Tíminn - 09.12.1983, Side 16

Tíminn - 09.12.1983, Side 16
16 FOSTUDAGUR 9. DESEMBER 1983 heimilistíminn ( umsjón B.St. og K.L. ■ Hilda Torfadótlir er borinn og barnfæddur Reykvíkingur. Samt hefur það nú æxlast svo, að síðustu 12 árin hefur hún verið búsett utan höfuðborg- arinnar. Fyrst lá leiðin til Hveravalla, en þar dvaldist hún, ásamt manni sínum, Hauki Ágústssyni, í 1 ár við veðurathuganir og annað. Síðan dvöld- ust þau í Vopnafirði, þar sem Haukur gegndi prestsskap og sat að Hofi í 8 ár. Þaðan fluttust þau til Eiða, þar sem Haukur var skólastjóri í 1 ár, og síðustu tvö árin hafa þau verið búsett á Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu, þar sem Haukur er skólastjóri. Hilda er talkennari að mennt og hefur stundað kennslustörf þar sem hún hefur verið búsetl hverju sinni. Auk kennslunnar er hún leiðbeinandi í íslensku á Norðurlandi eystra, og þarf því að fara milli skóla í umdæminu reglulega. Þau Hilda og Haukur eiga einn son, Ágúst Torfa, sem er 9 ára. Dagarnir í lífí mínu eru ákaflega mismunandi viðburðaríkir Hvernig er hægt að skrifa um dag í lífi sínu? Hvað er það, sem gerist á venjulegum degi í lífi eins manns, sem er þess virði, að það komi fyrir augu annarra? Eitthvað mun það misjafnt eftir því hver í hlut á og dagarnir í lífi mínu eru ákaflega mismunandi við- burðaríkir. Suma daga er ég heima hjá mér í rólegheitum, sinni búi og barni og eiginmanni, þegar hann getur gefið sér tíma til þess að vera með fjölskyld- unni. En trúlega er það ekki einn þessara daga, sem ætlast er til að ég greini hér frá. Föstudagarnir eru út- varpsdagarnir mínir - þá ek ég til Akureyrar og tek upp þættina mína - það eru ekki heldur sérlega spennandi undubekkingar en einhverjir verða greinilega of seinir í dag. Anægjulegir nemendur - og viljann vantar ekki Ég legg fyrir þau verkefnið og brátt eru þau öll niðursokkin í vinnu. Ég geng á milli og aðstoða eftir þörlum. Þetta eru ánægjulegir nemcndur - getan auðvitað misjöfn, en viljann vantar ekki. Klukkan hringir og allir drífa sig í morgunmatinn. Nú hefur fjölgað á kennarastofu og við spjöllum saman yfir kaffibolla. Næsti tími er líka enskutími í 9. bekk. Hópurinn er annar, en sagan endurtekur sig. Þau spyrja, hvort búið sé að ákveða hvenær jólafríið byrji og ég segi þeim, að það verði ákveðið á kennarafundi í dag, en trúlega fái þau að fara heim 16. desember, en framhaldsdeildarnem- endur ekki fyrr en þann 20. Þá dettur mér í hug, að ekki verði of mikill tími til jólaundirbúnings hjá mér í ár, en hvað um það - þetta tekst allt eins og venjulega. Skráning á bókasafninu og vélritunarpróf Nú er eyða í kennslunni hjá mér og ég fer á bókasafnið. Ég er að vinna við skráningu á safninu og það er mjög spennandi verkefni. Ég hefi opið og nemendur líta inn og ná sér í bækur - aðrir eru í tíma og koma í frímínútun- um. Sumir eru að skrifa ritgerð í sögu og koma til að leita sér að viðbótar- heimildum. Það er leitt að hafa ckki aðstöðu til þess að hafa bókasafnið opið allan daginn og þá helst í sam- bandi við lesstofu. Það er draumur, sem gæti ræst einhvern tíma í framtíð- inni, hver veit. Næsti tími er vélritun hjá 9. bekk. ■ Hilda Torfadóttir hefur mörg jám i eldinum. Hennar aðalstarf er kennsla við Laugaskóla, en auk þess hefur hún umsjón með íslenskukennslu í fræðsluumdæm- inu. Þá kannast landsmenn við hana sem umsjónarmann útvarpsþáttarins Á sveitalínunni. út að leika sér, en ég fer aftur niður í skóla. Þar bíða mtn störf á skrifstof- unni, bókasafnið og kennarafundur klukkan 4. Vonandi komast krakkarnir heim í jólafrí á réttum tíma Tíminn er fljótur að líða og brátt kominn kennarafundur. Þá fáum við kaffi og kökur, nýbakaðar úr eldhús- inu. Það er aðallega verið að ræða um próftöfluna og jólafríið. Vonandi verð- ur veðrið sæmilegt þegar krakkarnir eru búnir svo að þeir komist strax heim og verði ekki innlyksa eins og í fyrra, en þa ■ styttist jólafrí sumra um 2 daga. Þá var ákveðið að halda lokaskemmt- un og ball laugardaginn 10. des.þar sem nemendur fara heim á mismun- andi tíma og ekki hægt að enda á skemmtun eins og við gerðum í hitteð- fyrra með mjög góðum árangri. Að loknum kennarafundi held ég aftur inn á bókasafn - þar er mikið starf óunnið og ég held áfram að plasta. Eins og venjulega, þegar safnið er opið koma nemendur og fá sér bækur. en það er lesnæði og ró og friður hvílir yfir öllu. Ágúst Torfi lítur inn, hann hefur verið að leika sér. Klukkan sjö loka ég safninu og við förum í mötuneytið og fáum okkur að borða. Það er góður matur hér og því freistandi að fá sér bita, þegar tíminn er naumur. Þegar við erum búin að borða förum við heim. Ágúst Torfi fer að læra, en ég fer mað kassa, með náttúrubasti, sem ég var að fá í jólaföndrið, inn á bað, hengi það upp og ætla að rennbleyta það - en þá er allt í einu ekkert vatn. Frostið í dag fór upp í 16 stig og það fraus í vatnsleiðsl- Bið guð að halda verndarhendi yfir unglingunum mínum dagar til frásagnar. Enn aðrir dagar fara í heimsóknir í skóla í fræðslu- umdæminu - ekki held ég að lýsing á slíkum degi sé hér við hæfi. Og þá er komið að þeim dögum, sem ég dvel í skólanum því næst frá morgni til kvölds og þannig degi ætla ég að lýsa - degi í heimavistarskóla - frá sjónarhóli kennara. Enn er myrkur í flestum herbergjum Það er þriðjudagsmorgunn og klukkan hringir klukkan korter gengin í átta. Ég fer á fætur og stilli klukkuna aftur á korter ^fir átta, en þá þarf Ágúst Torfi 9 ; :ara að vakna til þess að fara í skólann. Pabbi hans er heima þangað til hann er farinn, en ég byrja að kenna klukkan átta. Ég geng niður brekkuna í áttina að skólanum, enn er myrkur í flestum herbergjum, verkjararnir eru ekki of árrisulir. Ég opna skólann og fer inn á kennarastofu, kveiki á Ijósritanum, og finn til kladdann minn. Ég er ein á kennarastofunni. Aðrir kennarar, sem kenna í fyrsta tíma, kenna í öðrum húsum og koma ekki á kennarastofu fyrr en í frímínútum. Brátt hringir bjallan og ég fer upp í Uppsali, eða Fjós, eins og stofan er gjarnan kölluð. Þar bíða syfjaðir ní- ■ Það er reisulegt að líta að Laugum í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu, en þar er aðalskólasetur Þingeyinga. Frægastan skal fyrstan telja héraðsskólann, sem nú hefur breytt um hlutverk frá því, sem áður var, en þar er nú veitt fræðsla í 9. bekk og framhaldsdeildum. Þá er þar húsmæðraskóli, barnaskóli og tónlistarskóli. í grennd við skólana hefur risið talsverð byggð og margvísleg þjónusta. Vélritun er mjög misvinsælt fag, en flestir virðast vera að ná tökum á henni. í dag er hópurinn taugaveiklað- ur - ég var búin að segja þeim, að ég myndi hafa fyrsta hraðaprófið í dag og eðlilega segir það til sín. Sumir geta ekkert vegna taugaálagsins, en einn nemandi nær yfir 30 orðum á mínútu, þegar ekki þarf nema 40 til að fá 10, góður árangur það. Það er komið hádegi og ég hendist heim. Ágúst Torfi kemur á sama tíma og við fáum okkur snarl saman. Við spjöllum um það sem við höfum verið að gera og hvað standi til í dag. Ágúst Torfi á 'að fara í spilatíma klukkan fimm og þarf að æfa sig. Við mælum okkur mót klukkan 7. Hann fer síðan unni, sem liggur að húsinu. Þegar hún hefur verið hituð með því að hella á hana vatni er allt komið í lag, en réttast að láta kalt vatn renna úr einum krana, svo sagan endurtaki sig ekki. Nú bleyti ég bastið og hengi það upp til þerris. Það á svo að nota það til jólaföndurs í næstu viku. Hvflík hörmung að fara svona með líf sitt Sjónvarpið <r byrjað - það er verið að endurtaka sniffþáttinn margum- rædda. Hvílík hörmung að fara svona með líf sitt. Mér verður hugsað til unglinganna minna í skólanum og bið Guð að halda verndarhendi sinni yfir þeim. Rétt fyrir klukkan 10 þarf Haukur að fara aftur í skólann þá er kóræfing í Þróttó. Þróttó er gamla íþróttahúsið hér á Laugum og hefur því verið breytt í kvikmyndahús og vonandi tekst okk- ur að gera úr því leikhús áður en langt um líður. Á sviðinu hafa verið haldnir tónleikar auk þess sem skólaskemmt- anir eru haldnar þar á hverju laugar- dagskvöldi. Nú og svo er sýnt þar bíó tvisvar í viku. Þegar Haukur er farinn, förum við Ágúst Torfi að hugsa til hvíldar og brátt erum við komin undir saéng og svefninn sigrar okkur fyrr en varir. Dagur í líf i Hildu Torfadóttur kennara

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.