Tíminn - 29.02.1984, Side 20
Opiö virka daga
9-19
Laugardaga 10-16
HEDD
Skemmuvegi 20 Kopavogi
Simar (91|7 75 51 & 7 80 30
Varahlutir
Mikiö úrval
Sendum um land allt
Ábyrgð á öllu
Kaupum nýlega
bíla til niðurrifs
SAMVINNU
TRYGGINGAR
&ANDVAKA
ARMULA3 SIMI 81411
W
abriel Æ
HÖGGDEYFAR
Hamarshöfða 1
y GJvarahlutir s”i°ó:
5Sffi
Miðvikudagur 29. febrúar 1984
Bankaránið að mestu upplýst:
búid aðnAum
1200 ÞÚSUND KR.
AF RANSFENGNUM
— vitað er um ráðstöfun afgangsins
að stórum hluta
■ Hankarániö hjá útibúi
Landshankans við Laugaveg er
nú að mestu upplýst eftir játn-
ingu aðalsakborningsins William
J. Scobie og handtöku 19 ára
starfsmanns Landsbankans sem
mun hafa verið í vitorði með
honum.
Hallvarður Einvarðsson rann-
sóknarlögreglustjóri ríkisins
sagði í samtali við Tímann að
verulegur hluti fjárins sem rænt
var væri kominn til skila, alls
hefðu þeir haft upp á tæpum
1200 þúsund krónum og vitað
væri hvernig stórum hluta af-
gangsins, af þeim 1,8 milljón
sem rænt var, hefði veríð ráðstaf-
að. Illuti af fénu hefði náðst við
húsleit í borginni í fyrrínótt.
Avísununum mun hafa verið
fargað.
Hinn 19 ára piltur sem hand-
tekinn var er kunningi Williams.
Upplýst er að hann mun hafa
keyrt William út í Háskólabíó
sama kvöld og ránið var framið
og skilið hann þar eftir, en
William tók svo leigubílinn og
Blaðburöar
.börn
óskast
r,
Skjólin
Mclarnir
Háaleitisbraut
eftirleikur þess er þekktur.
Kunninginn kemur svo við sögu
strax eftir ránið því þeir mæltu
sér mót að því loknu í Brautar-
holti og óku saman á brott með
byssuna og ránsfenginn, en
hentu byssunni og afgangnum af
haglaskotunum af sér í Kópavogi
í sjóinn við Sunnubraut þar sem
byssan fannst svo. Hún var sú
sama og rænt var úr Vesturröst
skömmu fyrir ránið, og hefur
William viðurkennt það innbrot.
Hvað varðaði hlutdeild föður
Williams og bróður sagði Hall-
varður að þeir munu ekki hafa
vitað um ránið fyrirfram en
rannsóknin beinist m.a. að vit-
orði þeirra eftir ránið. Þeir munu
nú báðir hafa dregið til baka
kærursínartil Hæstaréttarvegna
gæsluvarðhaldsúrskurðarins.
Það kom einnig fram í máli
Hallvarðar að nú væri m.a. rann-
sakað hvort tengsl væru á milli
bankaránsins við Landsbankann
og ránsins í Iðnaðarbankanum í
Breiðholti.
Aðspurður um hvort hann
væri ekki ánægður með frammi-
stöðu sinna manna í þessu máli
sagði Hallvarður: „Það er ég svo
sannarlega, það er mikill léttir,
hér og annarsstaðar að tekist
hefur að upplýsa þetta alvarlega
mál og góðar líkur eru á að við
náum megninu af peningum
þeim sem rænt var til baka.
Menn hér hafa verið ákaflega
bundnir yfir þessu máli, því í tvo
sólarhringa vann stór hópur
manna án svefns og hvíldar að
því að upplýsa málið".
-FRI
■ Umhveríi gistihússins við Bláa lónið hjá Svartsengi er ekki eins og umhverfi gistihúsa er vant að vera,
en þeim mun stórbrotnara er orkuveríð skammt undan, hraunið og Iónið sjálft, þar sem hægt er að baða
sig árið um kring. Þarna búa um þessar mundir 12 skákmeistarar sem tefla á skákmóti sem hefst í dag í
Grindavík og hér sést einn þeirra Helgi Olafsson skoða sig um i góða veðrinu. Hundurinn á myndinni mun
hins vegar ekki vera meðal keppenda. Tímamynd Ámi Sæberg.
Grænlendingar:
Telja naudsynlegt ad
selja þær veidar sem
þeir nota ekki sjálfir
— „Jákvæðir á samstarf til lengri framtíðar’% segir
forsætisráðherra eftir fundinn með Jonathan Motzfeldt
■ Steingrímur Hermannsson
forsætisráðherra, ásamt þeim
Pétri Thorsteinssyni og Benedikt
Gröndal átti í gær í Stokkhólmi
fund mcð Jonathan Motzfeldt
formanni grænlensku lands-
stjórnarinnar og tveimur öðrum
landsstjórnarmönnum, sem m.a.
sýndi fram á að Grænlendingar
vilja hafa samstarf við íslendinga
um hámarksveiðar sameigin-
legra fískistofna og þeir eru til-
búnir að ræða nýtingu á rækju á
mörkum landhelgi landanna,
loðnu og karfa.
„Við gerðum á þessum fundi
grein fyrir áhyggjum okkar,
vegna samninga Grænlendinga
Tveir varnarliðsmenn festu sig í snjó á Mosf ellsheiði:
LÉTU FYRIRBERAST í BÍL SÍNUM ALLA NÓTTINA
■ Tveir varnarliðsmenn af
Keflavíkurflugvelli létu fyrirber-
ast í bíl sínum í fyrrinótt á
Mosfellsheiði skammt frá
mótum Kjósarvegar og
Þingvallavegar en þar höfðu þeir
fest bíl sinn í snjó.
Annar þeirra hélt svo til
byggða i gærmorgun og gekk
hann fram á vinnuflokk frá raf-
veitunum í Mosfellsdal. Fóru
þeir með honum á hreppsskrif-
stofu Mosfellshrepps þaðan sem
samband var haft við björgunar-
sveitina Kyndil.
Tveir menn frá Kyndli héldu
síðan af stað með manninn í bíl
sveitarinnar og höfðu þeir snjó-
sleða með í förinni. Greiðlega
gekk að losa bíl varnarliðsmann-
anna og voru þeir og bíllinn fluttir
niður í Mosfellssveit þaðan sem
þeir keyrðu svo aftur til Kefla-
víkur.
Þessar upplýsingar fékk Tím-
inn hjá Hannesi Hafstein fram-
kvæmdastjóra SVFÍ en hann
sagði að mennirnir hefðu gert
rétt í því að láta fyrir berast í
bílnum i stað þess að reyna að
ná til byggða í fyrrinótt.
- FRI.
við Efnahagsbandalagið,“ sagði
forsætisráðherra í samtali við
Tímann í gær, „en þeir hafa lagt
áherslu á það sem þeir hafa
reyndar margsinnis áður sagt, að
þeir eru að reyna að semja sig út
úr Efnahagsbandalaginu. Þeir
segja að ekki sé um neitt annað
fyrir þá að ræða, en að selja þær
veiðar sem þeir sjálfir nota
ekki.“
Forsætisráðherra sagði
jafnframt: „Það kom berlega í
ljós í máli Grænlendinganna, að
þeir eru mjög jákvæðir hvað
varðar samstarf til lengri fram-
tíðar. Við ákváðum að hittast á
ný í júnt', en ég bauð Jonathan
Motzfeldt þá heim til íslands í
opinbera heimsókn og hann þáði
það.“
Forsætisráðherra sagði að tím-
inn fram í júní yrði notaður til
þess að undirbúa hin ýmsu mál
sem ræða þyrfti, og sá undirbún-
dropar
ingur yrði í höndum íslenskra og
grænlenskra embættismanna.
Forsætisráðherra sagði að það
væru miklu fleiri mál en sjávarút-
vegsmál sem ræða þyrfti, og
nefndi í því sambandi menning-
arfnál, landbúnaðarmál o.fl.
Hann sagði. viðræðurnar hafa
verið mjög jákvæðar, og það
lægi enginn vafi á því að Græn-
lendingarnir vildu hafa mjög
náið samstarf við íslendinga á
sem flestum sviðum.
Forsætisráðherra sagði
jafnframt: „Grænlendingar
leggja mikla áherslu á það að
þeir vilja hafa samstarf við okkur
um það hámarksmagn sem veiða
megi af sameiginlegum fiski-
stofnum, auk þess sem þeir eru
tilbúnir að ræða við okkur um
nýtingu á rækjunni sem er á
mörkunum og loðnunni og karf-
anum, en fyrirfram vil ég engu
spá um það, hvað út úr slíkum
viðræðum kemur." -AB
Bókamarkadur
Veraldar-
forlaganna?
■ Búka stríðið er nú í algleym-
ingi milh annars vegar Verald-
arbókaforlaganna, en hins veg-
ar bóksala og er nú svo komið
að þeir fyrrnefndu neita þcim
síðarnefndu um að selja bækur
sínar, eftir að þeir hinir sömu
höfðu neitað að selja tilhoðs-
bækur þeirra í bókaklúbbnum.
Er nú komið stál í stál, og í
gærdag kærðu bóksalar forlög-
in fjögur fyrir Félagi ísl. bóka-
útgefenda.
Ekki er enn farið að sjá fyrii
cndann á öllum þessum
ósköpum, en Dropar hafa
hevrt, að einn af hugsanlegum
mótleikum Veraldarforlag-
anna sé að koma á fót bóka-
markaði á höfuðborgarsvæð-
inu, þar sem seldar yrðu bækur
þeirra. Hefur þetta meira að
segja gengið svo langt, að þeg-
ar er hafin leit að hentugu
húsnæði.
Slyngur
hani
Haninn á bóndabænum var
orðinn gamall og lúinn og
bóndinn ákvað því að kaupa
sér nýjan hana. Sá kom á
bæinn og hóf straxáð spígspora
á meðal hænsnanna um leið og
hann hreytti út úr sér ónotum í
þann gamla og sagði honum að
hypja sig eða hann hefði verra
af. Sá gamli svaraði að bragði
að hann skyldi keppa um vcr-
una á staðnum við þann nýja
þannig að þcir hlypu fjóra
hringi í kringum hlöðuna og sá
sem ynni kapphlaupið skyldi
hverfa lrá bænuin.
Þetta þótti hinum nýja ekki
mikið mál og þeir hefja kapp-
hlaupið. Eftir tvo hringi er íslenskir sporhundar ætla
nýkomni haninn að komast
heilan hring á undan þeim
gamla en þá kemur bóndinn
hlaupandi út úr húsinu með
haglabyssuna í höndum og fret-
ar hann þeim nýja yfir í önnur
heimkynni. Síðan gengur
bóndinn aftur inn í bæinn hrist-
andi hausinn og tautandi:
„Fjandinn þetta er fjórði öfugi
haninn sem ég fæ í þcssari
viku“.
Sporhundar
leggjast í
ferðalög??
greinilega að gera víðreist á
þessu ári, sem best má marka
af því að félagsskapur þeirra
hefur fengið styrk úr Þjóð-
hátíðargjöf Norðmanna þetta
árið, þ.e. Björgunarhunda-
sveit Islands. Dropar vita hins
vegar ekki hvert þeir ætla að
halda, en ekki er ólíklegt að
þær sæki frændur sína og vini i
norsku Þrændalögunum heim.
Krummi .. .
..nú hefur Albert tekist að jafna.