Tíminn - 08.02.1984, Page 3

Tíminn - 08.02.1984, Page 3
MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1984 3 fréttir „Rækjuslysið” í Hollandi: „GÆTI ORÐIÐ TIL AÐ AUKA MARK- AÐSMÖGULEIKA OKKAR” — segir Heimir Hannesson, forstjóri Sölustofnunar lagmetis ■ „Þetta getur farið á tvo vegu. Annars vegar að það grípi um sig varanleg tortryggni gagnvart rækju almennt hvað- an sem hún kemur og hvernig sem hún ' er verkuð. Hins vegar, og vonandi, getur þetta orðið til þess að menn treysti frekar rækju sem veidd er í ómenguðum sjó, eins og til dæmis hér við land. Það gæti orðið til að auka okkar markaðs- möguleika,“ sagði Heimir Hannesson, forstjóri Sölustofnunar lagmetis, þegar Tíminn átti við hann tal um „rækjuslys- ið“ í Hollandi á dögunum, þegar 13 manns létust af völdum skemmdrar vatna- rækju frá Austuriöndum. Mál þetta hefur valdið gífurlegri röskun á rækjumörkuðum Evrópu. Ein- stök lönd innan Efnahagsbandalagsins hafa brugðist mjög hart við og jafnvel bannað tímabundið innflutning á allri rækju. í vikuritinu Foodnews kemur fram að hagsmunaaðilar telja að heil- brigðisyfirvöld einstakra ríkja hafi orðið sek um visst ábyrgðarleysi varð- andi þetta mál og látið það bitna á viðskiptaaðilum með algjörlega hreinan skjöld, en Norðmenn eru sérstaklega nefndir í því sambandi. „Sú hætta er að sjálfsögðu fyrir hendi að hjá okkur skapist nokkurs konar biðstaða meðan þetta er að ganga yfir og við fylgjumst náið með framvindunni. Við höfum enn ekki orðið varir við að verð á niðursoðinni rækju hafi lækkað hins vegar vitum við að fryst rækja hefur lækkað í verði í kjölfar þessa máls,“ sagði Heimir. -Sjó Álviðræðurnar í Zurich: „EFASTUMAD SLEGIÐ VEREH FÖSIUUM RAFORKUVERÐS- HÆKKUN” — segir Sverrir Hermannsson, iðnaðarráðherra ■ „Ég efast um að nokkru verði slegið föstu um hækkun raforkuverðs til ál- versins á þessum fundi, sem hefst nú þann 9. fehrúar," sagði Sverrir Her- mannsson iðnaðarráðherra, er Tíminn spurði hann í gær hvað hann gerði sér vonir um að Svisslendingarnir myndu bjóða mikla raforkuverðshækkun á álvið- ræðufundinum, sem hefst í Zurich á morgun. Aðspurður um hvort það væri ekki óaðskiljanlegt í samningunum, að semja um hækkun raforkuverðs og stækkun álversins, sagði iðnaðarráðherra: „Allt er þetta samtengt, en ég bind samt vonir við að menn komist áleiðis í öllum þessum þáttum. Ég dreg samt í efa, eins og ástandið er nú í Straumsvík, þ.e. verkfall, að mikill árangur geti náðst á þessum fundi vegna þess.“ Sverrir var spurður hvort hann ætti von á því að ákveðið tilboð kæmi frá Svisslendingunum á þessum fundi sem hefst á morgun: „Það kom fram á síðasta fundi, að það er áhugi fyrir því að menn fari að nefna einhverjar tölur, og ég held að Svisslendingarnir verði að eiga útspil- ið hvað það varðar að nefna tölu um hækkun raforkunnar. Ég geri mér aldrei of háar vonir um þeirra útspil í þessu, en ég á vqn á því að einhver tala verði nefnd." -AB ■ Launakönnun Kjararannsóknarnefndar var kynnt með viðhöfn í Ráðherrabústaðnum í gær. Launakönnun Kjararannsóknarnefndar: DAGSBRÚNARMENN ERU MEÐ LÆGSTAR HEIMIUSTEKJUR — Nær 80% Sóknarmanna hafa undir 13 þús. kr. í dagvinnutekjur ■ Um 78 af hverjum 100 fullvinnandi giftum félagsmönnum í Starfsmannafé- laginu Sókn höfðu undir 13.000 kr. í dagvinnutekjur í nóvembermánuði sl., samkvæmt niðurstöðum launakönnunar Kjararannsóknarnefndar, sem náði til 14 verkalýðsfélaga. Undir 15.000 kr. dagvinnulaun höfðu 97% þessa hóps Sóknarfélaga og er það lang lakasta útkoman meðal þessara 14 verkalýðsfé- laga. Aðdragandi þessarar könnunar var sem kunnugt er að Sókn og Verka- kvennafélagið Framsókn fóru þess á leit við forsætisráðherra að hann hlutaðist til um að fram færi könnun á því hve margir launþegar taki laun samkvæmt lág- markstekjutryggingu eða þar um bil. Fullgild svör bárust frá 1. 345 einstak- lingum þar af 462 körlum og 883 konum. í fuliu starfi voru 873 þar af af 476 giftir (52% barnlaus hjón), 61 einstæð foreldri og 336 einstaklingar. Önnur verkalýðsfélög sem hafa hátt hlutfall fullvinnandi gifts fólks með dag- vinnutekjur undir 13.000 eru: Félag starfsfólks á veitingahúsum 56%, Fram- sókn 50%, Eining á Akureyri og Verka- lýðsfél. Rangæingur 42% og Iðja í Reykjavík 30%. Langsamlega lægst var þetta hiutfall hins vegar hjá Verslunar- mánnafél. Reykjavíkur 2%. Tekið skal fram að 90% af heildar bónustekjum eru taldar með dagvinnutekjum. Tæpur fjórðungur alls úrtaksins hafði undir 13.000 kr. mánaðarlaun. í níu af þessum 14 félögum var helmingur þessa fullvinnandi fólks með dagvinnutekjur undir 15. þús. kr. Auk Sóknar með 97% undir þessu marki, sem fyrr segir, komu næst 78% starfs- fólks í veitingahúsum, 73% félaga í Framsókn og 68% félaga í Rangæingi. Meðal dagvinnutekjur alls úrtaksins voru 16.854 krónur - lægstar hjá Sókn 12.448 krónur, en hæstar hjá Verslun- armannafélagi Reykjavíkur rösklega 21. þús. krónur og hjá Verkalýðsfélagi Vest- mannaeyja um 21.700 kr., en tekið var fram að tímabilið sem könnunin var gerð hafi verið mjög óvenjulegt fyrir Eyjar, þar sem síldarvertíð hafi þá verið þar í fullum gangi. Eina félagið annað sem fór örlítið yfir meðaltalið (16.854 kr.) var Fél. versl. og skrifstofufólks á Akureyri. Verslunarmannafél. Reykja- víkur sker sig mjög úr hópi hinna 14 félaga, þar sem 48% þeirra félagsmanna höfðu yfir 20.000 kr. dagvinnutekjur og mun þar fyrst og fremst vera um skrif- stofufólk að ræða. STEFNT ER AÐ BYGGINGU NÝRR- AR FLUGSTÖÐVAR í REYKJAVÍK ■ Stefnt er að því að hetja framkvæmd- ir við nýja flugstöðvarbyggingu hér í Reykjavík eigi síðar en 1986, samkvæmt því sem segir í frétt frá samgönguráðu- neytinu. Samgönguráðherra hefur skipað nefnd til þess að vinna að tillögugerð um framkvæmdir í flugmálum, og er áætlun um uppbyggingu nýrrar flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli meðal verkefna þessarar nefndar. Það er Birgir ísleifur Gunnarsson sem er formaður nefndar- innar,/, en aðrir í nefndinni eru þau Ragnhildur Hjaltadóttir, Garðar Sig- urðsson, Andri Hrólfsson ogdr. Þorgeir Pálsson. Önnur verkefni nefndarinnar verða m.a. að semja áætlun um almenna flugvelli, sem taki til framkvæmda við flugbrautinv,, og flugvélastæði. Henni er ætlað að leggja áherslu á flugvöllinn á Egilsstöðum og flutning flugbrautar þar. Ætlast er til þess að nefndin hafi samráð og samvinnu við flugráð, flug- málastjórn og flugmálastjóra, jafnframt því sem ætlast er tii þess að nefndin hafi lokið störfum fyrir 1. október 1985. -AB ■ Steingrimur Hermannsson, forsætisráðherra ræðir málin við Þórð Friðjónsson efnahagsráðgjafa forsætisráðuneytisins. Tímamyndir G.E. Karlar með 16% hærri dag- vinnutekjur en konur Við samanburð á dagvinnutekjum þeirra sem vinna fullt starf kemur í ljós að meðal dagvinnutekjur karla voru 16% hærri en kvennanna, eða tæp 17. þús. hjá körlum á móti um 14.700 hjá konum. Dagsbrúnarmenn með lægstar heimilistekjur f könnun þessari voru einnig kannaðar heimilistekjur, þ.e. öll laun einstaklings- ins að viðbættum öðrum tekjum svo sem tryggingabótum og heildartekjum maka. Meðaltal heimilistekna fullvinnandi gifts fólks sem þátt tók í könnuninni voru um 35.730 kr., lægst hjá Dagsbrúnar- mönnum um 29.400 kr. en langsamlega hæst hjá Verkalýðsfél. Vestmannaeyja um 51.630 kr. (ath. fyrri fyrirvara). Hjá nokkrum félögum hafði þó meira en fjórðungur gifts fólks fjölskyldutekjur undir 25. þús. kr.: Dagsbrún 35%, Eining á Akureyri 31% og Fél. versl. og skrifstofufólks á Akureyri 25%. Heimilistekjur einstæðra foreldra mjög lágar Nær 1 afhverjum5einstæðumforeldr- um með eitt barn á framfæri og í fullu starfi hafði innan við 15.000 króna heimilistekjur og eru þá tryggingabætur meðtaldar. Nærri helmingur þessa hóps, eða 45% hafði heimilistekjur undir 20 þús. krónum á mánuði ognær þriðjungur einstæðra foreldra með 2 börn á fram- færi. Af barnlausum einstaklingum hafði röskur þriðjungur heimilistekjur undir 15 þús. og samtals 74% höfðu undir 20 þús. króna heimilistekjum. Af þessum hópi einstaklinga eru 61% konur og hlutfallslega margir undir tvítugu eða

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.