Tíminn - 21.02.1984, Page 13

Tíminn - 21.02.1984, Page 13
ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1984 17 Texti: Jón Guðni Skýringar: Jóhann Örn Sigurjónsson Úrslit í 4. umferð N.DeFirmian-L. Alburt 1-0 Jón L. Árnason-P. Cramling 1-0 T. Wedberg-Jóhann Hjartarson V2-V2 Reshcvsky-C.Höi 1-0 P. Ostermeyer-V. F. Zaltsman 0-1 E. Geller-Helgi Ólafsson Vi-Vi H.Schússler-L.Christiansen ; 0-1 Karl Þorsteins-E. Lobron V1-V1 Lárus Jóhannesson-Friðrik Ólafsson 0-1 H.Ree-L.Schneyder 1-0 Guðm. Sigurjónsson-D.King 0-1 L.Shamkovich-Y.Balashov V2-V2 Þröstsur Bermann-M.G. Chandlcr 0-1 H. Meyer-L.Gutman 1-0 V.Mc.Cambridge-Leifur Jósteinsson V2-V2 Margeir Pétursson-Róbert Harðarson '. 1-0 Björgvin Jónsson-M.Knezevic V2-V2 A.Ornstein-Magnús Sólmundarson 1-0 Elvar Guðmundsson-Benedikt Jónasson 1-0 K.Tielemann-R.Byrne 0-1 Halldór G. Einarsson-Haukur Angantýsson 0-1 Pálmi Pétursson-Sævar Bjarnason 1-0 J.Hector-Bragi Kristjánsson 1-0 Dan Hansson-Ágúst Karlsson 1-0 Benóný Benediktsson-Bragi Halldórsson 0-1 G.Taylor-Haraldur Haraldsson 1-0 Amór Björnsson-K.Burger 0-1 J.M.Nykopp-Gylfi Þórhallsson 0-1 Ásgeir Árnason - Hilmar Karlsson 0-1 Guðmundur Halldórsson-Andri A. Grétarsson 1-0 Úrslit í 5. umferð Jón L. Árnason-Nick DeFirmian .................................Vi-Vi V.F.Zaltsman-Samuel Reshevsky................................. Vi-Vi Larry Christianssen-Hans Ree..................................Vi-Vi Lev Alburt-Efim Geller .......................................Vi-Vi Friðrik Óiafsson-Jóhann Hjartarson ............................ 0-1 Daniel J. King-Tom Wedberg .................................... 0-1 E.Lobron-A.Ornstein........................................... 0-1 M.G.Chandler-Karl Þorsteins ................................... 1-0 Pia Cramling-Margeir Pétursson................................ 0-1 Carsten Höi-P.Ostermayer ...................................... 1-0 Elvar Guðmundsson-L.Shamkovich ...............................Vi-Vz Helgi Ólafsson - Holger Meyer................................. 1-0 Y.Balashov-Jonny Hector........................................ 1-0 R.Byrne-Dan Hansson.......................................... Vi-Vt Haukur Angantýsson-Guðmundur Sigurjónsson...................... 0-1 Lárus Jóhannesson-V.Mc.Cambridge .............................. 0-1 M.Knezevic-Pálmi Pétursson.....................................V2-V1 Leifur Jósteinsson-Harry Schiissler............................ 0-1 Lars Áke Schneider-Björgvin Jónsson............................ 1-0 Lev Gutman-Guðmundur Halldórsson............................... 1-0 Bragi Halldórsson-G.Taylor .................................... 0-1 Karl Burger-Þröstur Bergmann .................................. 1-0 Hilmar Karlsson-Róbert Harðarson............................... 0-1 Benedikt Jónasson-Magnús Sólmundarson.......................... 0-1 Sævar Bjamason-Kai Tielmann ................................... 0-1 Gylfi Þórhallsson-Bragi Kristjánsson........................... 0-1 Ágúst S. Karlsson-Halldór G. Einarsson ........................ 0-1 Haraldur Haraldsson-Benóný Benediktsson ....................... 0-1 Andri Á. Grétarsson-J.M.Nykopp ................................ 0-1 Arnór Björnsson-Ásgeir Þ. Ámason . . .......................... 0-1 Úrslit í 6. umferð N.DeFirmian-V.Zaltsman.......................................... 1-0 Jóhann Hjartarson-Jón L. Ámason................................. 1-0 T. Wedberg-S.Reshevsky ..........................................Bið Margeir Pétursson-L. Christiansen .............................. 1-0 A. Omstein-L.AIburt............................................. 1-0 M. Chandier-Helgi Ólafsson ..................................... 0-1 H. Ree-C.Höi.................................................... 1-0 E. Geller-L.A. Schneider........................................ 0-1 H.Schussler-Y.Balashov.........................................V2-V2 L. Shamkovic-Friðrik Ólafsson..................................V2-V2 Guðmundur Sigurjónsson-Elvar Guðmundsson.......................V2-V2 V. Cambridge-D.King ............................................ 0-1 G. Taylor-R. Byme............................................... 0-1 H. Meyer-E. Lobron.............................................. Bið Róbert Harðarson-L.Gutman ...................................... Bið P. Ostermeyer-Dan Hansson....................................... 1-0 Magnús Sólmundarson-M.Knezevic ................................. 0-1 Páimi Pétursson-P. Cramling..................................... 0-1 Kari Þorsteins-K. Burger ....................................... 1-0 K. Tielemann-Haukur Angantýsson ................................ 1-0 J. Hector-Lárus Jóhannesson..................................... 1-0 Bragi Kristjánsson-Björgvin Jónsson............................. 1-0 Halldór G. Einarsson-Leifur Jósteinsson ........................ 1-0 Benóný Benediktsson-Hilmar S. Karisson.......................... 0-1 J.M.Nykopp-Bragi Halldórsson ................................... Bið Ásgeir Þór Árnason-Benedikt Jónasson............................ Bið Guðmundur Halldórsson-Þröstsur Bergmann .......................V2-V2 Andri Áss Grétarsson-Sævar Bjamason............................. 0-1 Ágúst Karlsson-Gylfi Þórhallsson................................ Bið Haraldur Haraldsson-Arnór Björnsson ............................ 1-0 ■ Guðlaug María Bjamadóttir og Sunna Borg knúsa höfundinn, Nínu Björk Árnadóttur. Mynd Kristján Arngrímsson. Súkkulaði handa Silju Frumsýnt á Akureyri: „HEF ALDREIVERIÐ EINS HAMINGJUSÖM" „eftir nokkra frumsýningu á verki eftir, ntig", segir Nína Björk Árnadóttir LEIKFÉLAG AKUREYRAR: Súkkulaði handa Silju Eftir Nínu Björk Ámadóttur Tónlist: Egill Ólafsson Leikstjóri: Haukur Gunnarsson Leikmynd og búningar: Guðrún Sigríður Haraldsdóttir Lýsing: Viðar Garðarsson Leikendur: Sunna Borg, Guðlaug María Bjamadóttir, Þórey Aðalsteinsdóttir, Edda V. Guðmundsdóttir, Gunnar Rafn Guðmundsson, Ragnheiður Tryggvadóttir, Theódór Júlíusson, Þráinn Karlsson, Gestur E. Jónasson. „Ég hef aldrei verið eins hamingjusöm eftir nokkra frumsýningu á verki eftir mig, án þess þó að hingað til hafi gengið illa“ sagði Nína Björk Árnadóttir eftir að leikrit hennar „Súkkulaði handa Silju“ hafði verið frumsýnt í Sjallanum á Akureyri á fimmtudagskvöld. „Ég fann það strax og samæfingar hófust á leikritinu að hér var samstilltur hópur á ferðinni, fyrsti samlesturinn var einstak- lega ánægjulegur og mínar væntingar varðandi framhaldið hafa gengið eftir.“ Hér verður ekki gerð tilraun til þess að fjalla um þetta verk á „fræðilegan" hátt, til þess eru aðrir færari. En fyrir „óbreyttan“ leikhúsgest sem fer á þessa sýningu með það í huga að hér sé eitthvað tormelt og þungt á ferðinni, opnast heimur leikhússins svo sá hinn sami situr sem festur upp á þráð. Leikrit- ið nær tökum á áhorfandanum, og sleppir ekki þeim tökum fyrr en ljósin hafa verið kveikt í lokin. Eg hygg líka að þeir hafi verið fáir sem voru ósnortnir í leikslok. { kynningu á leikritinu í fjölmiðlum fyrir frumsýninguna sagði m.a.: „Súkku- laði handa Silju er margslungið verk. Þar geta margir séð eitthvað í sjálfum sér, einstæðar mæður, unglingar, mið- aldra karlmenn með „gráa firðinginn" og aðrir þeir sem lífsbaráttuna heyja. Þungamiðja leiksins er líf Önnu, ein- stæðrar móður í láglaunavinnu og sam- skipti hennar við 15 ára dóttur sína, Silju, sem vill finna sér annan lífsstíl en móðirin". - Þetta segir allt sem hægt er að segja fyrirfram. En leikritið segir meira og slíkt er aðeins hægt að upplifa á sýningu þess. Hér hefur átt sér stað enn einn stórsigurinn hjá leikfélagi Akureyrar í 67 ára sögu þess og fyrir leikendur var þetta uppskeruhátíð. Þar ber leikur Sunnu Borg hæst í hlutverki móðurinnar Önnu. Sunna hef- ur löngum sýnt að hún er geysilega fjölhæf leikkona, og á fimmtudagskvöld- ið hreinlega geislaði af henni. Leikur hennar var stórbrotinn og í lokin er hún sat og táraðist yfir örlögum sínum og dótturinnar Silju á rúmi sínu, sem einnig ■ Sunna Borg og Guðlaug María Bjarnadóttir hylltar í leikslok. gegndi hlutverki sófa í fátæklegri íbúð verkakonunnar, snart hún örugglega alla viðstadda. Fleiri lýsingarorð um frammistöðu hennar eru óþörf. Til ham- ingju Sunna Borg. Leikur hennar verður til þess að aðrir leikarar í minni hlutverkum ættu að falla í skuggann, en svo fer þó ekki. Hin unga ieikkona Guðlaug María Bjarnadóttir sýnir mjög góð tilþrif þótt leikur hennar sé ekki jafn agaður. Þá má ekki gleyma þeim Þóreyju Aðalsteinsdóttur og Þráni Karlssyni í hlutverkum „partífólksins" Dollýar og Sigga, bæði ná þeim tökum á hlutverkum sínum og áhorfendum sem að er stefnt og vekja upp kátinu á milli þess sem alvarlegri hlutir eiga sér stað. Það er dálítið furðulegt að koma inn í Sjallan og setjast þar við borð á leiksýn- ingu, venjan er önnur hjá þeim er sækja þann merka veitingastað. Aðstæður eru eins og gefur að skilja aðrar en á venjulegu leiksviði, en að fella leikinn að húsakynnum tekst einnig mjög vel. Jafnvel bar einn í horninu sem venjulega er vettvangur fólks sem fer út að skemmta sér um helgar fellur inn í umgjörðina eins og best verður á kosið og verður vettvangur þess er þær vinkon- ur Anna og Dollý fara í „föstudagsferð- ir“ sínar. Það er full ástæða til þess að óska öllum aðstandendum þessarar sýningar til hamingju, hér er ákaflega einlægt verk á ferðinni frá hendi höfundar, verk sem leikarar virðast skilja út í æsar og túlka samkvæmt því. Undirleik annast Ingimar Eydal og dóttir hans Inga sér um söngvana sem eru eftir Egil Ólafsson og bera honum glöggt vitni. Áhorfendur kunnu að meta að verð- leikum það sem eim var boðið upp á og fögnuðu höfundi, leikstjóra, leik- endum og öðrum aðstandendum í lok sýningar lengi og innilega eins og þeir áttu skilið þeir listamenn sem skópu þessa eftirminnilegu sýningu. Hafi Leik- félag Akureyrar þökk fyrir. Gylfi Kristjánsson Einkenni sýningarinnar: „Afskaplega einlægur og látlaus tónn“ — segir Jón Hjartarson, leikari ■ „Einkenni þessarar sýningar er af- skaplega einlægur og látlaus tónn sem fylgir vel eftir hinum lýríska texta Ninu Bjarkar" sagði Jón Hjartarson leikari sem var einn frumsýningargesta í Sjall- anum í fyrrakvöld. Leikarahópurinn er j afn og samstilltur og þar er hvergi veikan hlekk að finna. Mér fannst sviðsetningin einkennileg í fyrstu en hún á vel við þegar á reynir, þessi afþreyingarveröld sem umlykur líf þessa fólks, þessi get vihamingja sem fylgir skemmtistöðum. Ég sé alls ekki eftir að hafa komið hingað og séð þetta verk. Leikritið byggir mikið á samskiptum móðurinnar og dótturinnar og ég held að lokaatriðið sem er einstaklega vel gert hafi snert alla í salnum. Akureyringar geta verið stoltir af þessari sýningu" sagði Jón Hjartarson. -GK

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.