Tíminn - 21.02.1984, Side 7
ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRUAR 1984
Að eldast um
hálfa öld á
þremur tímum
■ Það var enginn vandi fyrir
förðunarmeistarana að gera
hana Francescu Annis fallega í
ævintýramyndinni „KRULL“,
en það tók marga klukkutíma og
mikið hugvit að gera hana að
gamalli og skorpinni konu, en
hún átti að eldast um meira en
hálfa öld í myndinni.
Nick Maley sem stjórnaði út-
búnaði á gervi Francescu Annis
varð að kynna sér vel handritið
áður en hann lagði í að gera
andlitsgervi hennar. I myndinni
ér Francesca gömul og grá, en
verður sem ung þegar hún er í
félagsskap mannsins sem hún
elskaði fyrir löngu. Þá verður
hún eins og hann man hana. Það
varð því að taka fyrst upp atriðin
þar sem hún er ung, - en svo varð
að vinna að því að breyta
leikkonunni í afgamla konu, og
það tók marga klukkutíma.
Francesca sat hin þolinmóð-
asta fyrir framan spegilinn, en
gat svo ekki á sér setið og sagði:
„Verð ég kannski svona þegar
ég eldist?“
■ Þegar búið var að setja allt plastið framan í leikkonuna gat hún
aðeins nærst ígegnum strá, því hún mátti ekki tyggja matinn, til að
skemma ekki gervið.
Gat ástin ekki
haldiðahenni hita?
■ Hér sést Karólína, prinsessa
í Mónakó, í brúðkaupsferð sinni
- hinni annarri-. Þau brúðhjón-
in, Karólína og Stefano Casi-
raghi ítalski auðjöfurssonurinn,
fóru til St. Moritz í Sviss í
brúðkaupsferð. Ljósmyndararn-
ir voru á eftir þeim, eins og vant
er og tóku þessa mynd af Karó-
línu, þar sem hún situr hálfkulda-
leg og einmana á bekk i St.
Moritz og bíður eftir eiginmann-
inum, en hann er í einhvers
konar knattleik á skautasvellinu.
mannkynið mundi upplifa sætt
bragð af útópíu en námskeiðið
var einmitt kallað útópíunám-
skeiðið." sagði hann.
„Þegar námskeiðið fór fram
var fylgst mjög grannt með frétt-
um allsstaðar úr heiminum og
við teljum að á þessum þremur
vikum hafi komið fram þíða í
samskiptum þjóða, mjög já-
kvæðar yfirlýsingar komu fram
hjá leiðtogum heimsins um góð-
ar horfur í alþjóðamálum og eitt
dæmi sem er mjög marktækt var
að hinar stríðandi fylkingar í
Líbanon töluðu um á þessu tíma-
bili að þjóðarsátt væri í aðsigi og
að hægt væri að líta svo á að
vandamálin í Líbanon yrðu leyst
á næstu vikum. Þá kom fram
aukinn vilji hjá risaveldunum
um að þau ættu að ræðast við.
Auk þess komu fram mjög
athyglisverðar niðurstöður í
efnahagsmálum. Ef athuguð eru
Kauphallarviðskipti á þessu
tímabili kemur i Ijós að verðbréf
hækkuðu mikið í verði og kaup-
hallarsöluvelta jókst geysimikið.
í Japan var þannig slegið met
hvern dag á fætur öðrum og í
V-Þýskalandi var 23 ára gamalt
kauphallarsölumet slegið. Þetta
var ein vísbendingin sem auðvelt
var að mæla." sagði Sturla.
Hvað okkur íslendinga varð-
aði sagði hann að við gætum, ef
við vildum, komið okkur upp
svona hópi og værum þá um leið
orðin forystuþjóð á meðal þjóða
á þessum vettvangi en verið væri
að vinna að þessu hérlendis.
..Þjóðin ætti í það minnsta að
hafa svona 100 manna hóp, að
vísu er ofurgeislunartalan fyrir
Island 50 manns en við segjum
að smáþjóðir eigi að hafa a.m.k.
100 manna hóp og það er taian
sem við göngum út frá“ sagði
Sturla.
„Ef 100 manns stunda þetta hér
saman er það nóg til að leysa öll
vandamál á íslandi. Þá yrði um
það að ræða að hópurinn stund-
aði innhverfa íhugun 2 tíma,
kvölds og morgna samkvæmt
City-kerfinu.“
Sturla sagði að þessar hug-
myndir hefðu verið kynntar ráð-
herrum hérlendis en þeim hefði
fundist þetta athyglisvert en jafn-
framt ótrúlegt... „Þeim fannst
athyglisvert að við gátum sýnt
fram á vísindalegan fræði-
bakgrunn fyrir þessu."
- FRl
■ AÐ LOKINNI jarðarför
Júrís Andropov ræddi hinn nýi
leiðtogi Sovétríkjanna, Kon-
stantin Chernenko, við nokkra
helztu þjóðarleiðtoga, sem
mættu við útförina.
Meðal leiðtoga frá vestrænum
ríkjum, sem Chernenko ræddi
við, voru Bush varaforseti
Bandaríkjanna, Thatcher for-
sætisráðherra Bretlands, Helmut
Kohl kanslari Vestur-Þýzka-
lands, Mauroy forsætisráðherra
Frakklands, Pertini forseti Ítalíu
og Trudeau forsætisráðherra
Kanada.
Þótt hér væri fyrst og fremst
um kurteisisviðræður að ræða,
og viðræðan við hvern og einn
stóð ekki nema I hálfa klukku-
stund, eru þær eigi að síður
taldar nokkur bending um hvaða
áhrif leiðtogaskiptin í Sovétríkj-
unum kunna að hafa.
Allir framangreindir leiðtogar
létu vel af viðræðunum og þótti
framkoma Chernenkos vinsam-
leg og ákveðin í senn. Bersýni-
legt var, að þar var ekki á ferð
neinn viðvaningur í viðtölum.
Chernenko virtist ekki líklegur
til að tala af sér, heldur notaði
hann hefðbundið orðalag og
■ Chernenko og Bush
Sambúð austurs og vesturs
að færast í skaplegra horf
Engra stórbreytinga þó að vænta á
beitti því eins og bezt átti við
hverju sinni.
Að sjálfsögðu varaðist Chern-
enko að segja of mikið að þessu
sinni og ekki varð ráðið af orðum
hans að einhverra breytinga væri
að vænta á utanríkisstefnu So-
vétríkjanna. Cherneneko hafði
líka visst aðhald í þessum við-
tölum, því að Gromyko utanrík-
isráðherra var viðstaddur þau öll
og tók vel eftir öllu, sem fram
fór.
Þótt þessi blær væri á viðræð-
unum, töldu framangreindir
leiðtogar þær þó spá ferkar góðu
en hið gagnstæða. Sama gildir
um ræðu Chernenkos á mið-
stjórnarfundinum, sem hann
flutti eftir kjör sitt, og ræðuna,
sem hann flutti við jarðarförina.
Þetta er m.a. byggt á því, að
hann forðaðist ádeilur á nafn-
greind ríki og lét þau orð falia í
sambandi við kapitalísku ríkin,
þegar hann minntist sérstaklega
á þau, að sú stefna Leníns stæði
óbreytt, að Sovétríkin væru
reiðubúin til samvinnu við erlend
ríki, án tillits til ólíkra stjórnar-
hátta.
í yfirlýsingum, sem birtar voru
af hálfu rússneskra fjölmiðla um
viðræður við einstaka vestræna
leiðtoga, var yfirleitt forðazt að
segja nokkuð ákveðið umfram
það, að þær hefðu farið vel fram.
VESTRÆNU leiðtogarnir
sögðu hins vegar meira, og eink-
um þó þau Bush og Thatcher,
sem bæði létu heldur vel af
Chernenko.
Bush Iét hafa öllu meira eftir
sér. Hann kvaðst hafa fært
Chernenko sérstakt bréf frá Re-
agan, en ekki yrði skýrt frá efni
þess að sinni. Hann taldi þá
Chernenko hafa orðið sammála
um, að sambúð Bandaríkjanna
og Sovétríkjanna þyrfti að færast
í eðlilegra og jákvæðara horf.
í þessum ummælum Bush þarf
ekki að felast, að meiriháttar
breytinga sé að vænta í bráð, að
öðru leyti en því að notað verði
hóflegra orðalag í yfirlýsingum
og ásökunum og andrúmsloftið
mildað á þann hátt. Þetta gæti
undirbúið jarðveginn fyrir meiri
árangur síðar.
Ummæli þau, sem Thatcher
lét falla eftir viðræðurnar við
Chernenko, voru mjög í sama
anda og ummæli Bush. Hún
sagðist telja, að þau Chernenko
hefðu verið sammála um að
nauðsynlegt væri að auka gagn-
kvæman skilning- og eyða tor-
tryggni og leggja þannig grund-
völl að bættri sambúð í framtíð-
inni.
Ályktanir þær, sem fréttaskýr-
endur hafa dregið af þessu, eru
yfirleitt þær, að ekki sé að vænta
neinna stórbreytinga á næstunni
■ Margaret Thatcher við líkbörur Andropovs
Þorarinn
Þorarinsson,
ritstjori, skrifar
næstunni
í sambúð vesturs og austurs, en
hins vegar muni orðaskipti færast
í skaplegra horf og þannig geti
hafizt nokkur spennuslökun.
Yfirleitt virðist það niðurstað-
an, að ekki sé að vænta fundar
þeirra Chernenkos og Reagans í
náinni framtíð. Báðiraðilarvirð-
ast sammála um að slíkan fund
þurfi að undirbúa vel. Sennilega
eru þeir einnig sammála um, að
slíkur undirbúningur þurfi að
fara sem mest fram í kyrrþey.
Af þessum ástæðum þykir
frekar ólíklegt, að beinar við-
ræður um afvopnunarmálin hefj-
ist að nýju milli risaveldanna.
Af hálfu Reagans mun helzt
óskað, að verði slíkur fundur
haldinn á þessu ári, yrði það ekki
fyrr en síðari hluta sumars. Rea-
gan þarf áður en til hans kæmi að
Ijúka heimsókninni til Kína, en
hún verður í fyrri hluta maí.
Vegna forsetakosninganna kæmi
honum það vel, að fundurinn
yrði haldinn 2-3 mánuðum fyrir
þær.
Chernenko er hins vegar ólík-
legur til að fallast á slíkan fund á
þeim tíma, nema til komi veruleg
tilslökun af hálfu Bandaríkj-
anna.
EINS OG vænta mátti, lagði
Chernenko áherzlu á, að viðræð-
urnar eftir jarðarförina hefðu
þann blæ að Sovétríkin hefðu
mestan áhuga á góðri samvinnu
við sósíalísku ríkin.
Samkvæmt venju, eða lfkt og
eftir jarðarför Brésnjefs, ræddi
hinn nýi flokksleiðtogi við leið-
toga Varsjárbandalagsrtkjanna
í einu lagi.
Hins vegar ræddi hann sér-
staklega við Babrak Karmal for-
seta Afganistans, Fidel Castro
forseta Kúbu, Truong Chinh
utanríkisráðherra Víetnams og
Daniel Ortega formann stjórnar-
nefndar Nicaragua.
í fréttum Tass kom fram, að
þeir Chernenko og Ortega hefðu
rætt um ástandið í Mið-Ameríku
og að þeir hefðu verið sammála
um að fordæma framferði Banda-
ríkjanna. Þetta var eina beina
gagnrýnin á Bandaríkin, sem
kom fram í fréttum Tass af
viðræðunum.
Chernenko ræddi við fáa full-
trúa frá þriðja heiminum. Þó
ræddi hann við þau Indiru
Gandhi forsætisráðherra Ind-
lands og Zia ul-Haq forseta Pak-
istans auk þeirra, sem áður eru
greindir.