Tíminn - 21.02.1984, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.02.1984, Blaðsíða 1
Allt um íþróttir helgarinnar.Sjá bls.11-14 FJÖLEREYTTARA OG BETRA BLAÐ! Þriðjudagur 21. febrúar 1984 44. tölublað - 68. árgangur Siðumula 15-Postholf 370Reykjavík-Ritstjorn86300-Auglysingar 18300- Afgreidsla og askrift 86300 - Kvöldsímar 86387 og 86306 sr ISAL LEGGUR FRAM S"“ NÝTT KAUPTILBOÐ! ■ í undirbúningi er sala hlutabréfa ríkisins í Iðnaðar- bankanum. Þar er um að ræða 27% af hlutabréfum í bankan- um. Þetta kom fram hjá Sverri Hermannssyni iðnaðarráð- herra á Alþingi f umræðum um sölu ríkisins á lagmetisiðju ríkisins á Siglufirði. Telur iðn- aðarráðherra að leitað verði tilboða í bréfin t Iðnaðarbank- anum innan tíðar. OO — ASÍ og VSÍ reyna til þrautar ad ná samkomulagi í dag ■ Á samningafundi deiluaðila í áldeilunni í gærkvöldi lagði samninganefnd stjómar álvers- ins fram nýtt tilboð um launa- hækkun til móts við kröfu starfsmanna. Eins og kunnugt er hafði ÍSAL áður boðið 3% launahækkun til bráðabirgða en starfsmenn krafist 7.5% hækk- unar. Áður en fundurinn hófst í ■nmni gærmorgun kallaði ríkissátta- semjari á báða samninganefnd- irnar á fund og brýndi fyrir mönnum að skammur tími væri til stefnu og hvatti menn til að gera úrslitatilraun til samninga. ísal lagði síðan fram tilboð í gærkvöldi en ekki var enn vitað hvaða viðtökur það tilboð fékk þegar blaðið fór í prentun í gærkvöldi. Samninganefndir ASÍ og VSÍ funduðu stíft í gær en reyna á til þrautar hvort möguleiki er á samkomuiagi milli þessara aðila fyrirkl. lóídagþegarformanna- ráðstefnu ASÍ verður fram haldið. Var haldinn fundur í miðstjórn ASÍ í gærkveldi þar sem málin voru rædd. Er aðal- lega rætt um grunnkaupshækkun á bilinu 4-6% sem rúmast innan efnahagsramma ríkisstjórnar- innar auk ákvæða um 12 þús. króna Iágmarkslaun og ýmissa félagslegra aðgerða sem ríkis- stjórnin yrði að samþykkja. Hvað sem öðru líður þá mun nú orðið ljóst að Dagsbrún kemur til með að standa utan samflots ASÍ, nema veruleg breyting verði á þeim umræðugrundvelli sem gengið er út frá. -GSH HÉRAÐSKVÓTA KOMIÐ Á í LANDBÚNAÐI ■ Kvótakerfi í landbúnaði er nú til endurskoðunar m.a. með tilliti til hugsan- legs héraðskvóta sem svo hefur verið nefndur, að því er fram kom hjá ÁSgeiri Bjarnasyni, form. Búnaðar- félagsins á Búnaðarþingi í gær. Ásgeir sagði að kvóta- kerfið hafi því miður ekki leyst allan vanda, enda ekki við því að búast. Miklir erfiðleikar séu enn með af- setningu sauðfjárafurða og sé það mál erfitt úrlausnar þar sem sauðfjárrækt megi ekki dragast saman á stórum landshlutum þar sem bænd- ur eigi nær alla afkomu sína undir henni. Sjá nánar bls 5 -HEI ví * » % \ ■ liundiiríkjamaðurinn Mick dc Firmi- an er nú cinn cfstur á Kcvkjavíkurskák- motinu mcð 51/: vinning cftir 6 umferðir. I næsta sæti kcmur Jóhann Hjartarson mcð 5 vinninga. Þessir tvcir mælast því í 7. umferðinni i dag. Hcr scst Kanda- ríkjamaðurinn i gær og landi hans Kcs- hcvsky fylgist mcð. Timamynd Róbcrt Sjá bls. 16og 17 Iv M m' Viðræður íslendinga og Elkem við Sumitomo i Japan: VIÐRÆÐUR ÁN ÁRANGURS ■ „Það hefur því miður mjög lítið þokast í samningaátt,“ sagði dr. Jóhannes Nordai, formaður samninganefndar um stóriðju er Tíminn hringdi1 til hans í Tokyó í gær, en hann ásamt öðrum úr nefndinni er þar nú til viðræðna við fulltrúa Elkem og Sumitomo um kaup Sumitomo á 18% eignarhluta Elkem í Járnblendiverksmiðj- unni á Grundartanga og hafa þessar viðræður nú staðið í eina viku í Tokyo, en án nokk- urs merkjanlegs árangurs. Jóhannes sagði íslensku nefndina nú bíða eftir skýrari afstöðu Japananna, en enn hefðu línur ekki skýrst hvað varðar afstöðu til fjármögnun- ar fyrirtækisins, og menn væru heldur ekki á einu máli um það hverjar afkomuhorfur verk- smiðjunnar væru. Jóhannes var spurður hvort hann hefði þá ekki trú á að þeir gætu komið heim með einhvers konar samkomulag upp á vas- ann og sagði hann þá: „Ég get engu um það spáð hversu langt við komumst með þetta. Við erum að reyna að vera bjart- sýnir, en á meðan þetta cr ekki komið lengra en það er í dag, þá get ég ekkert sagt um vænt- anlcg úrslit.“ -AB Innbrot í billjardstof- una a Hverfisgötu: STÁLU 5 LÍTRUM AF FIMMKÖLLUM ■ Um helgina var brotist inn í billjardstofuna á Hverfisgötu 46 og þaðan stolið að sögn RLR um fimm lítrum af fimmköllum en það eru um rúmlega 20 þúsund krónur. Stuldurinn var afrakstur stofunnar úr Ieiktækjum þeim sem þar eru starfrækt. - FRI Norsk-íslenska fiskveidinefndin: SAMNINGAFUNDUR MED EBE UM LOÐNUVDÐAR MEGAS KREFST LOG- BANNS Á SAFNPLÖTU — lagið Fatlafól gefið út í heimildarleysi ■ Magnús Þór Jónsson. Megas öðru nafni, hefur krafist lögbanns á safnplötu sem Steinar hf. gáfu út ekki alls fyrir löngu og þegar hefur verið dreift í margar hljóm- plötuverslanir. Á plötunni er að finna lagið „Fatlafól“, en hvort tveggja lag og texti er eftir Megas. Lagið hefur áður komið út á plötu með Bubba Morthens og naut það ntikilla vinsælda í sumar sem leiö. „Málið snýst einfaidlega um það að Megas kærir sig ekki um að lög hans séu gefin út í heimildarleysi, en Steinar hf. hafa aldrei farið þess á leit við Megas að fá að gefa lagið út á umræddri safn- plötu.“ sagði Skúli Thor- oddsen, lögmaður Megasar í lögbannsmálinu, í samtali við Tímann. Skúli sagði að þótt lagið hefði komið út áður á plötu sem Steinar hf. gáfu út, hefði hann aldrei gert samninga um útgáfuréttinn á laginu. Hann hefði hins vegar átt samstarf við Bubba Morthens á plötunni og það hefði verið Steinum hf. óvið- komandi. „Megas iagði Bubba lið við gerð plötunnar en nýtur engu að síður höundarréttar eigin verka,“ Málið var tekið fyrir hjá borgarfógeta í gær og er úrskurðar að vænta innan tíðar ef ekki nást samningar um málið. -Sjó ■ „Það hafa nú verið haldnir svona fundir áður, því Efnahagsbandalagið hefur fyrir hönd Græn- lands um langt skeið viljað koma á samningi urn nýt- ingu á loðnunni, milli þess- ara þriggia aðila," sagði Halldór Ásgrímsson sjáv- arútvegsráðherra í samtali við Tímann í gær, er hann var spurður um fund norsk-íslensku fiskveiði- nefndarinnar og fulltrúa EBE sem hefst í Reykja- vík á morgun, og stendur fram á fimmtudag. Hall- dór sagði að ekki hefði fengist niðurstaða á hinum mörgu fundum sem áður hefðu verið haldnir um þetta sama efni, og sagði hann að því væri ómögu- legt að segja til um það hvort einhver niðurstaða fengist á þessum fundi. Eins og kunnugt er er samningur á milli íslend- inga og Norðmanna um að Norðmenn geti veitt 15% af því magni sem taiið er hæfilegt að veiða af loðnu og íslendingar 85%, en Grænlendingar vilja fá'að- ild að þessum samningi. 1 - AB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.