Tíminn - 02.03.1984, Blaðsíða 2
• FÖ8TUDAGUR 2. MARS 1984
fréttir
Alþingi
Fjármálarádherra segir Dagsbrúnarsamkomulagið
kosta innan við 1 millj.
ENGINN TALDI AÐ ALBERT
ÆTTI AD SEGIA AF SÉR
Sjálfstæðisflokkurinn lítur samnings-
gerðina alvarlegum augum
■ Þegar samkomulagið sem f jármálaráðherra og Dagsbrún
gerðu var rætt í ríkisstjórninni lá ekki fyrir hvaða útgjaldaauka
það hefði í för með sér. Það er fyrst núna á þessum fundi að
upplýsingar fást um það og hann er tiltölulega lítill ef hann er
ekki nema 1. millj. kr. Það er kannski ekki aðalatriði þessa
máls, heldur hitt, hvaða tilgangi slíkt samkomulag þjónar.
Yfirleitt er sú venja ekki viðhöfð að það sé gert sérstakt
samkomulag um og gefinút yfirlýsing um hvað menn ætli sér
að semja, sagði Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra í
utandagskrárumræðum á Alþingi í gær um samkomulag
fjármálaráðuneytisins og Dagsbrúnar.
Mikið var rætt um þær yfirlýsingar
scm gefnar hafa vcrið vegna þessa og
fjármálaráðherra upplýsti að um mjög
óvcrulcgan útgjaldaauka væri að ræða
fyrir ríkissjóð. Þorsteinn Pálsson taldi
að samkomulagið væri slæmt fordæmi og
ekki væri séð fyrir endann á hvaða
aflciðingar það hefði á almennum vinnu-
markaði. Allir ræðumenn voru sammála
um að fjármálaráðherra hefði fullan
lagalegan rétt á að gera slíkt samkomu-
lag. Stjórnarandstæðingar kváðust fagna
frumkvæði Alberts í þessu máli ogstyðja
það.
Karl Steinar Guðnason hóf umræðuna
og sagði það lengi hafa verið baráttumál
að félagar í verkalýðsfélögunum og
BSRB sem ynnu sömu störf hlið við hlið
fengju sömu kjör, en ávallt hafi verið
staðið á móti þeim óskum af fulltrúum
ríkis, sveitarfélaga og atvinnurekenda.
En víða úti um land hefði þetta misrétti
verið samræmt og spurði Karl Steinar
fjármálaráðherra hvort hann væri tilbú-
inn að verða við tilmælum ASÍ um að
þetta samkomulag gilti fyrir öll verka-
lýðsfélög.
Albert Guðmundsson fjármálaráð-
herra sagðist hafa veriö borinn þungum
sökum undanfarið sem fjármálaráðherra
fyrir að gcra samkomulagið við
Dagsbrún, en hann hefði talið sjálfsagt
að verða við beiðni Dagsbrúnar þegar
hún barst og leiðrétta það misrétti sem
fælist í núgildandi samningum. Ef Al-
þingi teldi það ckki leyfilegt sagðist
Albert að sjálfsögöu taka afleiðingum
gjörða sinna.
Um kostnaðinn vitnaði Albert í grein-
argerð sem launadeild fjármálaráðu-
neytisins gerði og þar segir, að yfirleitt
sé gott samræmi á milli launa Dagsbrún-
armanna og manna í störfum sem sam-
bærileg geta talist hjá BSRB. Samræm-
ing gæti hugsanlega haft nokkur áhrif í
lægstu launaflokkunum. Kostnaður af
slíku gæti numið nokkrum tugum þús-
unda kr. fyrir ríkissjóð á ári.
Sérstök samstarfsnefnd Dagsbrúnar
og ráðuneytisins er að taka til starfa til
að ganga frá málunum. Albert sagði að-
ef orðið verði við öllum kröfum Dags-
brúnar muni kostnaðurinn nema um 1.
millj. kr.
Þetta væru allar upphæðirnar sem .
kostað hafa allt það moldviðri sem
þyrlað hefur verið upp í kringum þetta
mál. - Mér er sagt - sagði fjármálaráð-
herra, að lítil hætta sé á aðsamkomulag-
ið valdi keðjuverkun sem nái til alls
vinnumarkaðarins. Hann kvað stærðar-
gráðuna í útgjöldum af þessari embættis-
gjörð ekki vera mikið meiri en sem næmi
kostnaði við ferðalög þingmanna á
Norðurlandaráðsráðstefnuna.
Albert lauk máli sínu mcð að spyrja
hvort einhver þingmaður væri í salnum
sem ásakaði sig fyrir að leiðrétta þetta
misrétti og væri hann tilbúinn að tala við
hann.
Ragnar Arnalds lagði áherslu á að
fjármálaráðherra hefði fullan rétt á að
gera kjarasamninga samkvæmt lögum
og hefðum og hefðu fjármálaráðherrar
gert marga slíka samninga á undanförn-
um árum án þess að slíkur hvellur hafi
orðið eins og nú.
Þorsteinn Pálsson sagði m.a. að það
hafi verið samdóma álit ríkisstjórnarinn-
ar að greiða fyrir nýgerðum heildar-
samningum með því að verða við tilmæl-
um um sérstakar aðgerðir í skatta- og
„BEITIMER FYR-
IR ÞVÍ AÐ AÐRIR
FÁIHLIÐSTÆÐAN
SAMNING"
— segir Guðmund-
ur J. Guðmunds-
son, formaður
Dagsbrúnar
■ „Að sjálfsögðu mun cg bcita mér
fyrir því að vcrkamcnn úr öðnim
verkalýðsfclögum í starfi hjá ríkinu
munu fá hliðstæðun samning við Ijár-
málaráðhcrra,“ sagði Guðmundur J.
Guðmundsson formaður Vcrka-
mannasambands íslands í samtali við
Timann í gær, cn sagðist jafnframt
ekki hafa rætt það mál við fjármálaráð-
herra. Sagðist Guðmundur tclja að
ganga bæri frá þcssu Dagsbrúnarmáli
áður en farið væri að ræða önnur mál.
Guömundur sagöi: „Dagsbrún ósk-
aði eftir viðræðum við fjármálaráð-
herra og hann varð við þeirri ósk, og
þetta varð niðurstaða þeirra viðræðna.
Ég fer ckki með samningsumboð nema
■ Þorsteinn Pálsson.
tryggingamálum til aðstoðar þeim sem
verst eru settir í þjóðfélaginu. Niður-
staða kjarasamninganna gerði ráð fyrir
almennum launahækkunum í nokkrum
áföngum, cn á hinn bóginn var ekki gert
ráð fyrir að hreyft yrði við öðrum
kjaraatriðum í hinum almennu ktara-
samningum.
Hætt er við að sérkjarasamningar geti
leitt til atvinnuleysis eða nýrrar verð-
■ Guðmundur
bara fyrir Dagsbrún, þannig að það er
varla í mínum verkahring að óska eftir
slíkurn viðræðum við fjármálaráð-
herra."
Þegar Guðmundur var spurður álits
á þeirri gagnrýni sem fram hefur
komið á þctta Dagsbrúnarsamkomu-
lag sagði hann: „Ég segi nú eins og
fjármálaráöherra, að ég skil ekki þá
menn sem eru á móti því að menn sem
eru í sama vinnuflokk. við sömu störf,
þeir séu á sömu launum, en þessi
samningur felur ekkert annað í sér."
-AB
Karl Steinar.
bólguholskeflu og þeir sem að heildar-
samningunum stóðu gerðu sér grein fyrir
því. Ekki mátti ganga lengra í gerð
kjarasamninganna hvað kauphækkanir
varðaði og var boginn spenntur til hins
ítrasta. Samningarnir eru nú til um-
fjöllunar meðal verkalýðsfélaga. Flest
þeirra samþykkja þá, en það er unnið að
því af vissum aðilum að vinna að upp-
lausn, koma ríkisstjórninni frá og verð-
Dagsbrúnarsamn-
ingurinn kostar
ríkid hálfa til eina
milljón:
„KOSTNAÐURINN
TITTLINGASKÍTUR"
— segir Þröstur
Olafsson, fram-
kvæmdastjóri
Dagsbrúnar
■ „Þetta er mjög lausleg athugun á
þvi hversu margir mcnn þetta eru, og
hvaða réttindi það eru sem þeir kynnu
að fá,“ svaraði Þröstur Ólafsson frani-
kvæmdastjóri Dagsbrúnar er Tíniinn
spurði hann í gær á hvcrju áætlun hans
uin.að samningur Alherts Guðmunds-
sonar fjármmálaráðherra við Dags-
brún um samræmingu kjara kostaði
ríkissjóð ekki nenia hálfa til eina
milljón á ári.
Þröstur sagðist hafa kannað í hvaða
launaflokkum þessir menn væru. sem
um ræðir, og í Ijós hefði komið að
sums staðar væri um yfirborgun að
ræða. þannig að launabilið væri niiklu
Albert Guðmundsson.
bólgunni á. Fyrsta stéttarfélagið sem
reið á vaðið og felldi samningana var
Dagsbrún.
Við þessar aðstæður er óeðlilegt að
ríkisstjórnin semji við stéttarfélag sem
hefur fellt heildarkjarasamningana og
samþykki hluta af viðbótarkröfum þess.
Hluti af þessum kröfum hefur verið
samþykktur af fjármálaráðherra. Það
hlýtur að leiða til meiri óvissu við
afgreiðslu þessara samninga og stofna
verðbólgumarkmiðum ríkisstjórnarinn-
ar í meiri hættu en orðið var.
Með þessum samningi er heldur ekki
verið að binda kjarasamninga við Dags-
brún á einn eða annann hátt. Þeir sem
að samningunum standa vita ákaflega
lítið um raunverulegt eðli þeirra, hvaða
áhrif þeir hafa fyrir ríkið og hvaða áhrif
þeir koma til með að hafa á samninga
annarra stéttarfélaga og hvaða áhrif þeir
koma til með að hafa á hinum almenna
vinnumarkaði. Fyrir þessa sök tel ég
einnig óeðlilegt að ganga að þessum
samningum.
Ég tel einnig, sagði Þorsteinn Pálsson,
að þegar farið er með mál,sem ekki er
vitað um hversu víðtæk áhrif hefur, eigi
að fara með það fyrir ríkisstjórnina alla.
Það var ekki gert í þessu tilviki.
í lok ræðu sinnar sagði formaður
Sjálfstæðisflokksins, að þessi samnings-
gerð væri alvarleg í sínum augum og síns
flokks og yrði brugðist við henni í
samræmi við það. Málið verður rætt
innan flokksins og aðstæður metnar á
þeim vettvangi og verður gerð grein fyrir
niðurstöðunni þegar efnið hefur verið
rætt til hlítar.
■ Þröstur
minna en talið hcfði verið í fyrstu. í
heild væru þetta ekki nema um 100
menn.
Þröstur var spurður hvort þeir hjá
Dagsbrún túlkuðu ákvæðið í samn-
ingnum „sambærileg storf'' á sama hátt
og fjármálaráðherra: „Nei, þaö gerum
við að vísu ekki, en það eru ekki
möguleikar fyrir okkur að skírskota
þeirri niðurstöðu eitthvað annað.“
Þröstur ítrekaði að kostnaðarathug-
un hans á þessum samningi hefði verið
mjög lausleg. og bætti við: „Hvort sem
kostnaðurinn er eitthvað lægri cða
hærri. þáerþetta tittlingaskftur - þetta
er einhvers staðar á milli Blazcr og
Benz.“
-AB