Tíminn - 18.02.1984, Blaðsíða 12

Tíminn - 18.02.1984, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1984 heimilistíminn umsjón: B.St. og K.L. ■ Undanfarna viku hefur stödd hér á landi danska vaxtar- ræktarkonan Lisser Frost Larsen. Lisser er leikfimiskennari að mennt, en síðustu 4 ár hefur hún alfarið snúið sér að þeirri líkamsrækt, sem á ensku nefnist „body building", en hefur á íslensku verið nefnd vaxtar- rækt. Sjálfri finnst Lisser best eiga við það nafn, sem svíar hafa gefið íþróttinni, „kroppbygger11 Þessa vikudvöl á Islandi hefur Lisser notað til að leiðbeina gestuni Líkams- og heilsuræktarinnar, Borgartúni 29, Reykjavík, um líkamsrækt, mataræði og rétta notkun vítamína. Við hittum Lisser að máli og leituðum ráða hjá henni um þessi atriði. Leiðbeiningarnar lagaðar að hverjum einstaklingi fyrir sig Lisser sagðist hafa það fyrir sið að láta hvern einstakling fá sínar eigin leiðbein- ingar sem miðast við sérþarfir hvers og eins. Hún tekur einkum konur upp á arma sína og eftirfarandi upplýsingar eiga við um þær konur, sem ekki hafa stundað líkamsrækt, kannski svo árum skiptir. I upphafi fær konan leiðbeiningar æfingar, sem ætlað er að þjálfa alla aðalvöðva líkamans. Farið cr hægt af stað og harðsperrur og strengir eiga ekki að fylgja enda cnginn mælikvarði á að rétt sé að farið, að sögn Lisser. Að fjórum vikum liðnum er síðan gerð úttekt á árangrinum. Þá er t.d. farið að velta vöngum yfir hvaða líkamshluta sé mest þörf á að laga til og æfingar skipulagðar með tilliti til þess. Þá leggur hún einnig áherslu á rétt mataræði. Hún segist að vísu aldrei skrifa upp ntatseðla fyrir konurnar, heldur gefa þeim leið- beiningar, sem þær vinni síðan eftir. Aukin orka — en ekki meira hungur Lisser segir það algengan misskilning, að vaxtarrækt, sem stunduð er með lóðum, leiði óhjákvæmilega til úttútn- aðra vöðva. Þetta sé síður cn svo rétt. Þó ekki væri annað, séu konur ekki nógu sterkar til að fást við þá þyngd lóða, sem með þarf til að byggja upp eitthvert vöðvabúnt! Hins vegar örvi vaxtarræktin blóðrás- ina, auki súrefnisstreymi til heilans, bruni fíkamans verði hraðari, þyngdar- minnkun komi fram og húðin strengist jafnframt. Auk alls þessa fái vaxtarrækt- arfólk aukna orku, sem geri því kleift að vera miklu athafnasamara en clla. Vegna þessarar Orkuaukningar, finni fólk síður til svengdar og taki sér allt annað frekar fyrir hendur en að sitja lon og don við matarborð. Algengt segir Lisser það vera, að 2-3 mánuðum eftir að kona hafi hafið þjálf- un í vaxtarrækt, komi maður hennar í sömu erindagerðum. Þá sé hann farinn að finna að hann hafi ekki við hinni atorkusömu konu sinni og verði því að byggja sig upp líka. Lesið vel innihaldslýsingar með matvælum Sem áður segir, skrifar Lisser ekki niður ákveðinn matseðil fyrir hverja konu. Hún ráðleggur öllum að lesa vel upplýsingar þær um innihald, sent standa á umbúðum um matvæli. Þar megi sjá, hversu mikið sé af próteini, fitu og kolvetnum í innihaldinu. Af próteini þarf kona jafnþyngd sína, umreiknaða í grömm, á hverjum degi. Þannig þarf t.d. kona, sem vegur 60 kg, 60 g af próteini á dag. Kolvetni er óhætt að innbyrða í náttúrlegu formi án takmarkana. En gát verður að hafa á fitunni. Við vaxtarrækt eru notuð margvísleg lóð. Hér er Lisser á þeimavelli (Tímamyndir Ámi Sæberg) ■ Lisser Frost Larsen sýnir árangur fjögurra ára vaxtarræktar VAXTARRÆKTLEIEHR EKKIHL ÚnÚINAÐRA VDÐVA — en eykur hins vegar orku Við erum það sem við borðum Mikilvægur þáttur í vaxtarræktinni er rétt mataræði, og reyndar þurfa allir að hafa það í huga, hvort sem þeir eru í þjálfun eða ekki. „Við erum það sem við borðum," segir Lisser og gefur okkur nokkuð góð ráð í sambandi við hollt og gott mataræði. Ekki vill hún gefa ein- hverja cina alhæfa uppskrift, sem allir eiga að fara eftir í blindni, enda er bruni líkamans ákaflega mismunandi frá einni konu til annarrar. Þeim kpnum, sem ekki gera sér grein fyrir því, hvort líkami þeirra brennir hægt eða hratt, gefur hún það ráð, að skrifa niður hjá sér daglega neyslu próteins, fitu, kolvetnis og hitaeininga í eina viku og fylgjast með því, hvort þær hafa þyngst, lést eða staðið í stað að vikunni liðinni. Þannig eiga þær að geta fengið yfirsýn yfir, hvort þær hafa neytt of mikils eða lítils miðað við bruna líkamans. má ekki stjórna lífi konunnar Lisser leggur ríka áherslu á, að kona í kúr, megi ekki gera of mikið veður út af honum. Sé henni t.d. boðið í veislu á meðan á kúrnum stendur, sé henni óhætt að borða það, sem fyrir hana er borið, þegjandi og hljóðalaust. Kúrinn megi alls ekki stjórna lífi konunnar. Sumar konur, sem kannski eru vanar að borða mikil sætindi, kvarta undan þreytu og höfuðverk, þegar þær fara í kúr. Þeim ráðleggur Lisser að fá sér teskeið af hunangi út í kaffi eða te og hverfi þá einkennin. Nokkrar uppástungur að heppilegum mat Morgunmatur: 1 sneið af grúfu brauði 4-5 sneiðar af 20% mjólkurosti eða kotasæla 100-150 g nýir ávextir ‘/: greipaldin kaffi/te/ávaxtasafí skyr Lisser mælir ekki með eggjum í morgunmat, þar sem í hverju eggi séu 6 g af fitu, og réttara sé að fá fituna í öðrum réttum. Mjólkurafurðir segir hún hafa þann leiða sið að setjast á sitjandann og verði að hafa það hugfast. Hádegisverður: Ví kjúklingur, grillaður eða steiktur á grind, án pöru salt, gúrkur eða skinka, gúrka. Skerið flysjaða gúrku í fernt að endi- Iðngu og vefjið skinkusneiðum utan um hverja gúrkusneið. eða Vi ds. túnfískur í vatni eða eggjakaka úr 2 eggjum og 2 eggja- hvítum Með þessu er gott að hafa salat, t.d. blandað saman: lauk, hreðkum, gufrótum, maís og sítr- ónu eða 100 g rækjum, salatblöðum, tómöt- um, ananas og smá eplabitum. Konur, sem verða að neyta nestis á vinnustað, geta óhræddar tekið með sér hvaða kalt kjöt sem er, t.d. leifar frá kvöldinu áður. Með öllu þessu má drekka te, kaffi, ávaxtasafa, hitaeiningasnauða gosdrykki og sódavatn. Agætt er að setja sítrónu- sneið í sódavatnið til að gefa því aðeins bragð. Siðdegis: Þá er óhætt að fá sér ávöxt, hvaða ávöxt sem er, nenia banana. Kvöldmatur: U.þ.b. 200 g af hvaða kjöti sem er, grillað eða steikt á rist eða pönnu án smjörs eða smjörlíkis (óhætt að gera sósu úr fitunni, sem rennur út á pönn- unni) eða soðinn fiskur, hvaða tegund sem er eða kjúklingur eins og um hádegið eða grænmetisgratín Með þessu má borða hrásalat og eina bakaða kartöflu eða 1-2 soðnar kart- öflur eftir stærð. Eða soðin hrísgrjón. Mörgum þykir þetta fullþurrt, og þá er ágætt að væta í þessu með sýrðum rjóma eða skyri, sem Lisser er mjög hrifin af. Þá má borða með þessu soðið grænmeti. Best er að salta matinn eins lítið og hægt er að komast af með, þar sem saltið bindur vatn og fitu í líkamanum. Mörg- um þykir hins vegar gott að gefa matnum aukið bragð með sinnepi. Þá leggur Lisser mikla áherslu á að maturinn megi ekki vera of Ijúffengur. Sé hann það, er meiri hætta á að fólk borði meira en það þarf til að verða satt. Vítamin Vítamín segir Lisser nauðsynlegt að taka alltaf stöðugt, og þá ekki síst, þegar fólk er í þjálfun. Daglegan skammt ráðleggur hún: 1 töflu fjölvítamín 1 töflu E vítamín (500-1000 mg) E vítamín vinnur úr próteininu 2 töflur C vítamín (300-500 mg) 2 töflur B vítamín (u.þ.b. 200 mg) 6 töflur steinefni 1 töflu járn Þeim konum, sem vilja léttast, bendir Lisser á að taka Ino Cholintöflur. Ekki má gleyma þeim sem vilja þyngjast Oftast er rætt um vandamál þeirra kvenna, sem berjast við að ná af sér óæskilegum kílóum. En þær konur eru líka til. sem vilja og þurfa að þyngjast. Þeim ráðleggur Lisser að neyta prótein- auðugra drykkja á milli mála, þær þurfa að fá tvöfalda líkamsþyngd sína, um- reiknaða í grömmum af próteini dag- lega. Þá er vaxtarræktarþjálfun þeirra hagað á annan hátt en þeirra, sem þurfa að grennast.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.