Tíminn - 28.12.1983, Side 8

Tíminn - 28.12.1983, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1983 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv . Hermannsson, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (iþróttir), Skafti Jónsson. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn:' Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, Flosi Kristjánsson, Guðný Jónsdóttir Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306. Verð i lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 250.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Átta staðreyndir um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar ■ í hinni ítarlegu ræðu, sem Kristján Benediktsson flutti við fyrri umræðu í borgarstjórn Reykjavikur um fjárhagsáætl-. un Reykjavíkur fyrir árið 1984, dró hann saman nokkur aðalatriði í ræðulokin. Þau voru þessi: 1. Að dómi Þjóðhagsstofnunar munu tekjur fólks á næsta ári verða 20% hærri en í ár. 2. Eigi greiðslubyrði ekki að aukast, þarf að miða hækkun gjalda milli ára við þessa eða svipaða prósentu til viðbótar mati á fjölgun gjaldenda. 3. Vegna hraðminnkandi verðbólgu og vaxtalækkunar munu rekstrargjöld borgarsjóðs aðeins hækka um 22,5% á næsta ári. 4. Þrátt fyrir framangreindar staðreyndir ætlar meirihlutinn í borgarstjórn að hækka útsvarsupphæðina um 320 milljónir króna eða um 41,56% frá áætlaðri útkomu á þessu ári og heildartekjur borgarsjóðs um 712 millj. kr. eða 42,07%. 5. Til viðbótar er svo áformuð stórfelld hækkun á gjaldskrám allra þjónustufyrirtækja borgarinnar, sem tii samans nemur hundruðum milljóna króna. 6. Nái þessar hækkanir fram að ganga, mun greiðslubyrði hverrar fjögurra manna fjölskyldu, miðað við að tekjur hennar vaxi um 20% milli ára, aukast um 16 þúsund kr. vegna hækkunar hjá borgarsjóði einum. Sú tala fer langt yfir 20 þúsund séu fyrirhugaðar gjaldskrár- hækkanir þjónustufyrirtækja teknar með í dæmið. 7. Þrátt fyrir nokkra skuldasöfnun borgarsjóðs á þessu ári eru engin rök fyrir svo hóflausri skattheimtu er felst í þessari fjárhagsáætlun. Við þær aðstæður, sem nú ríkja, ber borginni að stilla álagningu í hóf og láta sér nægja svipuð umsvif á næsta ári og verið hafa á þessu. 8. Athyglisvert er, að þrátt fyrir hinar stórfelldu gjaldskrár- hækkanir hjá Reykjavíkurborg, sem nema meira en 20% umfram spá um aukningu tekna hjá almenningi hafa engar tillögur um lækkun komið fram í borgarstjórn frá öðrum en borgarfulltrúum Framsóknarflokksins. r Atján barna faðir í borgarstjórn ■ Sá atburður gerðist í borgarstjórn við fyrri umræðu fjárhagsáætlunarinnar fyrir 1984, að Davíð Oddsson borgar- stjóri varð eins konar átján barna faðir í borgarstjórninni og áttu menn ekki von á því frekar en að ein kunn þjóðsagna- persóna væri átján barna faðir í Álfheimum. Þetta gerðist, þegar greidd voru atkvæði um tillögu framsóknarmanna um lækkun á fasteignagjaldi og aðstöðu- gjaldi. Menn vissu það fyrirfram, að Davíð átti ellefu þæg börn, þar sem voru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins. En honum bættust við ekki færri en sjö auðveld börn við þetta tækifæri. Tvö þeirra auðmjúkustu voru tveir fulltrúar kvennafram- boðsins, sem greiddu atkvæði eins og borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins. Ofurlítið minna auðsveipir voru fimm full- trúar Alþýðubandalagsins, sem sátu hjá við atkvæðagreiðsl- una. Borgarstjórinn sat ekki minnst undrandi eftir atkvæða- greiðsluna. Hann átti ekki von á því að vera orðinn jafn barnmargur og álfastrákurinn í þjóðsögunni. Við síðari umræðu um fjárhagsáætlunina verða greidd atkvæði um þá tillögu Framsóknarflokksins að útsvarsálagn- ingin miðist við 10% í stað 11%, eins og meirihlutinn leggur til. Fróðlegt verður að sjá, hvort borgarstjórinn verður þá eins barnmargur og við fyrri umræðuna. Þ.Þ. Samvinnufélög og auðhringir ■ Morgunblaðið hefur lagt ofurkapp á að sverta hina nýju og glæsilegu verslun, Miklagárð, síðan þar var opnað. Hafa birst þar furðu- skrif um að stórlækkun vöru- verðs sé viðskiptavinum ekki til hagsbóta og hið fjöl- breytta vöruúrval enn síður. Gamli söngurinn um að sam- vinnufélögin séu auðhringur og einokunarstefna er kyrj- aður á ný og er nú falskari en nokkru sinni fyrr. íhalds- meirihlutinn hefur bókstaf- lega lagt stein í götu þessa glæsilega fyrirtækis til að gera viðskiptavinum erfiðara fyrir að komast að því og frá, en það er sama hvað íhaldið og Mogginn rembast við, neyt- endur kunna vel að meta þá góðu og hagkvæmu þjónustu sem Mikligarður býður upp á og er straumur viðskipta- vina í stærstu og fjölbreytt- ustu verslun landsins vitnis- burður um það, að borgar- stjórnarmeirihlutinn og málgagn hinnar frjálsu sam- keppni mega sín lítils, þegar eiginlegt verslunarfrelsi er annars vegar. Samvinnan gerir þessum málum skil í forystugrein síð- asta tölublaðs og er þar vitn- að í viðtöl við tvo af forystu- mönnum samvinnuhreyfing- arinnar sem sýna að það er fleipur eitt að kenna sam- vinnuhreyfinguna við starf- semi auðhringa. Forystugreinin fer hér á eftir: Það er segin saga, að þegar samvinnuhreyfingin hefur sett á stofn fyrirtæki, sem er almenningi og þar með þjóð- inni í heild til hagsbóta - þá rísa andstæðingar hennar upp á afturlappirnar og hrópa: Auðhringur! Auð- hringur! Mikligarður - stærsta verslun landsins - hefur heppnast vel. Þessi nýja og giæsilega verslun hefur á boð- stóluin fjölbreytt vöruúrval á ótrúlega lágu verði - og bætirþví k-jör almennings á erfiðum tímum. Staksteinar Morgunblaðs- ins hentu á lofti síðustu for- ustugrein Samvinnunnar, sem fjallaði um Miklagarð, - og kyrjaði gamla sönginn: „Ljóst er engu að síður að viðskiptahringur eins og Samband ísl. samvinnufé- laga, sem teygt hefur arma sína inn á flest ef ekki öll svið atvinnurekstrar í landinu, tekur í sívaxandi mæli á sig svip og einkenni auðhringa í öðrum löndum." í tilefni af þessu væri kannski ekki únvegi að fletta upp í sjálfu Morgunblaðinu og grípa niður í viðtal við Erlend Einarsson forstjóra frá 19. febrúar 1977: „En er slík fyrirtækjasam- steypa sem Sambandið er hér á landi ásamt öllum sam- starfsfélögum þess ekki orðin það stór að til dæmis í Banda- ríkjunum mundi hún falla undir svokölluð „antitrust"- lög og verða þar með leyst upp?" „Að mínu mati alls ekki,“ sagði Erlendur Einarsson. „Það er ekkert sambærilegt við þetta. Gera verður grein- armun á eðli fyrirtækja. Sam- vinnufélög í Bandaríkjunum eru einnig undanþegin þess- um lögum þar. Um sam- vinnufélög gilda í Bandaríkj- unum sérstök lög frá 1922. Einn megintilgangur „anti- trust"-laganna er að koma í veg fyrir einokun í verð- myndun. Stór fjölþjóðafyrir- tæki eru stofnuð í því augna- miði að afla fjár og fólk er fengið til þess að leggja fé í þau til þess að ávaxta það. í samvinnufélögum er hagnað- ur endurgreiddur í hlutfalli við viðskipti, en ekki í hlut- falli við eignaraðild." „Endurgreiða samvinnu- félögin tekjuafgang?" „Þegar svara á þessari spurningu verður að fara allt aftur til ársins 1844. þegar vefararnir í Rochdale í Eng- landi stofnuðu fyrsta kaup- félagið með hinum svo- nefndu Rochdale-reglum, sem hafa veriðgrundvallar- reglur í starfsemi samvinnu- félaga fram á þennan dag. Eitt atriði í þessum reglum er það, að vörur eru seldar á gangverði, en tekjuafgangur- inn síðan endurgreiddur í lok hvers árs - ef hann er þá fyrir hendi. M.ö.o., það átti að skila til baka hluta af sölu- verði varanna, því sem frani yfir. reyndist vera, þegar greiddur hafði verið kostnað- ur og lagt hafði verið í sjóði. íslensku kaupfélögin tóku upp þetta fyrirkomulag, opn- uðu sölubúð, seldu á gang- verði og skiluðu síðan tekju- afganginum til baka. Árið 1906 reið Hallgrímur Krist- insson, þáverandi kaupfé- lagsstjóri Kaupfélags Eyfirð- inga, á vaðið í þessu efni og önnur félög fylgdu á eftir. Fram á þennan dag hefur þessi Rochdale-regla verið viðhöfð innan samvinnu- hreyfingarinnar. Þróunin undanfarin ár hefur þó orðið sú, að minna hefur verið um endurgreiðslur í kaupfél- ögunum, m.a. vegna þess, að verðbólgan og strangar verð- lagsreglur hafa stuðlað að því að lítið eða ekkert var til endurgreiðslu. Þá hafa kaup- félögin og í ríkari mæli farið inn á þá braut að veita félags- mönnum sínum afslátt út á svokölluð afsláttarkort, sem raunverulega hefur þýtt lægra vöruverð. Hvað varðar Sambandið hefur það veitt kaupfélögunum endur- greiðslu og þar með fylgt Rochdale-reglunni. Endur- greiðslan hefur verið í formi afsláttar í hlutfalli við vöru- kaup og einnig endurgreiðsla á tekjuafgangi. Auk þess hef- ur Sambandið veitt kaupfé- lögúnum vaxtalausan greiðslufrest á vörukaupum að vissu marki.“ Og 20. febrúar 1982, á aldarafmæli samvinnuhreyf- ingarinnar leggur Dagblaðið þessa sömu spurningu fyrir Val Arnþórsson, stjórnar- •formann Sambandsins - og Valur svaraði henni með þessum orðum: „Þessu sjónarmiði má ekki halda fram með neinum rök- um eða rétti og ekket sem bendir til að sambærilegu fyrirtæki og Sambandið er yrðu settar neinar skorður í löggjöf erlendis. Án þess að það skipti neinu verulegu máli má upplýsa það að í Bandaríkjunum, höfuðvígi kapítalismans, er mikill sam- vinnurekstur sem ekki eru settar neinar skorður við. Það skiptir ekki máli fyrir íslendinga hvað gert yrði er- lendis heldur á að haga mál- um eftir því sem hér á við. „f sambandi við samvinnu- hreyfinguna í heild sinni og þær auðhringskenningar, sem maður heyrir andstæð- inga hreyfingarinnar nefna, ber sérstaklega að benda á þá staðreynd að það má alls ekki líta á samvinnuhreyfing- una sem eitt fyrirtæki eða eina efnahagslega heild, Einnig verður sérstaklega að leiðrétta þann misskilning sem maður verður var við hjá aðilum sem fyrst og fremst þekkja samvinnu- hreyfinguna utan frá að meg- ininntak samvinnustarfsins í landinu felist í starfsemi Sam- bandsins og að það eigi allan reksturinn og þar með talið öll kaupfélögin í landinu. Þessu er öfugt farið. Kaupfélögin í landinu sem eru aðilar að Sambandinu eru rúmlega 40 að tölu og þau eru algerlega sjálfstæð fyrirtæki í eigu fólksins á viðkomandi svæðum og lögum samkvæmt má. ekki flytja fjármagn þeirra frá byggðarlaginu. Kaupfélögin eiga síðan sameiginlega Sam- band íslenskra samvinnufé- laga sem mjög mikilsverða sameignlega þjónustutofnun m.a. til innkaupa á vörum og til sölu á ýmiss konar afurð- um. Stór fjöldahreyfing sem þjónað hefur stórum hluta heillar þjóðar í 100 ár býr ekki í tjöldum og fer ekki í felur á bak við fjöll eða hóla íslenskra efnahagsmála. Fjöldahreyfing með yfir 42 þúsund félagsmenn meðal þjóðar sem telur um 230 þúsund manns er að sjálf- sögðu stór og áberandi og dregur síst úr umfangi sínu. Ef einhverjir hafa ánægju af því að kalla samvinnu- hreyfinguna auðhring þá vil ég ekki spilla þeirri ánægju þeirra. Þetta eru samtök al- mennings í landinu. Allir hafa jafnan rétt til að eignast hlut í „auðhringnum". Ummæli þessara tveggja forustumanna samvinnu- hreyfingarinnar ættu að nægja. Þau sýna svart á hvítu, hve fráleit fullyrðing talsmanna einkaframtaksins er. Staksteinahöfundi Morg- unbalðsins, sem ekki vill láta nafns síns getið, er því líkt farið og litlum krakka. Þegar rökin þrýtur, tekur þráhyggjan við.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.