Tíminn - 09.12.1983, Side 21

Tíminn - 09.12.1983, Side 21
: .. :w FOSTUDAGUR 9. DESEMBER 1983 'T'í C 21 umsjón: B.St. og K.L. einleikstónleika á píanó. Þeir verða í Nor- ræna húsinu sunnudaginn 11. des. n.k. kl. 17.00 stundvíslega. Efnisskráin verður sem hér segir: Sonata í B-dúr, op. 106 („Hammerklávi- er“) eftir Beethoven, Fantasía í B-moll op. 28 eftir A. Scriabin og Fantasía í C-dúr op. 17 eftir R. Schumann. Píanótónleikar Halldórs Haraldssonar á Vestf jörðum Föstudaginn 9. des. fer Halldór Haralds- son píanóleikari til Flateyrar og mun halda þar tónleika og fyrirlestur síðdegis fyrir nemendur tónlistarskólans á staðnum. Um kvöldið heldur hann síðan opinbera tónleika í mötuneyti Hjálms hf. Laugardaginn 10. des. heldur hann síðan tónleika á vegum Tónlistarfélagsins á Isafirði og verða þeir í Alþýðuhúsinu og hefjast kl. 17.00. Á efnisskránni eru verk eftir Brahms, Beethoven, Chopin. deFalla, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Bartók og Ravel. sýningar Sýning Katrínar H. Ágústsdóttur að Gerðubergi Um helgina lýkur sýningum Katrínar H. Ágústsdóttur á batikslæðum og vatnslita- myndum sem opnuð var 1. desember. Einnig lýkur sýningú Kristjáns Inga á ljósmyndum úr bókinni s,Kátt í koti“ sunnu- daginn 11. desember. Sýningarnar eru opnar mánudaga - fimmtudaga frá kl. 16-22 og föstudag - sunnudag frá kl. 14-18. Aðgangur er ókeypis. Sýningu Sigrúnar á Akureyri lýkur Nk. sunnudagskvöld lýkur sýningu Sigrún- ar Jónsdóttur myndlistarmanns í Mánasaln- um í Sjallanum á Akureyri. Á sýningunnieru glerskreytingar, vefnaður, batík og kirkjuleg list. Sýningin er opin virka daga kl. 4-7, en á sunnudaginn kl. 4-10. Árnað heilla Afmæli 70 ára verður í dag föstudaginn 9. deSember Guðmundur Magnússon, bóndi Vindhæli A-Húnavatnssýslu. sundstadir Reykjavík: Sundhöllin, Laugardalslaugin og Sundlaug Vesturbæjar eru opnar frá kl. 7.20-20.30. (Sundhöllin þó lokuð á milli kl.13-15.45). Laugardaga kl. 7.20-17.30. Sunnudaga kl. 8-17.30. Kvennatímar I Sundhöllinni á .fimmtudagskvöldum kl. 21-22. Gufuböð í Vestubæjarlaugog Laugar* dalslaug. Opnunartíma skipt milli kvenna og karla. Uppl. i Vesturbæjarlaug í síma 15004, i Laugardalslaug í sima 34039. Kópavogur: Sundlaugin er opin virka daga kl. 7-9 og 14.30 til 20, á laugardögum kl. 8-19 og á sunnudögum kl. 9-13. Miðasölu lýkur klst. fyrir lokun. Kvennatimar þriðjudaga og miðvikudaga. Hafnarfjörður: Sundhöllin er opin á virkum dögum kl. 7-8.30 og kl. 17.15-19.15 á laugardögum 9-16.15 og á sunnudögum kl. 9-12. Varmárlaug í Mosfellssveit er opin mánud. til föstud. kl. 7-8 og kl. 17-18,30. Kvennatími á þriðjud. og fimmtud. kl. 19-21.30. Karlatim- ar á miðvikud. kl. 19-21.30. Laugardaga opið kl. 14-18, sunnudaga kl. 10-12.30. Sauna, kvennatímar á þriðjud. og fimmtud. kl. 17-21.30, karlatímar miðvd. kl. 17-21.30 og laugard. kl. 14.30-18. Almennir saunatímar i baðfötum sunnud. kl. 10.30-12.30. Sundlaug Breiðholts er opin alla virka daga frá kl. 7.20-9 og 17-20.30. Sunnudaga kl.8-13.30. áætlun akraborgar Frá Reykjavík Kl. 10.00 kl. 13.00 kl. 16.00 kl. 19.00 ' kvöldferðir á Frá Akranesi Kl. 8.30 kl. 11.30 kl. 14.30 kl. 17.30 I april og október verða sunnudögum. — í maí, júní og september verða kvöldferðir á töstudögum og sunnu- dögum. - I júlí og ágúst verða kvöldferðir alla daga nema laugardaga. Kvöldferðir eru frá Akranesi kl. 20.30 og frá Reykjavik kl. 22.00. Afgreiðsla Akranesi sími 2275. Skrifstof- an Akranesi simi 1095. Afgreiðsla Reykajvik, simi 16050. Sim- svari í Rvík, simi 16420. FIKNIEFNI - Lögreglan í Reykjavík, mót- taka upplýsinga, sími 14377 ferdalög Sunnudagur 11. desember- dagsferð kl. 13 Helgafell (215 m) - Skammidalur - Æsustaðafjall. Þetta er létt gönguferð um svæðið norðaustan Skammadals í Mosfells- sveit. Verð kr. 150.- Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, austan- megin. Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Farmiðar við bíl. Áramótaferð Ferðafélagsins í Þórsmörk. Dagsetning er röng í áætlun, en farið verður föstudaginn 30. desember kl. 08. Þetta er 3ja daga ferð. Pantið farmiða tímanlega á skrifstofu F.í. Símar 19533 og 11798. Ferðafélag íslands. timarit ;; ^ I : ■ Náttúruverkur Tímaritið Náttúniverkur er komið út í 10. sinn. Náttúruverkur er gefinn út af tveim félögum háskólanema, Félagi náttúrufræði- nema og Félagi verkfræðinema. Blaðið hefur komið út einu sinni á ári í tíu ár og er að þessu sinni 60 blaðsíður og prýtt fjölda mynda. Að venju fjallar Náttúruverkur um mál sem ofarlega eru á baugi og tengjast sérstak- lega líffræði, jarðfræði, landafræði eða verk- fræði, en flytur líka sögulegt efni tengt þessum fræðigreinum. Sem dæmi um mikilvæg mál sem Náttúru- verkur fjallar um að þessu sinni eru: Mein- dýr, bæði almennt og selurinn sérstaklega. Landvarsla á hálendi íslands, Jarðrask vegna framkvæmda, Blöndumálið og hvað má læra af því, og Hvalveiðar við (sland. En þessi viðfangsefni eru mikið í deiglunni. Aðrar greinar fjalla líka um mikilvæg málefni sem alla varðar. Heimilisfang Náttúruverks er: Félagsstofn- unStúdentaviðHringbraut, 101 Reykjavík. Náttúruverkur fæst í öllum helstu bóka- búðum og kostar 150 kr. frá útgefanda. Hægt er að gerast áskrifandi bæði skriflega og í síma: (91)-38708. Þannig er líka hægt að verða sér úti um eldri eintök af blaðinu. Ásgarður Tímarit BSRB, Ásgarður 4. tbl. 1983 er nýkomið út. Á forsíðu eru myndir frá afhendingu undirskrifta 35 þúsund launþega gegn banni við samningum launafólks. ( blaðinu eru forustugreinar eftir Kristján Thorlacius sem heita Sigur launafólks og Láglaunafólkið á forgangsrétt. Aðrar greinar í blaðinu eru Bandalagsráð- stefna 1983, Kjaramálaályktun Bandalags- ráðstefnunnar, Fjárfesting orsök verðbólgu eftir Björn Arnórsson hagfræðing, Félags- starfið f BSRB og sagt er frá söfnun undirsk- rifta 35. þúsund launþega. „Viðtalið" í þessu blaði er við Ásthildi Bjarnadóttur, sem starfar á dagvistarheimilinu Ásheimum á Selfossi. Sagt er frá sumardvalarstöðunum í Borgarfirði og Eiðum. Margar aðrar greinar og fréttir af félagsstarfi eru í blaðinu. andlát Gunnar Thorarensen, Hafnarstræti 6, Akureyri, lést 4. desember. Hann verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju laugar- daginn 10. des. kl. 13.30. Sigurlaug Sveinsdóttir, frá Hlíð í Hörðu- dal, Litlagerði 3, Reykjavík, andaðist 6. des. sl. á Vífilsstaðaspítala. Arni Sigurðsson, frá Vindási, Kol- hreppi, Samtúni 30, Reykjavík, andaðist aðfaranótt 26. nóv. í Borgarspítalanum. Bálför hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Jóhanna Kristjánsdóttir, Miðvangi 41, Hafnarfirði, lést á gjörgæsludeild Borg- arspítalans þriðjudaginn 6. desember. Gísli Gestsson, Skólagerði 65, Kópa- vogi, lést þriðjudaginn 6. des. Fyrirlestur Frétt frá félagi áhugamanna um heimspeki: Sunnudaginn 11. desember flytur Vilhjálmur Árnason, Ph. D., fyrirlestur á vegum Félags áhugamanna um heimspeki. Fyrirlesturinn nefnist, Einstaklingur, samféiag og siðfræði í fyrirlestrinum mun Vilhjálmur fjalla um þá gagnrýni sem siðfræði hefur sætt af hálfu marxisma annars vegar, en existentialisma hins vegar. Færð verða rök að því að báðar þessar stefnur bendi réttilega á ýmsa van- kanta á síðari tíma siðfræði. Jafnframt eru færð rök að því að í þessum stefnum báðum gæti tilhneiginga sem standi skynsamlegri siðfræði fyrir þrifum. Að lokum mun Vilhjálmur reifa hugmynd um það hvernig móta megi siðfræði sem •tekur mið af marxisma og existentialisma, en forðast villur þeirra. Stjórnin ýmislegt Mynd um þjóðskáld Úkraínumanna í MÍR-salnum N.k. sunnudag, 11. desember kl. 16, verður sovéska kvikmyndin „Taras Shevtsenko" sýnd í MÍR-salnum, Lindargötu 48. Þetta er gömul mynd, gerð 1951, og ein af mörgum kvikmyndum um æviferil frægra manna sem Sovétmenn gerðu á fyrsta áratugnum eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Eins og nafnið bendir til fjallar kvikmyndin um ævi og störf hins fræga brautryðjanda í úkrainskum bókmenntum, skáldsins og myndlistarmannsins Taras Shevtsenko, sem uppi var 1814-1861. Stjórnvöldum í Rússlandi keisarans þótti skáldskapur hans byltingarkenndur og hættu- legur og var hann dæmdur í útlegð af þeim sökum. Lýssir kvikmyndin þessum sögulegu árum í ævi skáldsins. Myndin er með enskum skýringatextum. Aðgangur ókeypis. Notkun rása i 27 MHz tíðnisviðinu Hinn 3. febrúar 1983 gaf samgönguráðuneyt- ið út Auglýsingu um leiðbeiningar varðandi notkun rása t 27 MHz tíðnisviðinu (nr. 60/1983). Auglýsingin var sett með hliðsjón af 11. gr. reglna nr. 506/1979 um starfrækslu almenningstalstöðva í 27 MHz tíðnisviðinu. Af gefnu tilefni leggur ráðuneytið á það áherslu að notendur- farstöðva virði það skipulag sem þar er kveðið á um. Varðandi notkun kallrásanna 6 og 9 tekur ráðuneytið eftirfarandi fram: Rás 6 er kallrás F.R. félaga. Ennfremur hafa FÍB, S.V.F.f. og Almannavarnir ríkisinsrétt til notkunar rásarinnar á þeim tíma sem starfsemi er á vegum þeirra. Rás 9 er kallrás F.R. félaga. Rásin er einnig neyðarrás allra hvort sem þeir eru félagar í F.R. eða ófélagsbundnir. Ráðuneytið tekur fram, að það hefur ekki í hyggju að breyta umræddri auglýsingu. Póstfax-þjónusta frá 1. des. Eins og frá var skýrt á fréttamannafundi er Póstfax-þjónusta hófst hérlendis var áætlað að Póstfax viðskipti yrðu formlega tekin upp við póst- og símstöðvar á Norðurlöndunum síðar.á árinu. Nú hefur verið ákveðið að slíkri þjónustu verði komið á frá og með 1.12. 1983. Við þetta opnast möguleikar til að senda skýrslur, teikningar, skjöl, yfirlýsingar og hvað annað sem myndast með venjulegri Ijósritun, með Póstfaxi til viðtakanda á NorðurlÖndunum á þriðja hundrað póst- og símstöðvar á Norðurlöndunum hafa tæki til móttöku Póstfax-sendinga. Hægt er að senda Póstfax frá fjórum póst- og símaafgreiðslur á íslandi; Póststofunni, Pósthússtræti 5, Reykjavík og póst- og sím- stöðvunum Akureyri, Egilsstöðum og ísa- firði. flokksstarf Félag framsóknarkvenna í Reykjavík heldur sinn árlega jólafund mánudaginn 12. des. kl. 20.30 aö Hótel Heklu Rauðarárstíg 18. Dagskrá: Upplestur o.fl. Ingibjörg Marteinsdóttir sönkona syngur nokkur lög. Muniö jólapakkana. - Mætiö vel. Stjórnin. Reykjaneskjördæmi Framhalds kjördæmisþing Framsóknarmanna í Reykjaneskjördæmi verður haldiö að Hamraborg 5 í Kópavogi miövikudaginn 14. des. kl. 20.30. Stjórnin. Jólaalmanak SUF Dregið hefur verið í jólaalmanaki SUF. Eftirfarandi númer komu upp: 1. des. nr. 2200 2. des. nr. 2151 3. des. nr. 4025 4. des. nr. 804. 5. des. nr. 9206 6. des. nr. 1037. 7. des. nr. 1613. 8. des. nr. 8173 9. des. nr. 406. Jólahappdrætti ins 1983. Framsóknarflokks- Dregið verður í jólahappdrættinu á Þorláksmessu 23. þ.m. og drætti ekki frestað. Þeir sem fengið hata heimsenda miða eru vinsamlega beðnir að gera skil sem fyrst. Greiða má skv. meðfylgjandi gíróseðli í næsta pósthúsi eða peningastofnun og einnig .má senda greiðslur til skrifstofu happ- drættisins Rauðarárstíg 18, Reykjavík. Fundarboð Áður auglýstum fundi um stofnun félags er standi að útgáfu Tímans og boðaður var 10. desember, verður frestað í nokkra daga. Nánar auglýst síðar. Undirbúningsnefnd. t Systir mín Guðbjörg Jónsdóttir Syðra-Velli lést á sjúkrahúsinu á Selfossi þann 7. des. s.l Guðmundur Jónsson Eiginmaður minn Baldvin Trausti Stefánsson, Múla, Seyðisfirðl Andaðist á Landspítalanum þann 6. des. F.h. barna og barnabarna, Margrét ívarsdóttir. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts föður okkar, tengdaföður,afa og langafa Kristmanns Guðmundssonar rithöfundar Warren Sellevold Árni Edvinsson Helgi Björnsson PhilipFine Randi Sellevold Vildís Kristmannsdóttir Hrefna Kristmannsdóttir Ninja Kristmannsdóttir Fine Ingilín Kristmannsdóttir Kaðlín Kristmannsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.