Tíminn - 29.02.1984, Page 10
10
MIÐVIKUDAGUR 29. FEBRÚAR 1984
MIÐVIKUDAGUR 29. FEBRUAR 1984
1S
íþróttir ]
umsjón: Samúei Öm Eriingsson
Þriðja Stjörnu-
hlaupið hjá FH
■ Þriðja Stjörnuhlaup FH verður laugardag-
inn 3. mars og verður keppt í þremur flokkum.
Hlaupið hefst við Lækjarskólann í Hafnarfirði
kl. 14 og eru væntanlegir keppendur beðnir að
mæta tímalega. Allir cru velkomnir í hlaupið.
Keppt verður í cftirtöldum'flokkum:
Karlar............................ 8 km
Konur.........................3,5 km
Drengir (fæddir 1966-1969) .. 3,5 km
Telpur (fæddar 1970 og síðar) .1,5 km
Piltar (fæddir 1970 og síðar) .1,5 km
íslandsmót
í Shotokan
karate
- í Höllinni um næstu helgi
■ íslandsineistaramótið í Shotokan Karate 1984
fer frani í Laugardaishöliinni sunnudaginn 4. mars
n.k. og hefst kl. 19.00.
Dagiun áður fer fram undanúrslitakeppni, þannig
að í Höllinn keppa aðeins þcir sem bestum árangri
hafa náð í undankeppninni og í mótum undanfarið.
Undankeppnin fer fram Laugardaginn 3. mars í
íþróllaltúsi Gerplu, Skemmuvegi 6 Kópvogi kl.
14-18, foreldrar iðkenda sérstaklega vclkomnir.
Keppt verður í eftirfarandi röð: kata unglinga (14
ára og yngri), kata kvenna, kata karla, hópkata og
kumite karla
Kata er æfingaröð í karate, þar sem cinn iðkandi
framkvæmdir vmis högg, spörk. varnir og stöður í
fyrirfram ákveðinni röð, síöan er í keppni dæmd
leikni hvcrs og eins og slig gelin fyrir svipað og i
fimleikum eða skautadansí, dómarar lyfta jafnharð-
an uppeinkunnaspjöldum, svo áhorfcndurgeli fylgst
með framgangi keppninnar. Kumit er afturámóti
keppni rnilli tveggja manna, þar sem stig eru gefin
fyrir tæknilega góð högg og spörk sem lenda í ca. 3-5
crh fjarlægö Irá líkama andstæðingsins, þ.e. nokkurs
konar gervislagsmál, sem þó geta verið virkilega
spennandi. Áður en kepptii hefst í kumite munu
reglurnar skýrðar fyrir áhorfendum, þ.e. sýnt hvcrs
konar högg og spörk þarf til að skora.
Keppendur koma úr 6 shotokan karatefélögum og
deildum: Karatefélaginu Þórshamri, Rvík, Karate-
deild Gerplu, Kóp, Karatedeild Sindra, Höfn,
Karatedcild FH. Haínarfiröi, Shotokan Karatedeild
UMF Selfoss og nýstofnuðu félagi á Neskaupstað
Karatcfélaginu Glæsi. Keppendur í mótinu verða
samkvæmt áætluðum tölum frá félögunum eitthvaö
yfir 100. Aðaldómari verður Ólafur Wallevik. Að-
gangur í Höllina verður kr. 80.- en kr. 40,- fyrir börn.
Skarphéðinn
í nýtt hús
■ Héraðssambandiö Skarphéðinn flutti ný-
lega í nýtt húsnæði að Engjavegi 44 á Sclfossi.
Segja talsmenn félagsins að nýr kafli hefjist í
sögu félagsins við þessi nýju húsakynni. Skrif-
stofa þeirra Skarphéðinsmanna verður opin á
mánudögum kl. 16.00-17.30, þriðjudögum kl.
15.00-18.00 og á föstudögum kl. 14.30-16.00.
Starfsmaður er María Óladóttir (sundmær),
síminn er 1189.
-SGG
Brynjúlfur
íþróttamaður
Ú.Í.A. 1983
■ Nú nýlega var kjörinn íþróttamaður ársins
hjá Ú.Í.A. Fyrir valinu varð hinn snjalli
frjálsíþróttamaður Brynjúlfur Hilmarsson frá
Norðfirði. Þarf mann ekki að undra að Brynj-
úlfur varð fyrir valinu þar sem hann hefur verið
í mikilli framför á árinu og var hann hctja
Ú.Í.A. í Iæieildarkeppninni á Akureyri í sumar
þar scm hann hljóp alia af sér í sínum grcinum.
Brynjúlfur dvelst nú við nám og æfingar í
Svíþjóð, en hann er væntanlegur heim í sumar.
Mun honum verða afhentur bikarinn cr hann
kemur. Tíminn óskar Brynjúlfi til hamingju og
óskar honum alls góðs í framtíðinni.
-SGG
KN ATTSPYRN U FERILL
OLSENS fl ENDfl?
— hann þarf nú að ganga undir uppskurð - óvíst
með samninginn við Man. Utd.
■ Nú er alls ekki öruggt, að Daninn
snjalli, Jesper Olsen fari frá Ajax
Amsterdam, hollenska stórliðinu, til
enska stórliðsins Manchester United, né
spili yfir-leitt knattspyrnu framar.
Persónulegur samningur Olsens við
Manchester United mun að vísu vera
frágenginn, en Manchester United hefur
ekkert samband haft við Ajax, að því er
haft var eftir formanni stjórnar Ajax í
breska útvarpinu BBC í gær. Á meðan
skiptin hafa ekki verið umsamin milli
félaganna, getur ekkert orðið af þeim.
Ekki er víst að þeir hjá Manchester
United flýti sér neitt að ganga frá
málunum nú, þar eð meiðsli hrjá nú
Olsen. Meiðsli þessi eru á ökkla, og eru
alvarlegs eðlis. Segja sérfræðingar, að
svo geti farið, að meiðslin bindi enda á
feril Olsens í knattspyrnu. Ef svo fer,
hefur Manchester United lítið gagn af
honum, og kaupir hann örugglega ekki.
Ef Olsen verður að hætta er það mikill
skaði fyrir þau félög sem hlut eiga að
máli, og eins fyrirdanska landsliðið, sem
leikur í úrslitum Evrópukeppninnar í
knattspyrnu í sumar. Olsen var þar
sterkur póll, og var maðurinn á bak við
góða frammistöðu Dana gegn Englend-
ingum, aðalkeppinautum sínum í undan-
keppni EM.
Jesper Olsen mun eiga að gangast
undir uppskurð á ökklanum næstu daga
og verður að líkindum lengi að jafna sig.
Ekki verður vitað um endanleg afdrif
hans sem knattspyrnumanns fyrr en
töluvert löngu eftir að uppskurðinum
verður lokið.
- SÖE.
Karl Þórdar
geröi mark
— fyrir Laval gegn Nancy
■ Karl Þórðarson, knattspyrnu-
maður í Laval í Frakklandi skoraði
gott ntark fyrir lið sitt um helgina.
Karl skoraði eina mark Laval í
jafnteflisleik gegn Nancy, Karl
komst einn inn fyrir, og skoraði
auðveldlega.
Bordeaux vann Nantes í Frakk-
landi á laugardag, og er nú efst með
41 stig. Monaco er í óðru sæti með
38 stig, og Auxerre og Paris St
Germain hafa 36 stig. Laval er í
sjöunda sæti deildarinnar með 29
stig.
Karli Þórðarsyni gengur nú æ
betur með liðinu, en hann átti við
erfið meiðsli að stríða framan af
vetri.
- SÖE. ,
I
Meistaramót 14 ára og yngri í frjálsum:
Skarphéðinsfólk
mest áberandi
— Mörg ágæt afrek unnin á mótinu - eitt
Islandsmet féll
■ Ungt frjálsíþróttafólk frá Héraðs-
sambandinu Skarphéðni var mest áber-
andi á Meistaramóti íslands í frjálsum
íþróttum 14 ára og yngri, sem haldið var
í Hafnarfirði um síðustu helgi. Skarp-
héðinsfólkið fékk flest gullverðlaunin á
mótinu, alls 7. Snæfell hlaut 3, UMSK 2
og FH, USAH, Ármann og Umf. Kefla-
víkur fengu 1 hvert. Sérstaklega vöktu
Sunnlendingarnir úr Skarphéðni athygli
fyrri dag keppninnar, þá tók liðið alls 5
titla.
Meðal keppenda vöktu athygli Helena
Jónsdóttir UMSK og Magnús Sigurðsson
HSK, en þau fengu verðlaun í öllum
fjórum greinum sem þau tóku þátt í.
■(Öllum fjórum greinum mótsins.) Þar af
setti Helena eitt íslandsmet, stökk 5,10
metra í langstökki telpna. - Þröstur
Ingvason USAH sigraði í hástökki pilta,
stökk 1,70 metra, sem þykir mjög gott í
piltaflokki, en hann er á fyrra ári þar. Þá
sigraði Hulda Helgadóttir HSK í þremur
greinum, langstökki með og án atrennu,
og hástökki.
Úrslit í mótinu urðu þessi:
Fyrri keppnisdagur
Telpur Úrslit
Hástökk (13-14 ára) m.
1. Hulda Helgadóttir HSK 1,5(1
2. Heba Fríðríksdóttir UMFN 1,50
3. Herdís Skúladóttir HSK 1,45
Langstökk án atrennu:
1. Hulda Helgadóttir IISK 2,50
2. Hjördís Backmann Á 2,39
3. Herdís Skúladóttir HSK 2,39
Piltar (13-14 ára)
Hástökk
1. Þröstur lngvason USAII
2. Magnús Sigurðsson HSK
3. Frosti Magnússon UÍA
1,70
1,65
1,60
Langstökk án atrennu:
1. Magnús Sigurðsson HSK 2,64
2. Stefán Lárusson USAH 2,55
Stelpur (12 ára og yngri)
Hástökk:
1. Hlín Albertsdóttir HSK 1,40
2. Helena Jónsdóttir UMSK 1,35
3. Borghildur Ágústsd. HSK 1,35
Langstökk án atrennu:
1. B orghildur Ágústsd. HSK 2,44
2. Helcna Jónsdóttir UMSK 2,41
3. Hrafnhildur Guðjónsd. UÍA 2,29
Strákar (12 ára og yngri)
Hástölck:
1. Ármann Jónsson Snæf. 1,40
2. Gunnar Smith FH 1,40
3. Gestur Guðjónsson HSK 1,35
Langstökk án atrennu:
1. Gunnar Smith FH 2,35
2. Bernharð Klementsson Snæf. 2,26
3. Svavar Borgþórsson UÍA 2,25
Seinni keppnisdagur
Telpur
Langstökk:
1. Hulda Helgadóttir HSK . 5,09
2. Herdís Skúladóttir IISK 5,06
3. Kristín Pétursdóttir ÍR 4,88
50 m hlaup:
1. Fríða R. Þórðardóttir UMSK 6,9
2. Hjördís Backmann Á 7,0
3. Svana Huld Linnet FH 7,0
Piltar (13-14 ára)
Langstökk
1. Magnús Sigurðsson HSK 5,39
2. Guðmundur Símonarson Á 5,36
3. Frosti Magnússon UÍA 5,20
50 m hlaup: sek.
Einar Þ. Einarsson Snæfell 6,5
2. Magnús Sigurðsson HSK 6,6
3. Frosti Magnússon UÍA 6,7
Stelpur (12 ára og yngrí)
Langstökk: m
1. Helena Jónsdóttir UMSK 5,10
2. Fanney Sigurðardóttir A 5,01
3. Guðrún Valdimarsd. ÍR 4,39
50 m hlaup:
1. Fanney Sigurðardóttir Á 7,1
2. Helena Jónsdóttir UMSK 7,1
3. Hrafnhildur Guðjónsd. UÍA 7,2
Strákar (12 ára og yngri)
Langstökk:
1. Bernharð Kelmentsson Snæf. 4,53
2. Ármann Jónsson Snæfcll 4,43
3. ísleifur Karlsson UMSK 4,40
50 m hlaup:
1. Veigar Margeirsson UMFK 7,3
2. Jónas Gylfason FH 7,5
3. Kristinn Þórðarson UMSK 7,5
„ÆTU MAÐUR
HÆTT1NOKKUET
— segir Oddný Sigsteinsdóttir -
yngsti og elsti leikmadur
kvennalandslidsins teknir tali
■ „Ætli rnaður hætti bara nokkurn
tíma í þessu, alla vega hætti ég ekki að
hreyfa mig, það er áreiðanlegt", sagði
Oddný Sigsteinsdóttir landsliðskona í
handknattleik í gær, þegar blm. Tímans
náði að króa hana af er íslenska kvenna-
landsliðið var að fara til Bandaríkjanna
í keppnisferð. Oddný lék sinn fyrsta
■ íslenska kvennalandsliðið í handknattleik, rétt fyrir brottförina til Bandaríkjanna í gær. í öftustu röð frá vinstrí eru:
Björg Guðmundsdóttir í landsliðsnefnd kvenna, Jón Erlendsson varaformaður HSÍ, Erna Lúðvíksdóttir, Sigrún
Biomsterberg, Oddný Sigsteinsdóttir, Kristjana Aradóttir, Erla Rafnsdóttir, Guðríður Guðjónsdóttir, Helga Magnúsdóttir
í landsliðsnefnd kvenna, Eiríka Ásgrímsdóttir og Viðar Símonarson landsliðsþjálfari. í fremri röð eru Halla Geirsdóttir,
Rut Baldursdóttir, Ingunn Bernódusdóttir, Margrét Theódórsdóttir, Kristín Pétursdóttir og Sigurborg Eyjólfsdóttir. Fremst
situr Arnþrúður Karlsdóttir formaður landsiiðsnefndar kvenna, ásamt dóttur sinni og syni Bjargar. Tímamynd Róbert.
Fimmtán út
— með karlalandsliðinu
■ Landslið íslands í karlaflokki í hand-
knattleik, sem heldur til Sviss og Frakk-
lands í keppnisferð á föstudag hefur
verið valið. Sigurður Sveinsson Lemgo
getur ekki verið með í liðinu í þessari
ferð, þar eð hann er að leika með Lemgo
á sama tíma, og óvíst er hvort Alfreð
Gíslason getur leikið með gegn Sviss-
lendingum, en hann mun leika gegn
Frökkum. Hvort Alfreð verður með í
öllum leikjunum, kemur í ljós í dag.
Tveir leikir verða leiknir gegn Frökkum
næstu helgi í Rouen og Lyon, og síðan
tveir í Sviss gegn heimamönnum 12. og
13. mars.
Bogdan landsliðsþjálfari hefur valið
15 menn, sem fara munu til Sviss og
Frakklands, og mun hann ekki breytast
nema einhver meiðist. Hópurinn hefur
þó ekki verið opinberlega tilkynntur svo
sem venja er, en hefur þó lekið út.
Landsliðið mun verða þannig skipað:
Markverðir: Einar Þorvarðarson Val,
Jens Einarsson KR og Brynjar Kvaran
Stjörnunni. Aðrir leikmenn: Kristján
Arason FH fyrirliði, Atli Hilmarsson
FH, Þorgils Óttar Mathiesen FH, Sig-
urður Gunnarsson Víkingi, Guðmundur
Guðmundsson Víkingi, Steinar Birgis-
son Víkingi, Þorbjörn Jensson Val,
Jakob Sigurðsson Val, Guðmundur Al-
bertsson KR, Páll Ólafsson Þrótti, Al-
freð Gíslason Essen, Bjarni Guðmunds-
son Wanne Eyckel.
Einn nýliði er í þessum hópi, Guð-
mundur Albertsson KR. Það vekur at-
hygli, að Guðmundur er valinn í lands-
liðið sem hornamaður, en hann leikur
skyttu í KR liðinu. - SÖF..
Aðeins hálfl Framlið
komst til Akureyrar
— og Þór var dæmdur sigur
■ I gær átti að fara fram leikur á
Akureyri millí Fram og Þórs í körfu-
knattleik, en vegna veðufs tókst aðeins
annarri flugvélinni af tveim sem fluttu
Framlíðið norður aðlenda. Það voru
því aðeins 5 leikmenn Frantliðsins sem
mættu á keppnisstað ásarnt þjálfara
sínum og neituðu þeir að hefja leikinn.
Var hann þá flautaður af og Þór
dæmdur sigur 2:0. Búast má við að
þetta mál eigi eftir að hafa einhver
eftirköst.
■ Sú yngsta og sú elsta í kvenna-
landsliðinu i hundknattleik. Halla
Geirsdóttir markvörður úr Fylki til
vinstri, Oddný Sigsteinsdóttir Fram
til hægri. Halla mun leika sinn fyrsta
landsleik í Bandaríkjunum í kvöld,
en hún er einnig í unglingalandslið-
inu, enda ekki nema 16 ára. Hún
hefur leikið með meistaraflokksliði
Fylkis í ein 3 ár. Oddný hefur leikið
yfir 400 meistaraflokksleiki fyrír
Fram, og 41 landsleik.
-SÖE - Tímamynd Róbert
Flóahlaup Samhygðar
Flóahlaup Umf. Samhygðar fór fram
í Gaulverjabæjarhreppi laugardaginn 25.
feb. sl. Hlaupið átti að fara fram viku
fyrr. en var frestað sökum vatnavaxta,
sem rufu skörð í Vorsabæjarveginn.
Taiið var ófært þá að breyta hlaupinu í
sundkeppni, en nú hafði vatnið sjatnað
og menn stikluðu á steinum yfir ófærurn-
ar og enduðu hlaupið á hlaði Vorsabæjar
hjá Stefáni bónda.
Úrslit hlaupsins urðu þessi:
mín.
1. Gunnar Birgisson ÍR . . . . 26:54,0
2. Sighvatur D. Guðm.s. ÍR . 27:29,0
3. Garðar Sigurðsson ÍR . . . 27:41,8
4. Hafsteinn Óskarsson ÍR . . 28:18,4
5. Steinn Jóhannesson ÍR .. 29:24,3
6. Magnús Haraldsson FH . . 30:01,0
7. Stefán Friðgeirsson ÍR . . . 30:08,9
8'. Ingvar Garðarsson HSK . . 30.37,6
9. Viggó Þ. Þórisson FH . . . 31.00,0
10. Kristján Ásgeirsson ÍR . . 31.30,9
11. Birgir Þ. Jóakimsson ÍR . . 32.27,5
HRUBESCH DEIUR Á V-ÞJÚDVERJA
— en lofar
Horst Hrubesch.
- Frá Gísla Á. Gunnlaugssyni.-íþróttafrétta-
manni Tímans í V-Þýskalandi:
■ Horst Hrubesch, miðherji Standard
Liege, fyrrum landsliðsmiðherji V-
Þýskalands og miðherji hjá HSV, deilir
hart á v-þýska landsliðsþjálfarann í
knattspymu og alfarið á alla stjórn
landsliðsmála hjá Þjóðverjum í blöðum
í V-Þýskalandi um helgina, um leið og
hann hrósar Belgum mjög. Segir
Hrubesch, að Þjóðverjar eigi ekki mögu-
leika á að vinna landsleikinn við Belga,
sem leikinn verður í Belgíu í kvöld.
Hrubesch hælir mjög landsliði Belga,
og aftekur með öllu að Þjóðverjar eigi
möguleika á að vinna leikinn í kvöld.
Um leið gagnrýnir Hrubesch mjög þróun
knattspyrnumála í V-Þýskalandi. og
stjórn Jupps Derwall landsliðsþjálfara á
málefnum þýska landsliðsins.
Horst Hrubesch er orðinn 33 ára.
Hann hefur ekki gefið kost á sér í
v-þýska landsliðið síðan í Heimsmeist-
arakeppninni 1982. Síðastliðið vor fór
hann frá Hamburger Sportverein til
Standard Liege. Hann hefur verið
meiddur töluvert í vetur, meiddist illa í
haust, en komst af stað að nýju ekki alls
fyrir löngu, og hefur skorað nánast í
hverjum leik fyrir Standard síðan. Hann
skoraði meðal annars sigurmark liðsins
gegn Pétri Péturssyni og félögum í
Antwerpen er liðin áttust við í bikar-
keppninni um helgina.
-SÖE/GÁG
12. Ásmundur Edvardss. FH . 32.44,3
13. Markús ívarsson HSK . . . 37:02,6
Sökum ófærðar var hlaupið stytt nokk-
uð og var um 8 km á lengd. Eins og sjá
má voru ÍR-ingar sigursælir en Markús
bóndi ívarsson á Vorsabæjarhóli hljóp
síðastur og leit eftir því að allir hlaupa-
garparnir skiluðu sér yfir torfærurnar.
Áð hlaupinu loknu bauð hann kepp-
endum til kaffidrykkju að Vorsabæjar-
hóli og þar voru afhent verðlaun. I
Flóahlaupinu er keppt um Stefánsbikar-
inn sem Stefán Jasonarson í Vorsabæ gaf
á sínum tíma sem sigurlaun hlaupsins.
-J.M.Í
A-landsleik í handknattleik árið 1970,
og á nú að baki 41 landsleik, flesta leiki
þeirra sem nú skipa landsliðið. Ásamt
Oddnýju tókst að ná tali af Höllu
Geirsdóttur markverði í Fylki, en hún
mun leikasinn fyrsta landsleik í ferðinni.
Þær stöllur eru elsti og yngsti leikmaður
liðsins, Oddný 32 ára, en Halla er á 17.
ári. „Við vorum að reikna það út um
daginn, að ég gæti vel verið mamma
hennar “, sagði Oddný.
„Ég er dálítið spennt og kvíðin, ég hef
aldrei leikið með landsliði alvöruleik",
sagði Halla. Hún hefur alltaf leikið með
Fylki, fyrst í þriðja flokki, en var þar
aðeins hálft ár. og var þá flutt snarlega
upp í annan flokk. Hún erenn leikmaður
með öðrum llokki, og verður reyndar
líka næsta vetur, en hefur leikið með
meistaraflokki síðan hún var 13-14 ára.
Hún er nú í unglingalandsliðshópi ís-
lands 18 ára og yngri, sem hóað var
saman í janúar, og nú í A-landsliðinu.
„Nei, ég var ekkert hrædd við þær, ég
hef nú spilað með eða á móti þeim
öllum", sagði Halla, er hún var spurð
hvort þær eldri hefðu nokkuð skotið
henni skelk í bringu á fyrstu landsliðsæf-
ingunum. „Hún er síður en svo feimin,
og hefur staðið sig mjög vel", sagði
Oddný.
- Oddný, þú hefur staðið lengi í
þessu?
„Já, ég lék fyrsta landsleikinn árið
1970, á Norðurlandamóti í Moss í
Noregi. En ég var þá þegar dálítið
skóluð, hafði leikið með unglingalands-
liðum. Þá var ntikill kraftur í öllu, tvö
unglingalandslið alltaf í gangi, 16 ára og
yngri.og 16-18 ára. Svodatt þetta dálítið
mikið niður, og var reyndar hálfþreyt-
andi á tímabili. Þá voru hreinlega ekki
verðug verkefni fyrir A-liðið, og engin
fyrir unglingalandslið. Við vorum þá að
spila við Kanada, Færeyjar og Bandarík-
in meðan þær voru enn byrjendur."
- Ertu ekkert orðin þreytt á þessu?
„Nei, síður en svo. Eins og ég sagði
var þetta dálítið þreytandi á kafla, en nú
er mjög gaman, enda mikil stígandi í
þessu. Síðan við fórum til Þýskalands og
Englands. síðan til Spánar og síðast til
Danmerkur í fyrra þctta hefur verið á
uppleið. Kventialandsliðinu Itcfur farið
mjög mikið fram að mínu mati, og
reyndar boltanum í deildinni líka, þó
ekki séu kannski allir sammála mér í því.
Það er gaman að þessu núna.“
- Hefurðu ákveðið hvenær þú leggur
skóna á hilluna?
„Nei, ætli ég hætti nokkurn tíma. Alla
vega hætti ég ekki að hreyfa mig. Maður
var að tala um að hætta fyrir einum fimm
árum, fannst maður vera orðinn of
gamall, en maður komst yfir það, og nú
dettur manni það ekki í hug lengur. Nei,
ég sé ekki fram á að hætta á næstunni."
Þær stöllur sögðu að þær hefðu hvorug
komið til Bandaríkjanna áður. „Þetta
verður áreiðanlega skemmtilegt ævin-
týri, en við erum staðráðnar í að standa
okkur í leikjunum. Viðætlum að vinna",
sögðu þessar hressu stúlkur.
-SÖE
Garðar kom á óvart
— á íslandsmótinu u 23 í kraftlyftingum
■ Fyrsta íslandsmeistaramót unglinga
í kraftlyftingum var haldið í íþróttahúsi
Hveragerðis á laugardaginn.
Keppt var í átta þyngdarflokkum og
voru keppendur frá fjórum héraðs-
samböndum. Þrátt fyrir að Reykjavík sé
höfuðvígi kraftlyftinganna voru þrír
utan af landi sem nældu sér í gullverð-
laun, þar af tveir úr Vestmannaeyjum.
Garðar Vilhjálmsson frá Egilsstöðum
var sá kappi sem vakti mesta athygli,
einkum fyrir það hversu auðveldarlyftur
hans reyndust honum. Virðist hann geta
náð langt í þessari íþrótt. Vestmanna-
eyingarnir tveir sem í þessu móti voru
höfðu báðir gull út úr sínum flokkum.
Björgúlfur Stefánsson keppti í léttasta
flokknum og var þar eini keppandinn og
sigraði því örugglega, og Gunnar
Hreinsson sigraði í næst léttasta
flokknum. Maður mótsins var Hjalti
Árnason KR sem hlaut verðlaun fyrir
besta árangur mótsins skv. stigatöflu,
bikar sem gefinn var af Hveragerðis-
hreppi. Hjalti lyfti tæpum átta hundruð
kg-
Urslit: F/nkkur 67,Skg. BH BP RL Samtals
Bjurgúlfur Slefánss. IBV 160 100 170 430 kg.
Flokkur 75 Gunnar Hreinsson ÍBV 170 100 210 480 kg.
BárðurB.OIsenKR 167,5 95 185 447,5 kg.
Ólafur Sveinssun KR 150 102,5 180 432,5 kg.
FlokkurH2,5kg. Bjarni J. JúnssonKR 200 112,5 210 522,5 kg.
FlokkurOOkg. Birgir Þorsteinssun KR 207,5 122,5 215 545 kg.
Magnús Steindórsson KR 210 100 215 525 kg.
FlokkurlOOkg. Garðar Vilhj.son Höttur 200 130 260 590 kg.
Ari Jóhannsson KR 170 110 185 465 kg.
Arngr. Konráðss. ÍBA - - - -
F'lokkur llOkg Halld. E. Sigurbj.son KR 310 180 230 720 kg.
Flokkur 125 kg. Hjalti Árnason KR 290 172,5 320 782,5 kg.
Matthías Eggertss. KR 230 150 270 650 kg.
Flokkur +125 kg. Torfi Ólafsson KR 270 130 300 700 kg.
Helgi Eðvaldsson ÍBA 210 105 220 535 kg. -SGG.