Tíminn - 18.02.1984, Blaðsíða 8
8
LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1984
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason.
Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson.
Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elfas Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V.
Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson.
Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir,
Bjarghildur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Friðrik Indriöason, Guðmundur Sv .
Hermannsson, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson,
Jón Ólafsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson.
Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson.
Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn:
Eygló Stefánsdóttir.
Prófarkir: Kristin Þorbjarnardóttir, Flosi Kristjánsson, Guðný Jónsdóttir
Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavik. Sími: 86300. Auglýsingasími
18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306.
Verð í lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 250.00.
Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Blaðaprent hf.
Framboð Vigdísar
Finnbogadóttur
■ Það hafa áreiðanlega fjölmörgum þótt ánægjuleg tíðindi,
þegar Ríkisútvarpið skýrði frá því, að Vigdís Finnbogadóttir
hefði ákveðið að gefa kost á sér til framboðs í forsetakosning-
unum, sem fara fram í sumar.
Forsetakosningar hafa ekki farið hér fram nema þrisvar
sinnum, eða þegar Ásgeir Ásgeirsson var kjörinn í fýrsta sinn
1952, Kristján Eldjárn í fyrsta sinn 1968 og Vigdís Finnboga-
dóttir í fyrsta sinn 1980. í önnur skipti hafa forsetar verið
sjálfkjörnir, eða Ásgeir Ásgeirsson þrisvar (1956, 1960 og
1964) og Kristján Eldjárn tvisvar (1972 og 1976).
Fyrsti forsetinn, Sveinn Björnsson, var fyrst kosinn á
Alþingi 1944, en varsjálfkjörinn, þegarfyrstaforsetakosning-
in fór fram 1948.
í öll þau skipti sem forseti hefur verið kosinn hér í fyrsta
sinn, hefur orðið hörð og oft nokkuð óvægin kosningabarátta.
Þetta gilti einnig um forsetakjörið á Alþingi 1944, þótt með
öðrum hætti væri.
Þeir Sveinn Björnsson, Ásgeir Ásgeirsson og Kristján
Eldjárn kynntu sig allir þannig í starfi, að þeir voru síðar
kosnir gagnsóknarlaust eða urðu m.ö.o. sjálflcjörnir.
Það væri með ólíkindum, ef niðurstaðan yrði ekki á sömu
lund nú, þ.e. að Vigdís Finnbogadóttir verði sjálfkjörin eins
og fyrirrennarar hennar, þegar þeir buðu sig fram í annað
sinn.
Vigdís Finnbogadóttir hefur gegnt forsetaembættinu með
miklum ágætum. Á erlendri grund hefur hún aukið hróður
íslands með fyrirmannlegri og frjálslegri framkomu og að því
leyti vakið þar meiri athygli en fyrirrennarar hennar, að hún
er fyrsta konan, sem hefur verið kjörin forseti lands síns. Hún
hefur orðið jafnt landi sínu, þjóð sinni og konum þó
sérstaklega til sóma.
Þau afskipti sem Vigdís Finnbogadóttir hefur þurft að hafa
af stjórn landsins sem forseti hefur hún leyst af hendi í fyllsta
samræmi við hið háa embætti.
Það hefur styrkt stöðu og álit forsetaembættisins, að því
hafa gegnt fjórir forsetar, sem allir hafa reynzt frábærlega
vel. Þjóðin lét því þá Svein Björnsson, Ásgeir Ásgeirsson og
Kristján Eldjárn verða sjálfkjörna, þegar þeir buðu sig fram
í annað sinn. Það væri með ólíkindum, eins og áður segir, ef
Vigdís Finnbogadóttir yrði ekki sjáifkjörin nú.
Les Jónas ekki DV?
■ Það er furðulegur málflutningur hjá Jónasi Kristjánssyni,
að Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra hafi rætt af
litlum skilningi um kjör láglaunafólks.
Jónas byggir þetta á hreinum útúrsnúningi á ummælum,
sem Steingrímur Hermannsson lét falla í léttum. tón um
grjónagraut og Þjóðviljinn hefur reynt að gera sér mat úr.
Hið rétta í þessum málum er það, að Steingrímur
Hermannsson hefur við öll tækifæri lagt áherzlu á að kjör
láglaunafólks yrðubætt. í fyrsta lagi hefur hann lagt til, að
svigrúm það, sem er fyrir hendi til að hækka launin, yrði fyrst
og fremst látið koma láglaunafólki til góða. í öðru lagi
hefur hann tekið mjög jákvætt hugmyndum þeirra Aðal-
heiðar Bjarnfreðsdóttur og Bjarna Jakobssonar um láglauna-
tryggingu og öðrum hugmyndum, sem ganga í svipaða átt.
Slík ummæli Steingríms getur Jónas vafalaust fundið í
fréttum DV og ætti hann að taka meira mark á þeim en
útúrsnúningum Þjóðviljans.
Þessi mál stranda nú fyrst og fremst á því, að jákvæðar
tillögur komi frá aðilum vinnumarkaðarins, jafnt um hækkun
launa og félagsmálapakka. Það stendur ekki á ríkisstjórninni
að taka slíkar tillögur til meðferðar jafnfljótt og þær koma
fram.
Þ.Þ.
skrifað og skrafað
Forsetakosningar
og athugasemd
■ í forystugrein Alþýðu-
blaðsins s.l. fimmtudag er
það ekki talinn æskilegur
framgangsmáti að Vigdís
Finnbogadóttir verði ein í
framboði til forsetaembættis-
ins og slíkt mundi ekki verða
til stuðnings lýðræðis í land-
inu. Þetta er ekki rökstutt né
heldur minnst á að á lýðveld-
istímabilinu hefur aldrei ver-
ið boðið fram á móti forseta
íslands þegar sá er embættinu
gengdi gaf kost á sér til
endurkjörs.
Aldrei hvaflaði það að
nokkrum manni að það
mundi veikja lýðræðið þótt
forseti væri sjálfkjörinn eftir
hvar á jarðarkringlunni það
land er sem Hrafna-Flóki gaf
nafn á sínum tíma.
Því vcrður kannski gerð
betri skil í samfélagsfræðinni
þegar hún kemst í gagnið og
sjónarmið griðkvenna Flóka
koma fram.
Þeir arkitektar sem sótt
hafa listgáfu sína og alvisku
til fjarra landa hafa komist
að því að risagluggar fara vel
á teikniborði, en skeyta
minna um náttúrufar þar sem
hús þeirra eiga að standa og
veita íbúunum skjól og heim-
ilishlýju. Fyrirtæki íNjarðvík
hefur tekið upp nýja tækni til
að fúaverja timbur en höfuð-
tilgangur fyrirtækisins er að
smíða gluggakarma.
En til að geta fúavarið
gengust eru, þ.e. meðþriggja
metra löngum tanki, varð
Gori að hann stærsta verkfæri
heimsins af þessari tegund
fyrir Ramma, þ.e. sex metra
langt. Það krefst þess jafn-
framt að olíubirgðirnar í
geyminum þurfa alltaf að
vera miklu meiri en ella væri
nauðsynlegt.“
Flöt þök og flennigluggar
skulu það vera hvað sem
líður hnattstöðu og lægða-
fargani.
Haldið áfram að
berjast fyrir
réttlætinu
Stefán Valgeirsson fjallar
í Degi um allan þann söng er
umboð hafa til að semja um
kaup og kjör í þjóðfélaginu í
dag hafi ekki manndóm til að
ganga frá þeim málum á
þann hátt að rétta hlut þeirra
sem verst eru settir. Að
forystulið launþega muni enn
falla á prófinu.
Mér verður það lengi
minnisstætt sem láglauna-
kona sagði er hún ræddi við
mig um þessi mál: „Ég er nú
komin á þá-skoðun að s'umir
íorystumenn launþega vilji
viðhalda ranglætinu til að
geta í orði kveðnu haldið
áfram að berjast fyrir réttlæt-
inu. Þetta virðist vera
atvinnuspursmál þeirra.“
Þó þjóðin fagni þeim mikla
árangri sem náðst hefur í
glímunni við verðbólguna og
Rammi kynnir ný tæki til ad gagnfúaverja timbur:
ENN ERU ÍSLENDING-
AR AD SU HEIMSMET
— Hanna þurfti sérstakan tank svo
„íslensku” gluggarnir kæmust ofan í hann
að hafa setið eitt eða fleiri
kjörtímabil í embætti.
Kjartan Jóhannsson for-
maður Alþýðuflokksins gerði
í gær athugasemd við þessi
skrif. Hún er á þessa Ieið:„ í
leiðara Alþýðublaðsins í gær
er sagt að æskilegt sé að fram
komi fleiri framboð til em-
bættis forseta íslands heldur
en framboð núverandi for-
seta íslands Vigdísar Finn-
bogadóttur. Þessi leiðari
túlkar ekki sjónarmið Al-
þýðuflokksins."
Heimskulegt
heimsmet
Það getur stundum verið
bagalegt þegar heilar
atvinnustéttir hafa stein-
gleymt, eða aldrei komist, að
karmana sem fara eiga í
íslensku húsin þarf að sér-
smíða tæki.til að þeir komist
í það. Hinar ofboðslegu
gluggastærðir sem verða til á
teikniborðunum eiga sér ekki
hliðstæður annars staðar þar
sem karmar eru fúavarðir á
þennan hátt.
í Tímanum er sagt frá
þessu á eftirfarandi hátt:
„Við kaup Ramma á tækjum
þessum slógu íslendingarenn
eitt heimsmetið, að því er
fram kom í samtalinu við
Einar Guðberg. Þegar hann
fór til tækjakaupanna í Gori
kom í Ijós að arkitektar á
íslandi hanna miklu lengri og
stærri glugga en almennt
tíðkast annars staðar í heim-
inum. í stað þess að Rammi
gæti keypt þau tæki sem al-
kveðinn er um að það sé
réttlætismál að þeir sem bág-
ast eiga hljóti kjarabætur en
aðrirbíði. Hannskrifarm.a.:
„En er þetta spánnýtt lag?
Hefur láglaunafólkið ekki
heyrt þennan söng áður svo
að segja við hverja kjaras-
amninga svo langt aftur sem
menn muna? Hefur þetta
ekki verið kjörorð forystu-
mannanna í öllum kjara-
samningum? En hver hefur
niðurstaðan orðið fram að
þessu? Hefur hugur fylgt
máli?
Reynslan er ólygnust, lág-
launafólkið hefur alltaf setið
eftir með þeim afleiðingum
sem lýst er hér að framan og
eftir fregnum að dæma virðist
allt útlit fyrir að sagan muni
endurtaka sig, að þeir sem
flestir segjast vilja leggja
mikið á sig til að koma í veg
fyrir að allt snúist á ógæfuhlið
í því efni þá væri það mikið
gæfuleysi ef hugur fylgdi ekki
máli í því efni hjá þeim sem
betur mega sín. En reynslan
ein mun skera úr því.
Þó ég viðurkenni að þjóðin
standi nú í nokkrum vanda
þá er óþarfi að mikla hann
fyrir sér, en fyrst og fremst
ríður á því að þjóðin sé
raunsæ og hegði sér sam-
kvæmt því. En umfram allt
þá verður að koma í veg fyrir
að sár neyð þjaki nokkurn
íslending. Slíkt ástand á að
vera liðin tíð. Um það ættu
allir að vera sammála, bæði í
orði og verki. Þjóðin mun
fylgjast vel með því hverjir
standast það próf.“
fréttir
Síðasti dagur
Þorravöku
Menntaskólans
við Sund:
Kynning á
starfi skól-
ans fyrir
nemendur
grunnskóla.
■ Hannyrðir voru vinsælar meðal nemenda á vökunni.
■ í dag er síðasti dagur Þorravöku
Menntaskólans við Sund og verður á
honum kynning fyrir nemendur grunn-
skóla, þ.e. 9. bekk, og verður þeim
kynnt skólastarfið almennt auk kynning-
ar á félagslífi og námsbókakynningar.
Einnig fcr fram ræðukeppni milli
nemenda og kennara MS í dag.
Að sögn Kristjáns Valdimarssonar
formanns nemendafélags MS hefur
Þorravaka verið í skölanum í núverandi
mynd undanfarin fjögur ár en hún miðar
að því að...“ nemendur kasti frá sér
bókunum í eina viku og takast á við
verkefni sem þau velja sér sjálf" segir
hann.
Allir nemendur skólans taka meira og
minna þátt í vökunni og mikið hefur
verið um að vera í skólanuni undanfarna
viku. Kaplaútvarp hefur verið í gangi í
skólanum alla dagana. kaffistofunni
var breytt í matsölustað með allri þjón-
ustu, mikið var notast við videó þessa
vikuna, m.a. í framsögu og ræðu-
mennsku sem margir voru í en af öðrum
vinsælum atriðum á vökunni má néfna
ýmiskonar hannyrðir þ.e. prjóna og
saumaskap. nemendur fóru í fyrirtæki út
í bæ og kynntu sér rekstur þeirra og að
því loknu stofnuðu þeir sitt eigið fyrir-
tæki á vökunni, hét það Þokki hf. og
annaðist hjúskaparmiðlun.
Hjá Kristjáni kom einnig fram að um
20 manna hópur n'emenda hafði farið í
Ólafsdal en þar hefur skólinn skólasel
þar sem áður var fyrsti bændaskóli
landsins. Unnu nemendur þar að við-
haldi og viðgerðum á húsnæðinu.
-FRI