Tíminn - 07.01.1984, Blaðsíða 1
íþróttamaður ársins 1983 — Sjá bls. 9
Bta 1 ð 1 Tvö blöð í dag
Helgin 7.-8. janúar 1984 6. tölublað 68. árgangur
Siðumuta 15-Postholf 370Reykjavik-Ritstjorn86300-Augly&ingar 18300- Atgreiðska og askrift 86300 - Kvöidsimar 86387 og 86306
Tíðindalitlum álviðræðum lokið í bili:
bOkt vw AB DMGITIL IfD-
INM Á FUNNNUM EFHR MANUU
Silungapollur
verður rifinn
■ Borgarráð samþykkti á
fundi sínum 30. desember s.l.
að veita heimild til að rífa
húsið á Silungapolli og mun
það brátt verða auglýst til sölu
og niðurrífs.
Sem kunnungt er hefur
SAA nú fyrir skemmstu hætt
— „Fullviss um að endurskoðun samninga
lýkur á þessu éri'% segir dr. Ernst einn
aðalforstjóra Alusuisse
starfsemi í þessu húsi og flutt
hana í nýbyggingu sína að
Vogi. Silungapollur hefur ver-
ið bráðabirgðahúsnæði fyrir
SÁÁ um hríð, en það stendur
á vatnsöflunarsvæði borgarinn-
ar og því hefur verið talið
æskilegt að það hyrfi sem fyrst.
■ Fyrsta fundi samninga-
nefndar um stóriðju og fulltrúa
Alusuisse lauk uppúr hádeginu í
gær, en fundurinn hófst síðdegis
í fyrradag. Að sögn viðmælenda
Tímans miðaði heldur í sam-
komulagsátt , en þó voru skiptar
skoðanir viðmælenda um hve
árangursríkur fundur þetta hefði
verið. Til að mynda sagði dr.
Ernst, einn aðalforstjóra Alus-
uisse að hann teldi að þessi
fundur hefði verið mjög árang-
ursríkur, og sagðist hann þess
fullviss að endurskoðun samn-
inganna yrði lokið á þessu ári.
I fréttatilkynningu sem aðilar
sendu sameiginlega frá sér, segir
m.a.: „Rætt varum gagnasöfnun
aðila vegna endurskoðunar á
núgildandi samningum og nýjum
samningi vegna stækkunar.
Skipst var á skoðunum og ákveð-
ið um framhaldsathuganir vegna
næsta fundar að því er tekur til
eftirfarandi atriða. a. Breytingar
á rafmagnssamningi, þ.m.t.
verðtryggingarákvæði. b. Hugs-
anlegar breytingar á skattkerfi.
c. Stækkuna álbræðslunnar í
Straumsvík. d. Samkeppnis-
stöðu álframleiðslu á íslandi."
Formaður stóriðjunefndar, dr.
Jóhannes Nordal sagði að lokn-
um fundi í gær í samtali við
Tímann: „Þessi fundur hefur
verið svona grunnvinna, gagna-
söfnun og samanburður á
gögnum. „Við erum sammála
um margt sem skiptir máli varð-
andi staðreyndir í heiminum um
raforkuverð til álvera, en það
þarf að túlka fleiri atriði og
meta.“
Dr. Jóhannes Nordal sagði að
aðilar væru sammála um að verð-
tryggja bæri raforkuverðið, en
þeir væru ekki reiðubúnir að
leggja fram tillögur í því efni,
því það ætti eftir að athuga ýmsa
möguleika í því sambandi.
Samkvæmt heimildum Tímans
var þetta átaka lítill fundur á
milli aðila, en heimildarmenn
blaðsins hallast jafnframt að því
að til tíðinda dragi á næsta fundi
aðila sem ákveðinn hefur vcrið í
Zúrich fyrri partinn í næsta mán-
uði.
- Sjá nánar bls. 3.
- JGK.
Eitt prósent
þjóðarinnar
flaug innan-
lands í gær
■ íslendingar héldu mikinn
flugdag í gær. Nærri lætur að
um 1% þjóðarinnarhafi brugð-
ið sér í flugferð innanlands
þennan eina dag. Með áætlun-
arflugi fóru alls um 2.150 -
2.200 manns, en auk þess var
töluvert um leiguflug og
cinkaflug.
Með flugvélum Flugleiða
flugu alls um 1.500 farþegar í
gær í alls 19 flugferðum innan-
lands. Flugvélarnar komust til
allra áætlunarstaða félagsins.
Af þessum 19 ferðum voru 18
með Fokkervélum félagsins
frá Reykjavík. Auk þess fór
Boingþotan Frónfari frá Kefla-
vík til Akureyrar kl. 18 í
gærkvöldi, en hún tekur 164
farþega.
Um kl. 17,30 í gær hafði
Arnarflug flutt um 300 farþega
í 10 ferðum til 7 staða á
landinu: Suðureyrar, Flateyr-
ar, Hólmavíkur, Gjögurs,
Rifs, Stykkishólms og Reykja-
ness. Tvær ferðir voru þá eftir,
til Blönduóss og Sauðárkroks.
Flugfélag Norðurlands gat
flogið til allra áætlunarstaða
nema Siglufjarðar og Kópa-
skers. Félagið flutti um 220
manns milli staða í gær.
Miklar annir voru einnig hjá
Flugélaginu Örnum á ísafiröi.
Um 50 manns flugu með félag-
inu í 12 flugferðum til átta
staða. Auk þess var eitt sjúkra-
flug til Reykjavíkur frá ísa-
firði. Var þar um aldraða konu
að ræða, sem hafði lærbrotnað
og var búin að bíða í sólarhring
eftir flugi.
Hjá Flugfélagi Austurlands
var sömu sögu að segja af
miklum umsvifum. Fiugvélar
félagsins voru báðar í Reykja-
vík í gærmorgun vegna sjúkra-
flugs þangað daginn áður. Fé-
lagið flutti um 55 farþega milli
5 staða á Austurlandi í gær, frá
Egilsstöðum til: Breiðdalsvík-
ur, Hafnar, Vopnafjarðar og
Borgarfjarðar-eystra.
- HEI.
■ „Það reis rosalegt brot og
æddi yfir skipið. Krafturinn var
svo ógurlegur að það komu stærðar
dældir í brúna framanverða,
bæði stjórn- og bakborðsmegin.
Að auki skekktist brúarþakið
framanvert og gluggar rífnuðu
úr í heilu lagi.Einn hcntist aftur
eftir brúnni eina fimm eða sex
metra að stigaopinu niður á
gang. Hann lenti í handriðinu,
gerði á það stærðar gat og hentist
svo niður á gang,“ sagði Gísli
Jónmundsson, fyrsti vélstjóri á
togaranum Otto N. Þorlákssyni,
þegar Tímamenn hittu hann um
borð í gær, en skipið liggur nú
við Grandagarð í Reykjavík.
Eins og greint var frá í blaðinu
í gær, var togarinn staddur á
Skerjadýpi, nánar til tekið á
Fjöllunum, þegar brotið reið yfir
snemma morguns í fyrradag.
Togarinn Snorri Sturluson, sem
staddur var á svipuðum slóðum,
var fenginn til að fylgja Otto til
Reykjavíkur, og komu þeir á
ytri höfnina undir miðnættið í
fyrrakvöld.
„Ástæðan fyrir því að Snorri
var fenginn til að fylgja okkur
var sú, að það kolslúttaði allt í
brúnni og næstum öll siglinga-
tæki voru óvirk. Ég veit ekki
hvort mikið af þeim er ónýtt, en
það er búið að taka í land að
minnsta kosti tvo lórana, tvo
radara og tvær talstöðvar og mér
skilst að það sé óvíst hvort hægt ■ Eins og sjá má er brúin illa farin að innanverðu, einangrun hangir niður úr loftinu og búið er að koma tréspjöldum fyrir tvo glugga. Gísli
Jónmundsson, fyrsti vélstjóri, heldur um stýrið. - Tímamynd Ami Sæberg.
„Það kolslúttaði allt fbrúnni og næstum öll siglingatæki voru óvirk”:
SNjRINN DUNN A1. STÝRIMANNI
— þegar brotsjórinn gekk yfir Ottó N. Þorláksson
verður að gera við allt saman,"
sagði Gísli.
Hann sagði að fyrsti stýri-
Einarsson, hefði
einn verið í brúnni þegar ósköpin
dundu yfir. Það yrði að teljast
mesta mildi að hann skyldi
sleppa heill. „Sjórinn dundi á
honum, en krafturinn var mestur
sitthvorum megin við hann,“ sagði
Gísli. Sturla sat í stól í miðri
brúnni.
Gísli sagði, að enn lægi ekki
ljóst fyrir hve langan tíma
tæki að gera við skipið. Það
réðist nokkuð af því hvort fyrst
færi fram bráðabirgðaviðgerð eða
hvort alll sem aflaga fór yrði
lagað.
- Sjó.