Tíminn - 28.12.1983, Page 9

Tíminn - 28.12.1983, Page 9
MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1983 Hvað er til ráða? ■ Ótti við verkefnaleysi, atvinnulega stöðnun og síðan fólksfækkun gerir nú æ meira vart við sig í stærri sem smærri byggðarlögum. Lengi eða a.m.k. í yfir 20 ár hefur það verið predikað, að. iðnaður væri sú atvinnugrein sem yrði að taka við, sem grundvallaratvinnugjafi og veita störf nýjum höndum, þar sem löngu þótti sýnt að ekki yrði þörf fyrir meira vinnuafl við sjávarútveg eða landbúnað. Nú hefur enn meir þrengt að þessum tveimur frumframleiðslugreinum en áður var ætlað og er þá ekki að undra þó verulegan ugg setji að fólki í framleiðslu- byggðarlögum þegar Ijóst er hve marg- boðuð iðnbyltingin lætur á sér standa. Eða hvar sér hennarstað? Á fjölmörgum sviðum iðnframleiðslu hefur miðað aftur á bak - þar hefur innflutningur tekið við af innlendri framleiðslu. Hvað með allar raforkuframkvæmd- irnar, sem áttu að gefa okkur ódýra orku til allra hluta, svo ekki sé talað um alla síóriðjuna sem átti að skapa okkur bæði atvinnu og aukna hagsæld? í stað þess, sem látið var að liggja súpum við nú seyðið af margháttuðum mistökum, ekki aðeins ýmsum „Kröflu- ævintýrum", heldur og hrapallegum samningum vegna Isals og botnlausum taprekstri á járnbléndi. Þrátt fyrir þetta munu margir.enn halda stóriðjutrú sinni og mörg byggðar- lög horfa til einhverskonar orkufreks iðnaðar sem bjargræðis á atvinnusviði og skyldi enginn lá þeim að halda í vonina. Vonandi verður orkan einhvern tíma sú mikla uppspretta auðs, sem lengi hefur verið vonast til. En þurfum við ekki líka að líta okkur n ær? ■ Þrátt fyrir þetta munu margir enn halda stóriðjutrú sinni og mörg byggðarlög horfa til einhverskonar orkufreks iðnaðar sem bjargræðis á atvinnusviði og skyldi enginn lá þcim að halda í vonina. Vonandi verður orkan einhvern tíma sú mikla uppspretta auðs, sem lengi hefur verið vonast til. Væri ekki ráð að verja meiri fjármun- um og mannafla til rannsókna á nýjum framleiðslugreinum sem tengdar eru nýt- ingu lands og sjávar. Er það rétt að afskrifa það svo alfarið að sjávarútvegur- inn og þá einkum vinnsla hverskonar sjávarafla geti ekki tekið við meira af vinnuafli? Er það alfarið rétt að afskrifa landbún- aðinn sem vaxtarbrodd atvinnulífs. Það væri fróðlegt að bera saman hve miklu hefur verið kostað til rannsókna og undirbúnings vegna hgusanlegrar stór- iðju af ýmsu tagi og hve litlu hefur verið varið til rannsókna á margskonar smá- iðnaði, matvælaiðnaði úr landbúnaðar- og sjávarafurðum, eða öðrum nýjum framleiðslugreinum svo sem fiskrækt og loðdýrarækt. Svo aðeins sé tekið hið síðastnefnda loðdýraræktin. Þegar er fengin reynsla fyrir því að hér eru mjög góð skilyrði til loðdýraræktar. í refaræktinni hefur gengið framar öllum vonum miðað við reynsluleysi þeirra sem eru að hefja þessa ræktun og skort á innlendri þekk- ingu. Refir hafa reynst frjósamir vel og vaxið með afbrigðum hratt og gefið stór skinn. Hér fellur til nægt fóður- „úrgangur" frá sjávarútvegi og úr sláturhúsum til þess að við gætum byggt upp atvinnuveg allt að 2000-3000 bænda. Við höfum meira fóður en Danir, en þar eru nú um 3400 loðdýrabændur, sem framleiða yfir 4 milljónir minkaskinna og nokkuð á annað hundrað þúsund refaskinna að samanlögðu verðmæti sem svarar til 3-4 milljarða íslenskra króna. Hér gæti því verið um stór atvinnuveg að ræða. Danska uppboðshúsið eitt veitir fleiri hundruðum manna atvinnu. Það, sem okkur vantar er fyrst og fremst þekking og reynsla. Þekkingarinnar er hlutfallslega mjög ódýrt að afla. Væru veittar um 3-4 milljónir króna á ári til rannsókna kennslu og leiðbeininga í loðdýrarækt værum við sæmilega settir. Þetta er minna en helmingur þess sem varið var tvö síðustu ár til að kanna möguleika fyrir einni hugsanlegri verksmiðju, sem ekki reyndist þó fýsileg. Enn hefur engin króna verið sett í fjárlög til rannsókna á loðdýrarækt. Höldur. menning Gröndahl með góðar sölubækur ■ Það er lítill vafi að einhver mesta sölubók ársins hér verður „Det finnes ingen död“, eftir finnska héraðslækninn, Rauni-Leena Luukanen. Ekki vegna þess að hér sé andatrúarbók á ferðinni, heldur vegna þess að hér er vísindakona með staðgóða háskólamenntun á ferð og þorir að kanna parasálfræðileg fyrirbæri, sem hluta af hinu daglega lífi mannsins, sem hann að vísu ýmist skilur og getur gert sér grein fyrir eða jafnvel skilur ekki ■og óttast. Hún þorir að byggja á þeim rannsóknum sem fram hafa farið í Sovétríkjunum og Bandaríkjunum að mestu leyti, einnignokkuðhérá Norður- löndum og að viðurkenna að þessi fyrirbæri, t.d. lækning með handayfir- lagningu og fyrirbæn er staðreynd sem ekki verður móti mælt, sbr. það að slíkir „healers" eru hluti af starfsliði breskra sjúkrahúsa. Þetta er því afar opinská bók um það sem nútíminn nefnir „fyrirbæri", og parasálfræði, en eins og svo víða annarsstaðar gleymist að þetta er bara ekkert nýtt. Þetta eru hæfileikar sem fylgt hafa mannkyninu, sbr. Biblíuna. Hvað svo um það að hver og einn kaþólskur maður sem er sæmi- lega vel að sér í trúarbrögðum sínum þekkir þetta sem eðlilega hluti daglegs lífs. kraftaverkin í Lourdes, mystikk (dulfræði) kirkjunnar, samfélag heil- agra og svo ótal margt sem ekki er pláss til að telja upp hér. Af hverju þurfum við alltaf að setja fram spurningarmerki fyrir öðru lífi, vegna þess eins að við getum ekki •sannreynt það nema að deyja þessu lífi? Sem betur fer eru trú og vísindi að verða svo samtvinnuð hjá þeim sem að þessu vinna að skilningur á ýmsum svokölluð- um fyrirbærum er að aukast. Að vísu höfum við ekki símasamband með af- notagjaldi við annað líf ennþá. En samt fáum við engu breytt um tilvist þess. Það gæti kannske orðið sumum meiri ógnun, að vita með vissu um það fremur en að mega svæfa samvisku sína með því að það sé hvort sem er ekkert sem bíður eftir dauðann. Idar Kristiansen sendir frá sér bók í ár um blóðugt uppgjör hluta sem skeðu í stríðinu, allt fram á þennan dag. „Regn- skap í rödt" heitir bókin og er eins og við var að búast af höfundi bókanna fjögurra Kornið og fiskarnir. Reikn- ingsskil í rauðu segja frá átökum vegna atburða er skeðu í Danmörku á dögum síðari heimsstyrjaldarinnar. Fjórða bindi verksins „Norske baater" fjallár um Norðurlandsbátinn. Asbjörn Klepp við etnologi stofnunina við Há- skólann í Osló hefir skrifað bókina. Minnir hún um margt á bækur Lúðvíks heima. Smíðasagan oggagnsemin rakin, gerð og notkun samtvinnuð sjóslysasögu og persónusögu einstaklinga sem stóðu langt út úr hnefa. Svo ég haldi mér við sjávarsíðuna má næst nefna bók Stein Hoff, Red Admir- al. Segir frá ferð fjölskyldunnar um- hverfis jörðina á bát með sama nafni. Ferðin stóð frá 22. júlí 1977 til 28. ágúst 1982. Ýms ævintýri höfðu gerst á þessari ferð. Meðal annars hafði fjölgað um einn í fjölskyldunni. En dóttirin Elísabet sagði við heimkomuna. „Hnattsiglingar eru ekkert fyrir mig", það jafnvel þó bróðir hennar Róbert hefði verið munstraður á, á Nýja Sjálandi. Heinrich Böll og Lev Koplcv hafa í sameiningu skrifað bókina, Hví skutum við á hvorn annan? Hún hefir verið þýdd á norsku af Aadne Goplen og heitir „Hvorfor skjöt við paa hverandre". Annar er þýskur og hinn rússi. Þeir skutust á í annarri heimsstyrjöldinni, en eftir hana er Ijóst að þeir hefðu frckar ræðst við, samanber Romulus Dúren- matts. Annar þýskur hinn rússneskur. Annar gyðingur hinn kaþólskur. Samtöl þessara manna eru einstök. „Gjevsjö gubbcn" eftir Helga Kjenstad, fjallar um Alfred Andersson, sem nú er 76 ára. Þetta er bók um veiðar, úlfaveiðar, hvundagslíf og mannaveiðar. Einstaklega skemmtileg og lifandi skrifuð. „Selv himmelen brenner" eftir Unn Bendeke og Iver Tore Svenning, sem hafa unnið bókina upp úr bókmenntum um Hitlerstímann og eyðingu óvinanna og ýmsum gögnum frá þeim tíma, en síðan sett saman bók sem getur ekki annað en fengið hárin til að rísa á höfði lesandans. Fyrir systur sinni Angelu var hann litli bróðirinn sem hún elskaði og varði hvort sem hann var kvalinn í skóla eða talinn morðingi milljóna. Adolf Hitler er eitthvert átakanlegasta dæmið um snillinginn sem ekki tekst í æsku og þegar hann svo hefir tækifærið til að beyta snilligáfu sinni hefnir hann sín á umheiminum svo aldrei gleymist í sög- unni. „Maarenc í Aagaardslia" eftir Erling Kvalheim, sem hefir ferðast um Nord- marka í 30 ár og hefir mikið að segja frá. Hann hefir skoðað og tekið þátt í lífi náttúrunnar þarna og frásögn hans er slík að lesandinn hlýtur að hrífast af henni. „Truede dyr i Norge" eftir Nils Petter Thuesen er um vandamá! sem við þekkjum vel heima. Dýrategundir sem eiga á hættu að verða útrýmt ef ekki er að gert. Fálkar, ernir, haukar og trönur, já og svo margt fleira, birnir, úlfar og refir. Hér er refurinn friðaður. Það þætti víst saga til næsta bæjar heima. Loks vil ég svo nefna litla bók sem hefir verið ljósprentuð, en hún heitir „Veiledningsbók for Tjenestepiker og unge husmödre" eftir Henrikka Höegh Schmidt og kom fyrst út hjá Gröndahl 1912. Ótrúlegt en satt, margt er enn í fullu gildi. Hvernig væri að endurútgefa bókina Kurteisi heima? Osló 27.11.1983 Sigurður H. Þorsteinsson Sigurður H. Þorsteinsson um bíckur.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.