Tíminn - 08.02.1984, Síða 9
MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRUAR 1984
á vettvangi dagsins
Miðstjórn Sambands ungra framsóknarmanna
SPARNAÐUR ÁN ÞESS AD GENGIÐ SÉ Á HUG-
MYNDIR MANNA UM VELFERDARÞJÓDFÉLAGIÐ
■ Miðstjórnarfundur Sambands ungra
framsóknarmanna var haldinn um síð-
ustu helgi og voru eftirfarandi ályktanir
samþykktar.
Alyktun um
Samvinnumál
Samvinnuhreyfingin hefur haft mikil
og jákvæð áhrif á þróun íslensks þjóð-
félags síðustu 100 árin. Fyrir hennar
tilstilli hefur fjöldi manna hafist úr
örbirgð til bjargálna. Hún átti mikinn
þátt í því að skapa efnahagslegt sjálf-
stæði Islands er barátta okkar við Dani
stóð yfir.
Með samvinnufélögum hefur fólki
tekist að halda uppi atvinnulífi og veita
þjónustu og þar með standa vörð um
byggð í ýmsum héruðum víðs vegar um
land. Gildi samvinnuhreyfingarinnar
fyrir ísland og íslendinga verður því
seint ofmetið.
Miðstjórnarfundur S.U.F. hvetur
unga framsóknarmenn, sem og aðra
landsmenn, til að ganga til liðs við
samvinnuhreyfinguna og taka virkan
þátt í þeirri starfsemi sem fer fram innan
hennar. Síðast en ekki síst hvetur mið-
stjórnarfundurinn félög ungra framsókn-
armanna til að taka málefni samvinnu-
hreyfingarinnar til umræðu. Mið-
stjórnarfundurinn minnir á að slík um-
ræða - t.d. um framtíðarmarkmið sam-
vinnuhreyfingarinnar - verður að byggja
á kunnugleika á sögulegum aðdraganda
hennar, skilningi á inntaki þeirra hrær-
inga sem ólu af sér samvinnustefnuna,
viðurkenningu á helstu grundvallarregl-
um hennar og þekkingu á þróun, við-
fangsefnum, árangri og núverandi stöðu
samvinnuhreyfingarinnar.
Ályktun um
kostnaða rminnkun
í heilbrigðis-
þjónustunni
Miðstjórnarfundur Sambands ungra
framsóknarmanna mótmælir harðlega
þeim hugmyndum sem ráðherra og þing-
menn Sjálfstæðisflokksins hafa hreyft á
Alþingi og inn í ríkisstjórn um álagningu
svonefnds sjúklingaskatts.
Miðstjórnarfundur S.U.F. skorar á
ráðherra og þingmenn Framsóknar-
flokksins að lýsa því nú þegar yfir að
ekki komi til greina að leggja slíkan
skatt á. Par sem slíkur skattur stangast í
grundvallaratriðum á við hugmyndir
manna um félagslegt öryggi, jafnrétti og
samneyslu. Það er skylda ráðherra og
þingmannna Framsóknarflokksins að
standa vörð um það velferðarþjóðfélag
sem Framsóknarflokkurinn hefur verið
að byggja upp hér á síðasta áratug.
Miðstjórnarfundur S.U.F. viðurkenn-
ir að kostnaður ríkisins vegna reksturs
sjúkrahúsanna og heilbrigðisþjónust-
unnar sem slíkrar er orðinn veruleg
byrði á ríkissjóði og því sé nauðsynlegt að
leita leiða til kostnaðarminnkunar sem felast
í því að ekki sé gengið á grundvallarhug-
myndir manna um velferðarþjóðfélagið
og hafi í för með sér tilfinnanlega
skerðingu á þjónustu. í þessu sambandi
vill miðstjórnarfundurinn benda á eftir-
farandi lejði, ti! '-oitnaðarminnkunar í
heilbrigðisþjónustunm:
1. Innflutningur ; lyfjum serði boðinn
út af ríkinu, enda kaupir ríkið 90%
af lyfjum sem notuð eru í landinu.
Mcð þessum hætti mætti gera mun
hagstæðari innkaup og velja ódýrari
lyf, sem veita sömu áhrif og dýrari
lyf, en í dag eru enginn hvati, hvorki
á lækni, né sjúkling til að leita
hagkvæmni í lyfjakaupum. Meðþess-
um fyrirkomulagsbreytingum mætti
spara a.m.k. 20% af Iyfjakostnaði
ríkisins, sem er um 300 milljónir. þ.e.
sparnaður gæti numið um 60 milljón-
um á ári.
2. I kjarasamningum lækna er gert ráð
fyrir að læknar geti unnið allt að 9 klst
á viku utan sjúkrahúsanna. Verði
þetta ákvæði afnumið gæti launa-
sparnaður orðið allt að 40 milljónir
kr. á ári.
3. Komið verði á sameiginlegum inn-
kaupum fyrir öll íslensku sjúkrahús-
in. Með því mætti spara umtalsverðar
upphæðir.
4. Með almennu útboði á viðhaldi,
tækjakosti og húsnæði sjúkrahúsa
mætti spara umtalsvcrðar upphæðir,
Ályktun um kjara-,
verðlags-, og skattamál
Miðstjórn Sambands ungra framsókn-
armanna telur mikilvægt að tryggja megi
varanleika þess árangurs sem ríkisstjórn
Steingríms Hermannssonar hefur náð í
baráttunni við verðbólguna. Ljóst er að
stór hluti þess árangurs er tilkominn
vegna kjaraskerðingar launafólks, sem
stafar af sífellt minnkandi þjóðartekj-
um. Miðstjórn S.U.F. skorar á aðila
vinnumarkaðarins að við þessar aðstæð-
ur verði kjarasamningar fyrst og fremst
miðaðir við að bæta kjör hinna lægst
launuðu. Miðstjórn S.U.F. telur að
ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar
eigi að hafa forystu um að bjóða sínum
viðsemjendum. þ.e. Bandalagi starfs-
manna ríkis og bæja, tryggingu á I5.1KI0
kr. lágmarkslaunum og allt það svigrúm
sem í fjárlögum er til launhækkana verði
notað til þess.
Með slíku tilboði sýndi ríkisstjórnin
skýrt vilja sinn til að bæta kjör hinna
lægst launuðu og um leið reyndi á
raunverulegan vilja verkalýðshreyfing-
arinnar til kjarajöfnunar. Miðstjórnar-
fundur S.U.F. skorar á ríkisstjórn
Steingríms Hertnannsonar að beita sér
fyrir eftirfarandi umbótum ásviði kjara-,
verðlags,- og skattamála til að tryggja
kjör hinna lægst launuðu:
a) Lækkaðir verði tollar af innfluttum
matvælum sem ekki er í samkeppni
við innlcnda framleiðaslu.
b) Að verðlagning vöru og þjónustu
verði óháð opinberum afskiptum,
þar sem að samkeppni í atvinnulífinu
er næg, þannnig að neytendur og
atvinnulífið njóti hagkvæmni frjálsrar
verðmyndunar. Nauðsynlegt er hins
vegar að hafa öfluga verðgæslu sem
fyrst og fremst starfi að verðkynning-
armálum og verðkönnunarmálum.
c) Að gengi íslensku krónunnar verði
haldið sem stöðugustu.
d) Að í stað núverandi tekjuskatts og
útsvars ' omi einn tckjuskatttur,
brúttosKattur með eltir á Irádrætti,
persónuafslæltio;; bústoím f;:V drætti.
Skatturinn vci• >■ siiglueki.a.æu u„
0-40%. Tekjum af skattinum verði
skipt milli ríkis og sveitarfélaga.
Skatturinn verði innheimtur með
staðgreiðslukerfi.
g) Að ekki vcrði tekinn upp virðisauka-
skattur heldurxerði nuverandi sölu-
skattskerli elll. þannig að innheimtu-
hlutfall til ríkissjóðs hækki og um leið
væri möguleiki að lækka söluskatts-
prósentuna.
Ályktun um
fíkniefnamál
Miðstjórnarfundur SUF lýsir yfir
miklum áhyggjum vegna aukinnar
ncyslu fíknicfna hér á landi. Miðstjórn-
arfundurinn skorar á yfirvöld að verja
stórauknu fé til forvarnarstarfs, en gera
verður allt sem í mannlegu valdi stendur
til að koma í veg fyrir að ungt fólk
ánetjist fíkniefnunt.
Miðstjórnarfundurinn skorar á yfir-
völd að koma á fót nefnd sem hefur það
markmið að sameina krafta þeirra sem
vinna gcgn fíkniefnum, að stórauka
tollgæslu, að gera fíkniefnadómstólinn
fljótvirkari, að herða refsingar gagnvart
þcim sem flytja inn fíkniefni, að vinna
aðstofnun lciðbciningastöðvarí Reykja-
vík fyrir ávana- og fíkniefnaneytendur
svo og aðstandendur þeirra, að
fíkniefnajögreglan verði stórefld og að
lögsaga hennar nái til alls landsins og þar
verði vakt allan sólarhringinn. Mið-
stjórnarfundurinn lcggur áherslu á að
fræðsla um skaðsemi fíkniefna verði
aukin til niuna. í því sambandi bendir
miðstjórnarfundurinn á nauðsyn þess að
kennarar fái aukna fræðslu svo þeirverði
hæfari til að bægja unglingum Irá hætt-
unni. Einnig verði þessi mál tekin fvrir á
foreldradögum í skólum.
Ekki fer milli mála að ríkisfjöl-
miðlarnir geta unnið mikið og gott starf
í að upplýsa fólk um skaðsemi fíkniefna.
í dag er mikiö um umferðarfræðslu í
útvarpi og sjónvarpi, en miðstjórnar-
fundur S.U.F. skorar á yfirvöld að beita
sér fyrir að í þessum fjölmiðlum verði í
framtíðinni fastir þættir um skaðsemi
fíknicfna.
Laxeldisstöð Laugarlax hf:
Blátt banri við afrennsli í
Apavatn
■ Við undirritaðir ábúendur og/eða
eigendur við Apavatn viljum koma á
framfæri ýmsum athugasemdum um
undirbúning og aðdraganda að byggingu
Laxeldisstöðvar Laugarlax hf. Við telj-
um rétt að þessar athugasemdir komi
fram fyrir almenningssjónir og þá ekki
síðast og síst, að þær gætu verið öðrum
víti til varnaðar. Við teljum okkur hafa
verið málefnalega, öllu skítkasti vísum
við á bug.
Upphaflega átti afrennsli stöðvarinnar
að renna í Laugarvatn og með því
fororði hafa fundarsamþykktir gengið út
á í upphafi máls. Okkur ábúendum
og/eða eigendum v/Ápavatn var aldrei
tilkynnt um, að afrennsli stöðvarinnar
hafi verið breytt. Nú mun afrennslið eiga
að fara í Djúpin eða Kvíslarnar, sem eru
hrygningarstöðvar Apavatns. Stjórn
Laugarlax var kunnugt um, að ekki lá
fyrir heimild frá eiganda jarðarinnar
Útey I, að afrennsli stöðvarinnar færi
eftir landi hans, samkvæmt símskeyti
frá 28.7.83. Stjórn Laugarlax var þetta
ljóst áður en byggingarframkvæmdir
hófust. Það hefur öllum verið ljóst frá
upphafi, að ekki er hægt að koma
afrennsli stöðvarinnar í vatnakerfi Apa-
vatns nema að fara í gegnum land
jarðarinnar Útey I, og það ekki heimilað
eins og að framan segir. Því var harðlega
mótmælt síðar með bréfi til Laugarlax
hf.
Veiðifélag Árnesinga er lítill hluthafi
að Laugarlaxi hf. Hlutafélag Laugarlax
hf. er 3 milljónir alls. Hlutur Veiðifélags
Árnesinga er kr. 5.000,- eingöngu og
fyrst og fremst til að gæta hagsmuna
sinna á vatnasvæði Ölfusár og Hvítár. Á
hluthafafundi í júlí ’83 flutti fulltrúi
Veiðifélags Árnesinga tillögu þess efnis
að undirbúningi yrði gert betri skil og
yrði alfarið í höndum heimamanna. Því
var hafnað. Hvers vegna?
Byggingarframkvæmdir voru hafnar
löngu áður en tilskilið vottorð frá Heil-
brigðisnefnd Laugaráslæknishéraðs
dags. 1.12. lá fyrir, og eins var Jarða-
nefnd Árnessýslu ekki búin að gefa leyfi,
áður en framkvæmdir hófust. Óskað var
eftir því við oddvita Laugardalshrepps í
símtali um 20. okt., að byggingarfram-
kvæmdir yrðu stöðvaðar á meðan leyfi
frá Heilbrigðisnefnd væri ekki komið.
Bændur við Apavatn fóru fram á það
í bréfi dags. 28.10.83 til Laugarlax hf.,
að leitað yrði umsagnar opinberra aðila
svo sem Veiðimálastofnunar og Fisk-
sjúkdómanefndar. Þessar óskir voru
ekki teknar til greina af hálfu Laugarlax
hf.
Á hluthafafundi 3.12.83 urðu um-
ræður út af hugsanlegum aðgerðum
bænda við Apavatn. Þá óskaði fulltrúi
Veiðifélags Árnesinga eftir því að fram-
kvæmdir yrðu stöðvaðar og það yrði
látið á það reyna hvort bændur við
Apavatn gætu stöðvað að afrennsli færi
í ár og læki, sem falla í Apavatn. Því var
hafnað. Með bréfi dags. 7.12.83 mót-
mæla undirritaðir ábúendur og/eða eig-
endur við Apavatn, að frárennsli frá
stöðinni fari í ár og læki, sem renna í
Apavatn. Bréf þetta var sent Laugarlax
hf., og hreppsnefnd Laugardalshrepps
og lýst allri ábyrgð á hendur þeim.
Einnig var sent bréf frá landeigenda
Úteyjar I, þarsem mótmælt varafrennsli
stöðvarinnar í gegn um hans land.
I framhaldi af þessu bréfi boðaði
hreppsnefnd Laugardalshrepps til fund-
ar um málið. Á þeim fundi gerðist þetta
markverðast: Oddviti Laugardalshrepps
lýsti því yfir, að Laugarlax hf fengi ekki
starfs- né rekstrarleyfi fyrr en Hollustu-
vernd ríkisins/ mengunarvarnir gæfu út
það álit að tekið væri fyrir alla áhættu
um mengun, af hvaða tægi sem hún væri.
Á oddviti þakklæti skilið fyrir þessa
yfirlýsingu. Þá upplýsti stjórnarmaður í
Laugariaxi hf. að þeir hefðu upp á
vasann umsögn frá Þór Guðjónssyni.
veiðimálastjóra, að hann teldi hyggi-
legra, að afrennslið færi í Apavatn. Haft
var samband síðar við Þór Guðjónsson
og mótmælti hann því harðlega, að hafa
gefið þessa umsögn né nokkuð um
málið. Lesið var bréf frá Búnaðarfélagi
íslands. í því bréfi kom fram, að um
grófa ævintýramennsku væri að ræða, að
hleypa afrennsli frá klak eða eldisstöð í
Apavatn, þar sem ekki sé hægt að taka
fyrir alla áhættu. Eins kom fram í þessu
bréfi, að aðalfundir landssambands
veiðifélaga hafi gert fundarsamþykktir
um, að afrennsli frá fiskeldistöðvum falli
-ekki í stöðuvötn. (Bréf þetta undirritað
af Árna G. Péturssyni). Á fundi þessum
var lögð fram sáttatillaga frá tveimur
hreppsnefndarmönnum. Þessi sáttatil-
laga var á þá leið, að afrennsli færi í
hvort vatnið sem væri til skiptis í
Apavatn eða Laugarvatn, að fengnu
samþykki Hollustuverndar ríkisins og
Veiðimálastjóra.
Upp frá þessu var staðið og menn
beðnir að hugsa málin.
Óskað var eftir að friður ríkti yfir
vötnunum um jólahátíðina. (Svo fór
ekki).
Um miðjan desember gerðist það, að
grafinn var skurður í heimildarleysi í
landi jarðarinnar Útey 1, til þess að
koma afrennsli stöðvarinnar í vatnakerfi
Apavatns. Þessu var mótmælt við
oddvita Laugardalshrepps og stjórnar-
formann Laugarlax hf. og eins til fulltrúa
sýslumanns Árnessýslu. Mælingu fyrir
þessum skurði annaðist starfsmaður
Búnaðarfélags Suðurlands. Að hans
sögn voru tveir stjórnarmenn í Laugar-
lax með honum við verkið, þeir Eyjólfur
Friðgeirsson og Sigurður Sigurðsson. Á
. mælingarseðli þeim, sem hann gerir
fyrir skurðgröftinn og afhendir stjórn-
armanni Laugarlaxi hf. kemur fram, að
þessi skurðgröftur sé því aðeins heimil-
aður að landeigandi samþykki.
Fyrirhugað var að byggja fiskeldisstöð
við Mývatn á sínum tíma. Þar fóru
rannsóknir fram áður en til framkvæmda
kom. Sú rannsókn leiddi í ljós, að ekki
var gerlegt að byggja þar fiskeldisstöð.
Stjórn Laugarlax og hreppsnefnd Laug-
ardalshrepps virðast hafa byrjað á öfug-
um enda.
Eins kemur fram í skýrslu Hollustu-
verndar, að hreinsibúnaður hjá Laugar-
laxi hf. sé ekki staðlaður; er því engan
veginn hægt að fullyrða neitt um það á
þessu stigi, hve vel hreinsibúnaðurinn
muni virka.
Náttúruverndarráð hefur nú tekið
málið fyrir og telur framkvæmdir Laug-
arlax hf. ámælisverðar og vitnar í 29. gr.
náttúruverndarlaga. Rannsókn hefur
nú verið ákveðin á vatnakerfi Apavatns,
undir eftirliti Hollustuverndar ríkisins
pg Náttúruverndarráðs. Þá verða vænt-
anlega teknir fyrir allir þættir, sem
hugsanlega gætu valdið mengun vatns og
sýkingu fiskjar. Ekki mun eiga að fara
fram rannsókn á Laugarvatni, þó svo
sáttartillaga gengi í þá átt.
Við höfum talið það siðferðislega
skyldu Laugarlax hf. og hreppsnefndar
Laugardalshrepps að framkvæmdir
lægju niðri á meðan beðið væri eftir áliti
Hollustuverndar, Náttúruverndarráðs
og embættis Veiðimálastjóra, en svo er
ekki. Óskað hefur verið eftir því við
oddvita Laugardalshrepps að svo yrði.
Ekkert er því til fyrirstöðu að bygging-
arframkvæmdum yrði frestað að best
verður séð, því laxaseiði þau, sem Veiði-
félag Árnesinga selur Laugarlax hf. hafa
trygga geymslu til vors. Það má því
öllum vera ljóst, að samkvæmt áður-
sögðu eru forsendur fyrir sáttatillögu hér
með brostnar.
Samkvæmt ummælum stjórnar Laug-
arlax hf. telja þeir að bændur séu að
þyrla upp moldviðri af tilefnislausu.
Samkvæmt bréfi Náttúruverndarráðs
kemur fram að svo sé ekki.
Oddviti Laugardalshrepps hefur lýst
því yfir, að hreppsnefnd Laugardals-
hrepps kaupi væntanlegt hús Laugarlax
hf. ef ekki yrði af starfsrækslu fiskeldis-
stöðvarinnar, og þá til annarar starfsemi.
Við bendum á, að engin mótmæli hafas
komið fram gegn því að afrennsli fari í
Laugarvatn.
Við viljum skýrt taka fram, að við
vorum ekki á nokkurn hátt á móti
starfsemi Laugarlax hf. stjórn þess né
aðild Laugardalshrepps. Aðeins að á
okkar siðferðislega og lagalega rétti
hefur verið troðið og jafnframt furðar
okkur á því að svona nokkuð geti gerst.
Við skiljum ekki, hvers vegna afrennslið
má ekki fara í Laugarvatn. Þareru engin
mótmæli, þar eru flest allir hluthafar;
Laugardalshreppur er hluthafi og telur
ábata, að hafa svona starfsemi í
hreppnum. Hvers vegna taka þeir ekki
áhættuna líka? Þar þarf ekki að brjóta
lög um eignarétt manna á landi. Eins og
áður segir höfum við mótmælt, að af-
rennslið fari í vatnakerfi Apavatns. Það
skal enn áréttað hér.
Ennþá eigum við þá von í brjósti, að
hreppsnefnd Laugardalshrepps sjái að
sér.
Kjartan Helgason, Haga II, Áslaug
Harðardóttir, Haga I, Skúli Hauksson,
Útey I, Lárus Kjartansson Austurey,
Snæbjörn Þorkelsson, Austurey II,
Þorkell Kjartansson. Eyjabóli, Jón S.
Helgason, Efra-Apavatni, Guðmundur
Helgason, Efra-Apavatni, Magnús
Grímsson, Neðra-Apavatni.