Tíminn - 07.01.1984, Blaðsíða 4
4'
LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1984
Anna Karenina endurvakin á hvíta tjaldinu
— fyrsta útgáfan jafngömul Sophiu Loren!
■ Á árinu 1935, þegar hafnar
voru sýningar á 23. kvikmynd
Grelu Garbo, Anna Karenina,
var Sophia Loren uni það bil að
byrja að skríða. En nú, 48 áruni
síðar, hyggst Sophia Loren feta í
fótspor „Hinnar guðdómlegu“.
Á næstunni hefjast í Moskvu
upptökur á nýrri útgáfu hinnar
frægu sögu Leo Tolstoys með
Sophiu Loren í aðalhlutverki.
Hún er nú þegar farin að lifa sig
inn í hlutverkið og heitir því, að
nýja útgáfan fylgi enn nákvæmar
söguþræði bókarinnar en sú
gamla.
En til að ekkert fari nú á milli
mála, hefur Sophia undanfarið
verið að kynna sér frammistöðu
Gretu í hlutverkinu á sínum
tíma. Hún hefur fengið eitt ein-
tak af kvikmyndinni og skoðað
það mjög gaumgæfilega bæði til
að læra af því, sem þar er vel
gert, og einnig til að gera sér
grein fyrir göllunum, sem hún
vill varast að endurtaka.
Þegar allt kemur til alls er ekki
hægt að gera kröfur til þess að
Sophia muni eftir þeirri hrifn-
ingu, sem kvikmyndin um Onnu
Kareninu vakti á sínum tíma,
þar sem kvikmyndin og hún eru
u.þ.b. jafn gamlar, og ekki var
Sophia farin að stunda kvik-
myndahúsin að ráði þegar í
vöggu!.
■ Sophia Loren ætlar ekki að
gefa Gretu Garbo eftir í túlkun
sinni á Önnu Kareninu.
■ Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi.
Þannig fór með lesendabréf, sem
ensk húsmóðir skrifaði vikublaði í
heimalandi sínu. Þar fór hún þess á
leit, að Elísabet drottning segði hið
fyrsta af sér og við tæki Karl sonur
hennar. Til að kanna undirtektir
við þessa hugmynd, fór konan þess
á leit að skoðanakönnun yrði gerð
meðal lesenda blaðsins. í Ijós kom,
að 61 prósent þeirra, sem svöruðu,
vildu að drottning sæti lengur í
hásætinu, en aðeins 39% vildu að
hún eftirléti syni sínum sessinn hið
fyrsta.
Þó að úrslitin væru svona ein-
dregin því í vil, að Elísabet
enda þótt hann sé orðinn 35 ára.
En ein er sú manneskja, sem
varð allra manna fegnust við þessi
úrslit og vonast til þess, að þessi
mannaskipti ensku krúnunnar
dragist sem lengst. Þessi manneskja
er Díana prinsessa. Hún er ekki
nema 22ja ára og finnst sjálfri hún
ekki hafa náð þeim þroska, sem til
þarf til að standa við hlið manns
síns í drottningarhlutverki. Auk
þess hefur hún alltaf sagt, að hún
vildi eignast fleiri böm, og helst vill
hún njóta bernsku þeirra betur en
hún heldur að sér leyfist, ef hún
verður þegar orðin drottning.
drottning, sem verður 58 ára á
þessu ári, héldi áfram að sinna
drottningarstörfunum, er sagt, að
hugmyndin hafi komið róti á huga
hennar. Að vísu er hún heilsuhraust
og full af lífsorku, en hún er því þó
alls ekki frábitin að hlusta á rök-
semdir, hvort heldur er með eða
móti því að hún sitji áfram.
Karl er aftur á móti sagður hafa
varpað öndinni léttara við úrslitin.
Hann er að vísu reiðubúinn að
ganga til þjónustu sem þjóðhöfð-
ingi hvenær sem er, enda hefur allt
uppeldi hans miðast við það, að því
komi. En hann hefur ekkert á móti
því, að það dragist enn í nokkur ár,
■ Elísabet drottning nýtur trausts
yfirgnæfandi hluta þegna sinna, sem
vilja alls ekki sjá af henni úr hásætinu
fyrst um sinn
■ Díana prinsessa lítur til þess með litilli tilhlökkun að setjast í hásætið, og því
lengri bið, sem á því verður, því betra, finnst henni.
■ Karl Bretaprins hefur hlotið það uppeldi, að hann getur hvenær sem er, fyrirvaralítið,
sest í hásætið í stað móður sinnar. Helst vill hann þó að það dragist sem lengst. En við
krýningarathöfnina, þegar þar að kemur, mun hann bera þennan skrúða, sem hann
skrýddist þegar hann var útnefndur sem prinsinn af Wales.
ELÍSABET DROTTNING
STTJISEM LENGST
— Karl varð feginn úrslitum skoðanakönnunar
viðtal dagsins
Steinar og Mezzoforte gefa Tónlistarskóla F.Í.H. 100 þúsund kr.:
„HSSIGNF KEMUR SER
MJÖG VEL FYRR OKKUR"
— segir Sigurður Snorrason skólastjóri skólans
■ Hljómsveitin Mezzo-
forte og hljómplötuútgáfan
Steinar hafa afhent Tónlist-
arskóla F.Í.H. 100 þúsund
krónur að gjöf en það var
ágóðinn af tónleikum
Mezzoforte í Háskólabói
fyrir jól. Steinar Berg útgef-
andi afhenti fjárhæðina og
sagði við það tækifæri að
þegar þeir hafí ákveðið
þetta hefði áætlun þeirra
um ágóðann hljóðað upp á
75-80 þúsund en sú áætlun
hefði síðan farið skemmti-
lega úr böndunum en alls
nam fjárhæðin 99.141.40 kr.
„Þessi gjöf kemur sér
mjög vel fyrir okkur, við
ákváðum að leggja þessa
peninga í hljóðfærakaup
enda gífurlega mikið sem
skólinn þarf af tækjum en
■ Sigurður Snorrason tekur við
gjöf inni hjá Steinari Berg
útgefanda.
Tímamynd Árni Sæberg.
r