Tíminn - 21.02.1984, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.02.1984, Blaðsíða 6
6 1'mrnm ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1984 í spegli tímans Laura litla Ingalls er orðin stór: ■ Melissu Gilbcrt með vini sínum, leikaranum Rob Lowe. „Hann er indæll og skilur ■ Nastassia Kinski er ein af þeim migsvovel,enégáþaðtilaðæsamiguppíafl)rýðissemieinsogkjáni“,segirMelissa sem Melissa hefur áhyggjur út af, þegar Rob vinnur með henni. ■ Og Jodie Foster er svo gáfuð og sjarmerandi, að Melissu er ekki rótt, þegar hún fréttir af þeim Rob og henni á diskóteki í New York Melissa sem Laura í Húsinu á sléttunni -EG ER ASTFANGIN OG /IfBRVBISOM" ■ Nú er hún Mclissa Gilbert, sem leikur Lauru í „Húsinu á sléttunni" orðin stór dama - og auðvitað ástfangin. Melissa er 19 ára, og i tvö ár hefur hún átt vingott við ungan leikara, Rob Lowe, sem þykir sérstaklega glæsilegur ungur maður. Melissa segir sjálf, að sér finn- ist liggja i augum uppi, að allar ungar stúlkur, sem Rob vinnur með í kvikmyndum, eða hann umgengst á annan hátt, séu dauðhrifnar af honum, svo hún sé því alltaf svolítið smeyk um að missa hann til-einhverrar glæsi- píu. Nú er Melissa að leika í sjónvarpskvikmynd fyrir NBC- fyrirtækið, sem heitir Choice of the Heart (Val hjartans), en þar á hún að lcika unga konu sem er kristniboði. Þetta er mjög óvenjulegt hlutverk fyrir hana. Vinurinn hann Rob hefur mikið verið í New York við kvik- myndastörf að undanförnu, og Melissa segist ekki hafa verið rótt í sinni, þegar hann hringdi til hennar að morgni og sagði, að hann hcfði kvöldið áður verið á diskóteki með Nastassiu Kinski, eða þá úti að borða með Jodic Foster. „Eg á erfitt með að taka þessu“, segir Melissa, „en ég er þó að þroskast svolítið í þá átt, að vera ekki eins afbrýðisöm og ég var. I fyrra var ég oft snarvit- laus af afbrýðisemi, en við rcyn- um að komast að samkomulagi og tölum út um hlutina þegar við hittumst. Það er verst að vinnan aðskilur okkur oft svo vikum og mánuðum skiptir." Þau kynntust við umferðarljós! „Það er alveg satt, - við kynntum okkur hvort fyrir öðru, þegar bílar okkar stöðvuðust samhliða við umferðarljós á La Cienega Boulevard, og höfuin verið vinir síðan", sagði Melissa hlæjandi við blaðamann, sem reyndar gekk enn lengra og spurði leikkonuna, hvort þau ætluðu að fara að gifta sig. „Vissulega gæti ég hugsað mér að giftast Rob, en við erum of ung. Þetta er ekki réttur tími - fyrir okkur að binda sig. Við crum bæði önnum kafin í því að vinna okkur áfram í kvik- myndum og jafnvel á leiksviði síðar meir, og það er í fyrsta sæti hjá okkur báðum. - Vinskapur okkar verður traustari,- þegar við þurfum að vera aðskilin einhvern tíma. Svo þegar við hittumst aftur, er eins og allt sé að byrja upp á nýtt, sagði Melissa. Móðir Melissu, Barbara Gilbert, er þekkt sem ein af „stjörnumæðrunum" í Holly- wood. Hún hefur ekkert nema gott eitt að segja um vináttu dótturinnar og Robs Lowe. Hann sé vænn og góður piltur. TVEIR GOÐIR í ELDHÚSINU ■ Hinir gamalkunnu og góðu leikarar, Rock Hudson og Ro- bert Mitchum eru báðir að vinna við kvikmyndagerð í Israel um þessar mundir. Robert bauð ■ - Er sósan nógu sterk? Rocky-boy virðist bara ánægður. starfsbróður sínum í mat, því að hann er sagður hinn besti kokkur. Trúið þið því ekki? Gestur hans sést á myndinni vera að bragða á sósunni, sem var víst býsna góð. Tilburðir Mitc- hums með sleifina eru mjög faglegir - og ekki neitt sleifarlag á þeim. Innhverf íhugun í tvo tíma á dag getur skilað árangri: HUNDRAD MANNA HÓPUR GETUR LEYST 011 VANDAMÁL Á ÍSLANDI! — rætt við Sturlu Sighvatsson, sem tók þátt í „útópíunámskeiði“ í Bandaríkjunum ■ Einn íslendingur, Sturla Sig- hvatsson, sótti samkomu 7000 sérfræðinga í Maharishi tækni- þckkingu einingarsviðsins sem haldin var í Maharishi Intcrnat- ional Univeristy í lowa i Banda- ríkjunum dagana 17. desember til 6. janúar sl. en hópurinn var á þessu tímabili á námskeiði sem fólst í því hvaö gagn mætti gera fyrir heiminn með beitingu þessarar tækniþekkingar. Sturla er á sérstöku nám- skeiði, Alþjóðlega Purusha- námskeiðinu þar sem saman eru komnir nokkur hundruð kennar- ar i innhverfri íhugun og þegar ljóst var að áhugi væri fyrir því að 7000 manns kæmu saman til ofangreinds var ákveðið að þessi alþjóðlegi Purusha-hópur skyldi mæta líka. „Á mótinu stunduðum við saman Maharishi tækniþekkingu einingarsviðsins, tækni sem byggir á hinum praktíska eða hagnýta þætti þessarar þekking- ar. Þegar 7000 manns stunda þetta saman fáum við fram það sem við köllum ofurgeislatölu heimsins en hún er leidd út af kenningum í eðlisfræði sem segir að þegar kvaðrót 1% af ein- hverju efniskerfi er samvirkt nægi það til þess að allt efnis- kerfið sem slíkt sé samvirkt" sagði Sturla Sighvatsson í samtali við Tímann. „Ef við lítum svo á allt mannkynið sern ákveðið kerfi er hægt að beita þessari reglu en kvaðrót 1% mannkynsinsertæp- lega 7000 manns. Ef þessi fjöldi er fullkomlega samvirkur á það að leiða til þess að allt mannkyn- ið verði samvirkt." Sturla sagði einnig, að því hefði verið spáð fyrir námskeiðið að mjög góður árangur mundi nást. Það var auglýst í flestum stærstu dagblöðum heims, þar á meðal New York Times, Was- hington Post, Time, Newsweek, fjölda blaða í Evrópu og um allan heim....því var spáð að ■ Sturla Sighvatsson Tímamynd Róbert —■—~—,—il r

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.