Tíminn - 28.12.1983, Blaðsíða 5

Tíminn - 28.12.1983, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1983 5 Mikil hálka vída á vegum Reykjanesbraut: þrjAr bifreiðar í HÖRKU ÁREKSTRI — þrír farþegar fluttir á slysadeild ■ Mjög haröur árekstur varð á Reykja- nesbraut, um 2 kflómetra sunnan viö Straumsvík um kl. 22:00 á mánudags- kvöld. Þar lentu þrír bflar saman með samtals 11 manns innanborðs. Þrír voru fluttir á slysadeild en reyndust ekki alvarlega meiddir. Einn bfliinn er ger- ónýtur eftir áreksturinn en hinir tveir mikið skemmdir. Að sögn lögreglunnar í Hafnarflrði voru tveir bflanna á suðurleið þegar þriðji bfllinn kom á móti. Ökumaður hans hafði misst stjórn á bflnum og lenti fyrst á hlið fremri bílsins sem á móti kom og síðan beint framan á þann síðari. og kastaðist síðan út af veginum. Farþegi í bflnum sem ekið var í átt að Reykjavík, mun hafa rifbrotnað en fékk að fara heim af sjúkrahúsi í gær. Öku- maður bflsins og farþegi á aftari bílnum voru einnig fluttir á slysadeild en fengu að fara heim að lokinni skoðun. Farþeg- ar í bflunum sem ekið var suður voru í öryggisbeltum og mun það hafa bjargað þeim frá meiðslum. GSH ■ Hálka var víða á vegum landsins í gær og sums staðar mjög mikil, sam- kvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Af Austurlandi fengum við t.d. fréttir af gífurlegri hálku á flestum vegum. Margir bflar áttu þar í vandræðum og lentu út af vegum af þeim sökum. Svipaðar sögur heyrðum við af Norðurlandi eystra. Versta veður gekk yfir vestanvert landið á tímabili í gær og snjóaði þá mikið um tíma. Hvessi á þeim slóðum býst Vegagerðin við töluverðum skaf- renningi. Vegagerðarmenn á Akureyri sögðu flestar leiðir í hcraðinu og austur um hafa verið opnaðar í gær. Síðdegis fór veður þar versnandi og byrjaði að draga í skafla. Bjuggust menn því við að allt gæti lokast aftur í gærkvöldi og í nótt. A Vestfjörðum sunnanverðum voru flestir vegir opnir stórum bílum og jeppum, en þyngri færð norðar. Snjóflóð höfðu fallið í Óshlíðinni, en hún var hreinsuð í gær. Breiðadals- og Botns- heiðar voru ófærar og ekki ruddar vegna slæms veðurútlits. Að sögn Vegagerðarinnar voru vegir um Borgarfjörð og vestur í Dali mokaðir í gær, svo og um Snæfellsnesið norðan- vert, út í Rif. Fjallvegir á Nesinu voru ekki ruddir og eru ófærir. Frá Reykjavík var fært um Hellisheiði og Suðurland allt austur á firði. -HEl o vegwrenqur um Vesfarlandsveg Það er búið að opna nýja bensínstöð við Langatanga í Mosfellssveit. Þar færðu bensín, olíur, bílavörur og allskyns smávörur. Opið alla daga frá kl. 8-22. Nú er um að gera að renna við og reyna viðskiptin, okkareránægjan. Shell V/Langatanga

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.