Tíminn - 21.02.1984, Page 11
ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1984
tráwm
15
Eru konur með meiri minni
máttarkennd en karlar?
4. Hugsaðu fyrst
Skelltu þér aldrei út í rifrildi, án þess
að hafa allar staðreyndir á hreinu og
vera búin að undirbúa það, sem þú vilt
segja. Ef um formlegan erindarekstur er
að ræða, er jafnvel vissara að skrifa
niður hjá sér það, sem maður vill segja.
Sú vinnuaðferð sparar ekki bara tíma,
hún er líka til þess fallin að styrkja
sjálfstraust konunnar og slær oft vopnin
úr höndum þeirra, sem hafa tilhneigingu
til að líta niður á konur.
Þessi aðferð getur líka átt vel við,
þegar konunni finnst þörf á breytingum
á heimilinu. í stað þess að kvarta sífellt
og kveina um að hún sé misnotuð á
heimilinu, henni sé þrælað þar út án
minnstu viðurkenningar, getur reynst
ágætlega að afhenda fjölskyldunni ein-
faldlega lista, þar sem talin eru upp þau
atriði, sem þarfnast lagfæringar. Við
skulum hafa það hugfast, að þó að
fólkið, sem við eigum samskipti við, sé
fram úr hofi ósanngjarnt. ríður á miklu að
við sjálf sýnum fyllstu sanngirni!
Prjónaður
■ Þcnnan trúð má sem hægast prjóna
úr afgöngum, því að ekki eru yfirleitt
stór stykki úr hverjum lit. Undantekn-
ing er þó buxurnar. Prjónarnir, sem
notaðir eru. eru sokkaprjónar nr. 3 '/i
og 2 '/i-3. Hæð trúðsins cr 40 cm. Til
fyllingar er notað vatt og frauðplast.
Hukur ug höfuð. Fitjaö upp 40 lykk jur á
sokkaprjóna nr. 3 '/i og prjónið 11. r.,
1 I. br. Munstrið er röndótt. t.d.
dökkgular og appelsínurauðar rendur
á víxl. Hver rönd er 2 umferðir. Pegar
stykkið er orðiö 15 cm, er skipt yfir í
Ijósgrábrún (beige) garn ogslétt prjón.
Prjónið þannig 7 cm. Takið þá úr á
eftirfarandi hátt: Prjónið 2 I. saman.
prjónið 2 I. Endurtakið umferðina á
cnda og prjónið svo 2 umferðir án
úrtöku. Prjónið nú 2 I. saman, prjónið
1 I. Endurtakið umferðina á enda.
Prjónið cina umferð án úrtöku. Prjón-
ið nú 2 I. og 2 1. saman. Slítið garnið
og dragið það í gegnum lykkjurnar,
sem eftir cru.
Annar fótleggurinn cr prjónaður
gulur. hinn appelsínurauður. Fitjið
upp 18 I. á sokkaprjónana og prjónið
15 cm slétt.
Handleggirnir eru iíka prjónaðir
hvor með sínum lit. Fitjið upp 15 I. og
prjónið 13 cm stroff, 1 I. sl., 1 I. br.
Skiptið yfir á Ijósgrábrúnt garn og slétt
prjón. Prjónið 2 cm, og takið síðan úr
á eftirfarandi hátt: prjónið 21. saman,
prjónið 1 I., þá er ein umferð án
úrtöku, síðan eru prjónaðar2 I. og2 I.
saman. Slítið gamið og dragið það í
gegnum lykkjurnar, sem eftir eru.
Nelid cr prjónað með rauðu garni á
prjóna nr. 2 !ó. Fitjið uppó 1., prjónið
6 prjóna siétt, feilið af.
Frágangur: Stoppið upp búk og
höfuð með vatti og snúið garn um
hálsinn, til að aðskilja vel búkinn og
höfuðið. Fyllið handleggi og fótleggi
með ræmum af þykku froðuplasti.
Saumið handleggi og fótleggi á sinn
stað.
Skómir eru prjónaðir úr brúnu
garni. Fitjið upp 8 lykkjur, prjónið 14
cm slétt. Brjótið saman um miðjuna,
saumið saman hliðarsaumana, stoppið
upp og saumið saman.
Nelið er rykkt saman utan um
vattbút af heppilegri stærð og saumað
a sinn staö. Augu. kinnari og munnur
eru saumuð á sinn stað.
Hárið er úr grófu garni og er saumað
á með skiptingu í miðju. Límið það
lengra niöur á holuöiö.
Um hálsimt er bundm slaula.
Buxurnar eru prjónaðar á sokka-
prjóna nr. 3. Byrjið á skálmunum.
Fitjið upp 45 lykkjur og prjónið 3
umferðir. Prjónið þá gataumferð
þannig: 2 1. sl. saman, sláið upp á.
Endurtakið umfcrðina á enda. Prjónið
síðan áfram, þar til skálmin mælist 14
cm. mæld frá gataumferðinni. Prjónið
nú hina skálmina á sama hátt. Takið
nú allar lykkjurnar upp á prjónana og
prjónð 9 cm. Prjónið nú aðra gataum-
ferð á sama hátt og fyrr og síðan 4
umferöir. Fellið af.
Brjótið nú upp á unt gataumferðirn-
ar og faldið á röngunni. Setjið teygju
inn í faldinn í mittið. Axlaböndin eru
prjónuð með garðaprjóni yfir 5 lykkjur
og saumuð á. Ef vill má skreyta með
tölum.
■ Þrátt fyrir alla jafnréttisumræðu
undanfarinna ára, er enn mikill f jöldi
kvenna haldinn þeirri minnimáttar-
kennd, að þær þora ekki að beita sér
af ótta við að vera álitnar „of f rekar“,
„of ráðrikar" eða, það sem er verst,
„okvenlegar". í víðlesnu ensku
vikublaði var þetta mál tekið til
umfjöllunar fyrir skemmstu og eru
konur þar hvattar til að hrista af sér
slenið. Til gamans og umhugsunar
birtum við hér nokkra punkta úr
greininni.
Um allan heim má finna konur, sem
fyllast skelfingu við þá tilhugsun eina að
þurfa að horfast í augu við óþægilegar
kringumstæður. Margar konur láta það
viðgangast í allri auðmýkt að traðkað sé
á þeim, þeim sýnt fullkomið óréttlæti og
yfirleitt litið á þær sem alls ómerka
samborgara. Þær taka þessu þegjandi
fremur en að vera álitnar of frekar, of
stjórnsamar eða jafnvel hreint og beint
ókvenlegar.
Það þarf að benda þessum konum á,
að það er hægur vandi að standa fyrir
máli sínu, að sjá til þess að bankastjórinn
veiti þeim ekki síðri þjónustu en körlum,
eða að fara fram á launahækkun og
stöðuhækkun, án þess að halda megi
fram, að þær hegði sér ókvenlega. Það
er líka mögulegt að koma sínum nánustu
í skilning um, að þó að konan sé álíka
nytsamleg á heimilinu og þvottavélin og
eldavélin, eigi hún þó rétt á öðru viðmóti
frá fjölskyldunni en þessi ómissandi
hjálpartæki!
Hér á eftir er drepið á 7 atriði til
leiðbeiningar konum, svo að þær sjái að
þær mega bera höfuðið hátt, í stað þess
að læðast auðmjúkar með veggjum.
1. Láttu þér líka vel
við sjálfa þig
Of mörgum konum mistekst að láta
taka tillit til sín einfaldlega vegna þess,
að þær vantar sjálfstraust. Þær konur,
sem hafa verið aldar upp í þeirri trú, að
konur séu á lægra stigi en karlar, eiga af
eðlilegum orsökum í megnustu vand-
ræðum með að standa á rétti sínum. Öll
þurfum við að minna okkur sjálf á, að
við séum jafn mikilvæg og hver annar og
höfum enga ástæðu til að biðjast afsök-
unar á tilveru okkar. Ef við þurfum að
standa frammi fyrir óþægilegum kring-
umstæðum, skulum við segja við okkur
sjálf: „Ég er líka manneskja." Ef við
tökum okkur sjálf alvarlega, gera aðrir
það einnig.
2. Vertu kurteis
Konur án sjálfstrausts, verða oft að
æsa sig upp áður en þær treysta sér til að
láta í ljós óskir sínar. Þetta hefur aldrei
tilætluð áhrif. Þegar við verðum reið,
tekur enginn mark á okkur. Við verðum
óskiljanleg og oft hreinlega hlægileg.
Það er betra að koma fram með ákveðn-
ar óskir, í stað þess að bera fram
auðmjúka bón. Ef við lýsum hreinlega
yfir óhrekjandi staðreyndum. ber þaö
betri árangur en ógnanir.
3. Ekki espa upp
til andstöðu
Sumar konur grípa til öfugrar aðferðar
við þá, sem lýst er hér að framan. í stað
þess að espa sjálfar sig upp í reiði, beita
þær öllum brögðum til að reita andstæð-
inga sína til reiði. Þetta kann að bera
árangur í Ijósi þess, að sá eða sú, sem
missir stjórn á skapi sínu, er alltaf í
varnarstöðu. En sá ávinningur, sem af
þessu hlýst, er ekki fullnægjandi, ein-
faldlega vegna þess, að þegar andstæð-
ingnum hefur runnið reiðin. er áreitna
konan í verri aðstöðu en fyrr. í stað
andstæðings hefur hún orðið sér úti um
fjandmann, sem er til alls vís. Þessi
aðferð til að fá vilja sínum framgengt er
sérlega óheppileg, þegar í hlut eiga aðrir
í fjölskyldunni. Það er að vísu mögulegt
að fá eiginmann eða börn til að láta að
vilja konunnar með þessu móti, -en það
er gert í fýlu í stað þess að sýna
samstarfsvilja.
5. Berið fram óskir
ykkar skýrt og
vafningalaust
Það er viss tilhneiging hjá fólki til að
tala fremur utan að hlutunum en að bera
fram óskir sínar skýrt og afdráttarlaust.
Það álítur það hreina ókurteisi að ganga
hreint til verks á þessum vettvangi. Við
skulum htila þaö aö aöalreglu aö biöjast
aldrei afsökunar, ef cngin ástæða er til
afsökunarbeiðni. Slíkt tal undir rós ber
trúður
of oft yfirblæ auðmýktar og þar með er
sá, sem við er rætt, strax kominn í
yfirburðastöðu. Auðvitað er sjálfsagt að
biðjast afsökunar, ef við höfum rangt
fyrir okkur, en það er alveg óhætt að
spara auðmýktina, nema í þeim tilfell-
um, þar sem hún á rétt á sér. Að öðrum
kosti rýrum við gildi afsökunarbeiðninn-
ar, sem getur verið áhrifamikil aðferð til
aö vera tckin alvarlega á öörum sviöum.
sé henni rétt beitt.
6. Hafið aldrei hótanir
í frammi
Við skulum aldrei hóta einhverjum
ákveðnum aðgerðum, ef við fáum ekki
vilja okkar framgengt, nema því aðeins
að við séum reiðubúnar til að standa við
hótunina.
7. Viðurkennum ósigur,
þegar við á
Það er mjög mikilvægt að gera sér
grein fyrir því, hvenær ber að hætta að
fylgja eftir máli sínu, þegar útséð er um
að fá vilja sínum framgengt. Það ber
ekki vott um sjálfstraust að halda ein-
hverju máli til streitu, þegar augljóst er
að það fæst ekki fram. Slík afstaða ber
eingöngu vott um óhagganlega þrjósku.
Og við skulum ekki fara í fýlu, þó að við
fáum ekki vilja okkar í gegn í sérhverju
máli. Þegar allt kemur til alls, eiga aðrir
rétt líka! í þeim tilfellum skulum við
gefast upp með sæmd og ekki skilja við
andstæðinginn í reiði. Slíkur viðskilnað-
ur er engum til góðs.
Aðalniðurstöðnr hessara hugleiðinga
eru sem sagt þær. aö konur eiga að koma
sér upp drjúgunt skammti al sjalfsáliti og
sjálfstrausti. Ef þær bera virðingu fyrir
sjálfum sér, gera aðrir það líka. Þær hafa
sem sagt enga ástæðu til að veigra sér við
ýmsum þeim óþægilegu aðstæðum, sem
allir verða að horfast í augu við fyrr eða
síðar á lífsleiðinni.