Tíminn - 07.01.1984, Blaðsíða 8
8
LAUGARDAGUR 7. JANUAR 1984
NÚ ER
FROST OG SNJOR
Á FRÓNI...
SNJÓSLEÐAR
ÞEYSAST UM LANDID
<& VÉLADEILD SAMBANDSINS
^ Ármúla 3 Reykjavík Sími38900
TRAKTORAR
Bændur
Við getum afgreitt flestar gerðir FORD traktora
með stutturti fyrirvara, með eða án framdrifs.
Verðið hefur sjaldan verið hagstæðara. Hafið
samband við okkur sem fyrst.
ARMÚLA 11 SlMI S1500
bridge
Reykjavíkur-
mótið hafið
■ Reykjavíkurmótið í sveitakeppni
átti að hefjast á miðvikudagskvöldið
var, en eins og nú er orðinn árlegur
viðburður, varð að fresta fyrstu umferð-
unum vegna öveðurs. Fyrstu tvær um-
ferðirnar voru því ekki spilaðar fyrr en
kvöldið eftir.
I7 sveitir taka þátt í mótinu nú en það
er svipuð þátttaka og verið hefur undan-
farin ár. Það eru því allóljósar línur eftir
þessar tvær fyrstu umferðir en Sveit
Gests Jónssonar hefur þó forustu með 37
stig. Síðan koma sveitir Guðbrands
Sigbergssonar með 35 stig, og Úrval með
34 stig.
Undankeppni Reykjavíkurmótsins
verður spiluð í janúar en fjórar efstu
sveitirnar komast síðan í úrslit sem
verða spiluð fyrstu helgina í febrúar.
Rétt er að taka það fram að fyrirhug-
aðri spilamennsku í mótinu í dag hefur
verið frestað, þar sem í Ijós kom að
fótboltaáhugi bridgemanna reyndist
spilaáhuganum yfirsterkari.
Reykjanesmótið í
tvímenning
Reykjanesmótið í tvímenning verður
haldið í Safnaðarheimilinu Ytri Njarð-
vík dagana 21. og 22. janúar, og hefst
spilamennska kl. 13.30 báða dagana.
Keppt verður um glæsilegan farandbikar
sem Samkaup hafa gefið.
Vegna fyrirhugaðrar tölvugjafar verð-
ur að tilkynna þátttöku með minnst viku
fyrirvara, svo þátttaka sé trygg. Tilkynna
skal til Gísla í síma 92-3345, Einars í
síma 52941 eða Þórir í síma 41003.
Bridgedeild
Breiðfirðinga
Síðustu tvær umferðir aðalsveita-
keppninnar voru spilaðar síðastliðinn
fimmtudag. Babb kom í bátinn því
meðlimir sveitar Sigurðar Ásmundason-
ar mættu ekki um kvöldið vegna mis-
skilnings en sveit Sigurðar hafði forustu
í mótinu þegar spilamennska hófst um
kvöldið. Ekki hefur enn verið ákveðið
hvernig það mál verður leyst en staða
efstu sveita eins og er er þessi:
Ingibjörg Halldórsdóttir....... 276
Helgi Nielsen .................. 250
HansNielsen .................... 250
Guðlaugur Nielsen............... 227
Jóhann Jóhannssop .............. 222
Ragna Ólafsdóttir .............. 222
Elís R. Helgason................ 221
Aðaltvímenningur félagsins hefst
næsta fimmtudag. Mótið verður með
barometerformi og er hámarksþátttaka
48 pör. Örfá sæti eru enn laus og verður
tekið við skráningu í síma 42571 (Sig-
ríður) fram á mánudagskvöld.
Bridgefélag
Hafnarfjarðar
Jólamót félagsins var haldið með
pompi og prakt fimmtudaginn 29. des-
ember. Spilaður var Mitchell tvímenn-
ingur með þátttöku 28 para og var
ákvcðið að allur aðgangseyrir skyldi fara
í verðlaun til spilaranna. Veitt voru
verðlaun fyrir tvö efstu sætin í hvorum
riðli. Efstu skor hlutu eftirfarandi:
N-S
1. Erla Sigurjónsdóttir -
Dröfn Guðmundsdóttir 357
2. Gissur Ingólfsson -
Helgi Ingvarsson 351
3. Gylfi Baldursson -
Sigurður B. Þorsteinsson 347
A-V
1. Friðþjófur Einarsson -
Halldór Einarsson 393
2. Björn Halldórsson -
Hrólfur Hjaltason 340
3. Björn Ingvarsson -
Ólafur Torfason 338
Bridgedeild
Skagfirðinga
Þriðjudaginn 3. janúar mættu sextán
pör til leiks og spiluðu tvímenning í
einum riðli.
Hæstu skor hlutu þessi por:
1. Guðni Kolbeinsson -
Magnús Torfason 272
2. Óli Andreason -
Sigrún Pétursd. 238
3. Lilja Jónsdóttir -
Stefán Gunnarsson 233
4. Bergur ísleifsson -
Guðjón Sigurðsson 231
5. Björn Hermannsson -
Lárus Hermannsson 226
Næstu tvo þriðjudaga verður spilaður
tvímenningur en síðan hefst aðal sveita-
keppni deildarinnar 24. jan. 1984.
Bridgefélag Breiðholts
Þriðjudaginn 3. jan. var spilaður eins
kvölds tvímenningur með þátttöku 10
para. Úrslit urðu þessi:
1. Eiríkur Bjarnason -
Halldór S. Magnússon 134
2. Anton Gunnarsson -
Árni Alexsandersson 129
3. Steingrímur Þórisson -
Helgi Skúlason 125
4. Leifur Karlsson -
Hjálmar Pálsson 120
Meðalskor 108
Félagið óskar spilurum gleðilegs árs og
þakkar samstarfið á liðnu ári. Spilarar
sem eiga óskráð bronsstig í fórum sínum
eru minntir á að síðustu forvöð eru að
skila þeim næsta þriðjudag á keppnisstað
og verður séð um að koma þeim til
Bridgesambands íslands.
Næsta þriðjudag hefst sveitakeppni
félagsins, með fyrirvara um næga þátt-
töku. Spilarar eru hvattir til að mæta vel
og tímanlega til skráningar. Einnig er
hægt að skrá sveitir hjá Baldri í síma
78055. Spilað er í Gerðubergi, keppnis-
stjóri er Hermann Lárusson.
Egilsstaðir:
Pall Petursson
Arskoguml3. s 97-1350
Sey&isfjörður:
Svanur Sigmarsson
Oððagotu 4e s 97-2360
Neskaupstaður:
Sjöfn Magnusdóthr,
Hliftargótu 13
Ymnusirm 7321.
Hðimasimi 97-7628.
Eskifjörður:
Rannveig Jonsðottir
Hatu9»25 s 97-6382
Reyðarfjörður:
Manno Sigurb|Otnsson
Heiðarvegi 12. s 97-4119
Fáskrúðsfjörður:
5on|a Anöresðottir
Þmgholti s 97 5148
Stöðvarfjörður:
Stelan Magnusson
Undralanði s 97-5839
Djupivogur:
Arnor Stetansson
Garði. S 97-8820
Höfn:
Kristin Sæbergsoottir
Kirkjubfaut 46. s 97-8531
Vík:
Ragnar Guðgeirsson
Kirkjuvegi 1 s 99-7186
Hvolsvöllur:
Bara Solmunðsðottir
Solheimum. s 99-8172
Hella:
Guðrun ArnaðOttir
Þruðvang. 10 s 99-5801
Selfoss:
Heiga Snorraðonir
Tryggvaveg 5. S 99-1658
Stokkseyri:
Moey Agustsðottir
Imdarbetgi s 99-3283
Eyrarbakki:
Regma Guðionsðotflr
Stighusi s 99-3143
Þorlákshöfn:
Frankim Beneðiktsson
Skaiho'tsbraut 3 s 99-3624
Hveragerði:
StemunnGiSlaoottir
Breiðumork 11 s 99-4612
Vesfmannaeyjar:
Sgurion jakobsson
Heiðarluni 2 s 98-2776
Grindavik:
Aða'heiðuf Guðmunosoottir
Austurbfun 18 S 92-8257
Garður
Kristjana Ottarsðottir
Lyngbtaut6 s 92-7058
Sandgerði:
SnjOlaug Sigtuscottir
Suðurgotu 18 s 92-7455
Keflavik:
EygkJ Knstiansdottif
Dvergasteim s 92-1458
Ytri-Njarðvik:
Esther Guðlaugsoonir
Holagolu 25 s 92-3299
Innri-Njarðvík:
Johanna Aðalsteinsðotlir
Stapakoti 2. s 92-3299
Hafnarfjörður:
Helga Thofstems
Merkufgotu 13 S 52800
S v91-7.-j55
Garðabær:
Sigrun Kristmannsðottir
Hotstunði 4 s 43956
Akranes:
Guðmunður BjOmsson
Jaðarsbfaut9 s 93-1771
Borgarnes:
Guðny Þorgeirsoottir
Kveiöuilsgotu 12 s 93-7226
Hellissandur:
SigurjOn Haiiootsson
Munaðarholti 18 S 93-6737
Rif:
Snæois Knstmsoottir
Haanti 49 s 93-6629
Ólafsvik:
Stetan Johann Sigurðsson •
Engihhð 8 v 93-6234
Grundarfjörður:
Johanna Gustatsðott-
Fagurholstuni 15 s 93-8669
Stykkishölmur:
Knstm HarðarOOttif
Borgarflot 7 s 93-8256
Búðardalur:
Soiveig Ingvaoottir
Gunnarsbraut 7, s 93-4142
Patreksfjörður:
ingibjOtg Haraklsðotiif
Tungotuö s 94-1353
Bildudalur:
Jona K Jonsdottir
Tjarnarbraut 5. s 94-2206
Flateyri:
Guðfun Kristjansðottir
Bnmnesvegi 2 s 94-7673
Suðureyri:
Lilja Bemoðusðottir
Aðalgotu2 s 94-6115
Bolungarvik:
Knstrun BeneOiktsðOttir
Halnarg 115 s 94-7366
ísafjörður:
Guömunður Svemsson
Engjavegi 24 s 94-3332
Súðavik:
Heiðar Guðbranosson
Neðri-Grunö S 94-6954
Hólmavík:
Guðbiorg Stelansoottir
B'ottugotu 4 s 95 3149
Hvammstangi:
EyjOltur Eyiollsson
s 95-1384
Blönduós:
Guðrun Johannsöottir
Garðabyggð6 s 95-4443
Skagaströnd:
Arnar Arnorsson.
Sunnuvegi 8 s 95-4600
Sauðárkrókur:
GuttOfmur Oskarsson
Skagfirðmgabr 25.
s 95-5200 og 5144
Siglufjörður:
Fnðfmna SimonarOottir
Aðaigotu21. s 96-71208
Ólafsfjörður:
Helga Jonsöottir
Hrannarbyggð 8 s 96-62308
Dalvik:
Brynjar Fnðleitsson
Asveg.9 s 96-61214
Hrisey:
Auðunn Jonsson
Hnseys.96-61766
Akureyri:
Viðar Garðarsson
Kamtagerði 2 s 96-24393
Húsavik:
Hatiiði Jostemsson
Garðarsbraut 53 s 96-41444
Kópasker:
Þorhaila BaiOi.rsaottir
Akurgerði 7. s 96-52151
Raufarhöfn:
Ofeigur tngvi GyHason
Sotvollum s 96-51258
Þórshöfn:
Knstmn Johannsson
Austurvegi 1 S 96-81157
Vopnafjörður:
MatthilOur Oskarsðottir
Hamrahlið 16 S 97-3212
NÝIR
KAUPENDUR
HRINGIÐ!
BLADID
KEMUR
UM HÆL
Í'twitm
á hvert heimili
AÐALSKRIFSTOFA - AUGLÝSINGAR - RITSTJÓRN
SlÐUMÚLA 15 - REYKJAVlK - SÍMI 86300
LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1984
9
ÍÞRÓTTIR
HELGARINNAR
iþróttir
Blak:
■ Á morgun hefst íslandsmótið í blaki að
nýju, eftir jólafrí, en á sunnudag er aftur á móti
athyglisverðasti leikur helgarinnar. Það er topp
- viðureign íslands, bikar, haust og Reykjavík-
urmeistara Þróttar við nýliða HK. Liðin eru nú
tvö á toppnum, Þróttarar efstir og taplausir, en
HK er í öðru sæti, hefur tapað einum lei.k gegn
Þrótti.
En leikir hclgarinnar: í dag í íþróttahúsi
Glerárskóla á Akureyri: KA - Völsungur í 1.
deild kvenna kl. 15.00. íþróttahús Hagaskóla:
kl. 14.00 Fram-Víkingur 1. deild karla, ogkl.
15.20 Þróttur - Víkingur 1. deild kvenna. Á
morgun: Skálaheiði Kópayogi: Klukkan 14.00
HK - Þróttur 1. deild karla, kl. 15.20 Breiðablik
- HK 2 í 2. deild karla, kl. 16.40 Breiðabiik -
Þróttur 1. deild kvcnna.
Handknattleikur:
Það sem hæst ber í handknattleiknum um
helgina er Evrópuleikur FH og Tatabanya í
Ungverjalandi á sunnudagsmorgun. Þar kemur
í ljós hverja möguleika FH hefur gegn þessu
sterka liði, sem er einkar sterkt á heimavelli.
Síðari leikur liðanna er á laugardaginn kemur
hcr heima, en KR leikur sína leiki þá um
heigina einnig gegn Maccaby le Zion, á
föstudag og sunnudag. Nánar verður fjallað um
þessa leiki í næstu viku í Tímanum.
Hér hcima er fyrstudeildarslagurinn í al-
gleymingi, í dag tveir leikir, Haukar - Valur í
Hafnarfirði klukkan 14.00, og á sama tíma í
Höllinni Þróttur - Víkingur. í annarri deild í
dag Breiðablik - Grótta í Digranesi klukkan
14.00, og á morgun á sama stað HK - Reynir
klukkan 20.00. Þá leika líka Fram - ÍR í
Höllinni klukkan 14.00. í fyrstu deild kvenna
keppa í dag FH - Akrancs í Hafnarfirði
klukkan 16.30, og Valur - KR í Höliinni
klukkan 15.15. Á morgun í Höllinni Fram -
Fylkir klukkan 15,15 og Víkingur - ÍR klukkan
16.30.
Körfuknattleikur
Öllum úrvalsdeildarleikjum helgarinnar er
frestað vegna farar unglingalandsliðsins til
Bandaríkjanna, svo og leikjum Þórs á Akur-
eyri. Því eru aðeins tveir leikir í fyrstu deild
kvenna, á morgun. Þá leika Haukar og fS í
Hafnarfirði klukkan 15.30, og KR og ÍR í
Hagaskóla klukkan 21.30. Þeir sem vildu
fylgjast með þessum leikjum, skyldu þó hringja
í viðkomandi hús og fá staðfestingu á tímasetn-
ingunni, þar eð leikjunum á undan hefur verið
frestað, Því gæti verið að leikirnir yrðu
settir á þægilegri tíma, sá fyrri klukkan 14.00
jafnvel, og sá síðari allt eins klukkan 20.00.
- SÖE
Feðgar í fyrsta sinn
íþróttamenn ársins
■ Þetta er í fyrsta sinn sem feðgar hljóta
þennan grip, og eru útnefndir íþróttamenn
ársins“, sagði Sigurður Sigurðsson fyrrum
íþróttafréttamaður, og einn af frumhcrjum
Samtaka íþróttafréttamanna. Hann afhenti
Einari Vilhjálmssyni eintak af bók sinni
„Komiði sæl“, en eintak af henni fengu allir tíu
efstú í kjörinu áritað.
■ Úrslit í kjörinu i gær urðu þessi:
1. Einar Vilhjálmsson,
UMSB Frjálsar íþróttir 60 atkv.
2. Ásgeir Sigurvinsson,
Stuttgarl Knattspyrna 42 atkv.
3. Atli Eðvaldsson,
Fortuna Dússeldorf
Knattspyrna 34 atkv.
4. Bjarni Friðriksson,
Ármanni Júdó 31 atkv.
5. Sigurður Lárusson, IA
Knattspyrna 26 atkv.
6. Þórdís Gísladóttir, IR
Frjálsar íþróttir 17 atkv.
7. -8. Kristján Hreinsson,
UMSE Frjálsar íþróttir 13 atkv.
7.-8. Eðvarð Þ. Eðvarðsson,
Njarðvík, Sund 13 atkv.
9.-10. Kristín Gísladóttir,
Gerplu Fimleikar 11 atkv.
9.-10. Kristján Arason, FH
Handknattleikur 11 atkvj|
STJARNAN SKIN ENN
Sigraði KR 22-18 í Digranesi
■ Stjarnan úr Garðabæ tók á móti
KRingum í hinu nýja íþróttahúsi Kópa-
vogsbúa við Skálaheiði í gærkvöldi.
Móttökunum vilja KRingar liklega helst
strax gleyma, því Garðbæingar lögðu
gamla stórveldið með 22 mörkum gegn
18. Staðan var jöfn í hálfleik 10 mörk
gegn 10.
Fyrri hálfleikur var frekar jafn og var
hvorugt liðið sérstakt ef frá eru taldir
markmenn liðanna, Brynjar Kvaran og
Jens Einarsson. Báðir vörðu þeir mjög
vel. Jakob Jónsson var þó einna skástur
en hann skoraði helming marka KR í
hálfleiknum, 5 mörk.
Sama jafnvægið var í upphafi síðari
hálfleiks þangað til að staðan var orðin
15-15 en þá verður fyrst breyting á.
Hannes Leifsson hafði jafnað fyrir
Stjörnuna og skoraði síðan þrjú önnur
mörk og staðan var orðin 18-15 fyrir þá
bláklæddu. KRingar reyndu að minnka
muninn aftur en það tókst ekki þrátt
fyrir að þeirspiluðu maðurá mann undir
lokin og Stjörnusigurinn var tryggður.
Leikmenn Stjörnunnar spiluðu nokk-
uð agað þennan góða kafla sinn á meðan
ekkert gekk upp hjá KRingum. Þá var
Hannes Leifsson drjúgur og' reyndar
réðu mörk hans úrslitum. Auðséð er að
Viðar Símonarson er á réttri leið með
Stjörnuna.
KRingar munu örugglega gera betur í
Evrópuleikjum sínum um næstu helgi en
þeir hafa nú fengið Gunnar Gíslason
aftur til liðs við sig og lék hann með KR
í gærkvöldi og skoraði eitt mark. Gunnar
á örugglega eftir að styrkja KRinga
mikið í næstu leikjum.
Mörk Stjörnunnar: Hannes L. 9,
MagnúsT. 5, Gunnlaugur J. 3, Eyjólfur
B. 3, Björgvin E. 1 og Bjarni Bessa 1.
Mörk KR: Guðmundur A. 6, Jakob J.
6, Jóhannes S. 3, Friðrik Þ. 2 og Gunnar
Gíslal. BH
■ Einar Vilhjálmsson tekur við hinum veglega vcrðlaunagrip sem íþróttamaður ársins varðveitir í eitt ár, úr höndum Hermanns Gunnarssonar formanns Samtaka
íþróttafrétamanna.Þessum grip hampaði Vilhjámur Einarsson faðir Einars flmm sinnum, og hver veit nema sonurinn jafni cða slái það met. - Tímamynd Róbert.
nlaut 60 atkvædi af 60 mögulegum
■ Einar Vilhjálmsson spjótkastari var
í gær útnefndur íþróttamaður ársins á
íslandi 1983. Það voru Samtök íþrótta-
fréttamanna sem lýstu kjörinu og sáu um
það, eins og þau hafa gert á sama hátt
frá árinu 1956. Einar hlaut 60 atkvæði af
60 mögulegum í kjörinu. I öðru sæti í
kjörinu varð Ásgeir Sigurvinsson knatt-
spyrnumaður, þriðji Atli Eðvaldsson
knattspyrnumaður, fjórði Bjarni Frið-
riksson júdókappi og flmmti Sigurður
Lárusson knattspyrnumaður.
Hermann Gunnarsson formaður Sam-
rr......................í
■Urslit: ■
taka íþróttafréttamanna lýsti kjörinu og
sagði meðal annars:
„Kjöri íþróttamanns ársins er ekki
ætlað að stuðla að stjörnudýrkun á
íþróttafólki, því fer víðs fjarri. Hins
vegar er verið að vekja athygli á gildi
íþrótta fyrir land og lýð og við vitum að
okkar unga og glæsilega æskufólk hefur
að leiðarljósi þá íþróttamenn sem skara
fram úr.
fþróttir hafa margs konar hlutverki að
gegna. Það er talað um almennings-
íþróttir, keppnisíþróttir og afreksíþrótt-
ir. Þessir þættir eru samtvinnaðir og
nauðsynlegir hverjir öðrum. Það hefur
verið gaman að fylgjast með stórlega
aukinni þátttöku almennings í íþrótta-
starfinu, einkum hafa sund og skíðastað-
ir heillað til sín þúsundir landsmanna og
fólk er þess betur meðvitað, að heilbrigð
sál býr í hraustum líkama.“
Hermann lýsti síðan kjörinu, og taldi
fyrst tíunda mann, þá níunda o.s.frv.
Hann lýsti síðan Einar Vilhjálmsson
íþróttamann ársins, fór nokkrum orðum
um feril hans, og sagði síðan:
„Ég hef verið svo lánsamur að geta
fylgst með og kynnst Einari á síðustu
árum, sannari íþróttamann og heilbrigð-
ari félaga hefi ég ekki þekkt. Einar er
reglumaður á áfengi og tóbak, fullkomin
fyrirmynd æskufólks á öllum sviðum,
hreinlyndur, heiðarlegur, ákveðinn og
jákvæður og vinnur markvisst að öllu
sem hann tekur sér fyrir hendur, Þetta
er ekki orðagjálfur á stund sem þessari,
heldur stór orð og sönn sem sæma
þcssum unga og sanna afreksmanni."
Einar Vilhjálmsson skar síðan fyrstu
sneiðina af tertunni sem í boði var í
hófinu, sem Volvofyrirtækið, umboðið
hér Veltir hf, hafði allan veg og vanda
af. Haraldur Hjártarson fulltrúi Veltis
afhenti Einari bréf frá fyrirtækinu, þar
sem honum var boðið að vera við
útnefningu íþróttamanns Norðurlanda.
Að lokum þakkaði Einar veittan heið-
ur, hélt snjalla ræðu og lýsti því þrotlausa
starfi sem forystumenn íþrótta inntu af
hendi, og hann og hans líkar nytu góðs
af.
-SÖE