Tíminn - 28.12.1983, Page 3
MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1983
3
■ „Spennan í mótinu var gífurleg.
Jóhann var lengst af með forystuna og
stefndi hraðbyri á sigur en mér tókst að
ná honum á endasprettinum. Mér gekk
nefnilega mun betur seinni hluta
mótsins,“ sagði Helgi Olafsson, sem
annað árið í röð deildi sigri í jólahrað-
skákmóti Utvegsbankans með öðrum -
nú Jóhanni Hjartarsyni en í fyrra Friðriki
Olafssyni.
- Þú fékkst fossandi blóðnasir í miðju
mótinu?
„Já. Það var nokkuð svakalegt. En
með dyggri aðstoð Alberts Guðmunds-
sonar fjármálaráðherra, sem brá mjög
skjótt við og hljóp til mín með vasaklút,
tókst að stöðva blóðrennslið. Það er
svolítið kyndugt að blóðnasirnar virtust
nokkurs konar vendipunktur í mótinu
fyrir mig. Ég komst í mikið stuð og vann
hverja einustu skák sem eftir var.“
- Það var mikill hraði í mörgum
skákunum?
„Þær voru margar skemmtilegar.
Hvað mig varðar held ég að skákirnar
við Jón L. og Friðrik verði mér minnis-
stæðastar. Þær voru báðar rosalega hratt
tefldar undir lokið - hálfgerður barning-
ur.“
- Þú hefur verið sigursæll á hraðskák-
mótum að undanförnu - er hraðskák
kannski þín sérgrein?
„Því mótmæli ég algjörlega. Ég hef
hins vegar verið meira áberandi á
hraðskákmótum að undanförnu af því
ég hef bara telft á léttum mótum. En ég
álít hraðskákina vera nokkurs konar
fingraleikfimi - hún reynir jafnt hend-
urnar en hausinn. Það er engin alvara í
þessu en kappskákirnar eru háalvarlegt
mál.“ sagði Helgi.
- Sjó
■ Helgi Ólafsson og Jóhann Hjartar-
son urðu efstir og jafnir með 16 vinninga
af 19 mögulegum á þriðja jólahraðskák-
móti Útvegsbankans, sem haldið var í
húsakynnum aðalbankans við Austur-
stræti á annan í jólum. Tuttugu helstu
skákmeistarar þjóðarinnar tóku þátt í
mótinu og tefldu allir við alla, þannig að
hver tefldi 19 skákir.
Jón L. Arnason var í þriðja sæti með
15, vinninga. í fjóðra sæti var Margeir
Pétursson, með 12 V4. í fimmta til
sjöunda sæti voru Friðrik Ólafsson, Dan
Hanson og Bragi Kristjánsson, allir með
tólf vinninga.
-Sjó.
■ Albert Guðmundsson, fjármálaráðherra, afhenti sigurvegurunum verðlaunin að mótinu loknu.
ur með
mfna
segir Jóhann
Hjartarson
■ „Það er mjög erfitt að tefla á svona
móti - maður er eiginlega stífur af stressi
allan tímann. Þetta var líka óvenjulega
langt, rúmlega 5lð tími og 19 skákir. En
ég er mjög ánægður með mína útkomu,"
sagði Jóhann Hjartarson, sem ásamt
Helga Ólafssyni sigraði jólahraðskák-
mót Útvegsbankans. „Mér gekk illa til
að byrja með, var aðeins með 50%
unnið eftir fjórar fyrstu skákirnar. Síðan
náði ég mér á strik og vann 13 skákir í
röð, en svo tapaði ég fyrir Margeiri og
Helgi komst upp að hliðinni á mér.
Aftur á móti vann ég tvær síðustu
skákirnar," sagði Jóhann.
- Var einhver skák sérstaklega eftir-
minnileg?
„Ég var mjög ánægður með rnína skák
á móti Friðriki Ólafssyni. Mér hefur
alltaf gengið frekar illa á móti honum,
en núna var gífurleg spenna í skákinni
og mikið tímahrak og mér tókst að plata
hann undir lokin svo að hann gaf. Ég
held að þetta hafi verið í fyrsta skipti
sem Friðrki hefur tapað fyrir mér,“ sagði
Jóhann.
Jóhann var í þriðja sæti á jólahrað-
skákmótinu í fyrra, á eftir Hclga Ólafs-
syni og Friðriki Ólafssyni. „Ég hef alltaf
haft mjög gaman af hraðskákmótum -
þau eru í raun allt annað en kappskák-
mót. Ég mætti auðvitað til leiks með því
hugarfari að gera mitt besta. En fyrir
fram gerði ég rnér engar hugmyndir um
það hvort mér tækist að sigra. Þannig
kom sigurinn mér á óvart í aðra rönd-
ina,“ sagði Jóhann.
fréttir
Jólahraðskákmót Útvegsbankans:
„KOMST IJNIKIÐ STIIÐ
KFTIR BLOÐNASIRNAR
segir Helgi Ol
skákmóti
F! / /A/T
5 gíra kassi
• Tauklædd sæti
• Sportstýri
• Skutbflsútfærsla
• Hiti og þurrka í afturrúðu
• Hólf í hliðarhurðum
• Litað gler
• Sportfelgur
• Hjólbogalistar
• Breiðir hliðarlistar
• Vindlakveikjari
• Hilla í mælaborði
• Hliðarspegill stilftur innan frá
• Opnanlegir hliðargluggar aftur í
• Quarts klukka
• Stokkur og hólf á milli framsæta
ENDURSÚLUBÍLL NÚMER EITT
Sími 77200
r Sími 77202
Smiðjuvegi 4C, Kópavogi
IEGILL
/ VtLHJÁLMSSON HF.