Tíminn - 09.12.1983, Síða 2

Tíminn - 09.12.1983, Síða 2
FÖSTÚDAGUR 9. DESEMBER 1983 Erlent lán til flugstöðvarinnar ■ Stjórnarfrumvarp um lántöku er- lendis vegna byggingar flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli hefur verið lagt fram. Þar er farið fram á heimild til að taka allt að 616 millj. kr. lán, eða sem svarar 22 millj. dullara. Þá er farið fram á að felld verði niður eða endurgreidd aðflutnings- gjöld, fímabundið vörugjald og sölu- skattur af efni tækjum og búnaði til framkvæmdanna. Hlutur Islands vegna kostnaðar við bygginguna er 22 millj. dollara á móti 20 millj. dollara framlagi Bandaríkjanna. Greiðslur skiptast þannig að á næst ári munu Bandaríkin greiða 67% af fram- kvæmdakostnaði en Island 33%. Frá ársbyrjun 1985 verður greiðsluhlutfall Bandaríkjanna um það bil 60% af bygg- ingarkostnaði. Gert er ráð fyrir að hlutur íslendinga verði fjármagnaður á byggingatímanum með lántökum er- lendis. Árlegar lántökur eru áætlaðar 295 þúsund dollarar 1983, 2.9 millj. dollarar 1984, 4.5 millj. dollarar 1985, 9.5 milljón dollarar árið 1986 og 4.7 millj. dollarar 1987. Lántökuupphæð á hverju ári verði tekin með hliðsjón af fjárfestingar- og lánsfjáráætlun hverju sinni. Niðurfelling aðflutningsgjalda o.fl. er til þess gerð að fjármagn til flugstöðvar- innar nýtist sem best og að liðka fyrir að byggingin verði tilbúin á tilskyldum tíma. Húsnæðismálin á Alþingi: Stefnt að hækkun lána um áramót ■ Alexander Stefánsson félagsmála- ráðherra mælti í gær fyrir frumvarpi um Húsnæðismálastofnun ríkisins. I því felast talsverðar breytingar á húsnæðis- málalánkerflnu sem miða m.a. að því að hækka lánin verulega og lengja iánstím- ann. Stefnt er að því að frumvarpið verði samþykkt fyrir jólafrí þingmanna og að lögin taki gildi um áramótin. Þá munu öll lán hækka um 50%. Lán til þeirra sem byggja í fyrsta sinn verða veitt fyrr en nú er. Nýbyggingalán lengist úr 26 árum í 31 ár. Öll lán verða afborgunar- laus fyrstu tvö árin og gjalddögum húsnæðislána verðurfjölgað í fjóraáári. Mörg nýmæli eru í frumvarpinu, svo sem ák\ æði um byggingasamvinnufélög með búseturétti og fleira. Alexander sagði í framsöguræðu sinni að ríkisstjórnin mundi standa viðýfirlýst markmið um að hækka lánin í 80% af byggingarkostnaði á næstu árum og að lánstíminn yrði lengdur enn frekar. Hann gat um fjáröflunarleiðir sem eru í undirbúningi til að standa undir stór- auknum húsnæðislánum, sumar þeirra cru þegar ákveðnar eins og fram hefur komið og verið er að athuga aðrar, sem cnn er of snemmt að skýra frá. Afgreiöslukössum fjölgað um þriðjung í Miklagarði: ,EKKERT LÁT HEFUR ORÐ- IÐ Á ÖSINNI FRÁ OPNUN’ — segir Jón Sigurdsson, framkvæmdastjóri ■ „Það hafa myndast miklar biðraðir við kassana hjá okkur, það er rétt, en það stendur nú allt til böta, því við erum að fara að setja upp flmm kassa í viðbót, þannig að þeir verða 19 talsins,“ sagði Jón Sigurðsson forstjóri Miklagarðs er Tíminn spurði hann í gær hvort biðrað- irnar við kassana í Miklagarði, væru ekki til vandræða á stundum. Jón sagði að geysilega mikið hefði verið að gera, frá því að Mikligarður opnaði, en hann vildi ekki upplýsa hver velta einnar viku væri, ekki að svo stöddu. Hann sagði að ekkert lát hefði orðið á ösinni, frá því að Mikligarður hefði opnað, en upphaflega hefði hann allt eins átt von á því að örtröðin yrði mest fyrstu dagana á meðan fólk væri að koma og skoða, en raunin hefði hins vegar orðið sú, að biðraðir væru við kassana alla daga. Jón sagði er blaðamaður ræddi við hann um þreytandi bið í biðröðum við kassa. „Þó skaltu athuga það að það tekur ekki nema tvær til þrjár mínútur að koma hverjum viðskiptavin í gegnum kassann, og þaðámesta annatimabilinu, sl. föstudag, milli kl. 4 og 5, en þá fór hálft sjötta hundrað viðskiptavina í gegnum kassaafgreiðslu hjá okkur.“ Jón var spurður hvað væri hæft í því að starfsfólk hefði einfaldlega verið flutt sjúkt á brott, vegna vinnuálags og hann einfaldlega skellihló þegar hann heyrði spurninguna, en bætti svo við: „Ég hef hcyrt að það hafi liðið yfir fólk í biðröðunum, starfsfólkið liggi hér hist og her vegna vinnuálags, en það sanna er að ekkert slíkt hefur komið upp á. Það er rétt, að það er mikið álag á starfsfólkinu, en þetta er gott og duglegt fólk og hér hefur enginn veikst vegna vinnuálags." Jón var spurður hvort ekki væri hætt við því, að þegar Miklagarður væri búinn að festa sig svolítið í sessi, þá hækkaði vöruverð, og yrði þannigekkert lægra en í öðrum stórmörkuðum: „Það tel ég ekki vera, því mismunurinn á okkar verslun og öðrum er sá, að okkar verslun er hönnuð til þess að vera með minni tilkostnað, auk þess sem við erurn. með stærri innkuup en flestir aðrir, þannig að við getum náð í mörgum tilfellum hagstæðara innkaupsverði. Þegar þetta hvorttveggja fer saman, lægri tilkostnaður og hagstæðara vöru- verð, þá hljótum við að geta verið með lægri álagningu, og því munum við halda áfrarn," sagði Jón. MRF SKRIFLEGA TIL- KVNNINGU TIL AB A- BYRGMN FALLI NHNIR ■ Nú cru greiðslukortaviðskiptm komin á fullt skrið og hafa tvö fyrirtæki farið af stað; Kreditkort s/f, en eigend- ur þess eru Útvegsbankinn, Verslunar- bankinn og Kort h/f, og Vísa ísland, en eigendur þess eru fimm bankar og þrettán sparisjóðir víðs vegar af land- inu. Þegar skoðaðir eru samningar sem fyrirtæki gera við korthafa vekur ýmis- legt athygli. Ef þú týnir korti eða því cr stolið af þér er ekki nóg að tilkynna tapið tafarlaust í gegnum síma. Það stendurskýrum stöfum í samningunum að eigandi kortsins beri fulla ábyrgð á úttektum þar til skrifleg tilkynning hefur borist fyrirtækinu. Efíir þann dag bcr korthafi ekki ábyrgð á mis- notkun. Ekkert þakeráþessari ábyrgð eiganda kortsins, eins og tíðkast er- lendis. Þctta þýðir að ef korti er stolið af þér þá gæti þjófurinn gengið niður Laugarveginn og „kostað“ í hverri búð og þó að þak sé á hverri úttekt þá geta upphæðirnar orðið verulegar í heild sinni, og eigandinn ber ábyrgð á öllu saman þangað til daginn eftir að hann hefur skilað inn skriflcgri skýrslu. Einkum væri þetta alvarlegt í byrjun helgar þar sem kreditkortafyrirtækin hvorki taka á móti skeytum, né svara í síma nema á almennum búðartíma. Ábyrgðin er því samkvæmt samning- unum á herðum eigandans þangað til á þriðjudegi, daginn eftir að skrifleg tilkynning berst, þess ber að gæta að ábyrgð gæti legið hjá verslunarcig- anda, s.b.r. viðtali við Einar S. Einars- son hér til hliðar. Þá vekur það athygli að búðarcig- endur eru ekki skyldaðir til að krefjast nafnskírteinis og gerir það ólögmæta notkun kortsins auðveldari en ella. Það er mjög slænit í Ijósi þess hve afdrifaríkar afleiðingar stuldur getur haft fyrir korthafa. Á kortunum er að vísu undirskriftarsýnishorn, en engin mynd. Þá er óhætt að segja að 3ja grein c liður í samningi VÍSA ÍSLANDS veki athygli. Þar segir að korthafi sé ábyrg- ur fyrir öllunt úttektum, sem kort hans hefur verið notað til, enda þótt undir- skrift hans vanti. Með örðum orðum: Óheiðarlegur búðarþjónn getur sent nótur á Pétur og Pál til Vísa ísland. Með öðrum orðum gengið í hanka- reikning korteiganda að vild. Hérlendis er ekki hægi að írygeja sig fyrir hugsanlegum skaöa. Hjá Al- mennum Tryggingum og Samvinnu- tryggingum voru menn sammála um það að heimilistrygging myndi væntan- lega ekki bæta annaö tjón en kortið sjálft, væri þvi stolið á heimili manns. Þó hefði ekki reynt á þessa túlkun. Óiafur Björgvinsson hjá Almennum Tryggingum sagði að þetta væri ekki inn í tryggingunni hér. Það þekktist hinsvegar erlendis t.d. í Englandi að þetta væri inní heimilistryggingunni, en þá þyrfti að biðja sérstaklcga um það. Menn sem blaðamaður ræddi við úr „kerfinu" voru sammála um að þessi atriði þyrftu skoðunar við. Þeir voru sammála um að þcssi skilvrði væru strangari en þau sem tíðkuðust erlend- is. T.d. væri yfirlcitt þak á ábyrgð eiganda erlendis, ef hann glatar korti sínu og t.d. félli ábyrgð korthafa niður um leið og hringt væri hjá Eurocard í Damiiorku. -“BK. „Símtalid dugir í reynd,, ■ „í reynd hefur þetta verið þannig hjá okkur að símtalið gildir þó að hitt sé rétt að annað standi í samningnum“ sagði Gunnar Bæringsson hjá Euro- card. „Sömuleiðis er hægt að senda staðfest skeyti og það er tekið gilt, og ef þú ert á ferð erlendis þá getur þú gefið skriflega skýrslu um stuldinn í næsta banka sem hcfur þessi við- skipti“. Gunnar sagði það rétt vera að ekki væri hægt að ná í fyrirtækið nema á búðartíma og því gæti verið bagalegt að týna kortinu um helgar. Hann staðfesti að ekkert þak væri á ábyrgð eigenda korts, ef illa færi. - BK. KREDITKORT KREDITKORT VELKOMIN VELKOMIN Samvii nnubankinn 1/JCa 1 „Abyrgðin gæti legið hjá söluaðilanum” — segir Einar S. Einarsson, framkvæmdastjóri Vísa ísland ■ „Mér þykir þú gera allt of mikið úr hugsanlegum þjófnaöi og ntisferli" sagði Einar S. Einarsson, fram- kvæmdastjóri Vísa íslands, er blaða- maður bar þetta mál undir hann. „Maður sent að týnir korti sínu eða því ■ Þórður ólafsson hjá Bakaeftirlit- inu sagðist hafa séð þessa samninga, en hann vildi ekkert tjá sig um einstak- ar greinar þeirra. Hann sagði „að ef Bankaeftirlitið kæmist að þeirri niður- stöðu að einstakar greinar í samning- um fyrirtækjanna brytu í bága við eðlilega viðskiptahætti þá myndi eftir- litið telja sér skylt að gera viðkomandi aðildarbönkum grein fyrir sjónarmið- um sínum. Bankaeftirlitið telur ástæðu til að skoða einstakar greinar nánar". er srolið frá honum, það er nú ekki þar með sagt að þjófurinn komist langt með það. geri hann það, þá cr það að mikli...... ■ ábyrgð verslunareigand- ans. Maðurinn verður að skrifa nafnið sitt við og verslunareigandinn á að bætti Þórður við. Þórður sagði ennfremur að fuil á- stæða væri til þess aðsetja starfssemi kreditkortafyrirtækja ákveðinn ramma í formi löggjafar og sama gilti um önnur fyrirtæki sem væru með fjár- mögnunarstarfssemi, verðbréfaversl- un, ávöxtun fjár o.þ.h. Hagsmunir almennings væru í engan hátt sams- konar gagnvart þessum fyrirtækjum og gagnvart innlánsstofnunum. - BK. ganga eftir því og ekki að afhenda kortið fyrr en hann er búinn að sann- færa sig um það sjálfur að undirskriftin á nótunni sé sú sama og á kortinu. Þetta kemur fram í samningi okkar við söluaðila. Því fcr ekki illa, nema það séu rithandarsnillingar á ferðinni. Svo er þetta með tilkynningarskylduna. Þetta er nú ekki framkvæmt svona stíft. Það er nóg að láta vita símieiðis, engu að síður verða menn að staðfesta þetta með bréfi.“ Einar gat þess að ef menn týndu korti í útlöndum þá nægði að tilkynna það næsta Vísa banka. „Það er þó ekki hægt á nóttunni og helgidögum eins og alltaf er í við- skiptum,“ sagði Einar. „Það er ekkert nýtt t.d. ef menn týndu ávísanahefti sínu á dans!eik“. í sambandi við 3. lið c, „ef undirskrift vantar", sagði Einar, að þetta væri sett inn því að oft kæmi það fyrir að menn gleymdu að skrifa nafnið sitt. Kortið er aðalatriðið. En séu þjófar á ferð og skrifi ekki nafnið þá er ábyrgðin kaupmannsins“, sagði Einar að lokum. BK Bankaeftirlitið um samningana: „Ástæða til að skoða einstaka greinar” -AB

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.