Tíminn - 09.12.1983, Page 24

Tíminn - 09.12.1983, Page 24
*>.( , ** - v'iMjS*«as -,"*ri^>e5hiíí’‘„’Vi Opiö virka daga 9-19 Laugardaga 10-16 H HEDD Skemmuvegi 20 Kopavogi Simar 191)7 75 51 & 7 80 30 Varahlutir Mikið úrval Sendum um land allt Ábyrgð á öllu Kaupum nýlega bila til niðurrifs SAMVINNU TRYGGINGAR &ANDVAKA ARMULA3 SIMI 81411 abriel HÖGGDEYFAR — „ i | , • Hamarshöfði y {JJvarahlutir sími365io. CÍTSÍirU Ritstjorn 86300-Auglysingar 18300- Afgreidsla og askrift 86300 - Kvoldsimar 86387 og 86306 Föstudagur 9. desember 1983 Brádabirgðatölur Fiskifélags íslands um afflabrögd fyrstu 11 mánuði ársins: ÞORSKAFUNN HEFUR MINNKAÐ INIRÚMLEGA 77 ÞðSUND TONN — miðað við sama tímabil í fyrra - aðeins verulegur vöxtur í loðnuveiðum ■ Samkvæmt skýrslu Fiskifé- lags íslands sem kom út í gær með bráðabirgðasölum um afla- brögð á þessu ári frá janúar til mánaðamóta nóvember desem- ber, er þoskafli það sem af er árinu 77.479 tonnum minni en á sama tímabili í fyrra, hefur lækk- að úr 353.979 í 276.500 tonn Þorskafli togaranna hefur minnkað um 22.816 tonn en báta um 54.663 tonn. Annar botn- fiskafli hefur verið lítið eitt meiri í ár en í fyrra en verulegur vöxtur er aðeins í loðnuveiðun- um, loðnuaflinn í ár er orðinn 63.107 tonn en var 13.244 tonn á sama tímabili í fyrra. Skýrslunni fylgir bráðabirgða- yfirlit yfir aflann í nóvember- mánuði og er hann svipaður og í fyrra nema hvað nú veiddust 63.000 tonn af loðnu en engin í nóvémber mánuði í fyrra. Þorsk- afli í nóvember í ár er nálægt einum þriðja minni en í nóvem- ber í fyrra. Það skal áréttað að hér er um bráðabirgðatölur að ræða. - JGK. dagar til jóla ■ í gær voru miklar annir í þinginu, og mörgum mál að fá að tala, en þar sem flokksbrxðurnir Ólafur Ragnar og Hjörlelfur einokuðu ræðustólinn lengi vel, ■ neðri deild, þá komust ekki allir að sem vildu. Arftaki Hjörleifs á ráðherrastól, Sverrir Hermannsson náði þó að skjóta inn orði á ská, og eins og að líkum lætur, þá var ekki neitt elskuvinahjal sem hann sendi forvera sínum, en Hjörleifur virðist lítt snortinn. Tímamynd Ami Sæberg. Félagsheimili Húsavíkur fær rukkun frá bæjarfógeta: LÖGTAK VEGNA BNNAR KRÓNU? — vilja 5 aura I dráttarvexti en eiga bara rétt á fjórum! ■ „Það væri gaman að láta reyna á hvort bæjarfógetaem- bættið fer í hart og gcrír lögtak hjá okkur fyrir skuldinni“ sagði Sigurður Friðriksson fram- kvæmdastjóri Félagsheimilis Húsavíkur í samtali við Tímann í gær en bæjarfógetaembættið liefur sent Félagsheimilinu bréf þar sem þess er krafls að það greiði eftirstöðvar af launaskatti fyrir áríð 1982, að upphæð 1 króna. Sigurður sagði að við uppgjör vegna launaskattsins hefði hann lagt vitlaust saman þannig að munaði þessari krónu. Bæjar- fógeti sendi síðan bréf í lok síðasta mánaðar þar sem þess var krafist að skuldin yrði greidd innan 15. desember eneftirþað myndu 5% dráttarvextir leggjast á skuldina. Sigurður sagðist hafa fengið þær upplýsingar frá verka- lýðsfélagi að dráttarvextir væru aðeins 4% þannig að verið sé að krefja Félagsheimilið um að greiða einum eyri meira en því bæri. - GSH. „SKEIÐARÁ HEFUR ST1GIÐ í DAG” — segir Ragnar Stefáns- son á Skaftafelli ■ „Það sígur í þetta jafnt og þétt, það var nú lítill vöxtur í ánni í nótt en hún hefur stigið í dag“ sagði Ragnar Stefánsson bóndi á Skaftafelli þegar Tím- inn leitaði hjá honum frétta í gær af Skeiðarárhlaupinu sem er nýhafíð. Ragnar sagði að þessi hlaup tækju yfirleitt mánuð frá því fyrst verður vart við þau en hann hefði séð breytingar á ánni fyrir um viku. Ragnar sagði að áin væri nú mjög dökk og hlauplitur á henni og einnig legði mikla jöklafýlu af vatn- inu. - GSH. VIDEO- INN- BROT ■ Brotistvarinnítværvídco- leigur aðfaranótt miðvikudags. Gluggi var spenntur upp á húsnæði Videosýn, Arnar- bakka' 2 og þaðan stolið 500 krónum í skiptimynt sem var í peningakassa. Einnig var brotist inn í Vídeospóluna viö Bræðra- borgarstíg. Þar var brotin upp útihurð baka til á húsinu og myndscgulbandstæki af gerð- inni Sony stolið. Ekki var hreyft við öðru í húsinu og meðal annarrs var skilin eftir skiptimynt í afgreiðslukassa. -GSH ÁTTUNDU SKÁKINNI FRESTAÐ ■ Áttundu cinvígisskák þeirra Kortsnojs og Kaspar- ovs, sem átti að teflast í Lund- únum í gær var frestað að beiðni Koiisnojs. Eftir góða byrjun hefur Kortsnoj vegnað illa í einvíg- inu og tapað tveim skákum í röð og þar með forustunni í hendur kcppinautar síns, sem þykir hafa sýnt mjög góða taflmennsku í síðari hluta ein- vígisins. En Kortsnoj er eldri en tvævetur og undirbýr vænt- anlcga ýmis launráð í fríinu. I: -JGK . BRÆIA Á MKHJNUM ■ Brælavaráloðnumiðunum í gær og engin veiði en undan- farið hefur veiðst mjög vel á allstóru svæði norður af Langa- nesi og austur að Dalatanga. Sólarhringinn á undan komu t.d. á land um 115(X) tonn af loðnu seni þykir injög góð sólarhringsveiði. Hjá loðnunefnd fengust þær , upplýsingar að mikil vinna hefði verið á þeim stöðum sem taka á móti loðnu en enginn sérstakur staður skæri sig úr enda væri reynt að dreifa lönduninni. -GSH dropar Sólskinsflokkurinn að lifna við ■ Svo virðist sem Sólskins- flokkurinn sé að lifna við Á fullveldisdaginn, 1. dcsember, samþykkti hann eftirfarandi fréttatilkynningu, sem blöðun- um hafa boríst: „Sólskinsflokkurinn lýsir yfir fullum stuðningi við ný- framkomna þingsályktunartil- lögu um sölu og bruggun áfengs öls hérlendis. Sólskinsflokkurinn bendir á að tillagan komi heim og sam- an við framtíðarsýn flokksins og er ennfremur hvati til að leysa úr læðingi hið bælda sólskinseðli þjóðarinnar. I framsögu sem ölgerðarsér- fræðingur flokksins hélt á miðstjórnarfundi á dögunum kom fram að síðan íslendingar . hættu að drekka áfcngan mjöð án þess að storka lögum landsins, þá hafl veðurfar farið hríð-vcrsnandi. Þarna er á ferðinni augljóst orsakasamband og svo virðist sem eftir hörmulegt sumar hafl skaplegt haust brætt nokkuð móttækileg þingmannshjörtu. Að lokum áréttuðu fundar- menn tilmæli um tafarlausa niðurfellingu aðflutningsgjalda af strápilsum.“ Amfetamínnefnd - hvað er nú það? ■ Ymissa grasa kennir þegar flett er í stórmerkrí skýrslu ijármálaráðuneytisins um stjómir, nefndir og ráð ríkisins fyrir sl. ár. Þegar blaðað er í gegnum nefndir á vegum heil- brigðis- og tryggingaráðuneyt- isins þá stöðva augun á nefnd sem hcitir Amfetamínnefnd og vaknaöi þá auðvitað sú spurning, hvort hér væri um áróðusnefnd Ijvi. amfetainín- framleiðendur að ræða, en þegar grannt er skoðað kemur hið rétta í Ijós: nefndin var sett af landlækni í ágúst 1976 til ráðgjafar samkvæmt auglýs- ingum um takmarkanir á ávís- unum lækna á amfetamín og nokkur fleiri lyf. Nefndar- reksturinn kostaði á sl. árí 28.725 krónur, og þykir það nú víst ekki nema Dropi í haf rekstrarkostnaðar á nefndum á vegum ríkisins. Krummi... ... er að velta því fyrir sér, hvort hin þvottahúsin fari ekk- ert að óttast samkeppnina!

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.