að aðeins störf- urðu 23 nefndir á vegum forsætis- ráðuneytisins á síðastliðnu ári, með samtals 118 nefndar- mönnum, en heildarkostnaður af þessum nefndarekstri er samt sem áður rúmar 2.3 milljónir króna, þannig að ekki munar nema rúmum 200 þúsund krón- um í kostnaði á 171 nefnd menntamálaráðuneytisins og 23 nefndum forsætisráðuneytisins. Þessar og tleiri upplýsingar koma fram í skýrslu fjármála- ráðuneytisins um sljórnir, nefnd- ir og ráð á vegum ríkisins á sl. ári. Þá kemur þar fram að nefnda- rekstur á vegum heilbrigðis- og tryggingaráðuneytisins var dýr- astur, þegar skipt er á milli ráðuneyta, en samtals kostaði að reka 61 nefnd með 311 nefndar- mönnum rúmar 4.1 milljón króna. Númertvö í nefndafjölda var iðnaðarráðuneytið, með 73 nefndir, með 350 starfsmönnum, og kostaði rekstur þeirra rúmar 2.7 milljónir króna. Rétt er að geta þess að nefndir á vegum iðnaðarráðuneytis, félagsmála- ráðuneytis. fjármálaráðuneytis, Hagstofu lslands og fjárlaga- og hagsýslustofnunar kostuðu ekk- ert í rekstri nema nefndaþóknun en annar kostnaður við nefnda- rekstur hjá öðrunt ráðuneytum var frá því að vera óverulegur upp í það að vera hærri en nefndaþóknunin. -AB Rannsóknin á kærumáli Skafta Jónssonar: VAR EÐULEGAST. AÐFELA SETUDOM- ARA RANNSOKNINA? — rætt viö Baldur Möller ■ „Ég held að það sé óheppi- legt á þessu stigi að vera með nokkrar lýsingar um hlut, þar sem sönnunarstaðan er ekki orð- in með neinum hætti ljós“, sagði Baldur Möller, ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu, er Tím- inn ræddi við hann í gær um fréttatilkynningu Rannsóknar- lögreglunnar og annað upplýs- ingastreymi um svonefnt Skaftamál. Baldur var spurður hvort hann teldi eðlilegt að rannsókn þessa máls hefði verið í höndum Rann- sóknarlögreglu ri'kisin- undir stjórn deild-jr^tióra. sem verið hefur yfirmaður eins lögreglu- mannanna sem kærður hafði verið fyrir meint harðræði - hvort ekki hefði verið eðlilegra að skipaður yrði setudómari í málinu, og rannsóknin þar með tekin úr höndum Rannsóknarlögregl- unnar: „Ég heyrði nú af því á miðjum degi í dag, að lögreglu- maðurinn hefði starfað undir stjórn þessa deildarstjóra hjá RLR og þótti nú lakara," sagði Baldur, „þvíþetta hveturauðvif- að til meiri aðgátar. En nú var kært til Rannsóknarlögreglu- stjóra, þannig að hann hefði þá þurft að hafa eitthvert frum- kvæði í málinu, annað hvort að biðjast beinlínis undan, eða að leggja það undir saksóknara. Það er eitt af mörgu, sem embættismaður eins og Rann- sóknarlögreglustjóri á að skoða, hvort hann telur rétt að fjalla um mál.“ Sjá einnig bls. 3. Fylgirit viö ríkisreikning: 134 MILUÓNIR ■ Ferða- og risnukostnaður síðastliðins árs, samkvæmt fylgi- riti ríkisreiknings fjármálaráðu- neytisins fyrir árið 1982 var um 134 milljónir króna. Undir risnu koma einkum útgjöld vegna mat- ar- og kalfiveitinga og annarra veitinga sem ríkisaðilar greiða vegna gestaboða, eins og segir í fylgiritinu. Ferða- og risnukostnaður utanríkisráðuneytisins var á sl. ári rúmar 10 milljónir króna, heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytisins rúmar 10 milljónir, menntamálaráðuneytisins tæpar 11 milljónir, forsætisráðuneytis- ins rúm milljón króna og embættis forseta íslands um 1.5 milljón króna. Risnukostnaður er mestur hjá utanríkisráðuneytinu, af skiljan- legum orsökum, en á sl. ári var hann um 3.5 milljónir króna, forsetaembættið var með um hálfa milljón króna risnukostn- að, Alþingi 931 þúsund krónur og ríkisstjórnin rúm 400 þúsund krónur. Hagstofa íslands var engan risnukostnað með á sl. ári. -AB ■ í gær var þetta glæsilega jólatré reist á Austurvelli, en tréð er gjöf Oslóarborgar til Reykvíkinga. Davíð Oddsson borgarstjóri mun kveikja á trénu við hátíðlega athöfn á sunnudaginn kí. Í5.30, og ætti þá að birta til á Austurvelli því ekki færri en 1300 perur eru á trénu. Tímamynd Róbert „NAUÐSYN- LEGT ER AÐ VIÐ NÝTUM ÞÁ MÖGULEIKA SEM VIÐ HÖFUM” ■ „Ég held að nauðsynlegt sé að við nýtum þá möguleika sem við höfum á þessu sviði en hinsvegar vitum við kannski ekki enn nægilega mikið til að ráðast út í stórframkvæmdir*', sagði Jón Helgason landbún- aðarráðherra í samtali við Tím- ann er við forvitnuöumst um sjónarmið hans um aukið lax- eldi hér á landi en í Tímanum nýlcga var greim frá frumáætl- un sem gerð hefur verið á um 680 tonna fiskeldisstöð á Kistu, Reykjanesi sem kynnt var á Hótel Loftleiðum nýlega fyrir fullu húsi gesta. „Við erum sem óðast að öðlast aukna reynslu á þessu sviði og sjálfsagt er að nýta sér hana og halda áfram eins og kostur er“, sagði Jón Helga- son. í máli hans kom einnig fram að hann teldi æskilegt að við gerðum þetta sjálfir, en ekki í samvinnu erlendra aðila. Að öðru leyti var afstaða hans til aukins laxeldis mjög jákvæð. -Sjá bls. 5. -FRI Albert og tollstjóri funda: „MARGT ÞEGARKOMID ÍGANG” — segir fjár- málaráðherra ■ „Ég átti fund með tollstjór- anum í morgun og við munum halda áfram viðræðum á næst- unni," sagði Albert Guð- mundsson, fjármálaráðherra, er hann var spurður um fund hans með tollstjóra í gærmorg- un. Aðspurður um hvort ágrcin- ingur væri milli hans og toll- stjóra um hvaða endurskipu- lagningu þyrfti að gcra á toll- Stjóraembættinu og þeim toll- afgreiðsluháttum sem þar tíðkast, sagði fjármálaráð- herra: „Nei, það er enginn ágrciningur. Tollstjóri er þegar buinn að láta framkvæma ýms- ar af þeim breytingum, sem átti að gera, þannig að margt af því, sem ég bað hann um að athuga, er þegar komið í gang.“

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.