Tíminn - 09.12.1983, Side 10

Tíminn - 09.12.1983, Side 10
BIFREIMDEILD SAMBANDSINS BÍLASALA HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 39810 GÆÐAEFTIRLIT MEÐ GÆÐAVORU ■ Bergsveinn Skúlason. Bergsveinn Skúlason: Breiðfirskar sagn- ir 1-2. Víkurútgáfan 1982. Önnur útgáfa aukin. 284-276 bls. Auglýsing ÞÖRF ENDUR- ÚTGÁFA ISUZU TROOPER Díesel 640.000.- Uppseldur. Bensín 587.000.- Nokkrum bílum óráðstafað. Missið ekki af lestinni, því eins og þið sjáið eru bílarnir að seljast upp. ■ Á árunum 1959-1966 sendi Berg- sveinn Skúlason frá sér Breiðfirskar sagnir í þrem bindum. Þær hlutu ágætar viðtökur og hafa nú lengi verið ófáanleg- ar. Á næstliðnu ári gaf Víkurútgáfan ritin út öðru sinni, en nú nokkuð aukin og í tveim bindum í stað þriggja. Breiðfirskar sagnir Bergsveins Skúla- sonar er safnrit margskyns fróðleiks úr Breiðafirði. Hér ægir öllu saman, þjóð- sögum. frásögnum af fólki, lýsingum á horfnum atvinnu- og búskaparháttum, kveðskap af ýmsu tagi, frásögnum af eftirminnilegum atburðum, og svo mætti áfram telja. Enginn skyldi ganga þess dulinn, að með ritverki þessu hefur Bergsveinn Skúlason unnið þarft verk. Hann hefur haldið til haga ýmsum gömlum fróðleik, sem illa mátti glatast og á þann hátt lagt sitt af mörkum til að auka þekkingu okkar á fortíðinni. Verða bækur sem þessar æ því mikilsverðari sem lengra líður og sá fróðleikur spm þær hafa að geyma fágætari. Ekki vibég dæma um einstaka þætti í OPEL KADETT 250.000.- Uppseldur OPEL ASCONA 359.000.- Nokkrum bílum óráöstafað. OPEL REKORD Dísel frá 383.000.- Nokkrum bílum óráðstafaö til atvinnubílstjóra. Bensín frá 420.000.- Nokkrum bílum óráðstafað. ISUZU PICK UP Dísel 373.000.- Uppseldur Bensín 330.000,- Uppseldur ISUZU WFR 430.000.- til atvinnubílstjóra. Einum bíl óráðstafað. 540.000.- Sitthvað úr útvarp- inu og af vellinum Vilhelm G. Kristinsson: Komiði sæl. Vilhelm G. Kristinsson ræðir við Sigurð Sigurðsson útvarpsmann um lífshlaup hans og ævintýri. Vaka 1983. 294 bls. ■ Sigurður Sigurðsson fyrrverandi fréttamaður er án alls efa einhver vinsæl- asti útvarpsmaður íslenskur. Hann var einstakur íþróttamaður, sem hafði lag á að lýsa jafnhvel hundleiðinlegum keppn- um með þeim hætti, að þeir, sem ekki sáu hvað var að gerast, en hlýddu aðeins á útvarpslýsinguna urðu stórspenntir. Þetta átti við um ýmislegt annað en lýsingar á íþróttakappleikjum. Ég minn- ist þess t.d., að þegar Sigurður var að fjalla um skák, sem hann gerði stundum á árum áður, gat hann gert hundleiðin- legar jafnteflisskákir að geisispennandi viðureignum, afleiki að snilld og vel- þekkta „teóríu" að nýjungum, sem öllum áttu að hafa komið á óvart. Ekki veit ég hvað veldur þessu, en Sigurður virtist oft hafa þann eiginleika, að lifa sig svo inn í það sem hann var að lýsa, að hann gleymdi bæði stund og stað, varð fullgildur þátttakandi í leiknum. Aldrei man ég þó til að hafa heyrt hlutdrægni í lýsingum hans, miklu frekar að hann ætti í erfiðleikum með að berjast jafnt með báðum. í þessari bók rifjar Sigurður upp eitt og annað frá löngum starfsferli í útvarp- inu. Hann bregður upp skemmtilegum svipmyndum af lífi og starfi útvarps- manna á fyrri árum er tækni var löngum frumstæð og starfsaðstæður erfiðar. Að því leyti er bókin nokkur heimild um vaxtarsögu Ríkisútvarpsins. Tilgangur bókarinnar mun þó alls ekki hafa verið sá að segja sögu útvarps- ins. Þetta er bók, sem virðist fyrst og fremst vera sett saman í þeim tilgangi að lífga upp á tilveruna í svartasta skamm- deginu. Sigurður segir margar óborgan- legar sögur af sjálfum sér og samferða- mönnunum og sá maður hlýtur að vera illa dauður, sem ekki getur hlegið inni- lega við lestur hennar. Allt er þó gamanið græskulaust og ætti engan að geta móðgað nema einna helst Sigurð sjálfan. Skrásetjarinn, Vilhelm G. Kristins- son, hefur unnið sitt verk vel. Hann hefur gott lag á að fá sögumann til að segja frá og ritar bókina á þægilegu og lipru máli. Sem sagt, bráðskemmtileg og læsileg bók. Jón Þ. Þór. Siggi Sig. KVÖLDGEST- IR JÓNASAR Kvöldgestir Jónasar Jónassonar. Guðni Kolbeinsson bjó til prentunar. Vaka 1983. 229 bls. ■ Á undanförnum árum hefur það mjög færst í vöxt í ýmsum nágranna- löndum okkar, að efni, sem orðið hefur vinsælt í öðrum fjölmiðlum, sé gefið út á bók svo sem til frekari varðveislu. Þessi siður - góður eða vondur - hefur nú einnig færst hingað tii lands. Enginn skyldi draga í efa, að þáttur Jónasar Jónassonar, Kvöldgestir, er eitt- hvert vinsælasta útvarpsefni, sem flutt hefur verið um langa hríð. Þátturinn hefur stungið skemmtilega í stúf við allt það glamur og hávaða, sem svo mjög hefur færst í vöxt í bæði útvarpi og sjónvarpi, fólk hefur ræðst þar við í rólegheitum og hreinskilni, gestir hafa sagt frá ýmsu sem á dagana hefur drifið og Jónas haft einstök tök á að ljúka upp jafnvel leyndustu sálarafkimum viðmæl- enda sinna. f þessari bók eru birtir átta valdir þættir, sem gefa dágóða spegilmynd af Kvöldgestunum. Viðmælendur Jónasar eru þessir: Garðar Cortes og Manuela Wiesler, Haukur H. Ingólfsson og Ómar Ragnarsson, Róbert Arnfinnsson og Stella Guðmundsdóttir, Ingólfur Guð- brandsson, Kristján frá Djúpalæk og Valgerður Bjarnadóttir, Hulda Á. Stef- ánsdóttir og Snorri Ingimarsson, Helena Eyjólfsdóttir og Sigurður Pétur Björnsson, Guðrún Svava Svavarsdóttir og sr. Gunnar Björnsson. Ýmsir, þar á meðal Jónas sjálfur, ■ Jónas Jónasson. munu hafa dregið í efa, að þetta efni ætti erindi á bók, og víst má um það deila, hvort útvarpsefni eigi yfirleitt erindi í bækur. Því er þó ekki að leyna, að ég fæ ekki betur séð, en að Kvöldgestirnir njóti sín ágætlega í þessum nýja búningi. Með einhverjum hætti hefur tekist að flytja stemninguna yfir á ritmálið og allt það, sem gestirnir höfðu frá að segja kemst vitaskuld engu síður til skila í þessu formi en hinu fyrra. Það er því trúa mín, að margir fastir hlustendur Jónasar eigi eftir að rifja upp skemmti- legar minningar við lestur þessarar bókar. Jón Þ. Þór.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.