Tíminn - 28.12.1983, Page 4
4______
fréttir
Itttóra
MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1983
Líkur á ad bádir togarar Grundfirdinga stöðvist um áramót vegna olfuskulda:
JEIMINGUR BÆIARBÚA GETUR PAKK-
AB SAMAN EF SKIPIN VERBA SEIB"
— segir Hjálmar Gunnarsson, útgerðarmaður Sigurfara II,
sem telur að þorskverð þurfi að þrefaldast
■ „Það stefnir í það að togararnir hér
hjá okkur stöðvist nú um áramótin,
vegna almennra rekstrarörðugleika,“
sagði Hjálmar Gunnarsson útgerðar-
maður á Grundarfirði, er Tíminn rxddi
við hann í gær, en Hjálmar gerir m.a. út
togarann Sigurfara II, frá Grundarfírði.
Hjálmar sagði að enn væri ekkert
hægt að fullyrða um þessi mál, því ekki
væri búið að gera opinberar ákvaröanir
um kvótaskiptingu og flcira, en menn
hlytu að sjálfsögðu að taka sínar ákvarð-
anir þegar kvótaskiptingin lægi fyrir, svo
sem ákvarðanir um það, hvort þeir vildu
gera skip sín út í óvissutíð í janúar í
illviðrum og tregfíski, eða bíða eftir betri
tíð, til þess að veiða sinn kvóta.
„Rekstrarörðugleikar útgerðar eru
geysilega miklir,“ sagði Hjálmar, „og
ekki verður séð hvernig fram úr þeim
verður ráðið. Mig vantar til dæmis olíu
á mín skip, 100 tonn af olíu, sem kosta
800 þúsund krónúr. Nú, fái ég olíuna
lánaða með góðu móti, þá fer ég af stað
með mín skip cftir áramótin."
■ Runólfur, annar togari Grundfirðinga í klakaböndum í Grundarfjarðarhöfn. Svo kann að fara að fjölmargir togarar
liggi við festar í janúarmánuði, ef útgerðarmenn ákveða að bíða með að veiða kvóta sinn þar til betur viðrar og fískast.
Myn - Ari Liebermann
Hjálmar sagði að margt fieira spilaði
inn í og yki á rekstrarörðugleika útgerð-
arinnar: „Fiskverð er til að mynda alltof
lágt,“ sagði Hjálmar, „en ég fæ ekki
nema einn og hálfan líter af olíu hér fyrir
þorskkílóið, en ef ég læt sigla með
aflann, þá fæ ég sjö til átta lítra af olíu
fyrir þorskkílóið í Englandi. Fiskverð
þarf því að hækka í um 30 krónur að
meðaltali, úr þeim 10 sem þorskkílóið
stendur í núna. Það þarf með öðrum
orðum að þrefaldast, til þess að einhver
glóra sé í rekstrinum og vextir þurfa að
lækka mjög verulega."
Hjálmar sagði jafnframt: „Það getur
vel komið til greina að ég selji mín skip,
en þá verða menn náttúrlega að athuga
það, að svona skip fáum við ekki aftur.
Auk þess sem ég held að helmingur
bæjarbúa megi pakka sig saman, ef
skipin verða seld héðan. Það er auðvitað
þeirra sem bjuggu til þennan hnút, að
greiða úr honum, eða skera á hann, og
það eru þeir sem hafa átt að stjórna
þessu landi."
-AB
■ M/S Fjallfoss er væntanlegur í næsla mánuði.
Eimskip kaup
ir nýtt skip
á 45 milljónir
■ Eimskip hefur fest kaup á þýsku
stórflutningaskipi og fær félagið skipið
væntanlega afhent í næsta mánuði. Skip-
ið mun bera nafnið M/S FjallfosS og var
það smíðað í Þýskalandi 1977, og er
kaupverð þess um 45 milljónir íslenskra
króna.
Skipið er að burðargetu um 1700 tonn
og mun það aðallega flytja sjávarafurðir
til útflutnings, byggingavörur og vörur
fyrir stóriðju hingað til lands. Getur
skipið flutt um níutíu 20 feta gámaein-
ingar.
Skipið er 73 metrar að lengd, og 11.8
metrar á breidd og er ganghraði þess
12.5 sjómílur.
Sem dæmi um það hvernig skipið er
útbúið, þá má nefna 2 þungabómur, sem
geta lyft allt að 25 tonnum.
-AB
Flugleidir:
Taka tvær áttur
á leigu hjá KLM
■ Flugleiðir hafa tekið á leigu tvær
DC-8 þotur frá hollenska flugfélaginu
KLM, og verða þoturnar, sem eru af
gerðinni 63 á Ameríkuleiðinni hjá Flug-
leiðum.
Þessar upplýsingar fékk Tíminn í gær
hjá Sæmundi Guðvinssyni, fréttafulltrúa
Flugleiða, og sagði hann að þessi gerð
væri sama gerð og þær DC-8 þotur sem
Flugleiðir eru með, að því undanskildu
að þessar væru með svokölluðum brcið-
þotuinnréttingum, en það væru innrétt-
ingar sem væru bjartari og betri. og
væru m.a. með lokuðum farangurshólf-
um fyrir ofan sætin.
Sæmundur sagði að fyrri þotan kæmi
1. mars n.k. og hin síðari þann 1. apríl
n.k. _ab
Grundarfjördur:
„Atvinnuöryggi 150
manna er í haettu”
■ „Atvinnuöryggi að minnsta kosti
150 nianns er í hættu ef svo fer að
togararnir stöðvast,“ sagði Sigurður
Lárusson formaður Verkalýðsfélagsins
Stjarnan Grundarfírði, er Tíminn
ræddi við hann í gær um horfurnar f
atvinnumáluin Grundfirðinga, ef svo
fer að báðir togarar Grundarfjarðar,
Sigurfari II og Runólfur stöðvast vegna
olíuskulda nú um áramótin, eins og allt
stcfnir í.
„Það er nú ekki svo mikið hægt að
segja um málið að svo stöddu," sagði
Sigurður. „því þetta er allt svo óljóst
ennþá, en auðvitað eru mcnn uggandi
um sinn hag, því það er náttúrlega
ófremdarástand framundan ef svo fer
að togararnir stöðvast."
Sigurður sagði að útgerðarmennirnir
hefðu á fundi með atvinnumálanefnd
og hrcppsnefnd nú fyrir jólin sagt að
búast mætti við þessari stöðvun, en þó
hefðu þcir ekki kveðið endanlega upp-
úr með það. Hann sagði að því væru
menn að vona að eitthvað myndi nú úr
rætast.
í Hraðfrystihúsi Grundarfjarðar
starfa um 80 manns þegar flest er, á
hvorum togara fyrir sig eru um 15
manns, og í hinu frystihúsinu eru um
50 starfsmenn, þannig að lauslega
áætlað er hér um atvinnuöryggi 160
manns að ræða.
Nægt hráefni til úrvinnslu cr fram að
áramótum í fiskvinnslustöðvunum á
Grundarfirði, því að í gær var landað
úr Runólfi uni 80 tonnum af fiski, og
úr Sigurfara II var landað um 100
tonnum sl. föstudag. _AB
rrMikill samdráttur
í þorskafla mun leiða
til minni atvinnu”
— segir Steingrímur Hermannsson,
forsætisrádherra
Hl Ekkert virðist geta komið í veg
fyrir að atvinnuöryggi í sjávarplássum
vcrði mjög ótryggt, eftir að veiðar
hefjast á nýju ári, samkvæmt því
kvótakerfisfyrirkomulagi sem nú er í
undirbúningi, því líklegt má telja að
útgerðarmenn leggi skipum sínum
þann tíma sem verst viðrar eða minnst
fiskast, eins og kemur fram í samtali
við Hjálmar Gunnarsson, útgerðar-
mann á Grundarfirði, á öðrum stað
hér í hlaðinu.
„Það liggur alveg í hlutarins eðli, að
svona mikill samdráttur í þorskafla,
sem gert er ráð fyrir á næsta ári. hann
mun leiða til minni atvinnu" sagði
Steingrímur Hcrmannsson, íorsætis-
ráðherra m.a er Tíminn ræddi þessar
horfur við hann í gær. „Það þarf færri
tíma og færri hendur til þess að vínna
220 þúsund tonn af þorski, heldur en
400 þúsund. Spurningin er því sú,
hvernig þessari minni atvinnu verður
ráðstafað, eða hvernig hún cr
framkvæmd," sagði forsætisráðherra.
Hann sagði að það mætti hugsa sér
að þessi afti yröi unninn á skemmri
tíma yfir árið, en gert hefði verið
hingað til, en það þýddi það, að
einhvern liluta ársins yrði það fólk.
sem hefði atvinnu sína af fiskvinnslu
eða veiðum, atvinnuiaust.
„Ég held að útgerðarmenn hljóti að
verða að fækka úthaldsdögum," sagði
Steingrímur, „en það er auðvitað
spurning mcð stað eins og Grundar-
fjörð, þar sem eru tveir togarar og
nokkrir bátar, hvort togararnir þurfi
að stoppast á sama tíma, sem auðvitað
hefði afdrifaríkar afleiðingar í för með
sér fýrir atvinnulíf staðarins. Mér
finnst eðlilegt að leitað verði á hverjum
stað leiða til þess að slíkt gerist ekki,
því auðvitað er Grundarfjörður
aðeins einn fjölmargra staða þar sem
svipað verður ástatt.
Nú, þá kemur einnig til greina að
velja leið, sem væri í því fólgin að
lokað væri i einn mánuð á sumri, sem
væri þá sumarleyfismánuður."
Forsætisráðherra sagði að ýmsar
slíkar leiðir þyrftu útgerðarmenn og
forsvarsmenn vtðkomandi staða að
kanna. til þess að vita hvernig þessi
samdráttur kætni sem skást út bæði
fyrir útgerðina og þá sem vinna í landi.
„Ríkisstjórnin hefur jafnframt í
huga, að fá menn í nefnd til þess að
fjaila um það atvinnuástand sem skap-
ast við þessa erfiðleika útgerðarinnar
víða um land og þá koma upp spurn-
ingar um það hvort eitthvað er hægt
að gera af opinberri hálfu til þess að
bæta atvinnuástandið og koma
mönnum yfir þessa tímabundnu erftð-
leika," sagði forsætisráðherra, og bætti
því við að hann óttaðist að töluvert
meira þyrfti til að koma, til aðstoðar,
en sú lenging lána Fiskveiðasjóðs sem
hefur verið ákveðin og lækkun vaxta.
Nefndi liann sérstaklega t því sam-
bandi að fyrirgrciðsla af opinberri
hálfu þyrfti til að koma, þar sem um
væri að ræða nýlega togara sem væru
með gífurlegan fjármagnskostnað á
bakinu.
-AB