Tíminn - 08.02.1984, Side 5

Tíminn - 08.02.1984, Side 5
MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR'1984 5 fréttir Tveir slösudust er brotsjór reid yfir togara í Víkurál: ÞYRLA SÓTTl HINA SLðS- UÐIITIL PATREKSFJARÐAR ■ Þyrla Varnarliösins sótti tvo slasaða sjómenn til Patreksfjarðar í gærmorgun og kom hún með þá á þyrlupallinn við Borgarsjúkrahúsið skömmu fyrir kl. 10 um morguninn. Hannes Hafstein framkvæmdastjóri SVFI, sagði í samtali við Tímann að togarinn Framnes IS 708 hefði verið að veiðum í Víkurál, í versta veðri í fyrra- kvöld er brotsjór reið yfir skipið með Ungur hesta- maður lenti í ai- varlegu um- ferdarslysi: DflTT AF HESTINUM OG VflRÐ FYRIR BÍL ■ Alvarlegt umferðarslys varð á Bú- staðaveginumum helgina,er ungur hesta- maður datt þar af baki og varð fyrir bíl. Hestamaðurinn. sem. var 13 ára strákur, kom ríðandi eftir Bústaðavegin- um sunnan að. Samkvæmt frásögn sjón- arvotts þá tók hesturinn á rás út á veginn án þess að piitinum tækist að hafa stjórn á honum. Datt hann af baki á veginum og varð fyrir bíl sem kom úr gagnstæðri átt en hestinn sakaði ekki. Pilturinn slasaðist alvarlega á höfði auk þess að viðbeinsbrotna. Mikill snjór var við veginn á þessum slóðum enda hefur hann verið marg- ruddur í ófærðinni undanfarna daga. - FRI Þorstlátir þjófar á ferð um helgina: Áfengirærvt aff tveimur stöðum ■ Áfengi var stolið af tveimur stöðum í Reykjavík um síðustu helgi. Brotist var inn í veitingastaðinn Hornið í Hafnar- stræti og þaðan stolið vínföngum en þjófarnir komust inn með því að brjóta stóra rúðu á staðnum. Einnig var brotist inn í „Risið“ á Hverfisgötu en þar er funda- og veitinga- þjónusta. Að sögn RLR var þaðan stolið talsverðu magni af áfengi en þjófarnir munu hafa komist inn um útidyrnar á jarðhæð hússins sem var opin vegna leiktækjasalar sem er á neðstu hæð. Helgin var að öðru leyti róleg hjá RLR utan þess að kveikt var í póst- kössum og blaðarusli í fjölbýlishúsi í Krummahólum aðfaranótt sunnudagsins en skemmdir af völdum þessa munu hafa orðið minni en á horfðist - FRI Gunnar og Gísli á Háskóla- tónleikum ■ Aðrir Háskólatónleikar á síðara misseri þessa árs verða í dag í Norræna húsinu og hefjast kl. 12.30. Þar koma fram Gunnar Kvaran selióleikari og Gísli Magnússon píanóleikari. Á efnisskránni verða sónata eftir enska tónskáldið Henry Eccles, sem uppi var á 17. og 18. öld og þriðja sellósvítan eftir J.S. Bach. Tónleikarnir standa í um hálftíma. - JGK þeim afleiðingum að tveir úr áhöfn slösuðust. „Við fréttum strax hvað gerst hafði en það kom aldrei til greina að senda þyrlu strax vegna veðursins og aðstæðna á slysstað. Togarinn hélt því með mennina til Patreksfjarðar ogjtom þangað um kl. 4.30 um morguninn.“ sagði Hannes. Sjúkrahúslæknirinn á Patreksfirði, Björn Einarsson, hafði þá samband við ■ Tveir ölvaðir menn vopnaðir haglabyssum, réðust inn í verbúðina á Tálknafirði á sunnudagsmorguninn, fyrst skutu þeir rúðuna úr hurð verbúð- arinnar og var þá hleypt inn af þeim sem voru í verbúðinni en þar voru alfs níu manns, þar af sex í stofu, þrír íslendingar og þijár ástralskar stúlknr en hinir ölvuðu voru að leita að ástralskri eiginkonu annars þeirra sem stödd var í stofunni. Einum mannanna, sem voru í stofunni tókst að komast út og ætlaði hann að hringja í lögregluna en hinir ölvuðu skutu á eftir honum og lentu höglin rétt fyrir aftan hann en hann náði að henda sér bakvið bíl sem var fyrir utan. Til nokkurra átaka kom inn í ver- búðinni og tókst einni af áströlsku stúlkunum að ná byssunni af félaga SVFl og bað þá um að útvega þyrlu til flutninga á mönnunum, þeir hefðu báðir hlotið höfuðmeiðsl og annar þeirra þar að auki innvortis áverka og treysti læknirinn sér ekki til að gera aðgerð á honum þar sem ekkert blóð var til á staðnum. Hannes sagði að þeir hefðu leitað til Varnarliðsins og það sent þyrlu og eldsneytisvél til Patreksfjarðar en þá var eiginmannsins og henda henni út um glugga. Hinir ölvuðu leituðu um atla verbúðina að eiginkonunni en fundu hana ekki enda hafði fólkið sem fyrir var falið hana fyrir þeim þar sem mátti skilja á mönnunum að þeir ætluðu að drepa hana. Skotmennimir munu hafa verið í um hálftíma inní í verbúðinni en héldu síðan á brott og skildu byssur sínar eftir í íbúðarhúsi. Lögreglan á Patreks- firði kom á staðinn skömmu síðar og fann hún mennina í öðru íbúðarhúsi. Til átaka kom er hún ætlaði að hand- taka þá og þurfti að flytja þá í járnum til Patreksfjarðar. Að sögn fulltrúa sýslumannsins á Patreksfirði var mönnunum sleppt úr haldi þar á mánudaginn og verður málið nú sent ríkissaksóknara til með- ferðar. - FRI þar komið logn og gott skyggni. Við Látrabjarg tók þyrlan svo eldsneyti og seinkaði för hennar nokkuð vegna þess en félagar úr SVFI á Patreksfirði höfðu afmarkað lendingarsvæði fyrir þyrluna á hafnargarðinum vestanverðum og var það lýst upp með bílljósum, ljósköstur- um og handblysum. Þangað kom þyrlan svo skömmu fyrir kl. 9 og til Reykjavíkur kom hún skömmu fyrir kl. 10. - FRI ■ Brunabótafélag íslands hefur úthlut- að heiðurslaununt sínum í þriðja sinn og hlaut þrennt launin að þessu sinni, þar á meðal fyrsta konan sem hlýtur þau, Ragnhildur Stefánsdóttir myndhöggv- ari. Ingi R. Helgason forstjóri Brunabótar gerði grein fyrir úthlutuninni á fundi með blaðamönnum og heiðurslauna- höfum og sagði hann þá m.a. að mikill fjöldi umsókna hefði borist um heiðurs- BATUR STRANDAÐI VIÐ ENGEY ■ Vélbáturinn Nunni GK 161, 11 tonn að stærð strandaði við Engey í gærmorgun er hann var á leið út úr Reykjavíkurhöfn á veiðar. Einn mað- ur var á bátnum og mun slysið hafa átt sér stað þannig að vélin drap á sér er báturinn var kontinn rétt út fyrir hafnarmynnið. Fór maðurinn niður í vélarrúmið til að athuga bilunina og á meðan rak bátinn upp í fjöru í Engey. Hafnsögubáturinn var kallaður til hjálpar og tókst honum að koma dráttartógi í bátinn og draga hann inn í Reykjavíkurhöfn að nýju. Leki kom að bátnum við strandið en aðrar skemmdir eru litlar. - FRl launin..." og helst hefðum við viljað styrkja hvern einasta mann...“ Þeir sem hlutu launin að þessu sinni voru þau Jón Ásgeirsson tónskáld sem hlaut laun- in í sex mánuði til að vinna að gerð óperu um Galdra-Loft, Ragnhildur Stefáns- dóttir myndhöggvari sem hlaut launin í, þrjá mánuði í því skyni að auðvelda henni gerð höggmynda og lágmynda í Listasmiðju Glits ogSigurður Þorsteins- son veðurfræðingur sem hlaut launin í þrjá mánuði í því skyni að auðvelda honum að vinna að rannsóknum á áhrifum fjalllendis á veðurfar en hann dvelst nú í Osló þar sem hann vinnur að þessu verkefni ásamt norskum veður- fræðingum og það var bróðir hans Jón Bjarni sem veitti laununum viðtöku fyrir hans hönd. Launin miðasL við laun yfirkennara í menntaskóla. Það var á fundi þann 22. janúar 1982 sem stjórn Brunabótafélags íslands sam- þykkti að minnast 65 ára afmælis félags- ins með því að stofna stöðugildi á aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík sem ráða skal í samkvæmt sérstökum reglum og að starfslaun þess sem ráðinn er nefnist heiðurslaun Brunabótafélags íslands. Megintilgangur þessa stöðugildis er sá, að gefa einstaklingum kost á að sinna sérstökum verkefnum, sem til hags og heilla horfa fyrir íslenskt samfélag, hvort sem það er á sviði lista, vísinda, menningar, íþrótta eða atvinnulífs. Þau verkefni koma hér ein til greina, sem kostuð eru af viðkomandi einstaklingi sjálfum. Stjórn B.í velur þann einstakling, sem heiðurslaun hlýtur eftir umsóknum sam- kvæmt auglýsingu. Sá, sem heiðurslauna nýtur, skuld- bindur sig til að gera stjórn B.í. grein fyrir starfi sínu og hverju hann fékk áorkað meðan launanna naut við. - FRI ■ Fyrsta konan sem hlýtur heiðurslaunin, Ragnhildur Stefánsdóttir, tekur við þeim úr hendi Stefáns Reykjalín Ingi R. Helgason horfir á. Timamynd Róbert. Tveir ölvaðir menn vopnaðir haglabyssum réðust inn í verbúðina á Tálknafirði: SKUTU Á EFT1R EINUM MANNANNA í VERBÚÐINNI ■ Stefán Reykjalín afhendir, fyrir hönd stjórnar Brunabótar, Jóni Ásgeirssyni heiðurslaunin. Heiðurslaun Brunabótafélagsins afhent í þriðja sinn: „Helst hefðum við viljað styrkja hvem einasta mann”

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.