Tíminn - 28.12.1983, Blaðsíða 6

Tíminn - 28.12.1983, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 2«. DESEMBER 1983 ALLTIHÁALOHI í DALLAS-HERBUÐUM —lá við slagsmálum milli stjarnanna Priscillu Presley og Lindu Gray! ■ DALLAS-stjörnurnar Linda Gray og Priscilla Presley eiga í stöðugum illindum við upptökur á sjónvarpsþáttunum frægu. Samstarfsfólk þeirra segir að leikkonurnar hatis; og geti varla talað saman ncpia mcs s! etingi. Linda hefur verið neð í DALLAS-þáttunum l'rá upp- hafi, en Priscilla er nýhvrjuð, en hún þykir vera stor upp á sig og fcllur ekki inn í liopinn, þar sem allir þckkjast vel. Priscilla á það til að vilja vera með einhverja „drottningarstæla“ þá vill hún láta stjana við sig og snúast í kringum sig. Það gekk alvcg fram af Lindu eitt sinn nýlega, er þær voru báðar í upptöku, og Priscilla skipaði einum tæknimanninum að ná í eitthvað smávegis fyrir sig i búningsherbergið sitt. Linda æddi til hennar og spurði hvað hún héldi eiginlega að hún væri. Hún væri nýbyrjuð þarna í Dallas og hefði bara lltið hlutverk, og það passaði ekki fyrir hana að vera að gera sig merkilega. Priscilla lét hana ekkert eiga hjá sér, og hreytti út úr sér, að Linda væri bara öfundsjúk út í sig, þar sem hún væri miklu yngri og fallegri en Linda sjálf, - þetta væri bara afbrýðisemi. Auk þess að Lindu kæmi ekki við hvað hún gerði, því hún hefði ekkert yfir sér að segja. Tæknimenn og starfsmenn náðu því aðeins að ganga á milli áður en stjörnurnar ruku saman í slagsmál. Það tók hcilmikinn tima að róa dömurnar áður en hægt var að byrja aftur að vinna. „Það þýðir ekkert annað en að reyna að koma því svo fyrir að þær þurfi ekki að vinna báðar í einu, Linda og Priscilla, það verða bara vandræði úr því,“ sagði stjórnandi þáttanna hnugg- inn á eftir þessi læti. ■ Linda sagði Priscillu að hætta að vera með svona mont og stærilæti, en fékk það óþvegið hjá henni til baka. ■ Priscilla Presley er nýbyrjuð að leika í DALLAS. Hún segist vera sú fallegasta í þeim þáttum, og það eigi því að koma fram við sig eins og stjörnu-leikkonu. JOHN KENNEDY YNGRt VHL VERDAIEKAFI en móðir hans er á öðru máli ■ Terri Shields, móðir Brooke Shields, hafði uppi stórar áætlan- ir um nánustu framtíö dóttur sinnar og leit út fyrir á tímabili, að hún ntyndi hafa sitt fram sem cndranær. En skyndilega kom balib í bátinn og áætlanirnar urðu að engu. I veg fyrir áform Terri kom önnur viljasterk móðir. Terri Sbields hal'ði ætlaö sér aö gera nýja útgáfu af Kamelíu- frúnni, sem Greta Garbo gerði ódauðlega í kvikntynd 1936. Söguefnið er það sama og í óperunni La Traviata, þ.e. ung fögur stúlka, sem hefur það að lilibrauði aö láta cl'naða karl- inenn sjá sér farborða, heillar ungan mann af góðum ættum svo að hann sér ekki sólina fyrir henni. Ast sína til hans sannar liún endanlega með pví að reka hann frá ser að beiðni föður hans. Hún er þá þcgar illa haldin af berklum, sem verða henni skömmu síðar að aldurtiln. Með hlutverk Kamelíufrúarinnar hafði Terri hugsaö sér að Brookc dóttir hennar færi, en með hlut- verk unga mannsins átti John Kennedy yngri aö fara, en hans æðsti draumur er að verða leik- ari. Jaqueline móður Johns þótti þctta ckki nógu viröulegt hlut- verk fyrir son sinn sem stökkpall- ur að þeirri framabraut, sem hún hefur valið honum. Henni þykir ncfnilega ekkert sjálfsagðara en að hann haldi í heiðri fjölskyldu- hefðina og gerist forystumaður í ■ En Jaqueline kom í veg fyrir þær áætlanir. viðtal dagsins ■ Rósa Tómasdóttir apótekari Nesapóteks er hér þriðja frá vinstri, börn hennar Aslaug, Sigríður og Darri eru henni á vinstri hönd, en aðrir starfsmenn apóteksins eru henni á hægri hönd. Tímamynd - G.E. Apótek á nýjan leik á Seltjarnarnesi, eftir 150 ára hlé: „MÖHEFUREKW VEHBGENGtö FMMHIÁOKKUR" segir Rósa Tómasdóttir apótekari í Nesapóteki, ein fárra kvenna á landinu í starfi apótekara ■ Ein fárra kvenna í hópi apó- tekara á íslandi opnaði apótek sitt á Seltjarnamesi, Nesapótek þann 22. þesa mánaðar, en það er Rósa Tómasdóttir. Tíminn spjallaði lítillega við hana í því tilefni og spurði fyrst hvort aðdragandi þess að Nesap- ótek væri opnað á nýjan leik hefði verið langur, en Nesapótek var fyrsta apótekið á landinu stofnsctt 1760 af Bjarna Pálssyni landlækni en það hætti starfsemi 1833, eða flutti til Reykjavíkur, þannig að nú eru liðin 150 ár frá því að apótek hefur verið starf- rækt á Seltjarnarnesi. „Lyfsöluleyfið var auglýst fyrst í fehrúar sl.,” segir Rósa, „og leyfið var svo veitt fyrst í april, af Svavari Gestssyni heil- brigðisráðherra, og ég var sú heppna. Þaðvoru tvö lyfsöluleyfi sem voru auglýst um leið, þetta og nýja apótekið í Breiðholti, og samtals sóttu 12 lyfjafræðingar um lyfsöluleyfin, en við vorum bara tvö sem sóttum eingöngu um lyfsöluleyfið hér á Nesinu." - Hvar lærðir þú lyfjafræði,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.